Bastarðar

Page 21

Hilmir Snær Guðnason

Stefán Hallur Stefánsson

lauk námi við Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og síðan þá farið með fjölmörg veigamikil hlutverk í leikhúsum landsins. Meðal sýninga eru Fávitinn, Þrjár systur, Hamlet, Listaverkið, Veislan, Með fulla vasa af grjóti og Ríkarður þriðji. Hann lék í söngleikjunum Hárið og Rocky Horror hjá Flugfélaginu Lofti og Beðið eftir Godot, Amadeus, Milljarðamærin snýr aftur, Dúfunum, Ofviðrinu, Faust og Strýhærða Pétri hér í Borgarleikhúsinu. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Agnesi, 101 Reykjavík, Englum alheimsins, Brúðgumanum, Hafinu og hann fékk Edduna fyrir leik sinn í Mávahlátri og Brúðgumanum. Hilmir hefur einnig leikið í þýskum og breskum kvikmyndum. Meðal leikstjórnarverkefna Hilmis eru Krákuhöllin hjá Nemendaleikhúsinu, Abigail heldur partí, Dagur vonar, Fjölskyldan og Kirsuberjagarðurinn í Borgarleikhúsinu, Töfraflautan í Íslensku óperunni, Hinn fullkomni maður á vegum Draumasmiðjunnar, Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu. Hilmir Snær fékk Menningarverðlaun DV í leiklist fyrir Hamlet, Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Veislunni og Ég er mín eigin kona og Grímuverðlaun árið 2010 fyrir leikstjórn sína á Fjölskyldunni. Hilmir hlaut styrk úr Minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2000.

útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann hefur starfað við Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Vesturport, Vér morðingja, Sokkabandið, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi. Eftir útskrift réðist hann til Þjóðleikhússins og lék þar m.a. Díónýsos í Bakkynjum og titilhlutverkið í Macbeth. Meðal nýlegra verkefna hans í Þjóðleikhúsinu eru Gerpla, Íslandsklukkan, Sá ljóti, Baðstofan og Sædýrasafnið. Hann lék í Sjöundá á vegum Aldrei óstelandi. Hann lék í Enron hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Mojito í Tjarnarbíói, Ritskoðaranum og Hér & Nú hjá Sokkabandinu, Penetreitor og Bubba Kóngi hjá Vér Morðingjum, Afgöngum hjá Austurbæ og Woyzeck hjá Vesturporti. Stefán Hallur hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu. Hann er stundakennari við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur leikstýrði Eftir lokin á vegum SuðSuðVestur í Tjarnarbíói. Hann var aðstoðarleikstjóri í Vesalingunum, Afmælisveislunni, Jónsmessunótt og Tveggja þjóni hjá Þjóðleikhúsinu.

21

Bastarðar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Bastarðar by Borgarleikhúsið - Issuu