Íbúinn 17. október 2019

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

33. tbl. 14. árgangur

17. október 2019

Mikið yfirborðsvatn var í Grábrókarhrauni í og eftir vatnsveðrið eftir miðjan septembermánuð síðastliðinn eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Getgátur hafa verið uppi um að það hafi haft einhver áhrif á að mengun barst í vatnsbólið í Grábrókarhrauni. Veitur vilja ekki geta sér til um ástæðu mengunarinnar á meðan á rannsókn stendur. Mynd: Olgeir Helgi

Vatnið drykkjarhæft Óhætt er orðið að drekka kranavatn sem kemur úr vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. Gerlamengun hefur verið í vatninu nú í október og Veitur sem reka vatnsveituna hafa ráðlagt neytendum að sjóða neysluvatnið. Nú í vikunni var tekinn í notkun svokallaður

lýsingarbúnaður við vatnsbólið en vatnið er tekið úr tveimur borholum, 30 og 36 metra djúpum. „Við höfum mjög góða reynslu af notkun svona búnaðar í vatnsbólinu sem þjónar Skagamönnum og það hefur ekki komið upp nein mengun af þessu

tagi síðan búnaðurinn var tekinn í notkun þar,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Veitna í samtali við Íbúann. Svona mengun er algengari í opnum vatnsbólum en borholum eins og í Grábrókarhrauni. „Þess vegna kom þetta okkur mikið á óvart,“ segir Eiríkur.

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal fi 17/10-14:00 Gamla sláturhúsið Brákarey; Pútt fyrir eldri borgara fi 17/10-17:00 Félagsbær; Alzheimerkaffi. Sigríður Helgadóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum og sérnámslæknir í líknarlækningum. Kaffiveitingar, söngur, gleði fi 17/10-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi fö 18/10-20:00 Brákarhlíð; Félagsvist la 19/10-11:00 Íþróttamiðstöðin; Boccia fyrir eldri borgara þr 22/10-20:00 Snorrastofa; Fyrirlestrar í héraði: Sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi – stigmögnun sjálfstjáningar. Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands flytur fi 31/10-20:00 Snorrastofa; Prjónabóka-kaffi má 4/11-20:00 Landnámssetur; Námskeið: Sturla Þórðarson og íslendingasagan mikla Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

BARNAHORNIÐ

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf Reikningseyðublöð Ritgerðir - Skýrslur

ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360



Mynd frá körfubílaæfingu Slökkviliðs Borgarbyggðar við eitt af háhýsunum í Borgarnesi. Myndir: Þórður Sigurðsson

Kraftur í slökkviliðinu „Það er mikill kraftur í slökkviliðinu um þessar mundir,“ segir Þórður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri sem sjá má á innfelldu myndinni. „Ég var með æfingu í gær, þar sem við æfðum viðbrögð við eldi í bláa turninum í Loftorku og það mættu allir liðsmenn Borgarnesstöðvar og það hefur ekki gerst áður að það hafi verið 100% mæting,“ segir Þórður.

Körfubíll slökkviliðsins er nýlega tilkominn en hann var mikilvæg viðbót við búnaðinn þar sem há hús hafa risið á starfssvæði slökkviliðsins á undanförnum árum. Slökkvilið Borgarbyggðar hefur starfsstöðvar á Bifröst, Borgarnesi, Hvanneyri, Laugargerði og Reykholti. Á hverri starfsstöð eru stöðvarstjórar og hlutastarfandi slökkviliðsmenn.

Stöðvarstjórar á hverjum stað fara með stjórn á vettvangi þangað til slökkviliðsstjóri og/ eða varaslökkviliðsstjóri mæta á svæðið og taka þá yfir stjórn á bruna- eða slysavettvangi í samvinnu við viðkomandi stöðvarstjóra. Borgarbyggð er með gildandi samninga um slökkvistarf og eldvarnareftirlit í Eyja- og Miklaholtshreppi og einnig í Skorradalshreppi.

Metnaður hjá Snorrastofu að vanda

Starf Snorrastofu í Reykholti er metnaðarfullt að vanda. Myndarleg viðburðaskrá stofunnar barst inn um póstlúgur í héraðinu fyrir skömmu og kennir þar ýmissa grasa. Kvæðamannafélagið Snorri hittist þar mánaðarlega þriðja miðvikudag í hverjum vetrarmánuði og heldur opinn fund og æfingu. Svokallað prjóna-bóka-kaffi er þar annan hvern fimmtudag. Þá eru fyrirlestrar og námskeið af ýmsu tagi. Næsti fyrirlestur verður þriðjudaginn 22. október kl. 20:00. Þá mun Sigurður Gylfi

Magnússon prófessor í menningarsögu við Sagnfræðiog heim speki deild Háskóla Íslands flytja fyrirlestur um sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi - stigmögnun sjálfstjáningar. Um fyrirlesturinn segir hann að árum saman hafi félagssagnfræðingar verið tregir til að nýta sér við rannsóknir persónulegar minningar fólks nema í mjög afmörkuðum tilgangi. „Á síðari árum hefur orðið grundvallarbreyting

á hugmyndum fræðimanna um stöðu slíkra minninga í vísindarannsóknum. Í fyrirlestrinum verða reifuð helstu rök og gerð grein fyrir þeim hugmyndum sem ég hef sjálfur um efnið eftir þriggja áratuga reynslu af notkun þeirra. Ég mun sýna fram á að minningar fólks geti verið varhugaverðar í vísindarannsóknum en engu að síður óhjákvæmilegt viðfangsefni allra sem kljást við fyrri tíð. Skoðaðar verða ólíkar tegundir sjálfsbókmennta og rætt um kosti og galla þeirra.“ Aðgangur kostar kr. 1.000 og boðið er upp á kaffi og umræður.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.