
1 minute read
Yara einkorna áburður
from Kornið janúar 2023
by buvorur
Á hvaða formi er köfnunarefni í Yara áburði?
Köfnunarefni í Yara Bela og Yara Mila er alltaf blanda af ammóníum (NH4) og nítrat (NO3). Nítrat (NO3) nýtist við upphaf vaxtarskeiðis og ammóníum (NH4) nýtist síðar á vaxtarskeiðinu.
Advertisement
Urea er ekki notað í áburðarblöndur hjá Yara. Plönturnar taka ekki urea beint upp heldur þarf urea að breytast í aðgengilegt form köfnunarefnis til að upptaka fari fram. Sú breyting er bæði háð hitastigi og raka. Urea hentar því ekki á norðlægum slóðum.
Hver er vatnsleysanleiki fosfórs í Yara áburði?
Vatnsleysanleiki fosfórs í Yara áburði er mismikill eftir áburðartegundum eða á bilinu 60-93%. Sá hluti fosfórsins sem er vatnsleysanlegur verður aðgengilegur fyrir plöntur þegar áburðurinn leysist upp og uppfyllir þannig fosfórþörf við upphaf vaxtarskeiðisins. Hinn hluti fosfórsins (leysist upp í sítrónusýru) leysist hægar upp og verður aðgengilegur plöntum þegar líður á vaxtartímann.