Íbúinn 33. tbl.

Page 1

Hollt & gott í hádegi alla daga!

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

33. tbl. 7. árgangur

8. nóvember 2012

Spenna í kvöld

Á meðfylgjandi mynd á Orri Jónsson í fullu tré við andstæðing en Carlos Medlock fylgist álengdar með. Mynd: Olgeir Helgi

Það verður örugglega vel þess virði að skella sér á pallana í „Fjósinu“ í kvöld og sleppa fram af sér beislinu í hömlulitlu stuðningsstuði en þá mæta strákarnir okkar í Skallagrími sterku liði Grindavíkur í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Úrvalsdeildarleiknum sem fara átti fram á Sauðárkróki fyrir viku var frestað. Í lengjubikarnum höfðu Keflvíkingar betur gegn Skallagrími síðasta sunnudag. Leikurinn í kvöld fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi (Fjósinu) og hefst kl. 19.15.

Listsköpun unga fólksins

ÅHeyrði ég í hamrinum huldumeyjar syngja, samhljóminn klingja...“ Guðrún Jóhannsdóttir frá Sveinatungu

Tónleikar og ljóðasýning Safnahúsið og Tónlistarskólinn bjóða til tónleika þann 13. nóvember næstkomandi. Nokkrir nemendur Tónlistarskólans flytja frumsamið efni byggt á þulum eftir borgfirskt ljóðskáld og börn úr 5. bekkjum grunnskóla í Borgarfirði og nágrenni sýna ljóð sem þau hafa samið á undanförnum vikum undir leiðsögn kennara. Dagskráin er haldin í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Tónleikarnir verða í salnum á neðri hæð Safnahúss og hefjast kl. 18.00. Þeir standa í um hálfa klukkustund, svo verður ljóðasýningin opnuð á efri hæðinni. Kaffiveitingar í lok dagskrár.

Allir velkomnir! Safnahús Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar


Viðburðadagatal fi 8/11-19.15 Fjósið; SkallagrímurGrindavík, heimaleikur í körfunni fö 9/11-13.00 Brúartorg 4; Matar- og handverksmarkaðurinn opnar fö 9/11-20.00 Landnámssetur; Geðveiki í Egilssögu fö 9/11-21.00 Brún; Frumsýning leikritsins Smáborgarabrúðkaup la 10/11-10.00 Mófellsstaðakot; Námskeið í rúningi la 10/11-11.00 Borgarnes; Gengið um nýjan göngustíg frá Klettaborg su 11/11-11.15 Bgnkirkja; Barnaguðsþj. su 11/11-16.00 Landnámssetur; Geðveiki í Egilssögu su 11/11-21.00 Brún; Smáborgarabrúðkaup, 2. sýning þr 13/11-18.00 Safnahús; Tónleikar og ljóðasýning í samvinnu við Tónlistarskóla Borgarfjarðar Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-18 alla daga Risið; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 11.00 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur sýningar daglega 11-17 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16 Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360

BARNAHORNIÐ Komum boltanum í körfuna í kvöld!

Tónleikar og ljóðasýning barna Þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 18 verða haldnir tónleikar í Safnahúsi Borgarfjarðar sem eru afrakstur samstarfs Tónlistarskóla og Safnahúss Borgarfjarðar. Þar munu nemendur túlka þulur eftir borgfirska skáldið Guðrúnu

Jóhannsdóttur í frumsömdum verkum. Einnig verður opnuð sýning á ljóðum sem skólabörn í 5. bekkjum grunnskólanna í héraðinu hafa samið. Hátíð þar sem unga fólkið vinnur með gamlan menningararf.

Firmakeppni í boccia Íþróttanefnd FEBBN (félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni) og Íbúinn efna til firmakeppni í boccia í nóvember 2012, ef áhugi reynist nægur. Keppt verður í þriggja manna liðakeppni. Hvert fyrirtæki má senda tvö lið. Keppni fer fram laugardaginn 24. nóv. kl. 11-14. Þrjú efstu lið hljóta verðlaunapeninga og sigurliðið farandgrip til varðveislu til næstu keppni 2013. Þátttökugjald er kr. 2.500 á lið.

Markmiðið með firmakeppninni er að efla áhuga yngri sem eldri fyrir íþróttinni en einnig að safna peningum til starfsemi íþróttanefndarinnar. Félagar í FEBBN munu næstu vikur ganga milli fyrirtækja og safna liðum til firmakeppninnar. Öllum er heimilt að sækja æfingar í Íþróttamiðstöðinni og fá afstöðu og tilsögn ef óskað er. Æfingatímar í boccia eru á laugardögum kl. 11-12.

Getum við aðstoðað þig?

Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta


Matar- og handverksmarkaður Hópur bænda í Beint frá býli og handverksfólk hefur tekið sig saman og ætlar að opna matar-og handverksmarkað í Borgarnesi. Markaðurinn verður á Brúartorgi 4 (við hliðina á Framköllunarþjónustunni) núna í nóvember og desember. Dyrnar opna á föstudaginn 9. nóvember og síðan verður opið föstudaga

frá kl. 13-19 og laugardaga frá kl. 12 – 16. Í desember verður svo líka opið á sunnudögum frá kl. 12 – 16. Það verður fjölbreytt úrval af hinum ýmsa varningi í boði, t.d. ungnautakjöt, kálfakjöt, ís, ostar, sleikjó, kort, krem, jólasíld, lampar, prjónles og margt fleira. Sjón er sögu ríkari.

Leikhúsferð Félag eldri borgara Borgarnesi og nágrenni

Laugardaginn 24. nóvember verður farið í Borgarleikhúsið að sjá “Á sama tíma að ári”. Sýningin hefst kl.19:00. Verð á leikhússmiða kr. 3.700 fargjald kr. 2000.

ÍBÚINN

fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360

Getum við aðstoðað þig? Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Sími: 437 2360

Tekið á móti miðapöntunum hjá Björk 437-1228, Jenný 437-1305, Ragnheiði 437-1414. fyrir 14. nóvember. Einnig er þátttökulisti í Félagsstarfinu, þar sem miðar verða svo afhentir þriðjudaginn 20. nóv. milli kl. 14 og 15:30. Farið verður frá “Blokkinni” kl. 17:15

Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf - Nafnspjöld Reikningseyðublöð - Ritgerðir - Skýrslur


Prófum nýjan göngustíg Á laugardaginn, 10. nóvember verður boðið til gönguferðar um nýlegan göngustíg í Borgarnesi og í framhaldi af henni verða um hverfis viður kenningar Borgarbyggðar veittar í Landnámssetri. Gönguferðin hefst kl. 11:00 við Leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Þaðan verður gengið eftir nýlegum göngustíg yfir í Þórðargötu, meðfram kirkjugarðinum að Kveldúlfsgötu, þaðan með Borgarvoginum að Kjartansgötu. Síðan verður gengið niður á íþróttasvæðið og á endurbættum göngustíg fyrir Vesturnesið að Landnámssetri.

Spara heita vatnið

Vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur við hitaveitulögn frá Deildartungu verða truflanir á þjónustu hitaveitunnar á starfssvæði hennar þessa viku. Minni þrýstingur verður á heitu vatni og eru íbúar beðnir að fara sparlega með heitt vatn. Meðal annarra áhrifa vegna þessa eru að sundlaugasvæðið í Borgarnesi verður lokað frá hádegi þriðjudaginn 6. nóvember til og með föstudags

9. nóvember. Opnað verður aftur laugardaginn 10. nóvember kl. 09.00. Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar verður annars með óbreyttum hætti. Sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi eru opnar á skólatíma (kennsla hefur forgang) og á Kleppjárnsreykjum er opið á þriðju- og fimmtudagskvöldum frá kl. 19.00 - 21.00.

Þér er boðið í brúðkaupsveislu í Brún í Bæjarsveit á næstunni en þar sem þetta er

Smáborgarabrúðkaup

og ungu brúðhjónin frekar illa stödd fjárhagslega þarf að greiða aðgangseyri

Frumsýning föstudaginn 9. nóvember kl 21:00 Miðapanntannir hjá Valda og Þórnýju, Álfhól Hvanneyri; í síma 4371910 eða netfang valdi@skogur.is

2. Sýning sunnudaginn 11. nóvember kl 21:00

3.Sýning fimmtudaginn 15.nóvember kl 21:00 4. Sýning föstudaginn 16.nóvember kl 21:00 5. Sýning sunnudaginn 18.nóvember kl 21:00


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.