Jeppi á Fjalli

Page 25

Björn Stefánsson

Unnur Birna Björnsdóttir

hefur í gegnum árin starfað sem tónlistarmaður og þá einna helst sem trommuleikari. Hann hóf feril sinn með hljómsveitinni Mínus, en sú sveit gerði fjórar breiðskífur og spilaði tónlist sína víðsvegar um heiminn. Björn hefur einnig spilað með tónlistarmönnum á borð við Bubba Morthens, FM Belfast, Motion Boys, Bang Gang og Stóns, en þar bregður hann sér í gervi rokksöngvarans Mick Jagger. Árið 2008 tók Björn þátt í uppsetningu söngleikjarins Jesus Christ Superstar hjá Borgarleikhúsinu og lék þar á trommur og aðstoðaði við útsetningar. Um tíma starfaði Björn sem blaðamaður hjá útgáfufélaginu Birtingur og einnig sem útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu. Nýverið útskrifaðist hann úr leiklistarskólanum Film ogTeaterskolen Holberg sem staðsettur er í Danmörku og má því segja að Björn sé að stíga sín fyrstu skref sem leikari á fjölum Borgarleikhússins.

tók framhaldspróf á fiðlu frá Tónlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og útskrifaðist síðan úr söng og kennaradeild Tónlistarskóla FÍH 2011. Hún hefur komið fram með fjöldamörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum, m.a. Ian Anderson úr Jethro Tull, Fabúlu, Fjallabræðrum, Robin Nolan Trio, South River Band, Mánum frá Selfossi o.fl. Einnig hefur hún komið fram sem hljóðfæraleikari og leikkona í mörgum leiksýningum, má nefna Lífið - Notkunarreglur eftir Þorvald Þorsteinsson og Megas hjá Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu 2007, Jesus Christ Superstar í uppsetningu Borgarleikhússins 2007, dansverkið ,,Duo - Not ecactly, maybe” eftir Peter Anderson hjá Íslenska dansflokknum 2008, Buddy Holly söngleikinn í Austurbæ 2010 og Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju í Þjóðleikhúsinu 2010-2011. Einnig hefur hún komið fram með sjálfstæðum leikhópum. Auk þess að koma fram í Jeppa á Fjalli kennir hún söng í Listaskóla Mosfellsbæjar, starfar sem sjálfstæður tónlistarmaður og stefnir að því að gefa út sitt eigið efni 2014.

Sýningar Björns á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Sýningar Unnar á leikárinu: Jeppi á Fjalli

25

Jeppi frá Fjalli


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Jeppi á Fjalli by Borgarleikhúsið - Issuu