Eftirfarandi gátlisti gæti komið að notum við yfirferðina:
Gott er að athafna sig með ýmis leikföng í slík um þrepum.
1. Kanna þykkt og ástand þess efnis sem er á fallsvæðunum. Oft þynnist lagið sem er beint undir tækjunum og þá þarf að moka efninu til. 2. Athuga vel hvort boltar, rær eða legur eru laus og herða upp eða skipta um. Ef um kastala er að ræða þarf að skoða alla staði þar sem rennibrautir, rólur og aðrir hlutir tengjast tækinu því að þar er álag mikið og hætta á sliti. 3. Skoða timburhluta tækjanna með það fyrir augum hvort hætta sé á að börnin fái flísar í sig. Einnig skal aðgæta hvort uppistöður og bitar eru í lagi. 4. Athuga hvort undirstöður eru traustar.
Sumir hafa smáhýsi á lóðinni til að geyma garð húsgögn, grill og annað dót yfir vetrartímann. Þegar þessi hús eru tóm geta þau nýst sem leikjahús fyrir börn eða athvarf fyrir unglinga.
Kofar, húsgögn, tröpp ur og aðrir leikmöguleikar Margt af því sem algengt er í görðum getur haft tvíþætt hlutverk og nýst einnig til leikja. Trépallurinn sjálfur, tröppur á milli palla, geymsluskúrar og garðhúsgögn geta öll boðið upp á möguleika til leikja. Þar sem tvískipta þarf palli vegna hæðarmis munar getur myndast gott tækifæri til leikja. Þá má hafa tröppurnar fáar og breiðar svo að þær nýtist einnig sem sæti. Ef tröppurnar snúa mót suðri er notagildið enn meira því notalegt er að setjast í þær á sólríkum sumardegi.
Hús sérstaklega hönnuð fyrir börn til leikja.
Ef nýta á trépalla til leikja þarf að setja upp handrið þar sem fallhæð af palli er meiri en 600 mm. Ef fallhæðin er minni en þetta, t.d. 200-600 mm, má koma í veg fyrir að hægt sé að hjóla fram af með því að setja traustan kant sem er 45-150 mm á hæð. Krökkum finnst gaman að „sulla“ og þar sem vatn er í görðum þarf að gæta fyllsta öryggis. Með virkri umsjón og eftirliti með börnum í kringum heita potta og tjarnir má fyrirbyggja mörg slysin og eiga áhyggjulausar ánægju stundir í garðinum.
Gúmmíhellur líta ekki ósvipað út og hefðbundnar steinsteyptar hellur. Þær eru sérstaklega hannaðar til notkunar sem undirlag á leiksvæði barna – sjá töflu hér að neðan.
Tafla yfir fallhæð og undirlag Undirlag
Hámarksfallhæð Steypa/Hellur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,6 m
Trépallur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0,6 m Gras (með malarundirlagi) . . . . . . . . . . . . . 1,0 m Gras (með moldarundirlagi) . . . . . . . . . . . . 1,5 m Gúmmíhellur (43 mm þykkt). . . . . . . . . . . . 1,4 m Gúmmíhellur (55 mm þykkt). . . . . . . . . . . . 1,9 m Leikvallaperla (þykkt 200 mm). . . . . . . . . . 3,0 m Sandkassasandur (þykkt 200 mm). . . . . . 3,0 m Upplýsingar í töflunni miðast við staðal: ÍST EN 1177
Leiksvæðið í garðinum
53