Klasar. Ársrit um klasa 2016

Page 11

Tvær málstofur um klasa og framtíðina Í tengslum við tvær skýrslur sem komu út á árinu voru haldnar tvær málstofur að frumkvæði Klasaseturs Íslands. Sú fyrri var á Akureyri 27. október, undir yfirskriftinni Ferðaþjónusta á tímamótum – Klasar og sviðsmyndir. Skýrslan var unnin af KPMG. Málstofan var haldin í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Á ráðstefnunni voru haldin sex erindi er tengdust viðfangsefninu. Sævar Kristinsson greindi frá niðurstöðum skýrslunnar Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030. Sviðsmyndir og áhættugreining. Karl Friðriksson fjallaði um Klasa og sviðsmyndir. Brynjar Þór Þorsteinsson greindi frá vinnu við markhópagreiningu ferðaþjónustunnar. Albertína F. Elíasdóttir fjallaði um verkefnið Eimur. Hjalti P. Þórarinsson um Flugklasann og Sigríður Kristjánsdóttir um Stafrænt forskot á sviði ferðaþjónustunnar. Hannes Ottósson setti málstofuna og gerði samantekt í lokin. Síðari málstofan var haldin 2. nóvember á Egilsstöðum í samvinnu við Austurbrú. Yfirskrift málstofunnar var Búsetuþróun til ársins 2030 – Framtíðin og klasar. Þar fjallaði Karl Friðriksson um niðurstöður skýrslunnar Búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030. Þróun á tímamótum. Skýrslan var gefin út af Framtíðarsetri Íslands. Runólfur S. Steinþórsson fjallaði um hlutverk klasa og samkeppnishæfni svæða. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir greindi frá starfi Íslenska ferðaþjónustuklasans. Lára Vilbergsdóttir fjallaði um verkefni um skapandi samfélag. Jón Steinar Garðarsson greindi frá verkefninu Orkuskipti á Austurlandi. Díana Mjöll Sveinsdóttir fjallaði um verkefnið Meet the Locals. Jóna Árný Þórðardóttir setti málstofuna og gerði samantekt í lokin.

11


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.