Handbók garðeigandans

Page 47

Tröppur í garðinum Sveigjanleiki timburs býður upp á margar góðar tröppulausnir.

Þeg­ar hús eru byggð í halla þarf oft að gera sér­stak­ar ráð­staf­an­ir til að kom­ast á milli svæða í garð­in­um. Göngu­stíg­ar mega ekki vera mjög bratt­ir og ef hall­inn er mik­ill eru tröpp­ur eða stig­ar eina raun­hæfa lausn­in. Tröpp­ur er hægt að út­færa á ýms­an hátt því sveigj­an­leiki timb­urs býð­ur upp á marg­ar góð­ar lausn­ir.

Hvað seg­ir bygg­ing­ar­reglu­ gerð um stærð­ir á tröpp­um?

Myndin sýnir eina af ótal útfærslum á trétröppum sem tengja palla í hallandi landslagi.

Í bygg­ing­ar­reglu­gerð­inni eru mjög góð­ar leið­bein­ing­ar um tröppu­stærð­ir (sjá bls. 82). Þar er mælt með því að halli á stiga ut­andyra sé ekki meiri en 30° og að hæð­ar­mun­ur sé ekki meiri en 1,5 m fyr­ir hvern stiga.

Ef hæðar­mun­ur­inn er meiri er skot­ið inn palli, sem ekki er styttri en 0,9 m, í miðj­um stiga, en hann er bæði til hvíld­ar og til þess að minnka áhrif­in af falli, sem get­ur alltaf orð­ið. Land­halli ræð­ur því hversu marg­ir pall­arn­ir verða og lengd hvers palls. Hæð upp­stigs á hvert þrep er á bil­inu 120-160 mm. Hæð fram­stigs­ins er síð­an fund­in með eft­ir­far­andi reikni­reglu:

4 x hæð (upp­stig) + breidd (fram­stig) = 960 mm Þetta þýð­ir að þrep með upp­stig­inu 120 mm hef­ur fram­stig­ið 480 mm og þrep með upp­stigi 120 mm hef­ur fram­stig 320 mm.

Hand­rið með­fram tröpp­um Gott er að hand­rið séu með­fram tröpp­um og ef tröppubreidd fer yfir 0,9 m þá skulu vera hand­ rið báð­um meg­in. Ef hætta er á falli má hafa lóð­rétta rimla í hand­rið­inu og er þá bil­ið milli rimla mest 100 mm. Ekki er mælt með lá­rétt­um riml­um vegna þess hversu auð­velt er að klifra í slík­um hand­rið­um. Hæð hand­riðs á að vera minnst 0,9 metr­ar, mælt frá tröppu­nefi.

Tröppur í garðinum

47


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Handbók garðeigandans by BYKO ehf - Issuu