Tröppur í garðinum Sveigjanleiki timburs býður upp á margar góðar tröppulausnir.
Þegar hús eru byggð í halla þarf oft að gera sérstakar ráðstafanir til að komast á milli svæða í garðinum. Göngustígar mega ekki vera mjög brattir og ef hallinn er mikill eru tröppur eða stigar eina raunhæfa lausnin. Tröppur er hægt að útfæra á ýmsan hátt því sveigjanleiki timburs býður upp á margar góðar lausnir.
Hvað segir byggingarreglu gerð um stærðir á tröppum?
Myndin sýnir eina af ótal útfærslum á trétröppum sem tengja palla í hallandi landslagi.
Í byggingarreglugerðinni eru mjög góðar leiðbeiningar um tröppustærðir (sjá bls. 82). Þar er mælt með því að halli á stiga utandyra sé ekki meiri en 30° og að hæðarmunur sé ekki meiri en 1,5 m fyrir hvern stiga.
Ef hæðarmunurinn er meiri er skotið inn palli, sem ekki er styttri en 0,9 m, í miðjum stiga, en hann er bæði til hvíldar og til þess að minnka áhrifin af falli, sem getur alltaf orðið. Landhalli ræður því hversu margir pallarnir verða og lengd hvers palls. Hæð uppstigs á hvert þrep er á bilinu 120-160 mm. Hæð framstigsins er síðan fundin með eftirfarandi reiknireglu:
4 x hæð (uppstig) + breidd (framstig) = 960 mm Þetta þýðir að þrep með uppstiginu 120 mm hefur framstigið 480 mm og þrep með uppstigi 120 mm hefur framstig 320 mm.
Handrið meðfram tröppum Gott er að handrið séu meðfram tröppum og ef tröppubreidd fer yfir 0,9 m þá skulu vera hand rið báðum megin. Ef hætta er á falli má hafa lóðrétta rimla í handriðinu og er þá bilið milli rimla mest 100 mm. Ekki er mælt með láréttum rimlum vegna þess hversu auðvelt er að klifra í slíkum handriðum. Hæð handriðs á að vera minnst 0,9 metrar, mælt frá tröppunefi.
Tröppur í garðinum
47