Handbók garðeigandans

Page 53

Eft­ir­far­andi gát­listi gæti kom­ið að not­um við yf­ir­ferð­ina:

Gott er að at­hafna sig með ýmis leik­föng í slík­ um þrep­um.

1. Kanna þykkt og ástand þess efn­is sem er á fall­svæð­un­um. Oft þynn­ist lag­ið sem er beint und­ir tækj­un­um og þá þarf að moka efn­inu til. 2. At­huga vel hvort bolt­ar, rær eða leg­ur eru laus og herða upp eða skipta um. Ef um kast­ala er að ræða þarf að skoða alla staði þar sem renni­braut­ir, ról­ur og aðr­ir hlut­ir tengj­ast tæk­inu því að þar er álag mik­ið og hætta á sliti. 3. Skoða timb­ur­hluta tækj­anna með það fyr­ir aug­um hvort hætta sé á að börn­in fái flís­ar í sig. Einnig skal að­gæta hvort uppi­stöð­ur og bit­ar eru í lagi. 4. At­huga hvort und­ir­stöð­ur eru traust­ar.

Sum­ir hafa smá­hýsi á lóð­inni til að geyma garð­ hús­gögn, grill og ann­að dót yfir vetr­ar­tímann. Þeg­ar þessi hús eru tóm geta þau nýst sem leikja­hús fyr­ir börn eða at­hvarf fyr­ir ung­linga.

Kof­ar, hús­gögn, tröpp­ ur og aðr­ir leik­mögu­leik­ar Margt af því sem al­gengt er í görð­um get­ur haft tví­þætt hlut­verk og nýst einnig til leikja. Tré­pall­ur­inn sjálf­ur, tröpp­ur á milli palla, geymslu­skúr­ar og garð­hús­gögn geta öll boð­ið upp á mögu­leika til leikja. Þar sem tví­skipta þarf palli vegna hæðar­mis­ mun­ar get­ur mynd­ast gott tæki­færi til leikja. Þá má hafa tröpp­urn­ar fáar og breið­ar svo að þær nýt­ist einnig sem sæti. Ef tröpp­urn­ar snúa mót suðri er nota­gild­ið enn meira því nota­legt er að setj­ast í þær á sól­rík­um sum­ar­degi.

Hús sérstaklega hönnuð fyrir börn til leikja.

Ef nýta á tré­palla til leikja þarf að setja upp hand­rið þar sem fall­hæð af palli er meiri en 600 mm. Ef fall­hæð­in er minni en þetta, t.d. 200-600 mm, má koma í veg fyr­ir að hægt sé að hjóla fram af með því að setja traust­an kant sem er 45-150 mm á hæð. Krökk­um finnst gam­an að „sulla“ og þar sem vatn er í görð­um þarf að gæta fyllsta ör­ygg­is. Með virkri um­sjón og eft­ir­liti með börn­um í kring­um heita potta og tjarn­ir má fyr­ir­byggja mörg slys­in og eiga áhyggju­laus­ar ánægju­ stund­ir í garð­in­um.

Gúmmíhellur líta ekki ósvipað út og hefðbundnar steinsteyptar hellur. Þær eru sérstaklega hannaðar til notkunar sem undirlag á leiksvæði barna – sjá töflu hér að neðan.

Tafla yfir fall­hæð og und­ir­lag Und­ir­lag

Há­marksfall­hæð Steypa/Hell­ur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,6 m

Tré­pall­ur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,6 m Gras (með mal­arund­ir­lagi) . . . . . . . . . . . . . 1,0 m Gras (með mold­arund­ir­lagi) . . . . . . . . . . . . 1,5 m Gúmmí­hell­ur (43 mm þykkt). . . . . . . . . . . . 1,4 m Gúmmí­hell­ur (55 mm þykkt). . . . . . . . . . . . 1,9 m Leik­vall­aperla (þykkt 200 mm). . . . . . . . . . 3,0 m Sand­kassa­sand­ur (þykkt 200 mm). . . . . . 3,0 m Upp­lýs­ing­ar í töfl­unni mið­ast við stað­al: ÍST EN 1177

Leiksvæðið í garðinum

53


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Handbók garðeigandans by BYKO ehf - Issuu