Jeppi á Fjalli

Page 23

Bergþór Pálsson

Bergur Þór Ingólfsson

lauk meistaranámi frá Indiana University árið 1987, en stundaði leiklistarnám í Drama Studio London 1995-96. Hann starfaði um þriggja ára skeið í Þýskalandi, en einnig hefur hann farið með um fimmtíu hlutverk af ýmsu tagi á sviðum íslenskra leikhúsa. Af hlutverkum hans má nefna titilhlutverkin í „Évgéní Ónégín“ eftir Tsjækofskí og „Don Giovanni“ eftir Mozart, Germont í „La Traviata“ eftir Verdi, Marcello í „La Bohème“ eftir Puccini, Fred/Petruccio í „Kysstu mig Kata“ eftir Porter. Um árabil hefur hann brugðið sér í ýmis hlutverk í dagskrám fyrir börn, bæði í skólum og með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur síðan þá verið afkastamikill í íslensku leikhúsi. Hlutverk sem hann hefur leikið á sviðum stóru leikhúsanna eru yfir 40 að tölu, flest í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur verið fastráðinn frá aldamótum. Hann hefur verið í fararbroddi við útbreiðslu „hins nýja trúðleiks“ sem sjá mátti dæmi um í sýningum Borgarleikhússins Dauðasyndunum og Jesú litla. Sem leikstjóri og stofnandi GRAL-hópsins hefur hann sett upp fjögur ný íslensk verk skrifuð af honum og fleirum. Bergur hefur hlotið tíu tilnefningar til Grímuverðlauna í sex ólíkum flokkum. Meðal hlutverka sem hann hefur leikið eru Hitler í Mein Kampf, Andy Fastow í Enron og Heródes í Jesus Christ Superstar. Af leiksýningum sem Bergur hefur leikstýrt upp á síðkastið má nefna Galdrakarlinn í Oz, Horn á höfði, Eiðurinn og eitthvað og Mary Poppins.

Sýningar Bergþórs á leikárinu: Jeppi á Fjalli

Sýningar Bergs á leikárinu: Jeppi á Fjalli, Furðulegt háttalag hunds um nótt. Auk leikstjórnar á Mary Poppins og Hamlet litla.

23

Jeppi frá Fjalli


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.