Íslenska dansflokknum árið 2003 og hefur tekið þátt í helstu uppfærslum hans síðan. Aðalheiður hefur einnig starfað í sjálfstæða geiranum, sem dansari og danshöfundur, þá helst sem danstvíeykið Vaðall. Vaðall hefur samið verk fyrir Reykjavík Dance Festival og fyrir Íslenska dansflokkinn.
CV
Ásgeir Helgi Magnússon lærði við Listaháskóla Íslands og hefur starfað með Íslenska dansflokknum síðan 2010. Hann samdi ásamt fleiri dönsurum Íslenska dansflokksins verkið Á vit... vorið 2012 sem og verkið Ótta sama ár. Ásgeir hefur samið dansverk með listahópnum Menningarfélaginu, nú síðast verkið Retrograde sem sýnt var á Reykjavík Dance Festival 2011 og á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum.
Cameron Corbett lærði dans við Jefferson High School of the Performing Arts og North Carolina School of the Arts. Hann var eindansari í Tanz Forum Köln áður en hann flutti til Íslands árið 1998 til að dansa með Íslenska dansflokknum. Cameron hefur samið dansverk fyrir Íd, Reykjavík Dance Festival og var tilnefndur til Kölner dansverðlaunanna. Hann samdi síðast verkið It Is Not A Metaphor fyrir Íd.
Dansarar
...
Aðalheiður Halldórsdóttir stundaði nám við Listdansskóla Íslands, Tanz Akademie Köln og Hogeschole vor de Kunsten Arnhem. Hún byrjaði hjá
Ellen Margrét Bæhrenz byrjaði að dansa þriggja ára í Ballettskóla Eddu Scheving og færði sig níu ára yfir í Listdansskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2012. Ellen hefur unnið til verðlauna í danskeppnum bæði hérlendis og erlendis. Einnig hefur hún tekið þátt í ýmsum danssýningum og farið erlendis á fjölda dansnámskeiða. Ellen gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn í ágúst 2012.
Hannes Þór Egilsson var 6 ára þegar hann byrjaði að læra samkvæmisdansa hjá Hermanni Ragnarssyni. Þegar hann var 16 ára hóf hann nám hjá
Listdansskóla Íslands og síðar London Contemporary Dance School þar sem hann útskrifaðist með BA (honor degree). Hannes gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2007 og hefur tekið þátt í flestum uppfærslum síðan þá.
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir útskrifaðist úr Listdansskóla Íslands árið 2003 og hefur verið hjá Íslenska dansflokknum allar götur síðan. Hjördís samdi ásamt fleiri dönsurum Íslenska dansflokksins verkið Á vit... vorið 2012 sem og verkið Ótta sama ár.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir útskrifaðist frá sænsku Ballettakademíunni í Stokkhólmi árið 2002. Síðan þá hefur Lovísa starfað af krafti, bæði fyrir Íslenska dansflokkinn frá 2005 en einnig tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum með sjálfstæðum sviðslistahópum, nú síðast með Ernu Ómarsdóttur og Steinunni Ketilsdóttir. Lovísa hefur dansað um allan heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín.
Steve Lorenz lærði dans í Dansakademíunni í Rotterdam. Hann hefur einnig lokið íþróttakennaranámi og keppt í karate. Steve gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2002, þá sem gestanemandi. Hann var svo fastráðinn til Íslenska dansflokksins haustið 2003 og hefur tekið þátt í flestum uppfærslum flokksins síðan þá. Steve hefur samið verkin Images (2007) og ...og þá aldrei aftur (2012) fyrir Íd.
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
útskrifaðist árið 2003 frá Konunglega sænska ballettskólanum bæði af nútíma- og klassískri braut. Hún hefur dansað með Íslenska dansflokknum og unnið sem „freelance“ dansari, bæði í söngleikjum og danssýningum. Unnur hefur samið verk fyrir Listdansskóla Íslands og ungdansaraflokkinn Undúla en hún er stofnandi þess hóps. Unnur samdi verkið Ótta árið 2012 ásamt fleiri dönsurum Íd.
danssýningum á þeirra vegum og er í BA námi á samtímadansbraut í Listaháskóla Íslands og útskrifast þaðan í vor. Arna var í starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum s.l. haust og dansaði í verkinu Hel haldi sínu eftir Jérôme Delbey og einnig í verki eftir Steve Lorenz …og þá aldrei framar.
Arnar Orri Arnarson hefur æft Parkour í mörg ár og er í framvarðarsveit hér á landi í því fagi. Hann hefur einnig æft Breakdans, Free Style og nútímadans í mörg ár. Arnar hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum með hinum ýmsu danshópum, m.a. sýningum með Danshópnum Rebel, Bláu ninjunum og JSB. Arnar hefur einnig fengist við sirkuslistir bæði hér á Íslandi og í London.
Elísabet Skagfjörð stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún er á listdansbraut ásamt því að æfa ballett og nútímadans við Listdansskóla Íslands. Hún spilar á trommur, gítar og píanó, hefur tekið þátt í og sigrað söngkeppnir og samið dansa fyrir söngleiki á vegum Sönglistar og Leikfélags Mosfellssveitar. Elísabet var í sýningunni Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu.
Guðmundur Elías Knudsen stundaði nám við Listdansskóla Íslands og fór svo til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem. Guðmundur vann með Dansleikhúsi Ekka eftir útskrift og var svo fastráðinn við Íd frá hausti 2001-2011 og hefur tekið þátt í flestum uppfærslum flokksins á því tímabili. Meðal annarra sýninga má nefna Footlose, Chicago, Sól og Mána, Gulleyjuna og Á sama tíma að ári í Borgarleikhúsinu.
Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson tók þátt í söngleikjunum Wake Me Up Before You Go Go, Slappaðu Af, Made in USA og Sólstingur. Þar
starfaði hann sem dansari sem og skipuleggjandi. Árið 2005 flutti hann til Noregs þar sem hann starfaði sem söngvari, dansari og danskennari í eitt ár. Nú starfar hann sem rekstarstjóri Bestseller á Íslandi ásamt því að taka þátt í Mary Poppins í Borgarleikhúsinu.
Jón Svavar Jósefsson er óperusöngvari að mennt frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Hann hefur tekið þátt í sýningum með Íslensku Óperunni
samhliða þátttöku í fjölmörgum leiksýningum með sjálfstæðum leikhópum. Jón hóf leiklistarferil sinn sem barnastjarna hjá Leikfélagi Akureyrar í Jólaævintýri Dickens 1986 og hefur verið óstöðvandi síðan.
Söngur, dans og leikur
Arna Sif Gunnarsdóttir útskrifaðist frá Danslistarskóla JSB eftir fjögurra ára nám með dansaradiplóma árið 2010. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum
Júlí Heiðar Halldórsson hóf dansferil sinn í Dansskóla Jóns Péturs og Köru 4 ára gamall og síðar í Dansskóla Auðar Haralds 2008. Hann æfði
Hip Hop hjá Dancecenter Reykjavík og byrjaði að kenna þar vorið 2010. Júlí Heiðar hefur komið fram víða um land bæði sem dansari og tónlistarmaður og hefur einnig dansað í sjónvarpsauglýsingum. Hann vann söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010 og lög eftir hann hafa komið út á plötum og heyrst í auglýsingum.
Kristveig Lárusdóttir stundaði nám við Danslistarskóla og Listdansbraut JSB. Hún hefur tekið þátt í danskeppni innan skólans og unnið til verðlauna
auk þess að taka þátt í nemendasýningum. Kristveig vann í ljósadeild Þjóðleikhússins frá 2008-2012 og kennir dans hjá Dansfélaginu Hvönn. Hún lauk stúdentsprófi árið 2011 og stundar nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og á hönnunarbraut Tækniskólans.
Leifur Eiríksson er sjálflærður breakdansari, leikari og söngvari. Hann tók þátt í söngleikjum Verzlunarskólans öll fjögur árin þar og síðan í Kalla á Þakinu, Söngbók Björgvins Halldórssonar á Broadway og fjölda minni sýninga og í sjónvarpi. Leifur ferðaðist um Evrópu með breakhópi íslands “fifth element”. Leifur hefur kennt break í ýmsum dansskólum og námskeiðum og komið fram sem tónlistarmaður undir nafninu Ljósvaki.
Soffía Karlsdóttir hefur unnið við söng og leiklist frá árinu 1998 og tekið þátt í ýmsum uppfærslum, m.a. Kabarett í Íslensku óperunni, Söngvaseið í
Borgarleikhúsinu, Le Sing kvöldverðarleikhús og í fjölda stuttmynda. Einnig hefur hún unnið fyrir RÚV, m.a Spaugstofuna, skrifað handrit og leikið í barnaefni. Soffía gaf út disk með hljómsveit sinni The Saints of Boogie Street með tónlist eftir Leonard Cohen árið 2012. Hún starfar sjálfstætt sem sviðslistamaður við hin ýmsu “tækifæri, veistlustjórn og fleira”.
Sibylle Köll stundaði dansnám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem og söngnám við Royal Conservatory The Hague og Söngskólann í Reykjavík. Hún lauk þaðan bæði einsöngvaraprófi og söngkennaraprófi LRSM. Sibylle er kennari í söngtækni og sviðslistum við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur sungið með Óperukórnum, hefur víða komið fram sem einsöngvari, m.a. í Íslensku óperunni og með Óperukórnum hér heima og erlendis. Hún tók einnig þátt í Söngvaseiði og Á sama tíma að ári í Borgarleikhúsinu.
16B
Þórey Birgisdóttir stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og í Listdansskóla Íslands. Hún hefur áður tekið þátt í Dísu ljósálf í Austurbæ og
Galdrakarlinum í Oz í Borgarleikhúsinu. Þórey hefur tekið þátt í ýmsum danskeppnum, m.a. í Dans Dans Dans þar sem hún komst í úrslitaþáttinn, hún lenti í 2 sæti í Solo keppninni á Íslandi og þaðan í Stora Daldansen í Svíþjóð. Þórey hefur sótt ýmis dansnámskeið, æft söng- og leiklist og stundað fimleika frá unga aldri.
41 41
Mary Mýs ogPoppins menn