Handbók garðeigandans

Page 50

Leiksvæðið í garðinum Leiksvæðið í garðinum getur verið hluti af dvalarsvæðum fjölskyldunnar.

Það er sam­dóma álit sér­fræð­inga í upp­eld­is­mál­um að hreyf­ing og úti­vera hafi já­kvæð áhrif á sál­ar­líf og þroska barna. Þess vegna er gott leik­svæði við heim­il­ið þátt­ur í upp­eld­inu. Með því gríð­ar­lega fram­boði af „hreyf­ing­ar­lausri“ af­þr­ey­ingu sem er að finna inn­an­dyra, t.d. í tölv­um og sjón­varpi, er ærin ástæða til þess að vanda skipu­lag og gerð leik­svæða. Þætt­irn­ir sem vega einna þyngst eru fjöl­breytni, ör­yggi og að leik­svæð­in henti þeim ald­urs­hóp­um sem þau eru ætl­uð fyr­ir. Marg­ir hafa sett upp af­mörk­uð leik­svæði í garð­in­um og kom­ist svo að raun um að all­ur garð­ur­inn er nýtt­ur til leikja. Þess vegna þarf bæði að vera sér­stakt leik­svæði og einnig þarf all­ur garð­ur­inn að vera barn­vænn. Með því er fyrst og fremst átt við að börn séu ör­ugg í garð­in­um og eigi ekki á hættu að slasa sig. Leik barna er gjarn­an skipt í hreyf­ingu og sköp­un. Hin ýmsu leik­tæki, svo sem ról­ur, renni­braut­ir, sand­kass­ar, kast­al­ar, klif­ur­ grindur og kof­ar, örva báða þætt­ina en á mis­jafn­an hátt. Þannig örva klif­ur­grind og renni­braut að­al­lega hreyfi­þroska en sand­kassi og leikkofi örva sköp­un­ar­gáf­una. Sand­ur­inn er eins og leir lista­manns­ins sem hægt er að móta á ýms­an hátt og kof­inn get­ur orð­ið höll þar sem tröll, drek­ar og kon­ung­bor­ið smá­fólk lend­ir í hverju æv­in­týr­inu af öðru. Kast­ali tek­ur til beggja þátt­anna, sér­stak­lega ef sand­kassi er á neðri hæð­inni.

Garð­ur­inn sem leik­svæði Stíg­ar um garð­inn, rúm­góð­ir tré­pall­ar, slétt­ar gras­flat­ir og vel stað­sett­ar girð­ing­ar eru allt at­riði sem gera garð barn­væn­an. Leik­ur get­ur

50

Handbók garðeigandans

far­ið fram á sól­pall­in­um þar sem skjól er gott og góð teng­ing er við hús­ið. Þó þarf að passa að hver hafi sitt pláss og er pall­ur­inn því skipu­ lagð­ur þannig að fyrst er tek­ið frá pláss fyr­ir mat­ar­borð­ið, grillið og sól­stól­ana og síð­an er leik­svæð­ið skipu­lagt. Ról­ur, renni­braut­ir og kast­al­ar geta ver­ið fjarri að­al­dval­ar­svæð­un­um en leik­tæki fyr­ir yngstu börn­in, eins og sand­ kassa, er best að stað­setja við pall­inn eða dvalarsvæð­ið þar sem auð­velt er að fylgj­ast með börn­un­um. Á pall­in­um má einnig gera ráð fyr­ir leik með létt leik­föng, t.d. brúð­ur og bíla, en til þess þarf ein­ung­is autt pláss ein­hvers stað­ar á pall­in­um. Eft­ir því sem börn­in eld­ast eykst hreyfi­þörf þeirra. Stíg­ar sem liggja um garð­inn mynda fyr­ir­taks göt­ur fyr­ir þrí­hjól, reið­hjól og leik­ fanga­bíla, auk þess sem þeir tengja sam­an mis­mun­andi hluta garðs­ins. Gald­ur­inn við hönn­un á legu þess­ara stíga er að mynda hring­ leið og ekki er verra ef hring­leið­irn­ar eru fleiri en ein. Skipu­lag stíg­anna hef­ur síð­an áhrif á hvern­ig gras­flat­ir mót­ast í garð­in­um en þær ráða miklu um heild­ar­­yf­ir­bragð hans. Lög­un þeirra má gera fjöl­breytta með gróðri í jöðr­um,


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.