Elva Ósk Ólafsdóttir
Hildur Berglind Arndal
lauk námi við Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún hefur farið með fjölda burðarhlutverka við Þjóðleikhúsið, meðal annars í Gauragangi, Snædrottningunni, Oleönnu, Stakkaskiptum, Þreki og tárum, Don Juan, Sem yður þóknast, Grandavegi 7, Óskastjörnunni, Komdu nær, Brúðuheimilinu, Horfðu reiður um öxl, Vilja Emmu, Veislunni, Rauða spjaldinu, Jóni Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Öxinni og jörðinni, Dínamíti og Hjónabandsglæpum. Hún lék veigamikil hlutverk í Húsi Bernörðu Alba og Íslandsklukkunni hjá Leikfélagi Akureyrar og í Ég er meistarinn, Kjöti, Heima hjá ömmu, Englum í Ameríku og Nóttin nærist á deginum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Síðast liðið sumar lék Elva Hallgerði Langbrók í leikriti Hlínar Agnarsdóttur, Gestaboð Hallgerðar. Elva Ósk hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í Stuttum frakka, Benjamín dúfu, Ikingut, Hafinu, Kaldri slóð og nú síðast Ófeigur gengur aftur. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Hafinu. Hún lék einnig í framhaldsþáttunum Erninum hjá Danmarks Radio. Elva Ósk hlaut Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir túlkun sína á hlutverki Nóru í Brúðuheimili og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Veislunni og Hjónabandsglæpum. Elva Ósk Ólafsdóttir hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2007.
útskrifaðist með BA gráðu frá leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands síðast liðið vor. Hildur Berglind lék í leiksýningunni Hrópíum með Stúdentaleikhúsinu árið 2010. Hún dansaði í sýningunni Discomfort in Comfort með Spíral dansflokknum árið 2012 og lék hlutverk Lindu í kvikmyndinni Gauragangur sumarið 2010. Hildur lék svo Adelu í Húsi Bernhörðu Alba í uppsetningu Kristínar Jóhannesdóttur sem sýnt var í Gamla bíói haustið 2013. Sýningar Hildar á leikárinu: Hús Bernhörðu Alba, Hamlet og Ferjan
Sýningar Elvu Óskar á leikárinu: Hamlet
27
Hamlet