Leiksvæðið í garðinum Leiksvæðið í garðinum getur verið hluti af dvalarsvæðum fjölskyldunnar.
Það er samdóma álit sérfræðinga í uppeldismálum að hreyfing og útivera hafi jákvæð áhrif á sálarlíf og þroska barna. Þess vegna er gott leiksvæði við heimilið þáttur í uppeldinu. Með því gríðarlega framboði af „hreyfingarlausri“ afþreyingu sem er að finna innandyra, t.d. í tölvum og sjónvarpi, er ærin ástæða til þess að vanda skipulag og gerð leiksvæða. Þættirnir sem vega einna þyngst eru fjölbreytni, öryggi og að leiksvæðin henti þeim aldurshópum sem þau eru ætluð fyrir. Margir hafa sett upp afmörkuð leiksvæði í garðinum og komist svo að raun um að allur garðurinn er nýttur til leikja. Þess vegna þarf bæði að vera sérstakt leiksvæði og einnig þarf allur garðurinn að vera barnvænn. Með því er fyrst og fremst átt við að börn séu örugg í garðinum og eigi ekki á hættu að slasa sig. Leik barna er gjarnan skipt í hreyfingu og sköpun. Hin ýmsu leiktæki, svo sem rólur, rennibrautir, sandkassar, kastalar, klifur grindur og kofar, örva báða þættina en á misjafnan hátt. Þannig örva klifurgrind og rennibraut aðallega hreyfiþroska en sandkassi og leikkofi örva sköpunargáfuna. Sandurinn er eins og leir listamannsins sem hægt er að móta á ýmsan hátt og kofinn getur orðið höll þar sem tröll, drekar og konungborið smáfólk lendir í hverju ævintýrinu af öðru. Kastali tekur til beggja þáttanna, sérstaklega ef sandkassi er á neðri hæðinni.
Garðurinn sem leiksvæði Stígar um garðinn, rúmgóðir trépallar, sléttar grasflatir og vel staðsettar girðingar eru allt atriði sem gera garð barnvænan. Leikur getur
50
Handbók garðeigandans
farið fram á sólpallinum þar sem skjól er gott og góð tenging er við húsið. Þó þarf að passa að hver hafi sitt pláss og er pallurinn því skipu lagður þannig að fyrst er tekið frá pláss fyrir matarborðið, grillið og sólstólana og síðan er leiksvæðið skipulagt. Rólur, rennibrautir og kastalar geta verið fjarri aðaldvalarsvæðunum en leiktæki fyrir yngstu börnin, eins og sand kassa, er best að staðsetja við pallinn eða dvalarsvæðið þar sem auðvelt er að fylgjast með börnunum. Á pallinum má einnig gera ráð fyrir leik með létt leikföng, t.d. brúður og bíla, en til þess þarf einungis autt pláss einhvers staðar á pallinum. Eftir því sem börnin eldast eykst hreyfiþörf þeirra. Stígar sem liggja um garðinn mynda fyrirtaks götur fyrir þríhjól, reiðhjól og leik fangabíla, auk þess sem þeir tengja saman mismunandi hluta garðsins. Galdurinn við hönnun á legu þessara stíga er að mynda hring leið og ekki er verra ef hringleiðirnar eru fleiri en ein. Skipulag stíganna hefur síðan áhrif á hvernig grasflatir mótast í garðinum en þær ráða miklu um heildaryfirbragð hans. Lögun þeirra má gera fjölbreytta með gróðri í jöðrum,