Úrgangsmál í Bláskógabyggð – Stefnumótun – Stöðumatsgreining og framtíðarsýn

Page 1

Úrgangsmál í Bláskógabyggð Stefnumótun

2018

Stöðumatsgreining og framtíðarsýn

BJÖRNEY UMHVERFISRÁÐGJÖF


Unnið af:

BJÖRNEY UMHVERFISRÁÐGJÖF Febrúar 2018 – Björney umhverfisráðgjöf Hrísholti 7 840 Laugarvatn www.bjorney.is elisabet@bjorney.is – Hönnun og umbrot: Óðinn Þór Kjartansson


Samantekt

Yfirborð sjávar hefur hækkað um 17 cm á síðustu öld, hitastig jarðar hefur hækkað síðan 1880 en mesta hækkunin hefur átt sér stað síðustu 35 ár. 15 af 16 heitustu árum síðan mælingar hófust hafa átt sér stað frá 2001. Yfirborð íss í heiminum er að minnka, bæði á landi og sjó, jöklar eru að hopa, sjávarís er að minnka og snjóþekja á norðurhveli jarðar hefur farið minnkandi síðastliðna 5 áratugi. Öfgafull veðurtilfelli sjást víða um heim, hvort sem það eru háir hitar sem ýta undir skógarelda eða öfgafull flóð. Höfin eru að súrna – frá upphafi iðnbyltingarinnar er talið að súrnun hafi aukist um 30% í höfum heimsins. Þetta er vegna aukinnar losunar koltvísýrings í andrúmsloftið sem hafið gleypir í sig (NASA, 2017). Losun á sér stað frá ýmsum geirum samfélagsins og oftar en ekki er stærsti hlutur losunar tengdur iðnaði. Í tilfelli Íslands er úrgangur einungis ábyrgur fyrir um 6% af heildarlosun samfélagsins. Ástæðan fyrir því hversu lágt þetta hlutfall er, er sú að hlutfall iðnaðar er hátt hér á landi. En margt smátt gerir eitt stórt og losun frá úrgangi er oftast stærsti þátturinn sem tengist starfsemi sveitarfélaga. Mikilvægt er að hver og einn beri ábyrgð á þeirri losun sem hann á þátt í að skapa til að hægt sé að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, úrgangsstjórnun til framtíðar, eru gefin upp markmið til ársins 2020 um að draga saman hlutfall lífræns úrgangs úr sorpi þannig að árið 2020 verði það einungis um 35% af því magni sem var í almennu sorpi árið 1995. Í Sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 kemur fram að stjórnir sorpsamlaganna hafi sett sér það markmið að draga að fullu úr lífrænum og brennanlegum úrgangi sem er urðaður eftir árið 2020. Þegar tekið er tillit til þessara þátta má fastlega ganga út frá því að þeir muni hafa mikil áhrif á núverandi fyrirkomulag í úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem felur í sér urðun. Talið er líklegt að löggjöf muni herðast og kostnaður muni aukast. Að breyta úrgangi í auðlind er stórt lykilatriði í hringrásarhagkerfi. Með hringrásarhagkerfinu er átt við að horfið verði frá hefðbundinni leið vörunotkunar sem er línuleg, þ.e. hráefnisupptaka, vöruframleiðsla, sala og dreifing og notkun og urðun, yfir í vörunotkun þar sem mikil áhersla er lögð á að fjarlægja hættuleg efni úr vörunni og það hráefni sem er í vörunni sé endurnýjanlegt og notað sem nýtt hráefni í nýja vöru. Með þessu móti er komið í veg fyrir að hættuleg efni berist í vistkerfi jarðar.

3


Það sem skilgreinir „Sveitarfélög án sóunar“ er skuldbinding sveitarfélags um að færast í áttina að samfélagi þar sem sorp er talið vera auðlind og engu er sóað í urðun. ZeroWaste Europe er samráðsvettvangur sveitarfélaga í Evrópusambandinu sem hafa skuldbundið sig að því markmiði að draga stöðugt úr úrgangsmyndun samfélagsins og að bæta úrgangssöfnun og aðgreiningu úrgangs (ESB, Zerowaste Europe, 2017). Til þess að sveitarfélag teljist til bestu sveitarfélaga í úrgangsstjórnun má ekki senda meira en 75 kg af almennum úrgangi í urðun fyrir hvern íbúa árlega. Úrgangsmál í Bláskógabyggð eru að öllu jöfnu rekin í hallarekstri. Eini tekjuliðurinn sem tengist þessum málaflokki eru sorpgjöld til íbúa, fyrirtækja og sumarhúsaeigenda á svæðinu og eru helstu kostnaðarliðirnir tengdir sorphirðu, sorpeyðingu og öðrum þjónustukaupum sem tengjast viðhaldi og uppbyggingu á gámasvæðunum í sveitarfélaginu. Árið 2016 voru tekjur vegna úrgangsmála 52.626.192 kr. og gjöld 68.345.493 kr. og því var hallinn -15.719.301 kr. Árið 2016 fóru 529.099 kg af blönduðum úrgangi frá Bláskógabyggð, þar af voru 165.550 kg. frá íbúum. Íbúar voru 979 þetta ár þannig að í Bláskógabyggð má áætla að hver íbúi hafi skilið eftir sig um 170 kg/ár af blönduðum úrgangi, sem er töluvert frá markmiðum Sveitarfélaga án sóunar þar sem fyrirmyndarsveitarfélög skilja eftir sig 75 kg/íbúa á ári. Samkvæmt Sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 er talið að lífrænn úrgangur sé 56% af almenna heimilissorpinu, og því má reikna með að ef íbúar, fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins byrji að flokka lífræna úrganginn frá muni magnið sem þarf að keyra út úr sveitarfélaginu til urðunnar minnka umtalsvert. Með þeirri aðgerð væri verið að minnka heildarlosun samfélagsins, sem munar um flutning á þessum þunga til Sorpu í Álfsnesi, ásamt neikvæðu umhverfisáhrifunum á því að grafa lífrænan úrgang ofan í jörðu í plastpoka. Lífrænn úrgangur er ríkur af steinefnum og köfnunarefni og þegar jarðgerð á lífrænum úrgangi á sér stað þá verður til afurð sem kallast molta sem hægt er að nýta sem áburð eða jarðvegsbæti. Betri flokkun úrgangs er hagkvæmari fyrir sveitarfélagið heldur en almennur úrgangur þar sem hann kostar meira. Því hefur sveitarfélagið mikilla hagsmuna að gæta að allir flokki rétt. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er sá aðili sem gæti leitt sameiginlega stefnumótun í úrgangsmálum fyrir öll sveitarfélögin á Suðurlandi. Eins og staðan er í dag er hvert sveitarfélag að vinna í sínu horni og er hugsanlegt að við það tapist mikill tími og kostnaður. Ef við störfum sundruð þá er hætt við að samfélagið ráði ekki við að meðhöndla eigin úrgang og er því þvingað til að leita út fyrir svæðið til að fá meðhöndlun. Því eru ákveðnir hagsmunir í húfi fyrir samfélagið allt á Suðurlandi að skoða möguleikana á hagræðingu í sameiginlegum úrgangsmálum.

4


5


6


Efnisyfirlit 1.

INNGANGUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2.

STAÐAN Í DAG . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

3.

4.

5.

8

2.1.

Loftslagsbreytingar af mannavöldum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

2.2.

Sameinuðu þjóðirnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

2.3.

Hringrásarhagkerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

2.4.

Sveitarfélag án sóunar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15

2.5.

Evrópa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

2.6.

Norðurlöndin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20

2.7.

Ísland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

2.8.

Bláskógabyggð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29

GREININGAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 3.1.

PESTLE . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

3.2.

Hagsmunaaðilar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57

3.3.

SVÓT . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65

SAMRÁÐ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 4.1.

Aðferðafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74

4.2.

Gögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77

4.3.

Niðurstöður könnunar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78

FRAMTÍÐARSÝN . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 5.1.

Í Bláskógabyggð ríkir hringrásarhugsun þar sem úrgangur er álitin vera auðlind . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86

5.2.

Bláskógabyggð er í stöðugu endurmati á úrgangsmálum . . . . . . . . . . . . . . . . . 87

5.3.

Bláskógabyggð stuðlar að vitundavakningu og viðhorfsbreytingu með fræðslu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87

5.4.

Ávinningur af góðri úrgangsmeðhöndlun í sveitarfélaginu er allra . . . . . . . . . . . 87

HEIMILDASKRÁ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 VIÐAUKAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92


1. Inngangur

Stefnumótun er ákveðið stjórntæki sem einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir geta notað til að greina hvernig núverandi ástand er og færa sig þaðan að öðrum meira eftirsóknarverðum aðstæðum. Stefnumótunarferlið snýr að því að komast frá núverandi stöðu (A) að eftirsóknarverðri framtíðarstöðu (B). Núverandi staða byggir á stöðumatsgreiningu og framtíðarstaðan byggir á ákveðinni draumastöðu, hvert við viljum að stefnan sé tekin. Til að komast frá punkti A til B þá eru markmið notuð. Þá eru fyrst þróuð meginmarkmið sem eru stór í sniðum, og þau greind niður í 3 – 5 undirmarkmið, eða starfsmarkmið, sem eru mun hnitmiðaðri. Á endanum er hvert starfsmarkmið greint niður í SMART aðgerðir, þ.e.a.s. aðgerðir sem eru Sértæk (specific), Mælanleg (measurable), Samþykkt (agreed), Viðeigandi (relevant) og Tímaháð (time-bound). Skráin sem heldur utan um öll verkefnin kallast verkefnaskrá. Þá er gerð sérstök áætlun sem nær utan um allar þessar aðgerðir og kallast hún Aðgerðaráætlun og nýtist sem vinnuskjal til að feta sig áfram frá punkti A til B. Ferlið frá A-B, ásamt aðgerðaráætluninni kallast Sóknaráætlun og þegar allar upplýsingar sem ekki koma fram í henni, eru settar saman, þá kallast sú skýrsla Stefnumótunarskýrsla. Í mars 2015 var haldið í fyrsta sinn umhverfisþing í Bláskógabyggð af tilstilli sveitarstjórnar. Markmið vinnustofunnar var að kanna hug íbúa gagnvart umhverfismálum í samfélaginu, sem var gert með því að safna saman hugmyndum frá íbúum sveitarfélagsins. Niðurstöður umhverfisþingsins og íbúasamráðsins sem fylgdi því leiddu til þess að ákveðið var að fara í stefnumótunarferli með umhverfismál í samfélaginu. Sjá má niðurstöður umhverfisþingsins í skýrslunni Umhverfisþing Bláskógabyggðar, niðurstöður vinnustofu og könnunar. Í júní 2016 hófst síðan sjálf stefnumótunarvinnan fyrir þá málaflokka sem höfðu verið skilgreindir að heyrðu undir umhverfismál og yrðu teknir fyrir að sinni. Skilgreiningin var unnin af oddvita Bláskógabyggðar; Helga Kjartanssyni, sveitarstjóra; Valtýr Valtýssyni og Elísabetu Björneyju Lárusdóttir umhverfisstjórnunarfræðingi og unnin út frá niðurstöðum umhverfisþingsins. Þessir málaflokkar voru; ásýnd, fráveita og úrgangsmál. Í kjölfarið á þeim fundi var skipaður stýrihópur sem hafði það að markmiði að vinna stefnumótunina og var fyrsti fundur stýrihópsins 18. október 2016. Í hópnum voru eftirfarandi aðilar: t Agnes Geirdal, skógarbóndi og fulltrúi umhverfishóps Bláskógabyggðar t Elísabet Björney Lárusdóttir verkefnisstjóri, eigandi Björney Umhverfisráðgjöf t Börkur Brynjarson, verkefnastjóri Tæknisviðs hjá Uppsveitum Árnessýslu t Bjarni Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs hjá Bláskógabyggð t Eyrún Margrét Stefánsdóttir, eigandi Marey arkitekta og fulltrúi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

8


Eftir því sem leið á greiningarvinnuna varð ljóst að úrgangsmálaflokkur Bláskógabyggðar þyrfti á meiri greiningu að halda en gert var ráð fyrir í upphafi og því var ákveðið að beina allri athygli að honum og geyma fráveitu og ásýnd um sinn. Því snýst þessi skýrsla eingöngu um úrgangsmál. Við upphaf stefnumótunar þarf að liggja fyrir ítarleg greining á núverandi stöðu málaflokksins. Skýrar og greinagóðar upplýsingar eru helstu forsendur fyrir góðri ákvörðunartöku þegar ákveða á stefnu til framtíðar. Í þessari skýrslu kemur fram stöðumatsgreining á úrgangsmálum í Bláskógabyggð á árunum 20102016 ásamt framtíðarsýn. Hún inniheldur kynningu á stöðu og stefnu í úrgangsmálum í Evrópu og á Íslandi ásamt ítarlegu stöðumati á úrgangsmálum í Bláskógabyggð. Einnig má finna upplýsingar um samráð við hagsmunaaðila og í lokin er mótuð stefna í úrgangsmálum fyrir málaflokkinn sem er byggð á samráðinu og stöðumatinu.

9


Mynd 1

STEFNUMÓTUNARFERLIÐ

Stefnumótunarfe Stefnumarkandi hugsun

Umhverfisþing Bláskógabyggðar

Stöðumatsgreining og framtíðarsýn

Vinna sem leiddi til að ákveðið var að fara í stefnumótun á úrgangsmálum í Bláskógabyggð

Greining á úrgangsmálum Samráð við hagsmunaaðila Mótun framtíðarsýnar

2015

Umhverfisþing Bláskógabyggðar Niðurstöður vinnustofu og könnunar

Afurðir

Umhverfisþing Bláskógabyggðar

Úrgangsmál í Bláskógabyggð Stefnumótun

2018

Stöðumatsgreining og framtíðarsýn

Fyrri hluti stefnumótunarskýrslu

Niðurstöður vinnustofu og könnunar BJÖRNEY UMHVERFISRÁÐGJÖF

10

Stöðumatsgreining og framtíðarsýn


erlið Áætlanagerð

Framkvæmd og eftirfylgni

Sóknaráætlun

Verkefnastjórnun

Meginmarkmið

Innleiðing stefnu

Starfsmarkmið

Mat á stefnu

Aðgerðaráætlun

Endurskoðun og breytingar á stefnu

Verkefnaskrá

Sóknaráætlun Seinni hluti stefnumótunarskýrslu

11


2. Staðan í dag

2.1. Loftslagsbreytingar af mannavöldum Í gegnum tíðina hefur loftslag Jarðarinnar breyst, og síðustu 650.000 ár hafa sjö hringrásir af aukningu og hopun jökla átt sér stað. Þessari hringrás lauk með síðustu ísöld fyrir um 7000 árum síðan og hófst þar með tímabil þess loftslags sem hefur verið ríkjandi æ síðan. Flestar þær loftslagsbreytingar sem hafa átt sér stað eru vegna smávægilegra breytinga á sporbaug Jarðar sem hefur áhrif á magn sólarorku sem berst hingað (NASA, 2017). Samkvæmt Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (Interngovernmental Panel on Climate Change, IPCC) eru vísindalegar sannanir fyrir hlýnun loftslagsins ótvíræðar (IPCC, 2013). Núverandi breytingar á hlýnun Jarðar eru sérstaklega þýðingamiklar vegna þess að þær eru að mestu líkindum tilkomnar af mannavöldum og eru að aukast á hraða sem hefur ekki sést síðastliðin 1.300 ár (IPCC, 2007) (Santer, 1996). (Hegerl, 1996) (Ramaswamy, 2006) (Santer B., 2003). Þær stafa af losun gróðurhúsalofttegunda eins og koldíoxíð (CO2), metans (CH4) og ósóns (O3). Þessar lofttegundir eiga það sameiginlegt að annars vegar gleypa varmageislun frá jörðu og valda þ.a.l. gróðurhúsaáhrifum, og hins vegar að eiga langan líftíma í andrúmsloftinu (Umhverfisstofnun, 2017).

Mynd 2

MAGN CO2 Í LOFTHJÚPI JARÐAR SÍÐUSTU 400.000 ÁR (NASA, 2017)

12


2.2. Sameinuðu þjóðirnar Árið 1992 var Ríó Earth Summit haldin af Sameinuðu þjóðunum í Rio de Janerio og var afurð ráðstefnunnar alþjóðleg yfirlýsing um umhverfi og þróun (The United Nations Framework Convention on Climate Change, UNFCCC) sem var tekin í gagnið 21. mars 1994. Hlutverk þessarar yfirlýsingar er að ná niður þéttleika gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu til að koma í veg fyrir hættulegar afleiðingar á loftslagskerfi jarðar af mannavöldum (Sameinuðu_þjóðirnar, 1992). Í þessari yfirlýsingu má finna ýmsar grundvallarreglur sem ríki heimsins nota sem grunn að löggjöf og stefnumótun á sviði umhverfismála, þ.m.t. úrgangsmál (Umhverfis-og-Auðlindaráðuneytið, 2013). Árið 1997 var þriðja allsherjarþing UNFCCC haldið í Kyoto, Japan og voru niðurstöður þingsins að ríki í viðauka I (Iðnríki) skyldu skuldbinda sig til að halda útblæstri ákveðna loftslagstegunda í skefjum á árunum 2008 – 2012 og var horft á mörk sem voru 5% lægri en heildarlosun ríkjanna árið 1990. Þessar tillögur voru samþykktar af aðildaríkjunum og lagðar fram til bókunar við loftslagssamninginn (Kýótó – bókunin). Þetta er söguleg áfangi í loftslagsmálum þar sem Kýótó bókunin er fyrsti sameiginlegi samningur í heiminum í samdrætti á losun gróðurhúsagasa og skuldbindur aðildaríkin um að setja alþjóðleg bindandi útblástursmörk. 21. allsherjarþing aðildaþjóða UNFCCC var síðan haldið í París 30. nóvember – 12. desember 2015. Þá voru liðin 18 ár síðan Kýótó bókunin hafði verið samþykkt og árangur í loftslagsmálum ekki sá sem vonast hafði verið eftir. Á ráðstefnunni var Parísarsamkomulagið rætt sem er alheimssáttmáli sem snýr að samdrætti í loftslagsbreytingum. Textinn í sáttmálanum er byggður á samþykktum allra 196 aðila sem mættu á ráðstefnuna. Svona samkomulag fer í gagnið þegar a.m.k. 55 lönd sem samanlagt standa fyrir a.m.k. 55% GHG losun í heiminum ákveða að samþykkja það. Þann 22. apríl 2016 (Earth Day) skrifuðu 174 lönd undir samkomulagið í New York og byrjuðu að aðlaga það að sínu lagakerfi. Helsta atriði samkomulagsins var að setja takmörk fyrir hlýnun jarðar, að sú tala mætti ekki fara yfir 2°C miðað við hitastig jarðar fyrir iðnaðartímabilið. Samkomulagið krafðist þess líka að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum myndi ekki valda ójafnvægi í heildarlosunarmagni í andrúmsloftinu á meðan seinni helmingur 21. aldarinnar stæði yfir. Í samþykktri útgáfu af Parísasamkomulaginu setja aðildaríkin sér líka það að markmiði að takmarka hlýnun jarðar við 1.5°C. Þetta markmið mun krefjast þess, að mati sumra vísindamanna, að engin losun verði af mannavöldum á árunum 2030-2050 (UNFCCC, 2015).

13


2.3. Hringrásarhagkerfi Að breyta úrgangi í auðlind er stórt lykillatriði í hringrásarhagkerfi. Með hringrásarhagkerfinu er átt við að horfið verði frá hefðbundinni leið vörunotkunar sem er línuleg, þ.e. hráefnisupptaka, vöruframleiðsla, sala og dreifing, notkun og urðun, yfir í vörunotkun þar sem mikil áhersla er lögð á að fjarlægja hættuleg efni úr vörunni og það hráefni sem er í vörunni sé endurnýjanlegt og notað sem nýtt hráefni í nýja vöru. Með þessu móti er komið í veg fyrir að hættuleg efni berist í vistkerfi jarðar.

Mynd 3

HRINGRÁSARHAGKERFI

Línuleg nálgun - núverandi kerfi Hráefnisupptaka

Vöruframleiðsla

Dreifing

Notkun

Hringrásarhagkerfi Nýtt hráefni Endurnotkun

Vöruframleiðsla

Viðgerð Dreifing

Endurvinnsla Notkun

14

Urðun


2.4. Sveitarfélag án sóunar Það sem skilgreinir „Zero Waste Municipality“ eða „sveitarfélög án sóunar“ er skuldbinding sveitarfélags um að færast í áttina að samfélagi þar sem sorp er talið vera auðlind og engu er sóað í urðun. Zero Waste Europe er samráðsvettvangur sveitarfélaga í Evrópusambandinu sem hafa skuldbundið sig að því markmiði að draga stöðugt úr úrgangsmyndun samfélagsins og að bæta úrgangssöfnun og aðgreiningu úrgangs (ESB, Zerowaste Europe, 2017). Zero Waste International Alliance hafa skilgreint þau skilyrði sem sveitarfélag þarf að uppfylla til að vera hæft til þátttöku í átakinu Municipalities Working Towards Zero Waste. Sveitarfélög ættu að þróa svokallað Zero Waste plan - eða sóunarlausa áætlun/stefnu sem væri staðfest af viðkomandi yfirvaldi. Í tilfellum sveitarfélaga á Íslandi væri sá aðili sveitarstjóri. Skilyrðin eru sett saman í textanum hér að neðan:

1. flokkur – Sveitarfélög í átt að engri sóun Samþykkið skuldbindingu um að innleiða söfnunaráætlun fyrir úrgang frá almenningi sem felur í sér söfnun á endurvinnanlegum úrgangi og lífrænum úrgangi. Takið afstöðu til alls úrgangs sem myndast í sveitarfélaginu, óháð því hvort honum sé stjórnað beint af sveitarfélaginu eða ekki (úrgangur frá t.d. verslunum, iðnaði o.s.frv.). Sveitarfélög eiga að stjórna beint þeim þáttum úrgangsmyndunnar sem þau hafa yfirráð yfir og hafa áhrif á þá þætti samfélagsins sem þau hafa ekki bein völd yfir. Hvetjið til endurhönnunar á efnum sem skapa vandræði í endurnotkun eða endurvinnslu. Hugleiðið möguleikana á að hvetja til aðgerða eða herferðar sem hvetja til endurhönnunar. Skilið inn árlegum framvinduskýrslum sem tengjast árangri í átt að skilgreindum markmiðum. Innleiðið greiðslukerfi fyrir íbúa sem byggir á hugmyndafræðinni „borgaðu eins og þú hendir“ eða innleiðið aðra fjárhagslega hvata fyrir íbúa til að draga úr úrgangi sem fer í almennu tunnuna. Komið á fót sóunarlausu ráðgjafaráði eða ferli sem felur í sér samráð við mismunandi hagsmunaaðila (íbúa, fyrirtæki, starfsfólk, kjörna embættismenn, sérfræðinga í úrgangsstjórnun, félagasamtök). Hlutverk þessa ráðgjafaráðs eða hagsmunaaðilahóps væri að taka þátt í þróun og framkvæmd á sóunarlausu áætluninni eða stefnunni, að meta mikilvæg skref, sem skilgreina tímamörk og að taka almennan þátt í þróun og viðhaldi á stefnunni. Gerið úttekt á úrgangi sveitarfélagsins sem er sent í urðun á 5 ára fresti til að: 1. Greina framvindu sóunarlausu áætlunarinnar. 2. Meta nákvæmlega hvað er að fara í urðun úr samfélaginu. 3. Skilgreina stefnur og herferðir til að ná fram frekari endurbótum. 4. Veita endurgjöf til framleiðanda með það að markmiði að vinna með þeim að endurhanna efni, vörur og pakkningar sem eru ekki hæfar í endurvinnslu eða moltugerð.

15


Mótmælið hvers konar tækni sem vinnur á hærra hitastigi en 93°C. Hér er bæði átt við gamla brennsluofna og þá sem eru núna í skipulagi. Samfélög sem eru með brennsluofna í úrgangsstjórnun eiga að gera áætlun um hvernig þeir verði látnir hverfa úr úrgangstjórnuninni þeirra. Skilgreinið mælanleg markmið fyrir næstu 10 árin og langtímamarkmið fyrir næstu 20 árin. Þessi markmið geta falið í sér að draga úr úrgangi frá íbúum (t.d. minni en 50 kg/íbúi fyrir árið 2020, minni en 80% sem fer í urðun innan 10 ára).

2. flokkur – Sveitarfélög sem sýna gott fordæmi (best practice) Til þess að sveitarfélag teljist til bestu sveitarfélaga í úrgangsstjórnun má ekki senda meira en 75 kg af almennum úrgangi í urðun fyrir hvern íbúa árlega.

16


2.5. Evrópa Evrópusambandið skapar stefnu og löggjöf sem hefur bein áhrif á stefnu og löggjöf íslenskra stjórnvalda vegna þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Stefna Að breyta úrgangi í auðlind er lykilþáttur hringrásarhagkerfisins. Ef við endursköpum, endurnýtum og endurvinnum og ef úrgangur einnar framleiðslu verður efniviður annarrar framleiðslu þá getum við fært okkur hraðar í átt að hringrásarhagkerfi þar sem búið er að útrýma úrgangi og efni er notað á hagkvæman og sjálfbæran hátt (ESB_Waste, 2016). Aukin úrgangsstjórnun hjálpar til við að bæta heilsu umhverfisins, draga úr losun gróðurhúsagasa (beint með því að koma í veg fyrir losun frá urðunarstöðum og óbeint með því að endurvinna efni sem hefði annars þurft að sækja sem hráefni og vinnu), og koma í veg fyrir neikvæð staðbundin umhverfisáhrif eins og eyðingu landslags vegna urðunnar og vatns- og loftmengunar. Nálgun Evrópusambandsins á úrgangsstjórnun byggir á „waste hierarchy“ (úrgangsþríhyrningurinn) sem setur eftirfarandi forgangsröðun þegar verið er að móta stefnu í úrgangsstjórnun: fyrirbyggja, endurnota, endurvinna, endurheimta og síðasti möguleikinn sem reynt er eftir fremsta megni að forðast: henda (urðun og brennsla án orkuvinnslu) (ESB_Waste, 2016). Því snýst stefna ESB í grófum dráttum um að (ESB_Waste, 2016): 1. Draga úr úrgangi sem er framleiddur. 2. Hámarka endurvinnslu og endurnotkun. 3. Takmarka brennslu við einungis efni sem ekki er hægt að endurvinna. 4. Draga úr urðun þannig að einungis er um að ræða úrgang sem ekkert er hægt að vinna úr.

Mynd 4

ÚRGANGSÞRÍHYRNINGUR ESB Lágmörkun úrgangs

Nota minna hráefni við hönnun og framleiðslu. Nota vörur lengur, endurnota. Nota minna af skaðlegum hráefnum.

Endurnotkun

Ástandsskoða, hreinsa, gera við, endurnýja heilu hlutina eða að hluta til.

Endurvinnsla

Breyta úrgangi í ný efni eða vöru, t.d. jarðgera ef það uppfyllir gæðakröfur.

Önnur endurheimt Förgun

Felur í sér loftháða moltugerð, brennslu með orkuheimt, gasgerð og aðrar aðferðir sem fela í sér orkumyndun (eldsneyti, hita og rafmagn). Urðun og brennsla án orkuheimt.


Magn úrgangs í Evrópu Árið 2010 var heildar úrgangsframleiðsla Evrópusambandsins (ESB) um 2.5 milljarður tonn og af því náðist eingöngu að endurvinna 35%. Restin var urðuð eða brennd og talið er að um 600 milljónir tonna hefði verið hægt að nýta í endurvinnslu. Þó svo að úrgangsstjórnun sé stöðugt að verða betri innan ESB þá er enn að tapast gríðarlegt magn af efni sem hægt væri að nýta sem hráefni á ný. Hér er verið að ræða um efni líkt og málma, við, gler, pappír og plast. Ef skoðaður er úrgangur í tengslum við heimilishald þá er hver íbúi í Evrópu að skapa að meðaltali hálft tonn af úrgangi á hverju ári, þar sem einungis um 40% er endurnotaður eða endurunninn, og í sumum löndum er enn 80% af þessum úrgangi sendur í urðun (ESB_Waste, 2016). Mynd 5 sýnir úrgangsmyndun eftir löndum Evrópu á tveggja ára tímabili; annars vegar 2005 og hins vegar 2015 í kg per íbúa. Eins og sjá má eru Danir með mestu úrgangsmyndum á hvern íbúa, eða 789 kg/íbúa og Pólverjar með minnstu úrgangstölurnar, eða 286 kg/íbúa (Eurostat, 2017).

Mynd 5

ÚRGANGSMYNDUN EFTIR LÖNDUM ÁRIN 2005 OG 2015, RAÐAÐ EFTIR 2015 GILDUM (KG/ÍBÚA)

Núverandi fyrirkomulag úrgangsstjórnunar - urðun Urðun er elsta form úrgangsstjórnunar og minnst eftirsóknarverðasti kosturinn vegna fjölda óæskilegra áhrifa sem hún hefur á umhverfið. Alvarlegustu áhrifin fela í sér framleiðslu á metangasi (CH4), gróðurhúsalofttegund (GHG) sem er 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur (CO2). Metangas myndast þegar lífrænn úrgangur fer að rotna niður án nægilegs magns af súrefnis. Talið er að magn metans sem myndast á hefðbundnum urðunarstað dugi til að framleiða rafmagn fyrir um 20.000 heimili á ári (ESB, 2010). Önnur alvarleg áhrif sem tengjast urðun á lífrænum úrgangi er að þegar hann byrjar að brotna niður þá geta efni eins og þungamálmar, plastagnir og önnur eiturefni losnað frá öðrum hlutum sem hafa verið urðaðir. Það getur leitt af sér afrennsli sem er kallað sigvatn, yfirborðsvatn á leið niður í grunnvatn. Þessi vökvi getur mengað bæði jarðveg og grunnvatn á staðnum sem getur 18


aftur skapað töluverða hættu fyrir heilbrigði íbúa og umhverfi. Talið er að magn sigvatns sem myndast á hefðbundnum urðunarstað sé um 150 m3 á dag (ESB, 2010). Talið er að árleg verðmæti úrgangs sem er urðaður í Evrópu sé í kringum 5.25 milljarðar evra (ESB, 2010). Þessar upptalningar voru ástæðan fyrir hertri löggjöf á sviði urðunnar innan Evrópusambandsins sem fól í sér að aðildaríki voru skuldbundin til að draga úr lífrænum úrgangi sem fór í urðun um 35% af magninu sem fór í urðun árið 1995, fyrir árið 2016 (ESB, 1999). Þessi aðgerð, ásamt kröfunni um söfnun á metangasi á haugstöðum, átti að hafa í för með sér að metanframleiðsla á urðunarstöðum myndi dragast saman. Þúsundum af urðunarstöðum sem ekki uppfylltu þessi skilyrði ESB var lokað víðsvegar um Evrópu sem afleiðing af þessari reglugerð (ESB, 2010). Í dag er reyndin sú að meiri úrgangur er framleiddur í Evrópu en árið 1995, en heildarhluti þess sem endar í urðun hefur minnkað frá árinu 1995 um 58%, úr 144 milljónir tonna (302 kg/íbúa) niður í 61 milljónir tonna (120 kg/íbúa) fyrir árið 2015. Hlutfall þess úrgangs sem er endurunninn er komin úr 52 kg/íbúa upp í 137 kg/íbúa. Síðastliðin tíu ár (2005 – 2015) hefur urðun í Evrópu dregist saman um allt að 5,6% á ári að meðaltali (Eurostat, 2017). Þetta þýðir að hlutfall urðunnar á móti úrgangsframleiðslu sveitarfélaga innan Evrópu hefur farið úr 63,8% niður í 25,3% á árunum 1995-2005. Ástæðuna fyrir þessari breytingu má aðallega rekja til hertrar reglugerðar. Þá er helst að minnast umbúðastilskipunarinnar (ESB, 1994) sem fól í sér að aðildaríki áttu að ná til baka a.m.k. 60% af öllum umbúðum og pakkningum á markaðinum og svo tilskipunin um urðun (ESB, 1999) sem fól í sér að sveitarfélög þurftu að finna leiðir til að draga úr lífrænum úrgangi sem fer í jörðina. Þær leiðir sem hafa verið valdar eru aðallega jarðgerð (þ.m.t. gerjun) og brennsla (ESB, 2010).

Mynd 6

ÚRGANGUR FRÁ EVRÓPU OG TEGUND ÚRVINNSLU (KG/ÍBÚA) 1995-2015 (EUROSTAT, 2017)


2.6. Norðurlöndin Stefnumótun Evrópusambandsins er höfð að leiðarljósi á Norðurlöndunum og Norræna ráðherranefndin er sameiginlegur vettvangur þar sem samstarf landanna á sviði úrgangsmála fer fram. Löndin eiga sameiginlega stefnu um sjálfbæra þróun (Norræna_Ráðherranefndin, 2009) og er til staðar framkvæmdaráætlun í umhverfismálum fyrir Norðurlöndin (Norræna_Ráðherranefndin, 2012). Í framkvæmdaráætluninni kemur eftirfarandi fram: Markmið Auðlindanýting hefur verið aftengd hagvexti með bættri auðlindanýtingu, forvörnum og endurvinnslu úrgangs. Tekist hefur að lágmarka umhverfisáhrif í framleiðsluferli, vöru og úrgangi út frá hringrásarhugsun.

Danmörk Í Danmörku árið 2010 var einungis 4% af úrgangi sveitarfélaga urðaður og 54% var sett í brennslu. Stefnt er að 50% endurvinnsluhlutfalli árið 2020 miðað við úrgangsmagn árið 2010. Þetta var mesta hlutfall brennslu per íbúa í Evrópusambandinu árið 2010 (EEA, 2013). Algengt er að borgir og bæir í Danmörku eigi sína eigin brennslu þannig að þær eru í almenningseigu. Brennslan nýtist í kyndingu og rafmagn fyrir íbúa og eftir því sem hægt er að halda framleiðslu stöðugri þá er hægt að ná betri nýtingu á orkuframleiðslu. Því eru það beinir hagsmunir íbúa að brenna sem mestum úrgangi. Danir stefna hins vegar á að vera lausir við jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og mun það þýða að þeir munu loka öllum mengandi orkuverum fyrir þann tíma, þá eru úrgangsbrennslurnar innifaldar í þeim áætlunum. Úrgangsstefna Dana byggir því á að Danmörk verði laus við úrgang og hvatt er til meiri endurvinnslu og minni bruna. Hugmyndir um að framleiða lífeldsneyti og jarðgerðan áburð með heimilissorpi í stað þess að brenna það eru hafðar að leiðarljósi, ásamt endurvinnslu á plasti og pappír sem, eins og er, er grafið í jörðu eða brennt (Zerowaste, 2014).

Svíþjóð Svíar eru þekktir fyrir öfluga úrgangsstjórnun og geta státað sig af því að 99% af öllum úrgangi þeirra er endurnýttur á einn eða annan hátt. Endurvinnslustöðvar eru að öllu jöfnu einungis 300 metra frá íbúabyggð og flestir Svíar flokka á heimilum sínum dagblöð, plast, málma, gler, rafmagnstæki, ljósaperur og rafhlöður. Mörg sveitarfélög hvetja íbúa sína jafnvel til að aðgreina lífrænan úrgang frá heimilissorpi sínu. Allt þetta er endurnotað, endurunnið eða sett í jarðgerð. Dagblöðum er breytt í pappamassa, flöskur eru endurnotaðar eða bræddar niður í nýja hluti, plastílát verða hráefni í nýtt plast, matur er jarðgerður og notaður í jarðveg eða lífgas. Sorphirðubílar eru oft knúnir áfram á endurunnu rafmagni eða lífgasi. Vatn úr fráveitu er hreinsað þangað til að hægt er að nota það á ný, sérstakir sorphirðubílar ferðast um borgir og hirða rafmagnstæki og hættulegan úrgang eins og efnaúrgang. Lyfsalar taka við umfram lyfjum og Svíar fara með stærri úrgang, eins og ónýt sjónvörp eða brotin húsgögn í endurvinnslustöðvar sem eru oft staðsett í útjaðri borganna. Hins vegar er um helmingur alls úrgangs frá heimilum brenndur og notaður í orkuheimt. Stefnan er tekin á að færa sig ofar í úrgangsforvörnum og færa sig frá því að brenna efni yfir í að endurvinna meira (Sweden, 2015). 20


Noregur Í Noregi felst meðhöndlun úrgangs frá sveitarfélögum að öllu jöfnu í brennslu (50%) og endurvinnslu (42%). Umdæmisstefnur í úrgangsmálum hafa að mestu leyti haft áhrif á endurvinnslu á lífrænum úrgangi. Ef Noregur heldur áfram að auka endurvinnslu úrgangs frá sveitarfélögum á sama hraða og hefur verið gert á árunum 2006-2010 mun landið ná 46% endurvinnsluhlutfalli árið 2020, sem er aðeins undir 50% markmiðinu sem er skilgreint í löggjöf Evrópusambandsins. Noregur verður því að auka viðleitni sína í endurvinnslu til að ná markmiðinu þar sem árleg aukning er mjög lág, einungis 0.4% miðað við tímabilið 2004-2010. Síðan 2009 hefur dregið verulega úr urðun í Noregi og árið 2010 var einungis urðað 6% af úrgangi sem myndaðist hjá sveitarfélögunum (EEA, Municipal waste management in Norway, 2013).

Finnland Endurvinnsla á úrgangi frá sveitarfélögum í Finnlandi hefur haldist í kringum 35% á tímabilinu 2001 til 2010. Finnar verða að auka viðleitni sína til að ná markmiðum Evrópusambandsins um að 50% úrgangs frá sveitarfélögum landsins verði endurnýttur fyrir árið 2020. Árið 2009 var bann lagt á að urða ómeðhöndlaðan úrgang frá sveitarfélögum Evrópusambandsins. Á sama tíma voru skattar á urðun auknir og er talið að þessar aðgerðir hafi haft það í för með sér að Finnar náðu að mestu leyti að uppfylla markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2010 um að draga úr urðun á lífrænum úrgangi (EU Landfill Directive). Eins hafa verið búnar til stofnanir milli sveitarfélaga sem hafa þann tilgang að einblína á úrgangsmyndun sveitarfélaga og hefur það aukið úrgangsstjórnun í landinu (EEA, Municipal waste management in Finland, 2013).

2.7. Ísland Árið 2013 voru 26 urðunarstaðir í notkun á Íslandi og hefur þeim fækkað töluvert aðallega vegna hertra krafna í tengslum við mengunarvalda annars vegar og vegna aukinnar samvinnu sveitarfélaga hins vegar. Í júlí 2009 voru kröfur í tengslum við aðbúnað og starfshætti urðunarstaða á Íslandi hertar töluvert. Þessar kröfur tengjast umhverfisvernd, staðarvali, lágmörkun á lykt, foki og hávaða og fyrirbyggingu mengunar í jarðvegi, grunnvatni og yfirborðsvatni. Gerð var krafa um söfnun á hauggasi til að draga úr umhverfisáhrifum, sem átti að vera nýtt eða brennt ef ekki væri hægt að nota það. Eins var gerð krafa um að vakta mögulega losun mengunarefna sem krefst reglulegrar sýnistöku úr sigvatni, yfirborðsvatni, grunnvatni og hauggasi. Vöktunin á að vara á meðan urðunarstaðurinn er í notkun og 30 ár eftir að hann hefur verið lokaður (Umhverfis-ogAuðlindaráðuneytið, 2013). Kostnaður við urðun hefur aukist og mun að öllum líkindum halda áfram að aukast, sambærilegt við þróunina í Evrópu. Rekstrarkostnaður urðunarstaða eykst vegna þess að regluverkið verður strangara og töluvert landrými fer undir urðunarstaðina sem oft á tíðum er erfitt að finna þar sem úrgangstaðir eru ekki vinsælir nágrannar vegna sjón- og lyktarmengunnar (Umhverfis-ogAuðlindaráðuneytið, 2013).

21


Magn úrgangs á Íslandi Ísland er aðildaríki Sameinuðu þjóðanna og fylgir skuldbindingum loftslagssamnings þeirra, UNFCCC. Samkvæmt honum skilar Ísland árlega losunarbókhald og sýnir mynd 7 hvernig samsetning losunar var fyrir árið 2014 (Umhverfisstofnun, 2014).

Mynd 7

LOSUN ÍSLANDS EFTIR FLOKKUM Iðnaður og efnanotkun

45%

Samgöngur

17%

Sjávarútvegur

10%

Landbúnaður

10%

Úrgangur

6%

Rafmagn og hiti

4%

Annað

2% 0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

50%

Hér má sjá að stærsti hluti losunar frá Íslandi er vegna iðnaðar og efnanotkunar, þar á eftir koma samgöngur og svo sjávarútvegur og landbúnaður. Úrgangur ber samtals ábyrgð á 6% losunnar á CO2 frá Íslandi. Ríki ber ábyrgð á lögum og landsstefnu í úrgangsmálum en sveitarfélögin bera ábyrgð á meðhöndlun úrgangs og því fellur þessi málaflokkur alfarið á hvert sveitarfélag fyrir sig. Á Íslandi er um 59% þess úrgangs sem myndast endurunninn og samtals fer um 69% alls úrgangs á Íslandi í endurvinnslu eða aðra endurnýtingu, brennsla til orkunýtingar er þar með talin. Árið 1995 var 79% af öllum úrgangi urðaður, en árið 2011 var þetta hlutfall komið niður í 31% (Umhverfisog-Auðlindaráðuneytið, 2013).

Stefna Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setur viðmið sem tengjast sjálfbærri nýtingu auðlinda í landinu og hefur sú stefna birst í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 kemur fram að á árinu 2020 verði úrgangur álitinn vera auðlind (Umhverfisog-Auðlindaráðuneytið, 2013).

22


Ráðherra setur skv. lögum almenna stefnu í tengslum við meðhöndlun úrgangs sem á að gilda til tólf ára í senn og byggir á tillögu Umhverfisstofnunar. Á sex ára fresti á ráðherra að meta og taka ákvörðun um hvort þurfi að endurskoða stefnunna (Lög um meðhöndlun úrgangs, 2003). Þessi stefna endurspeglast að miklu leyti í þeim alþjóðlegum lögum og reglugerðum sem eru ríkjandi í málaflokknum. Þá er litið til vettvangs á borð við: Norrænu ráðherranefndarinnar, Sameinuðu þjóðanna, samning um evrópska efnahagssvæðið, Evrópusambandsins og annara alþjóðlegra stofnanna (Umhverfis-og-Auðlindaráðuneytið, 2013). Umhverfisstofnun í samræmi við lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs átti það hlutverk að gefa út almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs til minnst 12 ára í senn. Markmið áætlunarinnar átti að vera að draga markvíst úr úrgangsmyndun, auka endurnotkun- og nýtingu og draga úr hlutfalli þess úrgangs sem fer í förgun. Þessi áætlun kallast Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs og átti að vera leiðbeinandi fyrir sveitarfélög í tengslum við svæðisbundnar áætlanir þeirra í sama málaflokki. Fyrsta landsáætlunin kom út 2004 og gilti til ársins 2016 og í kjölfarið komu flestar sveitarstjórnir landsins sér upp svæðisáætlun sem grundvallaðist á þeirri áætlun. Landsáætlunin var endurskoðuð árið 2010 og birt á ný árið 2013. Sú áætlun gildir til ársins 2024. Skv. breytingum á lögum nr. 55/2003 kemur fram að í stað landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs muni héðan í frá koma frá umhverfis- og auðlindaráðherra almenn stefnumörkun til 12 ára í senn í málaflokknum sem muni gilda fyrir allt landið (Alþingi, 2013). Árið 2016 var því stefna ráðuneytisins Saman gegn sóun gefin út sem almenn stefna um úrgangsforvarnir á árunum 20162027 (Umhverfis-og_auðlindaráðuneytið, 2016). Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, að nýta betur og minnka sóun og eru níu áhersluflokkar í brennidepli. Þar af verður plast áhersluflokkur árin 2017-2018 þar sem gerð verður tilraun til að draga úr myndun plastúrgangs (Umhverfis-ogauðlindaráðuneyti, 2015).

Landsáætlun Úrgangsstjórnun til framtíða var gefin út af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu árið 2013. Í henni má finna gott yfirlit yfir þáverandi stöðu landsins í úrgangsmálum sem og tímasett markmið sem vinna að bættri nýtingu auðlinda, sem og minnkun á neikvæðum umhverfisáhrifum sem þessi málaflokkur hefur á umhverfi og heilsu manna. Þessi áætlun leysir eldri áætlun af hólmi, sem gilti fyrir árin 2004-2016 (Umhverfis-og-Auðlindaráðuneytið, 2013). Hér að neðan er upptalning af markmiðum Landsáætlunar: a) Að lífrænn heimilisúrgangur sem berst til urðunarstaða hafi, miðað við þann lífræna heimilisúrgang sem féll til árið 1995, minnkað eigi síðar en 1. janúar 2009 niður í 75% af heildarmagni (tilfallins lífræns úrgangs), eigi síðar en 1. júlí 2013 niður í 50% af heildarmagni og eigi síðar en 1. júlí 2020 niður í 35% af heildarmagni. b) Annar lífrænn úrgangur, svo sem lífrænn rekstrarúrgangur sem berst til urðunarstaða hafi, miðað við þann úrgang sem féll til árið 1995, minnkað eigi síðar en 1. janúar 2009 niður í 75% af heildarmagni, eigi síðar en 1. júlí 2013 niður í 50% af heildarmagni og eigi síðar en 1. júlí 2020 niður í 35% af heildarmagni.

23


c) Að koma í veg fyrir myndun umbúðaúrgangs. Minnst 50% og mest 65% af þyngd umbúðaúrgangs skal vera endurnýttur, þar sem minnst 25% og mest 45% af þyngd allra umbúðaefna í umbúðaúrgangi er endurunnið og þar af minnst 15% af þyngd hvers umbúðaefnis fyrir sig. d) Að endurnotkun og endurvinnsla úr sér genginna ökutækja sé eigi síðar en 1. janúar 2006 að lágmarki 85%, og á sama tíma endurnotkun og endurvinnsla að lágmarki 80% af meðalþyngd ökutækis. Eigi síðar en 1. janúar 2015 skal endurnotkun og endurnýting allra úr sér genginna ökutækja að lágmarki vera 95%, og á sama tíma endurnotkun og endurvinnsla að lágmarki 85% af meðalþyngd ökutækis. e) Að safnað verði að jafnaði 4 kílóum á hvern íbúða á ári af raftækjaúrgangi og hann meðhöndlaður á viðeigandi hátt (Mannvit, 2009).

Saman gegn sóun Stefna stjórnvalda hefur úrgangsforvarnir að leiðarljósi. Úrgangsforvarnir miða að því að nýta allt til hins ítrasta til að koma í veg fyrir að úrgangur sem fer í urðun myndist. Bætt nýting miðast við breytt hegðunarmynstur notenda og framleiðanda gagnvart vörum, þ.e. að hlutir séu ekki hannaðir til að verða hent, heldur að þeir nýtist lengur og hugsanlega sem nýtt hráefni í aðra vöru við lok líftíma þeirra. Í þessu samhengi er oft talað um sjálfbæra neyslu, eða hringrásarhagkerfi sem snýr að því að horfið verði frá hefðbundinni leið vörunotkunar sem er línuleg, þ.e. hráefnisupptaka, vöruframleiðsla, sala og dreifing, notkun og urðun, yfir í vörunotkun þar sem mikil áhersla er lögð á að fjarlægja hættuleg efni úr vörunni og það hráefni sem er í vörunni sé endurnýtanlegt og notað sem nýtt hráefni í nýja vöru. Með þessu móti er komið í veg fyrir að hættuleg efni berist í vistkerfi jarðar. Almennt á Íslandi hefur losun gróðurhúsalofttegunda dregist saman síðustu sjö ár, en hins vegar hefur neysla aukist og þ.a.l. myndun úrgangs. Snýr því stefna ríkisvalds í úrgangsmálum að aukinni sjálfbærri neyslu íbúa landsins ásamt því að stuðla að betri aðferðum sem auka nýtni og er þá nefnt sem dæmi að nota þjónustu í stað vöru, að örva skapandi hugsunarhátt fyrir endurnýtingu og viðgerða ásamt hlutdeildar í stað eignaréttar (Umhverfis-og_auðlindaráðuneytið, 2016).

Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 Svæðisáætlunin á að fylgja eftir stefnu ríkisins um meðhöndlun á úrgangi (Landsáætlun) og eins stefnu um úrgangsforvarnir. Sveitastjórnir eiga að semja og staðfesta svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs og hver svæðisáætlun á að gilda fyrir viðkomandi svæði tólf ár í senn. Hlutverk svæðisáætlunar er skv. lögum að: draga markvíst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Eins er markmið svæðisáætlunar að uppfylla markmið landsáætlunar fyrir 2020 sem fela í sér að draga úr urðun á lífrænum úrgangi fyrir þann tíma. Á sex ára fresti á sveitarstjórn að endurmeta svæðisáætlunina til að sjá hvort þurfi að endurskoða hana (Alþingi, 2003).

24

Svæðisáætlun er í rauninni aðgerðaráætlun sem á að innihalda mælikvarða á urðun og hversu mikið þarf að draga úr henni og auka endurnýtingu. Á sama tíma á hún að innihalda aðgerðir um hvernig á meðhöndla úrgang og hvernig hægt sé að hvetja íbúa til að endurnýta úrgang til að uppfylla markmið landsáætlunar. Til að áætlun beri árangur þá er mikilvægt að mælikvarðar ásamt aðgerðum séu vel skilgreindir innan áætlunarinnar.


Ester Anna Ármannsdóttir (Ármannsdóttir, 2013) skoðaði aðgerðir átta sveitarfélaga í tengslum við hvort aðgerðir þeirra samræmdust aðgerðum svæðisáætlana. Eins voru magntölur úrgangs frá sveitarfélögum skoðaðar og árangur sveitarfélaga þannig metinn. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirleitt er ekki að finna mælikvarða og útfærðar aðgerðir til að stuðla að aukinni endurnýtingu og minni urðun í svæðisáætlunum á Íslandi og magn úrgangs frá sveitarfélögum er oft ekki skráð nógu ítarlega. Þá er niðurstaða rannsóknarinnar sú að tengslin á milli sveitarfélaga og svæðisáætlana á Íslandi séu lítil. Sveitarfélög horfa á svæðisáætlun sem leiðbeinandi skjal, en ekki sem aðgerðaráætlun í úrgangsstjórnun. Þegar sveitarfélög hafa tekið upp aukna úrgangsstjórnun þá hefur það í flestum tilfellum verið vegna áhuga sveitarstjórnarmeðlima. Því er bent á að hvati sveitarfélaga sé ekki nægur til að taka upp betri úrgangsstjórnun. Einnig er bent á aðalskipulag sveitarfélags sem góðan vettvang fyrir áætlun um úrgangsstjórnun sveitarfélags og gæti sá vettvangur hugsanlega minnkað bilið milli sveitarfélaga og svæðisáætlana (Ármannsdóttir, 2013) Árið 2005 var gefin út sameiginleg svæðisáætlun fyrir Suðurland og var þá gerður samningur um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaráætlunina sem var að finna í henni. Svæðið sem um ræðir samanstendur af 34 sveitarfélögum með 251 þúsund íbúa. Áætlað er að um 400 þúsund tonn hafi fallið til af sorpi árlega á svæðinu á þeim tíma. Samningsaðilar samanstóðu af Sorpstöð Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., Sorpu bs., og Sorpurðunar Vesturlands hf. (SOS, 2010). Í svæðisáætlun kemur fram að ekki hafa verið beittar samræmdar aðferðir milli sveitarfélaga og sorpsamlaga við skráningu og skilgreiningu úrgangs. Fyrirtæki eru auk þess oft í viðskiptum við sérhæfð fyrirtæki sem eru undanskilin þeirri skyldu að upplýsa um magn og leiðir til meðhöndlunar, sem leiðir til þess að úrgangsmynd landshlutans er bundin ákveðinni óvissu. Heildarmagn úrgangs frá Suðurlandi árið 2006 var áætlaður um 33 þúsund tonn. Þegar þessi tala deilist niður á íbúa þá kemur í ljós að heildarmagn úrgangs á hvern íbúa var 1.895 kg árið 2006, í samanburði við 1.465 kg/íbúa meðaltal. Ástæðan fyrir meira magni íbúa á Suðurlandi en meðaltalið er áætlað, er vegna mismunandi atvinnustarfsemi, ferðamennsku og „tvöfaldrar“ búsetu á hverju svæði (Mannvit, 2009). Á árinu 2006 var lífrænn úrgangur talinn vera stærsti úrgangsflokkurinn eða í kringum 56%, þar á eftir óvirkur úrgangur (14%), sem samanstendur að mestu leyti af uppgrefti og ómengaðs jarðvegs, því næst er annar úrgangur (11%) sem er aðallega blandaður ólífrænn úrgangur. Suðurland sker sig frá meðaltalinu í magni á lífrænum úrgangi með 1.240 kg/íbúa árið 2006 miðað við 823 kg/ íbúa að meðaltali. Í Svæðisáætlun er lögð mikil áhersla á að uppfylla markmið Landsáætlunar í tengslum við að draga sem mest úr myndun úrgangs. Teknir eru fyrir nokkrir flokkar: 1. Möguleikar sveitarfélaga til að draga úr úrgangsmyndun í samfélaginu: Talið er að möguleikarnir séu mjög takmarkaðir og er þá helst talað um að sveitafélög geta hugað að eigin úrgangsmyndum og haft áhrif þar (Mannvit, 2009). 2. Möguleikar sveitarfélaga til að auka endurnotkun og endurnýtingu úrgangs: Talið er að möguleikar sveitarfélaga felist helst í að stýra gjaldskrám og gjaldtöku sem hvetja íbúa frekar til að flokka og skila í stað þess að farga, og að búa til skilvirkt ferli fyrir söfnun og móttöku úrgangs sem myndi hámarka endurnotkun og endurnýtingu (Mannvit, 2009). 25


Í svæðisáætlun kemur fram að stjórnir sorpsamlaganna hafi sett sér það markmið að draga að fullu úr lífrænum og brennanlegum úrgangi sem er urðaður eftir árið 2020. Lögð er til blönduð lausn sem felur í sér samdrátt í úrgangsmyndun frá sveitarfélögum, aukningu á endurnýtingu og notkun, meðhöndlun lífræns úrgangs með gas- og jarðgerðastöðvum sem hafa verið í uppbyggingu hjá Sorpu í Álfsnesi. Með þessum aðgerðum megi ná markmiðum landsáætlunar (Mannvit, 2009).

Reykjavík Í janúar 2016 var ný aðgerðaráætlun í úrgangsmálum samþykkt í Reykjavíkurborg. Áætlunin á að gilda til ársins 2020 og byggir á því markmiði að draga úr myndun úrgangs ásamt því að auka endurvinnslu og endurnýtingu. Innifalið í kerfinu er greiðsluaðlögun fyrir þá sem flokka meira, hinu svokallaða Pay as you throw kerfi. Í því kerfi borga íbúar mismikið miðað við úrganginn sem þeir framleiða. Þá geta íbúa valið að vera með tunnur sem eru sóttar á 10 daga fresti eða á 20 daga fresti og borga minna fyrir seinni aðgerðina og eru þannig verðlaunaðir fyrir að hafa minni umhverfisáhrif. Eins geta íbúar valið hvort þeir fari sjálfir með úrganginn sinn á grenndarstöðvar, í stað þess að úrgangurinn sé sóttur beint að húsi og losna þeir þannig alfarið við að greiða sorphirðugjald. Borgin hefur gert ýmsar skoðanakannanir meðal íbúanna og hafa þær sýnt að borgarbúar hafa áhuga á að flokka úrgang til endurvinnslu og þeir vilja flokka meira. Kostnaður hverrar vöru er bundinn að vissu leyti við umbúðirnar utan um hana og hefur borgin því valið að leggja sérstaka áherslu á að beina úrgangsforvörnum að neytendum með það að markmiði að það skili sér í minni innkaupum á umbúðum. Ef vel til tekst þá skilar þetta sér í fjárhagslegum og umhverfislegum sparnaði vegna meðhöndlun úrgangs. Aðgerðaráætlunin felur í sér 42 aðgerðir: t 9 snúa að úrgangsforvörnum (t.d. draga úr notkun á einnota umbúðum, minnka matarsóun, hvetja til endurnotkun á hlutum o.s.frv.) t 9 snúa að endurvinnslu (t.d. fræðsla til almennings um heimajarðgerð, fyrirtækjum sem bjóða sérstakar lausnir flokkun úrgangs verði boðið að auglýsa vörur sínar, aðgengi íbúa að flokkunarstöðum verði aukið o.s.frv.) t 5 snúa að aðgengi að grenndarstöðvum (t.d. aukin flokkun fyrir gler, rafhlöður og málma, grenndarstöðvar verða almennt í um 500 m fjarlægð frá heimili) t 3 snúa að endurvinnslustöðvum og móttökustöðvum (fyrir lífrænan úrgang, óvirkan úrgang, byggingarúrgang o.s.frv.) t 8 snúa að hirðingu við heimili (plastflokkun, gler og málmar, lífrænn úrgangur o.s.frv.) t 2 snúa að rekstraraðilum (gögn frá þeim verða gerð opinber og aðgengileg, rekstraraðilum gert skylt að flokka til jafns við íbúa) t 5 snúa að rekstri borgarinnar (úrgangstölur frá borginni gerðar aðgengilegar almenningi, við hönnun og skipulag á nýjum svæðum sé gert ráð fyrir að jarðefni verði nýtt innan svæðis o.s.frv.) (Reykjavíkurborg, Fréttir, 2016). 26


Akureyri Á Akureyri hefur verið stigið róttækt skref til úrgangsmeðhöndlunar, þar sem íbúum hefur boðist að flokka lífrænan úrgang frá heimilum sínum síðan árið 2011. Íbúar fá tvö ílát við hvert heimili, annað fyrir lífrænan úrgang og hitt fyrir almennt heimilissorp. Lífræna ílátið er 35 lítra og hefur verið sérsmíðar til að passa í hefðbundinni 240 lítra tunnu. Eins fær hvert heimili afhent 150 maís/sterkju poka sem mega brotna niður í umhverfið. Á sama tíma hefur grenndarstöðvum verið fjölgað upp í sex og eiga íbúar að setja endurvinnsluefni þangað. Þar er hægt að losa sig við fernur og dagblöð. Plast, minni málmhlutir og glerkrukkur má losa sig við á gámasvæðinu. Lífræni úrgangurinn er fluttur í moltugerð til verksmiðjunnar Moltu ehf sem er við Þverá, en almennu sorpi er urðað í Stekkjarvík við Blönduós (Akureyri, 2017).

Molta ehf. Flokkun Eyjafjörður ehf, Byggðastofnun, Akureyrarbær ásamt 16 öðrum fyrirtækjum og sveitarfélögum eiga Moltu ehf. Félagið var stofnað árið 2007 af þessum aðilum sem samanstanda af öllum sveitarfélögum í Eyjafirði ásamt helstu matvælaframleiðendum svæðisins. Í verksmiðju Moltu er jarðgerðarstöð sem var formlega opnuð í ágúst 2009 og er hún fær um að vinna úr 1012.000 tonn af lífrænum úrgangi árlega. Lífræni úrgangurinn samanstendur af fiskiúrgangi, sláturúrgangi, lífrænum heimilsúrgangi, timbri og trjákurli, pappír, grasi og taði (Molta, 2017). Moltan frá Moltu ehf. hefur verið prófuð í Sólskógum í Eyjafirði með góðum árangri þar sem ungar trjáplöntur verða minni en tré sem hafa fengið tilbúin áburð. Ástæðan fyrir því er að nítur hlutfall moltunnar er minni en í þeim tilbúna. Hins vegar greina trén sem hafa fengið moltu meira og þau eru hraustlegri og stinnri að öllu leyti. Blaðlitur þeirra er dekkri og blöðin þykkri og stinnri (Skógræktin, 2017).

Skeiða- og Gnúpverjahreppur Í Skeiða- og Gnúpverjahrepp búa 520 íbúar á 174 heimilum. 83% íbúa býr í dreifbýli og 17% í þéttbýliskjörnum. 177 sumarbústaðir eru á svæðinu sem spannar yfir 2,227 km2 landsvæði. Árið 2009 gerði sveitarfélagið samning við Íslenska gámafélagið og árið 2016 var sá samningur framlengdur og gildir til ársins 2020. Fyrsti samningurinn fól í sér þriggja tunnu kerfi sem hafði það að markmiði að auka flokkun og gera íbúa meðvitaðri um úrganginn sem er framleiddur á heimilunum. Þá var grá tunna notuð fyrir almennt sorp, græn fyrir endurvinnanlegan úrgang og brún tunna fyrir lífrænan úrgang. Árið 2013 lagðist brúna tunnan af þar sem hætt var að aka lífrænum úrgangi úr sveitarfélaginu. Í staðinn var íbúum í dreifbýli boðið upp á svokallaðan „Hörputurn“ sem er hola í jörðu með loki. Þeir voru teknir í gildi í september 2013 og var kostnaðurinn við hvern turn niður kominn 8.000 kr. og bar sveitarfélagið allan kostnað af þeim. Í þéttbýlinu er lífræna hráefninu þó enn safnað og því er ekið að Skaftholti þar sem það er jarðgert og framleidd úr því molta sem nýtist í framleiðslu í Skaftholti. Sveitarfélagið verðlaunar þá sem sjá um að jarðgera lífræna hráefnið heima án aðkomu sveitarfélagsins og fá þeir þá 10.000 kr. afslátt frá gjaldskrá sorphirðu á hverju ári. 27


Fyrirkomulag sorphirðu Gráa tunnan er sótt á heimili á 24 daga fresti. Græna tunnan, sem er 660 lítrar er sótt á 50-55 daga fresti, heyrúlluplast er sótt á 8 vikna fresti og lífræni úrgangurinn í þéttbýliskjarnanum er sóttur á tveggja vikna fresti. Í sveitarfélaginu eru starfrækt tvö gámasvæði, annað er í Brautarholti og hitt er við Árnes. Þau eru opin tvo daga í hverri viku að vetri til og þrjá daga í viku að sumri til, 2 tíma í senn. Sveitarstjórn samþykkir að þeir sem sjá um að jarðgera lífrænt hráefni heima fyrir án aðkomu sveitarfélagsins fái 10.000 króna afslátt frá gjaldskrá sorphirðu á ári. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að þeir sem þiggja búnað frá sveitarfélaginu til jarðgerðar á lífrænu hráefni fái 6.000 króna afslátt frá gjaldskrá sorphirðu á ári (Tómasson, 2016).

Tafla 1

SAMANBURÐUR Á SORPHIRÐU- OG SORPEYÐINGAGJÖLDUM VIÐ NÁGRANNASVEITARFÉLÖG 2017 Gjaldskrá

28

Sorphirðugjöld

Sorpeyðingargjöld

240 ltr

660 ltr

1100 ltr

Íbúðarhús

Sumarhús

Fyrirtæki

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

15.101

43.755

75.824

15.319

11.459

41.878

Hrunamannahreppur

15.000

19.900

17.700

45.650

Bláskógabyggð

17.120

34.220

51.320

20.252

17.455

45.045

Grímsnes- og Grafningshreppur

17.364

50.104

82.343

21.000

15.403

23.698


2.8. Bláskógabyggð Bláskógabyggð varð til árið 2002 við sameiningu Þingvallahrepps, Laugardalshrepps og Biskupstungnahrepps og liggur í Árnessýslu ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Sveitarfélaginu Ölfuss, Sveitarfélaginu Árborg, Flóahreppi og Hveragerðisbæ.

Samfélagsmynd Það eru þrír þéttbýliskjarnar í sveitarfélaginu; í Laugarási, Reykholti og á Laugarvatni. Fjöldi íbúa árið 2016 voru 979 og hafa þeir verið að aukast jafnt og þétt síðan árið 2013 og eru 1.026 árið 2017. Í Reykholti eru skráðir 236 íbúar, í Laugarási 97 íbúar og á Laugarvatni 177 íbúar (Hagstofan, 2017). Í sveitarfélaginu eru staðsettar nokkrar af þekktustu náttúruperlum landsins, þar á meðal Þingvellir, Gullfoss og Geysir. Einnig er mikil sumarhúsabyggð víða um svæðið. Þessir þættir hafa orðið þess valdandi að Bláskógabyggð er mikið ferðamannasvæði. Í uppsveitum Árnessýslu eru íbúar rétt um 2.700 manns, frístundaheimili um 7.000 og árlegur ferðamannafjöldi um eina miljón (Arnþórsdóttir, 2017). Þetta eru mögulega aðilar sem nýta sér úrgangsþjónustu Bláskógabyggðar. Frístundaheimili í Bláskógabyggð hafa aukist jafnt og þétt síðan 1994 þar sem þau voru 986 þangað til í dag þar sem þau eru 1.965 (Þjóðskrá, 2017).

Mynd 8

ÞRÓUN ÍBÚA OG FRÍSSTUNDAHÚSA Í BLÁSKÓGABYGGÐ 1994-2017 2000 1,811 1,835 1800

1600

1,549

1400

1,328

1,356

1,569

1,467

1,416

Frístundahús

1,917

1,881

1,847 1,683

1,965

1,907

1,862

1,746

1,617

1,490

1,439 1,371

Fjöldi

1200 1,065

1,138

1000

924

907

986

1,026

986

935 935

928

893

879

800

982

931 906

961 979

897

600

400

200 0

1994

1996

1998

2000

2002

2004

2006

2008

2010

2012

2014

2016

Íbúar


Mynd 9

ÞRÓUN GISTINÁTTA Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2010-2016 34,663

35K

30K

32,397 29,863 28,049

Gistinætur

28,508

Gistinætur

25K

24,566

26,148

20K

15K

10K

5K 0K 2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Á Hagstofu Íslands má finna upplýsingar um gistinætur í einstaka sveitarfélagi og hefur þróun í gistinóttum sveiflast aðeins á milli árana 2008 - 2016, með ákveðnu hámarki í kringum 2009 og 2013. Að meðaltali eru árlega seldar um 29.000 gistinætur í Bláskógabyggð.

Fyrirkomulag sorphirðu Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur gerðu sameiginlegt útboð um sorphirðu í sveitarfélögunum árið 2016 sem heitir Sorphirða í Bláskógabygg og Grímsnes- og Grafningshreppi 2016-2020. Gámaþjónustan reyndist með hagstæðasta tilboðið við umrætt útboð og ber því ábyrgð á að koma úrganginum af svæðinu yfir í Sorpu. Hjá Sorpu fer úrgangurinn í þær endurvinnsluleiðir sem eru í boði og er restinni urðað í Álfsnesi.

30

Byggðasamlagið Sorpstöð Suðurlands (SOS) var stofnað árið 1981 og var í eigu 13 sveitarfélaga á Suðurlandi. Í dag standa 9 sveitarfélög á bak við það og er Bláskógabyggð þar á meðal með 4,8% eignarhlut. Hlutverk Sorpstöðvarinnar var að sjá um móttöku úrgangs frá fyrirtækjum af svæðinu og aðildasveitarfélögum sem og förgun þess. Það er síðan í hlutverki sveitarfélaganna að sjá um eigin rekstur á gámasvæðum og sorphirðu. Markmið fyrirtækisins var að standa á bak við hagkvæma sorphirðu í fullri sátt við umhverfið. Urðunarsvæðið sem er staðsett í Ölfusi í landi Kirkjuferjuhjáleigu var tekið í notkun árið 1995 (SOS, 2016) en var lokað 1. desember 2009 vegna þess að samningur Sveitarfélagsins Ölfus og Sorpstöðvarinnar sem var gerður árið 2004 rann út. Núverandi hlutverk Sorpstöðvar Suðurlands er að sjá um samning við Sorpu um förgun úrgangs fyrir hönd aðildarsveitafélaga sinna.


Fyrirkomulag kostnaðar Bláskógabyggð samanstendur af þremur mismunandi notendum sem þurfa að nýta sér úrgangsþjónustu sveitarfélagsins. Í fyrsta lagi eru það fasteignaeigendur, í öðru lagi eru það fyrirtæki og loks sumarhúsaeigendur. Ferðamenn á svæðinu eru á ábyrgð þeirra fyrirtækja sem þeir heimsækja. Þessir þrír mismunandi aðilar eiga það sameiginlegt að skila af sér úrgangi en mismunandi er hvernig sveitarfélagið innheimtir gjöld af þessum aðilum. Gjaldtaka fyrir úrgang í Bláskógabyggð skiptist í tvennt, þ.e. sorphirðugjald sem felur í sér að sorpbíllinn kemur upp að húsi og losar tunnurnar, og síðan sorpeyðingagjald sem felur í sér gjald til Sorpu fyrir að taka við úrganginum og koma honum í rétta farleið. Heimili í sveitarfélaginu greiða bæði sorphirðugjöld og sorpeyðingagjöld en sumarhúsaeigendur flytja sjálfir úrganginn sinn frá bústaðnum að gámasvæði og greiða því eingöngu sorpeyðingagjöld og eftir atvikum þjónustugjöld til þjónustuverktaka, ef þau hafa samið sérstaklega við hann um hirðu og leigu á ílátum inni á sínum svæðum. Fyrirtæki bera sjálf ábyrgð á sorphirðu sinni og semja því sjálf við verktaka en greiða sorpeyðingagjöld til sveitarfélagsins. Ferðamenn ferðast um svæðið og skila eftir sig úrgang hjá fyrirtækjum og á gámasvæðum sér að kostnaðarlausu.

Tafla 2

TEGUND KOSTNAÐAR VIÐ ÚRGANG FYRIR NOTENDUR Tegund kostnaðar

Heimili

Sorphirðugjald

x

Sorpeyðingagjald

x

Sumarhús

Fyrirtæki

x

x

31


Staðsetning gámastöðva Það eru þrjú gámasvæði í Bláskógabyggð; við Heiðarbæ, á Laugarvatni (Lindarskógar) og í Reykholti (Vegholt).

Mynd 10

STAÐSETNING GÁMASTÖÐVA Í BLÁSKÓGABYGGÐ

HEIÐARBÆR Sumarsvæði

LAUGARVATN Lindarskógar

REYKHOLT Vegholt

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar Bláskógabyggð hefur sýnt ákveðið frumkvæði í gegnum tíðina í tengslum við flokkun á úrgangi. Árið 2002 staðfesti nýstofnað sveitarfélagið þátttöku í Staðardagskrá 21 og fljótlega eftir það var umhverfisnefnd sveitarfélagsins orðin mjög virk. Hér að neðan verður stiklað á stóru í sögu umhverfisnefndar Bláskógabyggðar. Árið 2004 voru stofnaðir visthópar í tengslum við verkefni Landverndar, Vistvernd í verki. Visthópar samanstóðu af fjölskyldum, upphaflega í Laugardalnum, og árið 2006 voru í kringum 30 fjölskyldur í Laugardalnum og 7 fjölskyldur í Laugarási orðnar þátttakendur og kallaðar visthópar. Umhverfisstarf í grunnskólanum á Laugarvatni var öflugt og talið vera ástæðan fyrir því að áhrifin höfðu dreifst inn á heimilin. Flokkun úrgangs og jarðgerð hafði verið stunduð í grunnskólanum síðan árið 2000 og voru 75% umhverfisfjölskyldanna með börn í grunnskólanum (Umhverfisnefnd, 2006). Sveitarstjórn studdi Vistvernd í verki verkefnið með því að taka þátt í stofnkostnaði jarðgerðatunnana og var

32


ákveðin hagkvæmni fólgin í því þar sem magnið af almenna sorpinu sem fór í urðun minnkaði og er sá flokkur dýrastur fyrir sveitarfélagið. Auk þess minnkaði akstur úrgangs frá sveitarfélaginu. Á þeim tíma sýndu niðurstöður mælinga að þyngd úrgangs hjá þátttakendum verkefnisins minnkaði um 37%. Árið 2005 var haldin umhverfishátíð á Laugarvatni þar sem fagnað var að grunnskólinn á Laugarvatni fékk afhentan Grænfánann. Umhverfis- og hvatningaverðlaun Bláskógabyggðar voru einnig afhent í fyrsta sinn á þeirri hátíð (Umhverfisnefnd, 2006). Árið 2006 var haldinn sameiginlegur kynningar- og umræðufundur með Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Grímsnesog Grafningshreppi og Hrunamannahreppi. Rætt var um hvernig hægt væri að ná sem bestu samstarfi í umhverfismálum, hvernig moltugerð hafði reynst á Laugarvatni og Skeiðum, hvað væri hagkvæmast fyrir sveitarfélögin; blönduð vinnsla á lífræna úrganginum (jarðholur eða loftfirrð vinnsla) eða moltugerð (loftháð vinnsla), Hraungerðishreppur kynnti tilraunir sínar með lífræna úrganginn, skoðuð var vinnsla á lífrænum úrgangi frá mötuneyti skólans og matsölustöðunum í uppsveitunum og síðast nýting á seyru til áburðar og landgræðslu (Umhverfisnefnd, 2006). 26. apríl 2006 var haldinn stefnumótunarfundur um umhverfismál sem liður að grunnvinnu við undirbúning Staðardagskrár. Sveitarstjórnarmenn, umhverfisnefndarmenn frá öðrum sveitarfélögum ásamt öðru áhugafólki um umhverfismál sóttu fundinn, alls um 40 manns. (Umhverfisnefnd_2, 2006). 27. mars 2007 hittust meðlimir umhverfisnefndar og unnu úr efni stefnumótunarfundarins í samráði við leiðbeiningar Ragnhildar Helgu Jónsdóttir frá skrifstofu Staðardagskrár 21. Hlaut umhverfisstefnan heitið Betra mannlíf í Bláskógabyggð og samanstóð af 11 málaflokkum innan umhverfismála (Umhverfisnefnd, 2007). Árið 2007 lánaði Gámaþjónustan Bláskógabyggð jarðgerðavél á tímabilinu júlí – desember árið 2007. Var það liður í tilraun Sigurðar St. Helgasonar formanns umhverfisnefndar í að draga úr losun lífræns úrgangs í almennt heimilissorp fyrirtækja og heimila á svæðinu. Sama sumar annaðist Sigurður skólagarða fyrir yngstu börnin á Laugarvatni sem liður í eflingu umhverfis- og vinnuskóla barna og unglinga á staðnum yfir sumartímann (Umhverfisnefnd_2, 2007). Fundagerð virðist falla niður frá lok árs 2007 fram á mitt ár 2010. Þá er Sigurður St. Helgason ekki lengur hluti af umhverfisnefndinni og skv. fundagerð virðist moltuverkefnið vera komið í strand (Umhverfisnefnd, 2010). Árið 2011 var stefnt að því að koma á fót umhverfistefnu fyrir Bláskógabyggð á ný og á þeim tímapunkti voru grunnskólarnir í Bláskógabyggð búnir að missa Grænafána Landverndar (Umhverfisnefnd, 2011). Árið 2013 fóru nefndarmenn í heimsókn til sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Kristófers Tómassonar. Skoðaðar voru moltugerðarholur við heimahús í sveitarfélaginu. Kostnaður við uppsetningu á hverri holu var 13.000 kr sem var greitt af sveitarsjóði í upphafi, ásamt 6.000 kr. afslátts af sorphirðugjaldi. Sveitarbæir sem gera aðrar ráðstafanir eins og að setja upp sitt eigið haughús fá 10.000 kr. afslátt af sorphirðugjaldinu. Umhverfisnefndin tók fram í fundagerðinni að hvatt yrði til þess að Bláskógabyggð myndi ráðast í þetta verkefni sumarið 2014 (Umhverfisnefnd, 2013) . Árið 2015 var haldið umhverfisþing í Bláskógabyggð af tilstilli umhverfisnefndar og árið 2016 hófst vinna á ný við stefnumótun í umhverfismálum fyrir sveitarfélagið. 33


Greining á sorpgámi Í nóvember 2007 var framkvæmd greining á sorpgámum af völdum stöðum í Bláskógabyggð og var þetta unnið af frumkvæði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Sumarhúsaþjónustan sá um greiningu á opnu gámunum og Sorpa framkvæmdi greiningu á heimilissorpinu. Niðurstöðurnar bentu til þess að um 220-260 kg af sorpi komi frá hverjum sumarbústað (SOS, 2007).

Rekstrarkostnaður Úrgangsmál í Bláskógabyggð eru að öllu jöfnu rekin í hallarekstri. Eini tekjuliðurinn sem tengist þessum málaflokki eru sorpgjöld til íbúa og sumarhúsaeigenda á svæðinu og eru helstu kostnaðarliðirnir tengdir sorphirðu, sorpeyðingu og öðrum þjónustukaupum sem tengjast viðhaldi og uppbyggingu á gámasvæðunum í sveitarfélaginu.

Mynd 11

REKSTUR ÚRGANGSMÁLA Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2002-2016

22,247,326

20M 14,888,639

Kr.

-10M -20M -30M -40M -50M -60M -70M

42,235,317

22,601,673

16,047,314

22,350,637

26,516,685

17,827,228

9,654,347

11,361,430

-7,074,556

2,252,986 -6,313,157

-7,578,982

-7,781,358

-7,870,349

-8,010,538

-19,142,788 -21,963,195

-25,697,577 -23,626,296

-9,723,096

-28,914,830

-30,257,864

-9,636,792

-32,073,733

-5,165,828

-9,448,128

-35,964,813

-39,859,350

-8,953,491 -11,876,802

-15,719,301

Rekstrarniðurstaða

-32,580,970

-36,928,430 -53,479,345 -55,618,311

-59,523,490

-68,345,493

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

34

Tekjur

47,646,688

30,222,558

30M

0M

46,664,820

39,181,416

40M

10M

52,626,192

48,313,517

50M

Gjöld


Árið 2016 voru tekjur vegna úrgangsmála 52.626.192 kr. og gjöld 68.345.493 kr. og því var hallinn -15.719.301 kr. Gjöld til þjónustuaðila voru 53.919.218 kr. restin fór í launagreiðslur, rekstur á húsnæði o.þ.h.

Tafla 3

REKSTUR ÚRGANGSMÁLA Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2002-2016 Ár

Tekjur

Gjöld

Rekstrarniðurstaða

2002

14.888.639

-21.963.195

-7.074.556

2003

11.361.430

-19.142.788

-7.781.358

2004

16.047.314

-23.626.296

-7.578.982

2005

17.827.228

-25.697.577

-7.870.349

2006

22.247.326

-30.257.864

-8.010.538

2007

22.601.673

-28.914.830

-6.313.157

2008

22.350.637

-32.073.733

-9.723.096

2009

30.222.558

-39.859.350

-9.636.792

2010

26.516.685

-35.964.813

-9.448.128

2011

39.181.416

-36.928.430

2.252.986

2012

42.235.317

-32.580.970

9.654.347

2013

48.313.517

-53.479.345

-5.165.828

2014

46.664.820

-55.618.311

-8.953.491

2015

47.646.688

-59.523.490

-11.876.802

2016

52.626.192

-68.345.493

-15.719.301

35


Þessi tafla sýnir hvað hver og einn greiðir inn í samfélagið og hvað hver og einn kostar samfélaginu. Þá sjáum við t.d. t Að fyrirtæki borga með sér 1.381.258 t Að íbúahús borga með sér 4.430.892 t Að sumarhús borga með sér 24.994.194 t Að gámasvæðið kostar okkur 26.791.372 Ekki er vitað hvaða notandi notar gámasvæðið mest. Því er þörf að meta notkunina á mjög nákvæman hátt. Það verður gert t.d. með rukkun á gámasvæði og fastri eftirfylgni ásamt öflugu eftirlitskerfi.

Tafla 4

REKSTRARNIÐURSTAÐA AF SORPHIRÐU OG SORPEYÐINGU EFTIR NOTENDAHÓP Notandi

Sorphirða Inn

Sumarhús Íbúðarhús Fyrirtæki Gámasvæði

36

9.710.045

Út

Mismunur

303.944

-303.944

12.471.396

-2.761.351

74.553

-74.553

16.129.404

-16.129.404


Mynd 12

REKSTRARNIÐURSTAÐA AF SORPHIRÐU OG SORPEYÐINGU EFTIR NOTENDAHÓPUM Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 30M 25M

25,594,820

20M 15M 10M 4,430,892

kr

5M

1,381,258

0M -5M -10M -15M -20M -25M -26,791,372

-30M Sumarhús

Íbúðarhús

Fyrirtæki

Gámasvæði

PUM Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 Sorpeyðing Inn

Út

Mismunur

Samtals mismunur

28.653.639

2.754.875

25.898.764

25.594.820

11.080.424

3.888.181

7.192.243

4.430.892

3.059.307

1.603.496

1.455.811

1.381.258

10.661.968

-10.661.968

-26.791.372

37


Gjaldskrá Bláskógabyggðar fyrir úrgangsmál árið 2017 var eftirfarandi: Sorphirðugjald: Innheimta skal sorphirðugjald af öllu íbúðarhúsnæði í Bláskógabyggð samkvæmt eftirfarandi álagsgrunni. Sorphirðugjaldið er samsetning af grátunnu, blátunnu og græntunnu og miðast við stærð þeirra íláta og losunartíðni hjá viðkomandi íbúðarhúsnæði. Söfnun er eftirfarandi: Grátunna: söfnun á 21 daga fresti. Blátunna: söfnun á 42 daga fresti. Græntunna: söfnun á 42 daga fresti.

Tafla 5

GJALDSKRÁ SORPHIRÐU Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2017 (ÁRGJALD) Ílátastærð

Grátunna

Blátunna

Græntunna

240 l ílát

17.120 kr.

4.568 kr.

4.568 kr.

660 l ílát

34.220 kr.

9.128 kr.

9.128 kr.

1.100 l ílát.

51.320 kr.

13.688 kr.

13.688 kr.

Sorpeyðingargjald: Innheimta skal sorpeyðingargjald af öllu húsnæði í Bláskógabyggð, íbúðarhúsnæði, frístunda-húsnæði og atvinnuhúsnæði. Sorpeyðingargjaldið skal vera í samræmi við áætlað magn heimilisúrgangs, annars en garðaúrgangs, timburs og spilliefna, sem til fellur hjá viðkomandi húsnæði á ári ásamt umsýslukostnaði vegna þess.

Tafla 6

GJALDSKRÁ SORPEYÐINGU Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2017 (ÁRGJALD) Tegund

38

Árgjald

Íbúðarhús

20.252 kr.

Sumarhús

17.455 kr.

Lögbýli

12.407 kr.

Fyrirtæki

45.045 kr.


39


Hér má sjá þróun á gjaldskrá sorphirðu- og sorpeyðingargjalda í Bláskógabyggð á árunum 2009-2016.

Tafla 7

ÞRÓUN Á GJALDSKRÁ SORPHIRÐU- OG SORPEYÐINGAGJALDA Í BLÁSKÓGABYGGÐ Á ÁRUNUM 2009-2016 2009

2010

2011

10.729

11.201

660 l ítlát

30.959

32.321

1.100 l ílát

50.881

53.120

240 l ílát

4.653

4.858

660 l ítlát

14.246

14.872

1.100 l ílát

23.026

24.039

11.500

11.734

14.166

8.500

5.592

10.888

4.301

8.208

8.603

12.802

8.603

12.802

4.000

4.000

SORPHIRÐUGJALD Grátunna 240 l ílát

12.000

Blátunna

5 m3 gámur

2.800

8 m3 gámur

44.800

SORPEYÐINGAGJALD Íbúðarhúsnæði Frístundarhúsnæði Lögbýli Smærri fyrirtæki Stærri fyrirtæki

25.000

MÓTTÖKUGJALD GÁMASVÆÐI Umfram 1 m3 Umfram 3 m3


2012

2013

2014

2015

2016

12.241

13.710

13.710

13.710

14.903

35.321

39.560

39.560

39.560

43.002

58.052

65.018

65.018

65.018

70.675

5.309

5.946

5.946

5.946

6.463

16.253

18.203

18.203

18.203

19.787

26.271

29.424

29.424

29.424

31.984

15.843

17.744

17.744

17.744

19.288

12.473

13.970

13.970

13.970

15.185

9.705

10.870

10.870

10.870

11.816

14.450

16.184

16.184

16.184

31.100

14.450

16.184

16.184

16.184

4.000

2.000 4.000

4.000

4.000


Eins og sjá má á töflunni hér að neðan eru samtals 2.701 aðilar sem borga í úrgangsmálaflokkinn í Bláskógabyggð og samtals hafa verið innheimt gjöld upp á tæpar 43 miljónir, þar af greiða frístundarheimilin stærsta hlutann og útskýrist það vegna fjöldans sem býr að baki þeim.

Tafla 8

FJÖLDI GREIÐENDA ÚRGANGSMÁLA Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 Tegund

Fjöldi

Innkoma

Fyrirtæki

121

3.059.307 kr.

Íbúðarhús

461

8.782.212 kr.

Lögbýli

201

2.298.212 kr.

Sumarhús

1.918

28.653.639 kr.

Samtals

2.701

42.793.370 kr.

Magn úrgangs frá Bláskógabyggð Á árunum 2009-2011 var Halldór Karl Hermansson starfsmaður hjá Bláskógabyggð og vann hann m.a. að greiningu úrgangs og kostnaðar. Töluverð þekking og sérhæfing myndaðist hjá honum sem var mjög verðmæt í rekstri málaflokksins hjá sveitarfélaginu. Í viðauka I má sjá töfluna sem um ræðir og í henni má sjá sundurliðun á magni og tegund allra úrgangsflokka í Bláskógabyggð á árunum 2010-2016.

42


Þar kemur fram að blandaður úrgangur var 529.099 kg fyrir árið 2016, þar af voru 165.550 kg frá íbúum. Íbúar voru 979 þetta ár þannig að í Bláskógabyggð má áætla að hver íbúi skilji eftir sig um 170 kg/ár af blönduðum úrgangi, sem er töluvert frá markmiðum Sveitarfélaga án sóunar þar sem fyrirmyndarsveitarfélög skilja eftir sig 75 kg/íbúa á ári. Hér má sjá þróun heildarmagns úrgangs skv. reikningi frá Gámaþjónustunni og er heildarþyngd allra úrgangsflokka teknin saman.

Mynd 13

ÞRÓUN ÚRGANGS Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2010-2016 skv. reikningum Gámaþjónustunnar (allar tölur í kg)

1.400.000 1.246.972 1.156.866

1.200.000

Úrgangur

1.158.822

1.005.945 1.000.000

901.682

874.711

808.923 800.000

600.000

400.000

200.000

-­‐ 2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Í viðauka II má sjá hlutfallsgreiningu úrgangs frá Bláskógabyggð á árunum 2010-2016.

43


HHér að neðan má sjá hvert úrgangurinn fer frá Bláskógabyggð. Sjá má að stærsti hlutinn, eða 61% fer í urðun, einungis 23% er endurunninn og 16% endurnýttur.

Tafla 9

FARVEGUR ÚRGANGS Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 skv. reikningum Gámaþjónustunnar (allar tölur í kg) Úrgangstegund Blandaður úrgangur

Urðun

36.465

Blandað umbúðaplast

870 171.130

Timbur blandað

139.520

Timbur

55.383

Málmar Jarðvegur/múrbrot

116.660 38.050

Bylgjupappi

21.920

Garðúrgangur Dýrahræ

6.062 10.900

Heyrúlluplast

65.280

Óflokkuð raftæki

22.012

Stór raftæki og þvottavélar

6.670

Hjólbarðar

44

Endurnýting

529.099

Blátunnuefni

Grófur úrgangur

Endurvinnsla

13.540

Spilliefni

13.411

Samtals

762.590

289.479

194.903

Hlutfall

61%

23%

16%


Mynd 14

HLUTFALL URÐUNAR, ENDURVINNSLU OG ENDURNÝTINGU ÚRGANGS Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 skv. reikningum Gámaþjónustunnar

Endurný4ng 16%

Endurvinnsla 23% Urðun 61%

Hér að neðan má síðan sjá þróunina á úrgangsmeðhöndlun í Bláskógabyggð á árunum 20102016. Eins og sjá má eykst magnið í öllum flokkum; urðun, endurvinnslu og endurnýtingu. Það sýnir að heildarmagn úrgangs í sveitarfélaginu eykst með hverju árinu sem líður.

Mynd 15

ÞRÓUN URÐUNAR, ENDURVINNSLU OG ENDURNÝTINGU ÚRGANGS Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2010 – 2016 skv. reikningum Gámaþjónustunnar (allar tölur í kg) 800K

738,771

700K

648,959

600K

Kg

500K

762,590

Urðun

677,904

557,457 541,840

535,522

400K 300K 225,410

200K

236,551

109,111

182,710

194,903

153,270

131,030 87,470

71,260

2010

255,297 216,247

195,910

100K 0K

289,479

281,601

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Endurvinnsla Endurnýting


Teknir voru saman allir reikningar frá Gámaþjónustunni til Bláskógabyggðar til að sjá hvernig kostnaður vegna úrgangsmála dreifist innan Bláskógabyggðar. Taflan hér að neðan sýnir þessa dreifingu fyrir árið 2016.

Mynd 16

DREIFING KOSTNAÐAR TIL ÞJÓNUSTUAÐILA VEGNA ÚRGANGSMÁLA Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 skv. reikningum Gámaþjónustunnar 18,908,520

Urðunargjald - Gjald til Sorpu 8,031,853

Sorphirða

7,816,806

Leiga - Gámar/tunnur

5,919,383

Losun á úrgangi

5,322,690

Annað

4,604,744

Gámaflutningur

3,315,222

Flutningur á úrgangi 0M

5M

10M

15M

20M

t Urðunargjald er gjaldið sem Bláskógabyggð borgar Sorpu bs. fyrir að láta urða úrganginn úr sveitarfélaginu t Sorphirða er gjaldið sem greitt er til Gámaþjónustunnar fyrir sorphirðu við heimilin í sveitarfélaginu t Leiga er kostnaðurinn við leigu gáma á gámasvæðunum t Losun á úrgangi er gjald sem Gámaþjónustan tekur fyrir að losa úrganginn hjá Sorpu b.s. t Annað er kostnaður sveitarfélagsins við kaup á tunnum fyrir íbúa sveitarfélagsins og kemur bara inn á árinu 2016. t Gámaflutningur er gjald sem Gámaþjónustan tekur fyrir að flytja gáma til og frá innan svæðisins, og inn og út úr svæðinu. t Flutningur á úrgangi er síðan gjaldið sem Gámaþjónustan tekur fyrir að flytja úrganginn að Sorpu bs. eða í annan farveg. Hér sést greinilega að urðunargjaldið er einna hæst og því eftirsóknarvert að lækka það.

46


Það er áhugavert að sjá hvar urðunargjaldið er einna helst að myndast. Fyrir þessa skýrslu hafa verið skilgreindir fjórir notendur úrgangsþjónustu í Bláskógabyggð: Gámasvæðin, heimilin, sumarhúsin og fyrirtækin. Hér að neðan má sjá hvernig urðunargjöldunum er dreift milli þeirra:

Mynd 17

KOSTNAÐUR VEGNA URÐUNARGJALDA EFTIR NOTENDAHÓPUM Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2016 10,661,968

Gámasvæði

3,888,181

Heimili

2,754,875

Sumarhús

1,603,496

Fyrirtæki 0M

1M

2M

3M

4M

5M

6M

7M

8M

9M

10M

11M

12M

kr

Hér sést að langstærsti kostnaður urðunargjalda fellur á gámasvæðin. Heimilin og sumarhúsasvæðin koma þar á eftir og fyrirtæki neðst. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru þó einungis þrjú. Hugsanlega er um mistök að ræða þar sem sveitarfélagið á ekki að greiða urðurnargjöld fyrir fyrirtæki heldur eiga þau að sjá um eigin úrgang. Kostnaður vegna urðunargjalda á gámasvæðum skiptist niður á eftirfarandi hátt:

Mynd 18

KOSTNAÐUR VEGNA URÐUNARGJALDA EFTIR GÁMASVÆÐUM BLÁSKÓGABYGGÐAR 2016

Reykholt - plan

5,521,326

Laugarvatn - plan

3,672,025

Heiðarbær - plan

1,391,254 0M

1M

2M

3M

4M kr

5M

6M


Hér að neðan má síðan sjá hvaða flokkar úrgangs bera mestan kostnað vegna urðunargjalda. Hér sést að dýrasti úrgangsflokkurinn fyrir samfélagið er blandaða og grófa sorpið, þar á eftir blandaða timbrið. Hér er því um að ræða allan þann úrgang sem ekki er flokkaður og fer ómeðhöndlaður í urðun.

Mynd 19

URÐUNARGJÖLD ÚTFRÁ TEGUND ÚRGANGS Í BLÁSKÓGARBYGGÐ 2016 Blandað sorp 101

11,289,292

Gróft sorp 250

3,935,935

Timbur Blandað 301 Blátunnuefni Timbur 302

2,016,121 792,501 222,585

Málmar efni no 3 206,510 Dýrahræ 397 143,662 Málmar 304 137,538 Gróft sorp 251 91,081 Pappi 311 61,020 Jarðvegur/Múrbrot 12,275 0M 1M

48

2M

3M

4M

5M

6M

7M

8M

9M

10M 11M 12M 13M


49


Samantekt Í Bláskógabyggð hefur úrgangsmagn og kostnaður við úrgangsmeðhöndlun aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2009 hertist úrgangslöggjöfin og má sjá umtalsverða breytingu í gjaldskrá ársins á eftir, 2010 sem hugsanlegt viðbragð við þessari hækkun. Árið 2009 var líka gerð breyting á fyrirkomulagi gámasvæðanna þar sem allir gámar sem þjónustuðu frístundarsvæðin voru færðir inn á gámasvæðið og núverandi fyrirkomulag á gámasvæðunum þremur tók gildi. Bæði tekjur og gjöld drógust saman árið 2010. Árið 2011 er í fyrsta sinn hagnaður af rekstri úrgangsmála í Bláskógabyggð og ef verðskrá þess árs er skoðuð má sjá að það er töluverð aukning á sorpeyðingargjöldum og áfram er rukkað inn á gámasvæðið. Ef skoðað er magn úrgangs á þessum tíma má sjá að urðun dregst saman og á sama tíma er endurvinnsla að aukast. Þetta gæti þýtt að rukkun inn á gámasvæði hafi þau áhrif að fólk flokki frekar úrganginn sinn í stað þess að borga fyrir urðunina. Þó vantar öll gögn um greiðslur inn á gámasvæðið til að staðfesta það. Árið 2012 eykst úrgangur og endurvinnsla minnkar. Þannig má á ný sjá tengslin á milli urðunar og flokkunnar. Á sama tíma hækkuðu sorphirðu- og sorpeyðingargjöld í Bláskógabyggð og sveitarfélagið skilar inn methagnaði.

50


Mynd 20

SAMANBURÐUR Á REKSTRI ÚRGANGSMÁLA OG ÞRÓUNAR URÐUNAR Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2009-2016 60M

39,181,416

40M

648,959

42,235,317

46,664,820 677,904

20M

600K

557,457 541,840 9,654,347

535,522

10M

500K

K

-9,636,792

-5,165,828

-9,448,128

-8,953,491

-15,719,301

-20M -30M -40M

400K

-11,876,802

200K

-36,928,430

-50M

-55,618,311 -53,479,345

-60M

-59,523,490

-70M

100K -67,788,458

2009

2010

300K

-32,580,970

-35,964,813 -39,859,350

Kg

2,252,986

0M -10M

Tekjur Gjöld Rekstrarniðurstaða Urðun

700K

47,646,688

30,222,558 26,516,685

800K

52,626,192

48,313,517

50M

30M

762,590

738,771

2011

2012

2013

2014

2015

0K

2016

Mynd 21

SAMANBURÐUR Á GJÖLDUM VEGNA ÚRGANGSMÁLA OG ÞRÓUNAR URÐUNAR OG ENDURVINNSLU Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2009-2016 800K 738,771

750K 700K

762,590

677,904

-10M -15M

600K 535,522

550K

557,457

-20M

541,840

-25M

500K -35,964,813

400K

-35M -36,928,430

-40M

-39,859,350

300K

289,479

281,601

250K

225,410

236,551

195,910

200K

255,297

-50M

216,247 -53,479,345

-45M

-55,618,311

-55M -59,523,490

150K

-60M

100K

-65M

50K

-67,788,458 -70M

0K

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

kr

kg

-30M

-32,580,970

450K

350K

Endurvinnsla Gjöld Urðun

-5M

648,959

650K

0M


Árið 2013 aukast gjöld gríðarlega mikið og tekjur haldast nokkurn veginn í takt við þróun undanfarin ár. Þetta gerist á sama tíma og breyting var á rukkun gjalda fyrir úrgang á gámasvæðum. Áður hafði fólk þurft að greiða 4000 kr. fyrir hvern m3 en fyrsti m3 var ókeypis. Á þessu ári var gjaldskránni breytt þannig að áfram þurfti að greiða 4000 kr. á m3 en fyrstu 3m3 voru nú ókeypis. Reksturinn helst í stöðugum halla og engar breytingar eru gerðar á verðskrá á árunum 2013-2015. Á árinu 2016 er gjaldskrá breytt á ný. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld aukin til allra notenda en móttökugjöld á gámasvæði lækkuð enn á ný, núna í 2000 kr. á hvern m3 umfram 1m3.

52


Mynd 22

SAMANBURÐUR Á REKSTRI ÚRGANGSMÁLA OG ÞRÓUNAR MÓTTÖKUGJALDS Á GÁMASVÆÐI Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2009-2016 Frítt að 1m3

Frítt að 3m3

52,626,192

48,313,517

50M 39,181,416

40M 30M

Frítt að 1m3

46,664,820 42,235,317

5000 4500

26,516,685 4,000

4,000

4,000

4,000

4,000

4,000

4000

9,654,347

10M

2,252,986

3500

Kr

0M -10M

-9,636,792

-5,165,828

-9,448,128

-8,953,491

-40M

-15,719,301 2,000

-32,580,970

-35,964,813 -36,928,430

-39,859,350

2500 2000 1500

-50M

-55,618,311 -53,479,345

-60M -70M

3000

-11,876,802

-20M -30M

Móttökugjald á gámasvæði (m3) Tekjur Gjöld Rekstrarniðurstaða

5500

47,646,688

30,222,558

20M

6000

Móttökugjald á gámasvæði (m3)

Frítt

1000

-59,523,490

500 0

2009

-67,788,458

2010

2011

2012

2013

2014

2015

0

2016

53


3. Greiningar

Til að greina stöðuna í úrgangsmálum er gott að hafa góða yfirsýn yfir málaflokkinn. Því er mikilvægt að skoða málaflokkinn bæði að innan sem og að utan. Ytri greining á málaflokknum felur í sér að skoða ytra umhverfið, hvaða lög og reglugerðir eiga við, hverjir eru hagsmunaaðilar, hvaða breytingar eru fram undan í lagarammanum, hverjir eru kostir og gallar núverandi kerfis o.s.frv. Í þessari skýrslu verður notast við PESTLE fyrir ytri greiningu á málaflokknum. Innri greining felur í sér að skoða þróun rekstrarkostnaðar í samhengi við magni af úrgangi ásamt yfirliti yfir það hvernig hlutfall úrgangs hefur verið í gegnum tíðina og hvernig þeim málum er ásatt í dag. Þessi yfirferð gefur upplýsingar um hvað hefur verið vel gert, hvað mætti gera betur, hvar liggja áskoranirnar og hvaða verkefni er hægt að ráðast í út frá mikilvægi hverju sinni. Hér verður notast við hagsmunaaðilagreiningu og SVÓT greiningu til að meta m.a. veikleika við núverandi kerfi og hvaða tækifæri liggja í farveginum.

3.1. PESTLE PESTLE stendur fyrir Stjórnmál (Politics), Umhverfi (Environment), Samfélagsmál (Social), Tækni (Technology), Lög og reglugerðir (Legal) og Efnahagsmál (Economy). Þetta er áhrifaríkt tæki sem er notað í stefnumiðaðri stjórnun til að skoða ytra umhverfi verkefnis eða fyrirtækis. Þetta tæki nýtist vel til að gera sér grein fyrir „stóru myndinni“, þ.e. hvaða þættir hafa áhrif á úrgangsmál í Bláskógabyggð.

Stjórnmálalegir þættir Nálgun Evrópusambandsins á úrgangsstjórnun byggir á „waste hierarchy“ (Úrgangsþríhyrningi) sem setur eftirfarandi forgangsröðun þegar verið er að móta stefnu í úrgangsstjórnun: fyrirbyggja, endurnota, endurvinna, endurheimta og síðasti möguleikinn sem reynt er eftir fremsta megni að forðast: henda (urðun og brennsla án orkuvinnslu). Stefna stjórnvalda kemur fram í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 þar sem kemur fram að á árinu 2020 verði úrgangur álitinn vera auðlind og í Saman gegn sóun sem hefur úrgangsforvarnir að leiðarljósi. Úrgangsforvarnir miða að því að nýta allt til hins ítrasta til að koma í veg fyrir að úrgangur sem fer í urðun myndist. Stefna landhlutans kemur fram í Svæðisáætlun þar sem stjórnir sorpsamlaganna hafa sett sér það markmið að draga að fullu úr lífrænum og brennanlegum úrgangi sem er urðaður eftir árið 2020.

54


Hagrænir þættir Kostnaður við urðun hefur aukist og mun að öllum líkindum halda áfram að aukast, sambærilegt við þróunina í Evrópu. Rekstrarkostnaður urðunarstaða eykst vegna þess að regluverkið verður strangara og töluvert landrými fer undir urðunarstaðina sem oft á tíðum er erfitt að finna þar sem sorpstaðir eru ekki vinsælir nágrannar vegna sjón- og lyktarmengunnar. Bláskógabyggð hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á flokkun úrgangs, en málaflokkurinn hefur verið rekinn með halla undanfarin ár. Stefnt er að því að málaflokkurinn sé rekinn á núlli þar sem sveitarfélaginu er óheimilt að innheimta hærra gjald en kostnaðinn sem fellur á sveitarfélagið við meðhöndlun á úrgangi og starfsemi tengdri málaflokknum. Sveitarstjórn ákveður hver gjaldskráin er hverju sinni og eins og er, er ekki hægt að aðlaga þá upphæð að breyttri úrgangsþjónustu við íbúa, þ.e. ef sumir ákveða að hætta að nota almennu tunnuna þá hefur það ekki áhrif á gjaldtöku þeirra einstaklinga. Með því að færa úrvinnslu úrgangs að einhverju leyti innan sveitarfélagsins eða innan Suðurlands mætti auka atvinnu í tengslum við þann rekstur og spara tilheyrandi flutningskostnað. Með því að flokka lífræna úrganginn frá almenna sorpinu er áætlað að draga megi úr þyngd þess úrgangs sem fer í almenna sorpið um 56% og þar með væri kominn hagrænn hvati til að endurskoða núverandi kerfi. Sveitarfélög bera að fullu ábyrgð á fjármögnun og rekstri úrgangsmála í samfélaginu.

Félagslegir þættir Bláskógabyggð býr við „tvöfalda“ búsetu íbúa, þ.e. sumarhúsagestir auka íbúafjöldann yfir árið. Hins vegar búa sumarhúsagestir ekki við sömu skilyrði og íbúar sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu þar sem sorphirðan fer einungis fram við gámasvæði sem eru staðsett í nálægð við sumarhúsabyggðir, en ekki upp að hverju húsi eins og í tilfelli íbúa. Það veldur því að öll flokkun verður erfiðari. Í Bláskógabyggð er einnig stríður straumur ferðamanna sem nýtir sér úrgangsþjónustu sveitarfélagsins án endurgjalds. Eins og er þá vantar nægilegan hvata fyrir íbúa og fyrirtæki að flokka úrganginn sinn meira með það að markmiði að útiloka urðun. Með aukinni flokkun væri hægt að opna nýja markaði þar sem úrgangur væri ekki lengur álitinn sorp heldur verðmæt auðlind.

Tæknilegir þættir Það ríkir ákveðin samkeppni á milli Gámaþjónustunnar og Sorpu fyrir endurvinnsluefnin þar sem báðir aðilar hafa hag af úrgangi frá sveitarfélögum, en einungis Sorpa hefur möguleikann á að urða úrgang. Þetta setur Sorpu í sterka samningstöðu. Fyrirkomulagið í dag í Bláskógabyggð er þannig að Gámaþjónustan hirðir úrgang úr sveitarfélaginu og kemur honum til skila til Sorpu sem sér um meðhöndlun á úrganginum. Úrgangsmeðhöndlun er eins og er háð urðun en urðun er úrelt form úrgangsstjórnunnar. Upplýsingar frá Gámaþjónustunni berast seint, illa og á úreltu upplýsingaformi (pdf.) sem veldur því að erfitt hefur reynst að halda utan um málaflokkinn fyrir Bláskógabyggð.

55


Lagalegir þættir Ríkið ber ábyrgð á lögum og landsstefnu í úrgangsmálum en sveitarfélögin bera ábyrgð á meðhöndlun úrgangs og því fellur þessi málaflokkur alfarið á hvert sveitarfélag fyrir sig. Árið 2013 voru 26 urðunarstaðir í notkun á Íslandi og hefur þeim fækkað töluvert, aðallega vegna hertra krafna í tengslum við mengunarvalda annars vegar og vegna aukinnar samvinnu sveitarfélaga hins vegar.

Umhverfisþættir Urðun er elsta form úrgangsstjórnunar og minnst eftirsóknarverðasti kostur vegna fjölda óæskilegra áhrifa sem hún hefur á umhverfið. Alvarlegustu áhrifin fela í sér framleiðslu á metangasi og myndun á sigvatni. Dýrt er að flytja úrgang langa leið þar sem mikil orka og losun GHG fer í þær samgöngur vegna þyngdar úrgangsins.

56


3.2. Hagsmunaaðilar Hagsmunaaðili er sá aðili, einstaklingur eða hópur, sem tengist verkefninu á einhvern hátt eða hefur áhuga á að vita hvernig verkefninu miðar áfram. Með greiningu á hagsmunaaðilum má innleiða vöktun á jákvæðum og neikvæðum hagsmunaaðilum og skipuleggja samskipta- og aðgerðaáætlun gagnvart hverjum og einum. Skilgreining á hagsmunaaðilum sem tengjast úrgangsmálum í Bláskógabyggð hefur þann tilgang að auka skilning þeirra sem koma að verkefninu um hvernig markmið hægt er að setja sér, hvernig skilgreina eigi árangur og hvernig skipuleggja eigi samskipti við lykilaðila. Grunnur að góðum og skilvirkum samskiptum er að þeir sem koma að verkefninu átti sig á hverjir hafa hag af verkefninu, hvaða væntingar þessir aðilar hafa og hvaða þýðingu þeir hafa fyrir verkefnið. Til að sýna fram á hvaða aðilar hafa hag af úrgangsmálum í Bláskógabyggð þá hefur eftirfarandi tafla verið gerð:

57


Tafla 10

HAGSMUNAAÐILAGREINING Hagsmunaaðili

Hlutverk/framlag

Væntingar hans

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Ber ábyrgð á lagasetningu, stefnumörkun og framfylgni þessara þátta. Birtir stefnu landsins í úrgangsmálum Saman gegn sóun

Að sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar í Svæðisáætlun

Umhverfisstofnun

Hlutverk Umhverfisstofnunar Að sveitarfélög standi er að stuðla að velferð við skuldbindingar sínar í almennings með því að beita Svæðisáætlun sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Heldur utan um verkefnishóp Saman gegn sóun

RÍKI

SVEITARFÉLÖG Bláskógabyggð

58

Sveitarfélög bera að fullu ábyrgð á fjármögnun og rekstri úrgangsmála í samfélaginu.

Að rekstur úrgangsmála sé ekki í neikvæðum halla


Mikilvægi (1-5)

Áhrif (1-5)

Einkunn (MxA)

Aðgerðir

Stöðugreining

1

1

1

Lágmarks fyrirhöfn

S: Veitir leiðbeiningar V: Stíft regluverk Ó: Nýjar íþyngjandi reglugerðir T: Að verða meðvitaður um framtíðarbreytingar gerir okkur kleift að vera leiðandi í breytingum

1

1

1

Lágmarks fyrirhöfn

S: Veitir leiðbeiningar V: Stíft regluverk Ó: Nýjar íþyngjandi reglugerðir T: Að verða meðvitaður um framtíðarbreytingar gerir okkur kleift að vera leiðandi í breytingum

5

5

25

S: Jákvætt viðhorf gagnvart umhverfismálum V: Dýrt að flokka, kostnaður við fræðslu, dreifð byggð, langt í urðunarstað, fjölbreyttur viðskiptahópur, stjórnkerfið í kringum úrgangsmál ekki nógu gott Ó: Hert regluverk, aukinn kostnaður, staðsetning urðunarstaða T: Flokka lífrænt, minni urðun, nýir markaðir, skapa virði fyrir úrgang, aukin fræðsla

59


60

Hagsmunaaðili

Hlutverk/framlag

Væntingar hans

Samband sunnlenskra Sveitarfélaga

Starfsemi SASS grundvallast á 86. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. SASS rekur Sorpstöð Suðurlands.

Markmið samtakanna eru: 1) að vinna að hagsmunamálum íbúa aðildarsveitarfélaganna 2) að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna 3) að gæta hagsmuna aðildarsveitarfélaganna á innlendum sem erlendum vettvangi 4) að vera aðildarsveitarfélögunum til ráðgjafar um málefni sveitarfélaga 5) að styðja starf annarra byggðasamlaga aðildarsveitarfélaganna í samræmi við óskir stjórna þeirra hverju sinni.

Sveitarfélög á Suðurlandi

Sveitarfélög bera að fullu ábyrgð á fjármögnun og rekstri úrgangsmála í samfélaginu.

Mörg sveitarfélög glíma við úrgangsstjórnun í sínu samfélagi. Því er líklegt að þau hafi áhuga á að fylgjast með þróuninni í Bláskógabyggð.

Stofnanir

Opinber þjónusta rekin af sveitarfélögum eins og leikskólar, grunnskólar o.þ.h.

Að sorphirða fari vel fram

Íbúar

Fólk sem á lögheimili í sveitarfélaginu

Að sorphirða fari vel fram

Sumarhúsaeigendur

Fólk eða félagasamtök sem á sumarhús í sveitarfélaginu

Að sorphirða fari vel fram


Mikilvægi (1-5)

Áhrif (1-5)

Einkunn (MxA)

Aðgerðir

Stöðugreining

1

1

1

Lágmarks fyrirhöfn

S: Samráðsvettvangur sveitarfélaganna á Suðurlandi. Hefur mikil áhrif V: Lítið vald til breytinga Ó: Að sameiginleg stefnumótun í úrgangsmálum verði aldrei tekin fyrir sem áhersluverkefni T: Áhersluverkefni, sérstök átök.

3

4

12

Halda upplýstum Samráð

S: Stærðarhagkvæmni í útboði V: Mismunandi sorptilhögun milli sveitarfélaga. Kerfin tala ekki saman Ó: Sorpa vill ekki endursemja T: Nýir markaðir, ný úrvinnsla, fjölgun á störfum, lífræn moltugerð

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Góð þekking m.a. í gegnum Grænfánann V: Vantar samræmi í fræðslu fyrir allar stofnanir Ó: Áhugaleysi stjórnenda T: Ala upp kynslóðir af umhverfismeðvituðum börnum, allar stofnanir sveitarfélagsins með góða flokkun

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Vilji til að flokka, upplýst samfélag V: Vantar fræðslu og stefnumörkun Ó: Fólk missir ábyrgðartilfinninguna ef það þarf ekki að flokka T: Góð flokkun

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Gott aðgengi að gámasvæðum V: Vantar fræðslu og stefnumörkun Ó: Áhugaleysi ráðamanna T: Góð flokkun

61


Hagsmunaaðili

Hlutverk/framlag

Væntingar hans

EINKAAÐILAR

62

Gámaþjónustan

Gámaþjónustan annast Að geta unnið verkefni sorphirðu fyrir Bláskógabyggð skv. samningi og fá greitt í og skilar flokkuðum úrgangi samræmi við samning. til Sorpu.

Sorpa

Síðan Kirkjuferjuhjáleiga lokaði árið 2009 hefur Sorpstöð Suðurlands gert samning við Sorpu um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá starfsvæði Sorpstöðvarinnar.

Að fá allan úrgang frá sveitarfélaginu og greitt í samræmi við samning.

Fyrirtæki

Að veita störf og þjónustu í samfélaginu.

Að sorphirða fari vel fram.

Ferðaþjónustuaðilar

Að flytja inn ferðamenn á svæðið í gegnum sveitarfélagið

Að hægt sé að losa sig við úrgang sem myndast á ferðalaginu auðveldlega


Mikilvægi (1-5)

Áhrif (1-5)

Einkunn (MxA)

Aðgerðir

Stöðugreining

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Góður verktaki V: Upplýsingar berast seint Ó: Fákeppnismarkaður T: Áframhaldandi gott samstarf með meira upplýsingaflæði

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Geta tekið við öllum úrgangi V: Lausir samningar Ó: Fákeppnismarkaður T: Flokkun á öllum úrgangi, engin urðun.

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Geta haldið vel utan um úrgang frá ferðamönnum V: Bera sjálfir ábyrgð á eigin flokkun Ó: Flokka ekki T: Með samráði og fræðslu má ná betur til þessa hóps

5

5

25

Lykil leikmaðurSamráð

S: Koma með ferðamenn inn í sveitarfélagið V: Vantar kerfi fyrir þennan hóp Ó: Takmörkuð flokkun T: Búa til kerfi sem hentar bæði þessum aðila, sveitarfélaginu og fyrirtækjum

63


Tafla 11

FLOKKUN HAGSMUNAAÐILA

Mikil (5)

Áhrif

Lítil (0)

Lítið (0)

64

Mikilvægi

A: Lágmarks fyrirhöfn t Umhverfis- og auðlindaráðuneytið t Umhvefisstofnun t Samband sunnlenskra sveitarfélaga

C: Halda ánægðum

Mikið (5)

B: Halda upplýstum t Sveitarfélög á Suðurlandi

D: Lykil leikmenn t t t t t t t

Stofnanir Íbúar Sumarhúsaeigendur Gámaþjónustan Sorpa Fyrirtæki Ferðaþjónustuaðilar


3.3. SVÓT SVÓT greining er einfalt greiningartæki sem er notað til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Styrkleikar og veikleikar núverandi kerfis voru greindir með aðstoð Helga Kjartanssonar, Valtýrs Valtýssonar, Bjarna Danielssonar og Börks Brynjarssonar.

Tafla 12

SVÓT GREINING Styrkleikar

Veikleikar

t Stjórnsýsla viljug til breytinga t Samfélagið meðvitað um þörfina fyrir að flokka t Búið er að greina regluverkið þannig að sveitarfélagið er vel upplýst um mögulegar framtíðarbreytingar

t Aðgengi að gögnum er takmörkunum háð t Yfirsýn yfir málaflokkin er slæm t Stöðugur rekstrarhalli á málflokknum t Skortur á eftirfylgni

Ógnanir

Tækifæri

t Loftslagsbreytingar t Hert löggjöf – aukinn kostnaður t Staðsetning urðunarsvæðis

t Aukin flokkun – flokka lífrænt leiðir til minni kostnað við urðun t Nýir markaðir – skapa virði úr úrgangi t Aukin fræðsla til hagsmunaaðila t Sameiginleg stefnumótun á Suðurlandi t Sveitarfélag án sóunnar

65


Ógnanir Loftslagsbreytingar Yfirborð sjávar hefur hækkað um 17 cm á síðustu öld, hitastig jarðar hefur hækkað síðan 1880 en mesta hækkunin hefur átt sér stað síðustu 35 ár. 15 af 16 heitustu árum síðan mælingar hófust hafa átt sér stað frá 2001. Yfirborð íss í heiminum er að minnka, bæði á landi og sjó, jöklar eru að hopa, sjávarís er að minnka og snjóþekja á norðurhveli jarðar hefur farið minnkandi síðastliðna 5 áratugi. Öfgafull veðurtilfelli sjást víða um heim, hvort sem það eru háir hitar sem ýta undir skógarelda eða öfgafull flóð. Höfin eru að súrna – frá upphafi iðnbyltingarinnar er talið að súrnun hafi aukist um 30% í höfum heimsins. Þetta er vegna aukinnar losunar koltvísýrings í andrúmsloftið sem hafið gleypir í sig (NASA, 2017). Hert löggjöf og aukinn kostnaður Úrgangstilskipun ESB (ESB, Úrgangstilskipunin, 2008) var gefin út árið 2008. Þar eru hugtök og skilgreiningar í tengslum við stjórnun úrgangs skilgreind. Tilskipunin byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og útskýrir hvenær sorp hættir að vera sorp og verður hráefni og hvernig megi aðgreina sorp og aukaafurðir. Tilvísunin kynnir til sögunar mengunarbótaregluna (Polluter pays principle) og aukna ábyrgð framleiðanda (extended producer responsibility) (ESB, 2008). Stefna ESB snýr að því að: 1. Draga úr úrgangi sem er framleiddur 2. Hámarka endurvinnslu og endurnotkun 3. Takmarka brennslu við einungis efni sem ekki er hægt að endurvinna 4. Draga úr urðun þannig að einungis er um að ræða úrgang sem ekkert er hægt að vinna úr Losun á sér stað frá ýmsum geirum samfélagsins og oftar en ekki er stærsti hlutur losunar tengdur iðnaði. Í tilfelli Íslands er úrgangur einungis ábyrgur fyrir um 6% af heildarlosun samfélagsins. Ástæðan fyrir því hversu lágt þetta hlutfall er, er sú að hlutfall iðnaðar er svo hátt hér á landi, sjá Mynd 6. En margt smátt gerir eitt stórt og er losun frá úrgangi oftast stærsti þátturinn sem tengist starfsemi sveitarfélaga. Mikilvægt er að hver og einn beri ábyrgð á þeirri losun sem hann á þátt í að skapa til að hægt sé að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Í Landsáætlun eru gefin upp markmið til ársins 2020 um að draga saman hlutfall lífræns úrgangs úr sorpi þannig að árið 2020 verði það einungis um 35% af því magni sem var í almennu sorpi árið 1995 og í Svæðisáætlun kemur fram að stjórnir sorpsamlaganna hafi sett sér það markmið að draga að fullu úr lífrænum og brennanlegum úrgangi sem er urðaður eftir árið 2020. Þegar tekið er tillit til þessara þátta má fastlega ganga út frá því að þeir muni hafa mikil áhrif á núverandi fyrirkomulag í úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem felur í sér urðun. Talið er líklegt að löggjöf muni herðast og kostnaður muni aukast.

66


Staðsetning urðunarsvæðis Urðunarsvæði er umdeildur nágranni vegna eðli starfseminnar. Í ákveðinni vindátt getur fnykurinn úr urðuninni borist og hætt er við að spilliefni leki í umhverfið í kring. Stundum er talað um NIMBY áhrifin í tengslum við urðunarsvæði, eða Not In My BackYard. Sorpstöð er ákveðin þjónusta sem mikil þörf er á, en engu að síður kæra sig fæstir um að hafa hana í bakgarðinum sínum. Sunnlendingar búa yfir mikilli reynslu í þessum efnum og ber þá helst að nefna Sorpstöð Suðurlands, sem Bláskógabyggð á eignarhlut í. Byggðasamlagið Sorpstöð Suðurlands (SOS) var stofnað árið 1981 og var í eigu 13 sveitarfélaga á Suðurlandi. Í dag standa 9 sveitarfélög á bak við það og er Bláskógabyggð þar á meðal með 4,8% eignarhlut. Urðunarsvæðið, sem er staðsett í Ölfusi í landi Kirkjuferjuhjáleigu, var tekið í notkun árið 1995 (SOS, 2016) en var lokað 1. desember 2009 vegna þess að samningur Sveitarfélagsins Ölfus og Sorpstöðvarinnar sem var gerður árið 2004 rann út. Málaferli voru viðloðandi rekstri Sorpstöðvar Suðurlands frá upphafi og áttu stóran hlut í að rekstri stöðvarinnar var hætt.

Veikleikar Aðgengi að gögnum og yfirsýn yfir málaflokkinn Síðan Halldór Karl Hermannsson lét af störfum frá Bláskógabyggð árið 2011 hefur lítil eftirfylgni verið með málaflokknum. Fyrir vikið hefur vinnulag og þekking sem fylgdi honum tapast og í dag er lítil eftirfylgni með þessum málaflokki. Bjarni Daníelsson hefur tekið við stöðu sviðsstjóra á Framkvæmda- og veitusviði hjá Bláskógabyggð og er því með málaflokkinn á sínum herðum. Vinnulag Halldórs Karls einkenndist að því að mánaðarlega fékk hann afhent gögn frá Gámaþjónustunni um magn úrgangs frá sveitarfélaginu. Fyrir vikið var mjög góð yfirsýn á þessum tíma. Þetta er fyrirkomulag sem ætti að endurvekja. Rekstur Málaflokkurinn er að öllu jöfnu rekinn með halla. Skortur á eftirfylgni Síðan sveitarfélagið Bláskógabyggð var stofnað árið 2002 hefur verið öflugt umhverfisstarf í samfélaginu. t Árið 2002 staðfesti nýstofnað sveitarfélagið þátttöku í Staðardagskrá 21 og umhverfisnefndin var stofnuð t Árið 2004 var stofnaður visthópur í tengslum við verkefni Landverndar, Vistvernd í verki, sem fékk fjölskyldur af svæðinu í tilraunaverkefni við að flokka lífrænan úrgang frá heimilum t Árið 2005 var haldin umhverfishátíð á Laugarvatni þar sem fagnað var að grunnskólinn á Laugarvatni fékk afhentan Grænfánann t Árið 2006 var haldinn sameiginlegur kynningar- og umræðufundur með Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Hrunamannahreppi. Rætt var um hvernig hægt væri að ná sem bestu samstarfi í umhverfismálum

67


t 26. apríl 2006 var haldin stefnumótunarfundur um umhverfismál sem liður að grunnvinnu við undirbúning Staðardagskrár 21. Sveitarstjórnarmenn, umhverfisnefndarmenn frá öðrum sveitarfélögum ásamt öðru áhugafólki um umhverfismál sóttu fundinn og voru alls um 40 manns sem mættu t 27. mars 2007 hittust meðlimir umhverfisnefndar og unnu úr efni stefnumótunarfundarins í samráði við leiðbeiningar Ragnhildar Helgu Jónsdóttir frá skrifstofu Staðardagskrár 21. Hlaut umhverfisstefnan heitið Betra mannlíf í Bláskógabyggð og samanstóð af 11 málaflokkum innan umhverfismála t Árið 2007 lánaði Gámaþjónustan Bláskógabyggð jarðgerðavél á tímabilinu júlí– desember árið 2007. Var það liður í tilraun Sigurðar St. Helgasonar formanns umhverfisnefndar í að draga úr losun lífræns úrgangs í almennt heimilissorp fyrirtækja og heimila á svæðinu t Sama sumar annaðist Sigurður skólagarða fyrir yngstu börnin á Laugarvatni sem liður í eflingu umhverfis- og vinnuskóla barna og unglinga á staðnum yfir sumartímann t Í nóvember 2007 var framkvæmd greining á sorpgámum af völdum stöðum í Bláskógabyggð og var þetta unnið af frumkvæði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Sumarhúsaþjónustan sá um greiningu á opnu gámunum og Sorpa framkvæmdi greiningu á heimilissorpinu. Niðurstöðurnar bentu til þess að um 220-260 kg af sorpi kom frá hverjum sumarbústað t Fundagerð virðist falla niður frá lok árs 2007 fram á mitt ár 2010. Þá er Sigurður St. Helgason ekki lengur hluti af umhverfisnefndinni og skv. fundagerð virðist moltuverkefnið vera komið í strand t Árið 2011 var stefnt að því að koma á fót umhverfistefnu fyrir Bláskógabyggð á ný og á þeim tímapunkti voru grunnskólarnir í Bláskógabyggð búnir að missa Grænafána Landverndar t Sama ár lætur Halldór Karl Hermannsson af störfum hjá Bláskógabyggð og fell þá niður nánast allt utanumhald fyrir úrgangsmálaflokkinn í sveitarfélaginu. Töluverð þekking og sérhæfing sem hafði myndaðist hjá honum og var mjög verðmæt í rekstri málaflokksins hjá sveitarfélaginu féll að mestu leyti í gleymsku t Árið 2013 fóru nefndarmenn í heimsókn til sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Kristófers Tómassonar. Skoðaðar voru moltugerðarholur við heimahús í sveitarfélaginu. Umhverfisnefndin tók fram í fundagerðinni að hvatt yrði til þess að Bláskógabyggð myndi ráðast í þetta verkefni sumarið 2014 t Árið 2015 var haldið umhverfisþing í Bláskógabyggð af tilstilli umhverfisnefndar t Árið 2016 hófst vinna á ný við stefnumótun í umhverfismálum fyrir sveitarfélagið

68


Af þessu má sjá að ýmislegt hefur verið gert í samfélaginu og byggir það að miklu leyti af áhuga nefndarmanna og frumkvæði sveitarstjórnar. En þar sem umhverfisstarfið hefur ekki verið fest í sessi innan sveitarfélagsins má draga þá ályktun að þegar áhugafólkið hverfur frá þá fer starfið með því og fellur alveg niður í samfélaginu, í stað þess ef vinnan væri bundin í starfi og öflugu skráningarkerfi. Þetta verður því metið sem veikleiki.

Styrkleikar Stjórnsýsla viljug til breytinga Eins og lesa má í „Skortur á eftirfylgni“ kemur sterklega í ljós að innan sveitarfélagsins liggur fyrir áhugi á umhverfismálum. Eins hefur sveitarfélagið verið viljugt til að framkvæma rannsókn á úrgangssamsetningu sveitarfélagsins, halda umhverfisþing og kalla eftir stefnumótun í úrgangsmálaflokknum. Samfélag meðvitað um þörfina til að flokka Í Bláskógabyggð eru báðir grunnskólarnir komnir með Grænfánann á ný, Menntaskólinn að Laugarvatni hefur flaggað fánanum í nokkur ár og er að taka fyrsta skrefið í Grænu skrefunum í ríkisrekstri. Út frá þessum þáttum er dregin sú ályktun að íbúar samfélagsins hafi almennan áhuga á umhverfisvernd. Búið að greina vel regluverk þannig að sveitarfélag er vel upplýst um framtíðarbreytingar Í þessari skýrslu hefur verið gerð ítarleg ytri greining á reglugerðum og stefnumótunum hjá Sameinuðu þjóðunum, í Evrópu, innan Norðurlanda og á Íslandi. Þessum upplýsingum hefur verið miðlað til helstu hagsmunaaðila úrgangsmálaflokksins í sveitarfélaginu í gegnum facebook síður og samráðsfunda.

Tækifæri Minni úrgangur til urðunar Talið er að lífrænn úrgangur sé 56% af almenna heimilissorpinu, og því má reikna með að ef íbúar, fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins byrji að flokka lífræna úrganginn frá muni magnið sem þarf að keyra út úr sveitarfélaginu til urðunnar minnka umtalsvert. Með þeirri aðgerð væri verið að minnka heildarlosun samfélagsins, sem munar um flutning á þessum þunga til Sorpu í Álfsnesi, ásamt neikvæðu umhverfisáhrifunum á því að grafa lífrænan úrgang ofan í jörðu í plastpoka. Ef farið væri í moltuvinnslu á svæðinu gæti það auk þess haft í för með sér fjölgun starfa í heimabyggð. Nýir markaðir - skapa virði úr úrgangi - Lífræn moltugerð Um helmingur heimilisúrgangs samanstendur af lífrænum úrgangi (Umhverfis-ogAuðlindaráðuneytið, 2013) (Reykjavíkurborg, 2014). Þessi úrgangur er ríkur af steinefnum og köfnunarefni sem hægt er að nýta sem áburð í stað þess að grafa hann í plastpoka ofan í jörðu. Þegar jarðgerð á lífrænum úrgangi á sér stað þá verður til afurð sem kallast molta sem hægt er að nýta sem áburð eða jarðvegsbæti.

69


Aukin fræðsla til íbúa, stofnanna og fyrirtækja Hægt er að fara í vitundavakningu og fræðusluátak meðal samfélagsins og þannig er hægt að höfða til allra um gildi aukinnar flokkunnar. Betri flokkun úrgangs er hagkvæmari fyrir sveitarfélagið heldur en almenni úrgangurinn þar sem hann kostar meira. Því hefur sveitarfélagið mikla hagsmuni að gæta að allir flokki rétt. Sameiginleg stefnumótun á Suðurlandi Samtök sunnlenskra Sveitarfélaga er sá aðili sem gæti leitt sameiginlega stefnumótun í úrgangsmálum fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi. Eins og staðan er í dag er hvert sveitarfélag fyrir sig að vinna í sínu horni og er hugsanlegt að við það sé að tapast mikill tími og kostnaður. Ef við störfum í sundur þá er hætt við að samfélagið ráði ekki við að meðhöndla eigin úrgang og er þvingað til að leita út fyrir svæðið til að fá meðhöndlun. Því eru ákveðnir hagsmunir í húfi fyrir samfélagið allt á Suðurlandi að skoða möguleikana á hagræðingu í sameiginlegum úrgangsmálum. Sveitarfélag án sóunnar Það sem skilgreinir „sveitarfélög án sóunar“ er skuldbinding sveitarfélags um að færast í áttina að samfélagi þar sem sorp er talið vera auðlind og engu er sóað í urðun. Zero Waste Europe er samráðsvettvangur sveitarfélaga í Evrópusambandinu sem hafa skuldbundið sig að því markmiði að draga stöðugt úr úrgangsmyndun samfélagsins og að bæta úrgangssöfnun og aðgreiningu úrgangs (ESB, Zerowaste Europe, 2017). Til þess að sveitarfélag teljist til bestu sveitarfélaga í úrgangsstjórnun má ekki senda meira en 75 kg af almennum úrgangi í urðun fyrir hvern íbúa árlega. Íbúar voru 979 árið 2016 og í Bláskógabyggð má áætla að hver íbúi skili eftir sig um 170 kg/ ár af blönduðum úrgangi, sem er töluvert frá markmiðum Sveitarfélaga án sóunar þar sem fyrirmyndarsveitarfélög skilja eftir sig 75 kg/íbúa á ári. Hér eru ýmis sóknarfæri í loftinu og gæti sveitarfélagið horft á þetta frumkvæði Zero Waste Europe og nýtt sér skilyrðin sem eru sett fram í því til að ramma inn markmið og stefnu.

70


71


4. Samráð

Í þessum hluta er tekin saman niðurstaða samráðs við helstu hagsmunaaðila úrgangsmála í Bláskógabyggð, sem eru. íbúar, sumarhúsaeigendur, fyrirtæki og stjórnsýslan. Samráðið átti sér stað í október og nóvember árið 2017 og fól í sér að safnað var saman hugmyndum frá hverjum hópi fyrir sig, þar sem hver hópur var með sérþarfir og væntingar til úrgangskerfisins. Samtals mættu 39 á fjórar vinnustofur sem haldnar voru og fengust samtals 152 hugmyndir úr þeim. Í kjölfarið af samráðinu voru fjórar kannanir settar í loftið þar sem þátttakendum gafst færi á að flokka hugmyndirnar eftir mikilvægi. Könnunin var í loftinu frá 31. október 2017 – 16. nóvember 2017. Markmiðið með þessu samráði var að leita eftir vilja helstu hagsmunaaðila um aðgerðir innan úrgangsmála hjá sveitarfélaginu. Verða þessar hugmyndir notaðar til að móta aðgerðaráætlun fyrir málaflokkinn. Hér á eftir fer fram lýsing á aðferðarfræðinni sem notuð var við vinnustofuna og könnunina, sem og við úrvinnslu gagna. Einnig fer fram lýsing á gögnum og síðast verða niðurstöður könnunarinnar birtar.

72


VINNUSTOFUR

4

151

vinnustofur

hugmynd

39

þátttakendur

KANNANIR

4

kannanir

163

þátttakendur

73


4.1. Aðferðafræði Samráð Á tímabilinu desember 2016 – ágúst 2017 unnu Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisráðgjafi og Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri Framkvæmda- og veitusviðs hjá Bláskógabyggð að greiningu á úrgangsmálum fyrir sveitarfélagið. Þá voru skoðaðar rekstrartölur ásamt reikningar frá Gámaþjónustunni, sem er með ríkjandi samning varðandi sorphirðu. Var þessi vinna liður í stöðumatsgreiningunni. Því næst var farið í samráðin og byggðust þau upp á kynningu á stöðumatsgreiningunni og vinnustofu sem fylgdi í kjölfarið. Stuðst var við bókina „Participatory Workshops – a sourcebook of 21 sets of ideas & activities“ eftir Robert Chambers. Aðferðin sem notuð var heitir Card writing and sorting. Aðferðin felur í sér að þátttakendur skrifi hugmyndir sínar á kort og flokki þær sjálfir í þá flokka sem þeim finnst henta. Hér fá allir þátttakendur færi á að koma sínum hugmyndum á framfæri. Hópnum var skipt niður í 4 – 5 manna hópa þar sem í upphafi fór fram hugarflugsfundur innan hvers hóps. Ákveðið var að hafa að hámarki 5 manns í hóp til að auka líkurnar á að allir gátu verið virkir í hugarfluginu og eru 3 – 4 manna hópar tilvaldir til að tryggja þetta. Eftir að hugarfluginu lauk áttu allir þátttakendur að skrifa á kortin þau málefni sem þeim fannst mikilvægust í tengslum við úrgangsmál í sveitarfélaginu. Ákveðið var að takmarka kortin sem þátttakendur fengu við 5. Ef þátttakendur fá takmarkaða möguleika er líklegra að þau málefni komi fram sem þeim finnist mikilvægust. Þegar hugmynd var komin á kort fór þátttakandi með hana í hrúgu á gólfinu þar sem allir hjálpuðust við með að búa til flokkaheiti og raða hugmyndunum á viðeigandi stað. Ákveðið var að láta þetta vera á gólfinu, nema í tilfelli sumarhúsaeigenda þar sem plássið var ekki nægilega mikið og var því notast við borð. Að láta kortin liggja á gólfinu dregur úr formlegheitum og fólk verður frjálsari við að tjá sig. Auk þess er það skemmtilegt. Á hvaða tímapunkti sem var gat hver sem er sest niður og byrjað að flokka. Allir höfðu frelsi til að endurraða eftir sínum skoðunum og á endanum var í sameiningu búið að raða öllum kortunum í viðeigandi flokka. Þegar flokkunin var búin fékk fólk sér kaffi og spjallaði.

74


Samráðin voru eftirfarandi:

Tafla 13

YFIRLIT YFIR SAMRÁÐ Hagsmunaaðili

Staðsetning og tími

Þátttakendur

Fjöldi hugmynda

Fyrirtæki

Aratunga, Reykholti 26. október 2017 kl. 13:00 – 15:00

12

39

Íbúar

Aratunga, Reykholti 26. október 2017 kl. 19:00 – 21:00

7

35

Stjórnsýsla – sveitarstjórn og umhverfisnefnd

Aratunga, Reykholti 16. október 2017 kl. 16:00-19:00

10

39

Sumarhúsaeigendur

Bláskógasskóli, Laugarvatni 27. október 2017 kl. 18:00 – 20:00

10

38

75


Könnun Við gerð könnunarinnar var notast við hugbúnaðinn OptimalSort frá fyrirtækinu Optimal Workshop. Þessi hugbúnaður gerir fólki kleift að raða mörgum hugmyndum í flokka eftir mikilvægi. Ákveðið var að velja þessa leið fram yfir hefðbundna spurningakönnun vegna fjölda hugmynda sem fengust. Með þessu móti hefur fólk alltaf yfirsýn yfir hugmyndirnar og hvernig þær hafa verið flokkaðar, en með spurningakönnun þá er svarað einni spurningu fyrir sig og fólk missir fljótt yfirsýn yfir þær hugmyndir sem komnar eru og hvernig þær hafa verið flokkaðar. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig könnunin var sett upp í OptimalSort. Þá voru hugmyndirnar allar listaðar til vinstri og fólk beðið um að draga hverja hugmynd fyrir sig í þann flokk sem þeim fannst passa best við. Hægt var að skipta um skoðun og draga hugmynd í annan flokk ef vilji var fyrir því. Hér voru í boði þrír mismunandi flokkar: Mjög mikilvægt, mikilvægt, ekki mikilvægt. Gerðar voru fjórar kannanir, hver fyrir sinn hagsmunaaðilahóp.

Útreikningar Til að reikna heildarniðurstöðu hverrar hugmyndar fyrir sig fékk hver flokkur mismunandi margföldunarstuðul til að aðgreina þá og gefa þeim mismunandi vægi. Margföldunarstuðull hvers þáttar var eftirfarandi: t Mjög mikilvægt = 3 t Mikilvægt = 2 t Ekki mikilvægt = 1 Eftir að búið var að leggja saman heildarniðurstöður hverrar hugmyndar fyrir sig var þeim öllum raðað eftir vægi og hlutfall af mögulegu hámarksskori fundið. Mögulegt hámarksskor var ef að allir þátttakendur hefðu sett sömu hugmynd í „mjög mikilvægt“ flokkinn og því var sú tala reiknuð sem 39*3=117 fyrir stjórnsýsluhópinn. Þetta þýðir að ef hugmynd fær t.d. 90% skor þá hefur hún haft samtöluna 105 úr öllum flokkum.

76


4.2. Gögn Vinnustofa Úr vinnustofunum sem haldnar voru fékk fólk tækifæri til að skila inn hugmyndum og búa til eigið flokkaheiti og raða hugmyndum sínum sem og annarra á viðeigandi stað. Hér verður farið yfir alla flokkana sem voru búnir til sem og hugmyndir sem komu undir hvern flokk. Samtals fengust 14 flokkaheiti og 151 hugmynd. Tafla 14

VINNUSTOFUR: YFIRLIT YFIR FJÖLDA HUGMYNDA OG FLOKKUN ÞEIRRA Hagsmunaaðili

Fjöldi flokka

Fjöldi hugmynda

Fyrirtæki

6

39

Íbúar

6

35

Stjórnsýsla

7

39

Sumarhúsaeigendur

7

38

Könnun Samtals voru gerðar fjórar kannanir, hver fyrir sinn hagsmunaaðilahóp sem byggðust á hugmyndunum sem fengust úr vinnustofunni. Nokkrum hugmyndum var sleppt í könnuninni þar sem þær voru nákvæmlega eins. Samtals voru hugmyndirnar í könnununum 145. Þátttakendur voru eftirfarandi:

Tafla 15

KANNANIR: YFIRLIT YFIR FJÖLDA ÞÁTTTAKENDA Hagsmunaaðili

Þátttakendur

Tími sem tók að ljúka könnun (meðaltal)

Fyrirtæki

17

5,92 mín

Íbúar

84

5.48 mín

Stjórnsýsla

10

7.98 mín

Sumarhúsaeigendur

47

7.67 mín

Samtals luku 163 við kannanirnar.

77


4.3. Niðurstöður könnunar Hér verða hugmyndirnar með niðurstöðum kannana birtar. Þessi birting niðurstöðva er endurtekin fyrir hvern hagsmunaaðilahóp.

Fyrirtæki Flokka rusl betur Móttökustaður fyrir lífrænan úrgang “Förgunarstaður” fyrir lífrænan úrgang Upplýsa íbúa um kostnaðinn og auka þar með vitundarvakninguna Athuga betri losun á gámum á gámasvæði vegna þess að ef pappagámar eru fullir þá fer pappírinn í grófan úrgang sem er mun dýrari í urðun Fastur starfsmaður á gámasvæði og fastur opnunartími Auka viðveru starfsmanns á gámasvæði og bæta aðgengi og snyrtimennsku á svæðinu = skilar betri flokkun Lífrænt sorp - Móttaka Flokkun á lífrænum úrgangi Aukning á vitund um flokkun Meira eftirlit á gámasvæði Meira myndrænt efni á tunnur Metanstöð - Safna saman öllum lífrænum úrgangi jafnt frá bónda til hótela Gera nær flokkun betri og aðgengilegri og bæta við gler-málmum og lífrænum úrgangi Stórir plastgámar hjá fyrirtækjum Leiðbeiningar á fleiri tungumálum Metanstöð í eigu sveitarfélags, bænda og fyrirtækja - Úrvinnsla úr lífrænum úrgangi. Garðyrkjuúrgangur, kúamykja, lífrænt sorp Losa gáma á gámasvæði oftar = hvetjandi til flokkunnar Gera aðgengilegra á gámasvæðum fyrir enn frekari flokkun fyrir þær fjölskyldur sem vilja flokka enn meira líkt og ál og gler Pressugámur á gámastöð - Pappagám Nýta lífrænan úrgang t.d. Metanframleiðsla Athuga hvað verður um úrvinnslugjald sem greitt er þegar varan er flutt til landsins Gjaldskylda á gámasvæði með fríkorti upp á ákveðið magn Gler og krukkur endurunnið með flöskum greitt pr. kíló Setja gáma fyrir sléttan pappa á flokkunarstöðvar Endurskoða kurlun og trjávinnslu Fá að kvitta hjá Gámaþjónustunni þegar þeir koma. Hvatning fyrir fyrirtæki að sjá kg. - meira gegnsæi Tæma flokkað rusl oftar en almennt rusl Gjaldtaka á gámasvæði Athuga með íbúa og fyrirtækjakort á gámasvæði Rukka fyrir losun á grófum úrgangi og máluðu timbri Aðgangskort fyrir hvert heimili og fyrirtæki sem gefur rétt að henda ákveðnu magni gjaldfrjálst Fyrirtæki yfir ákveðni stærð semji beint við gámaþjónustuna um leigu og losun og förgun Minnka tunnur fyrir almennt sorp. Ef þú vilt stærri tunnu þá borgar þú meira. Fjölga flokkunartunnur við heimili 10 miðar á mann á ári fyrir losun á gámasvæði

78


76 - 100 % 51 - 75 % 26 - 50 % 0 - 25 %

HLUTFALL AF MÖGULEGU HÁMARKSSKORI 86 % 86 % 84 % 82 % 80 % 80 % 80 % 80 % 80 % 78 % 78 % 78 % 75 % 73 % 73 % 73 % 73 % 71 % 69 % 69 % 69 % 69 % 67 % 67 % 65 % 65 % 63 % 61 % 61 % 61 % 59 % 59 % 55 % 51 % 49 % 0,0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

0,9

1,0

79


Íbúar Sveitarfélagið og starfsstöðvar á þeirra vegum sýni gott fordæmi í sorpflokkun Koma inn sorpvakningu í leik- og grunnskólum. Það smitast inn á heimilin, líka heimilin þar sem foreldrar eru útlenskumælandi Mikilvægt að þau sem vinna á gámastöðvum og sorphirslu hafa kunnáttu og áhuga og hvetja til rétta flokkunnar Huga að lífrænum úrgangi Fræðsla fyrir starfsfólk gámasvæða Lífrænt úrgangur moltugerð í heimabyggð - ekki senda í urðun Almenn fræðsla Fræða útlendingana á þeirra tungumáli um flokkun. Þá erum við að tala um útlenska íbúa Fá sumarhúsafélög í samstarf með flokkun Senda á hvert heimili hvernig skal flokka - Hengja upp á vegg Merkja tunnurnar í lokinu myndrænt - einfalt Vitundarvakning um að kaupa inn þannig að úrgangur verði minni Samræma flokkunarreglur yfir allt landið og liti á tunnur Möguleg endurnýting Flokkunarspjald á hvert heimili. Plastað. Á nokkrum tungumálum Skikka sumarbústaðafélög til að láta sína félagsmenn flokka meira Urðun of mikil Sveitarfélagið leiti eftir tilboðum í flokkunartunnur handa íbúum sínum Horfa til annara Heimasíða - myndræn á tungumálum Bæta aðstöðu á gámasvæðunum Merkingar - heimili - gámasvæði Kurla tré Halda námskeið fyrir íbúa um flokkunarmál - “hvernig skal umgangast sorpið” Verðmæti í sorpi? Koma inn afsláttarkerfi fyrir íbúa vegna góðrar flokkunar Jarðvegsgerð/heimaholur Hafa grenndarmoltutunnu í hverju hverfi Moltutunnur á gámasvæðin sem starfsmaður hrærir í Flutningur dýr? Bora holur i jarðveg og setja lífrænt í þær Hvetja fólk til að kíkja í nytjagám og taka Sveitarfélagið skaffi íbúum maíspoka á góðum kjörum Strikamerki á almenna sorpið og viktað - þeir sem flokka vel græða Rukka fyrir óendurvinnanlegan úrgang á gámasvæðinu

80


HLUTFALL AF MÖGULEGU HÁMARKSSKORI 92 % 88 % 87 % 84 % 83 % 82 % 82 % 81 % 81 % 79 % 79 % 79 % 78 % 78 % 77 % 76 % 75 % 72 % 70 % 69 % 69 % 69 % 69 % 68 % 67 % 65 % 65 % 64 % 60 % 59 % 59 % 58 % 57 % 52 % 46 % 0,0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

0,9

76 - 100 % 51 - 75 % 26 - 50 % 0 - 25 %

1,0

81


Stjórnsýsla Rukka fyrir gráan úrgang Fræða hvernig ruslabílarnir virka Fræðsla um flokkun og þrif á úrgangi - maður á mann inn á hvert heimili/fyrirtæki Upplýsingar til íbúa hvað hver full tunna kostar Fræðsla á heimilum - hvað er plast? Bæta utan umhald um málaflokkinn Gegnsærri skil á gögnum frá Gámaþjónustunni. Endurskoða frá A-Ö Skoða þátt fyrirtækja Vankantur á reikningum Hafa gám fyrir húsgögn og tæki “Góði hirðirinn” Góðan starfsmann á gámasvæðið Gjaldtaka eðlileg og sanngjörn - Innheimta á móttökustöðvar Merkja tunnur - hvað má fara í þær og hvað ekki? Fara ofan í reikninga frá þjónustuaðila Lífrænt - molta - Sækja á heimili og veitingastaði Ókeypis á að vera að henda úrgangi sem verð fæst fyrir. Kostar að henda öðrum úrgangi Kurla ómálað timbur Flokka lífrænan úrgang Koma upp urðunarstað innan sveitarfélagsins fyrir virkan lífrænan úrgang Stífari rukkun á gámasvæðið Rukkun á gámasvæði Gæsla á gámasvæðum - bæta Vinna flokkað sorp í heimabyggð Hugmyndir og fræðsla fyrir lífrænt sorp Fræðsla aukin til að taka á vandamálunum Fræðsla: Upplýsa íbúa/gesti um kostnaðinn sem fylgir flutningi og urðun Koma upp aðstöðu við hvert heimili/fyrirtæki til að skila lífrænum úrgangi Ath. með pappír/pappi - hvað á að gera í því? Finna lausn í stað Álfsness/Sorpa - Minnka urðun og vera meiri sjálfbær á Suðurlandi Markaðssetning auðlindarinnar “sorp” Rúlluplast - stæðu plast - áburðapokar Íbúar/gestir gera þá ábyrga og sýna kostnað Bæta merkingar á gámastöðum Allt endurvinnsluefni fari til Gámaþjónustunnar - ekki í Sorpu Hafa tvo flokka af kurli - gæða í stíga, lélegt í jarðgerð Græða upp rofabörð í nágrenni gámastöðva með kurli og grasfræð “Nennarinn” heima Svæði/gámur fyrir endurnýtanlegt - opið Dýrahræ - Erfitt að koma í gáminn, drepast ekki endilega á opnunartíma

82


HLUTFALL AF MÖGULEGU HÁMARKSSKORI 100 % 100 % 100 % 100 % 100 % 100 % 100 % 100 % 100 % 97 % 97 % 97 % 97 % 97 % 93 % 93 % 90 % 90 % 90 % 90 % 90 % 90 % 87 % 87 % 87 % 83 % 80 % 80 % 80 % 80 % 77 % 73 % 73 % 73 % 70 % 63 % 60 % 60 % 50 % 0,0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

0,9

76 - 100 % 51 - 75 % 26 - 50 % 0 - 25 %

1,0

83


Sumarhúsaeigendur Gámar á nærsvæðið fyrir a.m.k. heimilissorp Góðar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins Flokka Leigubústaðir taki flokkun alvarlega - leiðbeiningar til leiguaðila Að eigendur sjái sér hag í flokkun - upplýsingagjöf - sjá lækkun gjalda Hvar eru gámastöðvar - kort - upplýsingar um opnunartíma Leiðbeiningar og merkingar þurfa að vera skýrar fyrir flokkun Fyrirtæki í nánd við gámasvæði taki til í kringum sig Gámar þurfa að vera staðsettir á nærsvæði Gera gámasvæði aðlaðandi - snyrtilegt Fá gáma á svæðið - t.d. Sorp/pappír/plast - þ.e. Að sveitarfélagið semji við flutningsaðila Gámar inn á svæðin - almennt sorp/flokkað sorp Þjónustustöðurnar - verslanir - afþreyingastaðir- Flokkunartunnur þurfa að vera til staðar Umhverfi gámasvæðis á Laugarvatni þarf að vera snyrtilegra Auglýsa betur hreinsunardaga - frítt á gámasvæði Bæta þjónustu - Þjónustan hefur versnað - mun lengra að fara - Giljareitir - Gámar við veginn farnir Sveitarfélögin á Suðurlandi ættu að athuga hvort ekki sé hægt að vinna moltu í stað þess að keyra slíkan úrgang til RVK. Fleiri flokkunargáma á gámasvæði hverfa Vandamál með “stórt” sorp í gáma á a sumarhúsasvæðum Athugasemd gerð við lítinn mun á gjaldi íbúa og sumarhúsaeigenda Uppfæra netfangalista frá sumarhúsum Möguleiki á að skila lífrænum úrgangi á gámastöð í hverfum Upplýst skilti við gámasvæði afleggjarann Fjölgun á ílátum Merkja betur gámasvæðið - Lindaskógar Opnunartími Lindarskógar - Hafa opnun á sunnudögum t.d. 14-16 eða 15-17 Gámastöð Reykholt - Bæta þarf aðgengi og fyrirkomulag gáma - bundið slitlag - vaðið upp að “kálfum” Aðstoða sumarhúsaeigendur við að koma upp safnhaugum fyrir lífrænan úrgang Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Opnunartími lengri á gámastöðvum Leiðbeiningar á ensku - dreifa í bústaði Gámastöðvar - pressugáma. Færri ferðir - lægri kostnaður Hugsanlega mætti sameina gámanotkun fyrir félög sem liggja þétt saman - t.d. félögin í landi Miðfells Gámastöðvar - Reykholt - Tæming aukinn sérstaklega pappír/bylgjupappír Jarðgerðartromlur - nýta heita vatnið - Landgræðsla Gjaldtaka fyrir ákveðna tegund sorps á gámasvæðum

84


HLUTFALL AF MÖGULEGU HÁMARKSSKORI 87 % 85 % 84 % 82 % 82 % 81 % 81 % 80 % 79 % 77 % 77 % 77 % 77 % 75 % 74 % 73 % 72 % 72 % 69 % 69 % 69 % 67 % 66 % 65 % 65 % 65 % 65 % 65 % 65 % 64 % 60 % 60 % 60 % 57 % 56 % 43 % 0,0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

0,9

76 - 100 % 51 - 75 % 26 - 50 % 0 - 25 %

1,0

85


5. Framtíðarsýn

Framtíðarsýn gegnir því hlutverki að sýna hvert stefnan er tekin frá núverandi punkti, þannig getur hún, ef vel heppnast, orðið sameiningaafl innan samfélagsins sem íbúar, fyrirtæki, sumarhúsaeigendur og aðrir sem snerta á málaflokknum úrgangsmál geta unnið í sameiningu að. Framtíðarsýnin endurspeglar þannig að vissu leyti hvernig samfélagi við viljum búa í. Miðvikudaginn 17. janúar 2018 hittist stýrihópurinn og fór yfir stöðumatsgreiningu ásamt niðurstöðunum úr samráðsferlinu og unnu að mótun framtíðarsýnar. Framtíðarsýnin sem var mótuð á vinnustofunni var eftirfarandi: t t t t

Í Bláskógabyggð ríkir hringrásarhugsun þar sem úrgangur er álitin vera auðlind. Bláskógabyggð er í stöðugu endurmati á úrgangsmálum. Bláskógabyggð stuðlar að vitundavakningu og viðhorfsbreytingu með fræðslu. Ávinningur af góðri úrgangsmeðhöndlun í sveitarfélaginu er allra.

Unnið var með hvert markmið fyrir sig til að skilgreina hvað það felur í sér og eru niðurstöðurnar eftirfarandi:

5.1. Í Bláskógabyggð ríkir hringrásarhugsun þar sem úrgangur er álitin vera auðlind Það felur í sér: t Vitundarvakningu t Að tryggja að nægjanleg úrræði (Infrastructure) í sorpflokkun séu til staðar og aðgengileg þannig að það sé þægilegt að losna við ruslið. t Að tryggja fjárhagslegan ávinning - pay as you throw t Aukið gegnsæi í rekstri úrgangsmál til hagsmunaaðila samfélagsins t Að finna leiðir til að fullnýta afurðina í stað þess að líta á hana sem úrgang og grafa hana í jörðu

86


5.2. Bláskógabyggð er í stöðugu endurmati á úrgangsmálum Það felur í sér: t Að taka tillit til/mæta þörfum notenda úrgangs. Skoða notendamynstur og koma með viðeigandi úrbætur á opnunartíma gámasvæða, tegund flokkunar heima og í sumarbústöðum. t Að framkvæma mánaðarlegt stöðumat á úrvinnslu gagna og miðlun á þeim niðurstöðum. Þetta leiðir til aukins gagnsæi og loks til betri reksturs. Þetta mun byggja upp traust og auka íbúaánægju. t Auka upplýsingaöflun um þróun úrgangsmála hjá öðrum stofnunum og sveitarfélögum bæði innanlands og erlendis, samhliða því að fylgjast með annarskonar tækninýjungum.

5.3. Bláskógabyggð stuðlar að vitundavakningu og viðhorfsbreytingu með fræðslu. Þetta felur í sér: t Öfluga fræðslu t Auknar merkingar á mismunandi tungumálum, fyrir tunnur og kynningaefni fyrir íbúa/ sumarhúsaeigendur t Að koma í veg fyrir þekkingartap með því að festa vinnulag/verklag og upplýsingar í skjalakerfi.

5.4. Ávinningur af góðri úrgangsmeðhöndlun í sveitarfélaginu er allra. Þetta felur í sér: t Fjárhagslegan ávinning. Eftir því sem fólk flokkar meira þeim mun lægra verður sorphirðugjaldið. t Umhverfislegan ávinning. Bætt ímynd sveitarfélagsins í úrgangsmálum, ásýnd á gámasvæðum yrði snyrtilegri, ýmis hreinsunarátök og tenging við Heilsueflandi samfélag. t Bláskógabyggð yrði fordæmisgefandi, leiðandi í úrgangsmálum á landsvísu. Við myndum vinna þetta með því að vera sýnileg á samfélagsmiðlum, kynna og miðla árangur okkar þar sem stofnanir og stjórnsýsla í okkar samfélagi væri til fyrirmyndar.

87


Heimildaskrá

Akureyri. (22. 4 2017). Framkvæmdadeild Akureyrar. Sótt frá Sorphirða: https://www.akureyri.is/ framkvaemdadeild/sorphirda/ Alþingi. (2003). Lög um meðhöndlun úrgangs. Reykjavík: Alþingi. Sótt frá http://www.althingi.is/ lagas/nuna/2003055.html Alþingi. (2013). Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki drykkjarvöruumbúðir). Reykjavík: Alþingi. Sótt frá http://www. althingi.is/altext/141/s/1247.html Ármannsdóttir, E. A. (2013). Hafa svæðisáætlanir sveitarfélaga stuðlað að minni urðun og aukinni endurnýtingu. Tækni- og verkfræðideild - Skipulagsfræði og samgöngur. Reykjavík: Háskólinn í Reykjavík. Sótt frá http://skemman.is/stream/ get/1946/16119/37735/1/Ester_Anna_%C3%81rmannsd%C3%B3ttir_ Sv%C3%A6%C3%B0is%C3%A1%C3%A6tlanir.pdf Arnþórsdóttir, Á. (23. April 2017). Tölvusamskipti. EEA. (2013). Municipal waste management in Denmark. ECT/SCP: European Environmental Agency. EEA. (2013). Municipal waste management in Finland. Copenhagen Resource Institute, Christian Fischer. Copenhagen: EEA. Sótt frá www.eea.europa.eu/publications/managingmunicipal-solid-waste/finland-municipal-waste-management/view EEA. (2013). Municipal waste management in Norway. Copenhagen Resource Institute, Birgitte Kjær. European Environmental Agency. Sótt 2018 frá www.eea.europa.eu/publi cations/managing-municipal-solid-waste/norway-municipal-waste-management/view ESB. (1994). European Parliament and Council Directive 94/62/EC of 20. December 1994 on packaging and packaging waste. Brussel: ESB. Sótt frá http://eur-lex.europa.eu/ legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:31994L0062&from=EN ESB. (16. Júlí 1999). COUNCIL DIRECTIVE 1999/31/EC of 26 April 1999 on the landfill of waste. Brussel: ESB. Sótt frá http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/ PDF/?uri=CELEX:31999L0031&from=EN ESB. (2008). Directive 2008/98/EC on waste (Waste Framework Directive). Brussel: ESB. Sótt frá Directive 2008/98/EC of the European Parliament and of the Council of 19 November 2008 on waste and repealing certain Directives

88


ESB. (2010). Being wise with waste: the EU’s approach to waste management. Luxembourg: European Union Environment. Sótt frá http://ec.europa.eu/environment/waste/ pdf/WASTE%20BROCHURE.pdf ESB. (20. Febrúar 2017). Zerowaste Europe. Sótt frá Network of European Zero Waste Municipalities: http://zerowasteeurope.eu/zerowastecities.eu/ ESB_Waste. (9. Desember 2016). European Commission. Sótt frá Environment: http://ec.europa. eu/environment/waste/index.htm Eurostat. (2017). Municipal waste statistics. Brussel: Eurostat. Sótt frá http://ec.europa.eu/ eurostat/statistics-explained/index.php/Municipal_waste_statistics Hagstofan. (23. Apríl 2017). Íbúar mannfjöldi. Sótt frá Sveitarfélagsskipan hvers árs: http:// px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__sveitarfelog/ MAN02001.px/table/tableViewLayout1/?rxid=6b3ea305-13d2-49ac-bce4-55ef76530ad8 Hegerl, G. C. (9. Október 1996). Detecting Greenhouse-Gas-Induced Climate Change with an Optimal Fingerprint Method. Journal of Climate, bls. 2281-2306. IPCC. (2007). Fourth Assessment Report, Summary for Policymakers Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Contribution of Working Group I to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA.: IPCC. IPCC. (2013). Climate Change 2013: The Physical Science Basis. Contribution of Working Group I to the Fifth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA.: IPCC. Lög um meðhöndlun úrgangs, 2003 nr. 55 20. mars (Íslensk lög 1. nóvember 2016. Útgáfa 145b. 20. Mars 2003). Sótt frá http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003055.html Mannvit. (2009). Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020. Reykjavík: Mannvit hf. verkfræðistofa. Sótt frá http://www.sorpstodsudurlands.is/Vefsidan/data/ MediaArchive/files/SK-100-004-2-140-006_Til_kynningar.pdf Molta. (22. 04 2017). Molta jarðgerð. Sótt frá Notkun moltu: http://www.molta.is/is/notkunmoltu NASA. (18. Janúar 2017). Global Climate Change - Vital signs of the Planet. Sótt frá Climate change - How do we know?: http://climate.nasa.gov/evidence/ Norræna_Ráðherranefndin. (2009). Sjálfbær þróun - Ný stefna fyrir Norðurlönd: Endurskoðuð útgáfa með markmiðum og forgangsröðun 2009–2012. Kaupmannahöfn: Nordisk ministerråd. Sótt frá norden.diva-portal.org/smash/record.jsf?pid=diva2%3A701590 &dswid=7336 Norræna_Ráðherranefndin. (2012). Norræn framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2013-2018. Kaupmannahöfn: Norræna Ráðherranefndin. Sótt frá norden.org/is/nordurlandarad/ thingmal/b-281-miljoe 89


Ramaswamy, V. (24. Febrúar 2006). Anthropogenic and Natural Influences in the Evolution of Lower Stratospheric Cooling. Science, 311, bls. 1138-1141. Reykjavíkurborg. (2014). Framtíð úrgangsmála í Reykjavík - Aðgerðaráætlun 2015-2020. Reykjavík: Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Sótt frá http://reykjavik.is/sites/ default/files/USK/adgerdaaaetlun_i_urgangsmalum_i_reykjavik_til_2020.pdf Reykjavíkurborg. (19. Janúar 2016). Fréttir. Sótt frá Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum samþykkt í borgarstjórn: http://reykjavik.is/frettir/adgerdaaaetlun-i-urgangsmalum-samthykkt-iborgarstjorn Sameinuðu_Þjóðirnar. (1992). Rio Declaration on Environment and Development Rio de Janeiro: UN. Sótt frá http://www.unep.org/documents.multilingual/default. asp?documentid=78&articleid=1163 Santer, B. (25. Júlí 2003). Contributions of Anthropogenic and Natural Forcing to Recent Tropopause Height Changes. Science, 301, bls. 479-483. Santer, D. (4. Júlí 1996). A search for human influences on the thermal structure of the atmosphere. Nature, 382, bls. 39-46. Skógræktin. (24. 04 2017). Fréttir. Sótt frá Áhugaverðar tilraunir með moltu - Gerðarlegri tré og minna ryð: http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2923 SOS. (2010). Árskýrsla 2010. Ölfus: Sorpstöð Suðurlands. Sótt frá http://www.sass.is/wordpress/ wp-content/uploads/2015/09/%C3%81rssk%C3%BDrsla-SOS-2010-til-2011.pdf SOS. (30. Nóvember 2016). Sorpstöð Suðurlands. Sótt frá Um okkur: http://www. sorpstodsudurlands.is/um-okkur Sweden. (24. September 2015). Sverige. Sótt frá The Swedish recycling revolution: https:// sweden.se/nature/the-swedish-recycling-revolution/ Þjóðskrá. (24. 04 2017). Þjóðskrá Íslands. Sótt frá Markaðurinn-talnaefni-fjöldi sumarhúsa: https://skra.is/markadurinn/talnaefni/fjoldi-sumarhusa/ Tómasson, K. A. (21. Desember 2016). Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. (E. B. Lárusdóttir, Spyrill) Umhverfisnefnd. (2006). Fundagerð umhverfisnefndar. Bláskógabyggð: Umhverfisnefnd. Sótt frá http://www.blaskogabyggd.is/fundur-22-mars-2006/ Umhverfisnefnd. (2007). Fundagerð umhverfisnefndar. Bláskógabyggð. Sótt frá http://www. blaskogabyggd.is/fundur-28-mars-2007/ Umhverfisnefnd. (2010). Fundur umhverfisnefndar. Bláskógabyggð: Umhverfisnefnd. Sótt frá http://www.blaskogabyggd.is/fundargerd-24-juni-2010/ Umhverfisnefnd. (2011). Fundagerð umhverfisnefndar. Bláskógabyggð: Umhverfisnefnd. Sótt frá http://www.blaskogabyggd.is/5-fundur-5/

90


Umhverfisnefnd. (2013). Fundagerð umhverfisnefndar. Bláskógabyggð: Umhverfisnefnd. Sótt frá http://www.blaskogabyggd.is/9-fundur-3/ Umhverfisnefnd_2. (2006). Fundagerð umhverfisnefndar. Bláskógabyggð: Umhverfisnefnd. Sótt frá http://www.blaskogabyggd.is/fundur-12-10-2006/ Umhverfisnefnd_2. (2007). Fundagerð umhverfisnefndar. Blásógabyggð: Umhverfisnefnd. Sótt frá http://www.blaskogabyggd.is/fundur-10-oktober-2007/ Umhverfis-og_auðlindaráðuneytið. (2016). Saman gegn sóun - Almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016-2027. Reykjavík: Umhverfis-og_auðlindaráðuneytið. Umhverfis-og-Auðlindaráðuneytið. (2013). Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024 - Úrgangsstjórnun til framtíðar. Reykjavík: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sótt frá google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=1&cad=rja&uact=8&ved= 0ahUKEwie i6nm97nQAhWEDsAKHZnyB10QFggcMAA&url=https%3A%2F%2Fwww. umhverfisraduneyti. is%2Fmedia%2FPDF_skrar%2FLandsaaetlun-2013-2024- (utgafa). pdf&usg=AFQjCNGx24gu31eZ51inAB_Xi Umhverfisstofnun. (2014). Loftslagsbreytingar - Losun Íslands. Reykjavík. Sótt frá https://www. ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/losun-islands/ Umhverfisstofnun. (19. Janúar 2017). Loftslagsbreytingar. Sótt frá Gróðurhúsalofttegundir: https://www.ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/grodurhusalofttegundir/ UNFCCC. (Nóvember 2015). Adoption of the Paris Agreement. Proposal by the President. Sótt frá United Nations Framework Convention on Climate Change: http://unfccc.int/ documentation/documents/advanced_search/items/6911.php?priref=600008831 Zerowaste. (27. Janúar 2014). Zerowaste Europe. Sótt frá (The story of) Denmark’s transition from incineration to Zero Waste: https://www.zerowasteeurope.eu/2014/01/the-story-ofdenmarks-transition-from-incineration-to-zero-waste/

91


Viðaukar Viðauki I Tafla 16

HLUTFALLSGREINING ÚRGANGS Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2010 – 2016 skv. reikningum Gámaþjónustunnar Úrgangstegund

2010

2011

2012

52,8%

49,2%

44,2%

Grófur úrgangur

7,7%

5,6%

9,0%

Timbur blandað

2,6%

5,8%

5,7%

Timbur

6,2%

6,3%

4,3%

Málmar

10,9%

11,0%

13,1%

Jarðvegur/múrbrot

4,6%

6,1%

7,4%

Bylgjupappi

1,5%

1,2%

1,6%

Blátunnuefni

3,9%

3,3%

4,0%

Garðúrgangur

1,1%

1,0%

0,8%

Dýrahræ

0,9%

1,0%

1,3%

Asbest

0,2%

Heyrúlluplast

6,3%

7,7%

6,7%

0,5%

0,9%

0,8%

0,8%

0,9%

1,0%

Blandaður úrgangur

Blandað umbúðaplast Óflokkuð raftæki Stór raftæki og þvottavélar Hjólbarðar Óhreint landbúnaðarplast Spilliefni

92


2013

2014

2015

2016

46,6%

40,7%

41,5%

42,4%

11,7%

11,1%

10,5%

13,7%

9,0%

10,3%

7,8%

11,2%

4,0%

5,5%

4,5%

4,4%

10,0%

13,1%

10,6%

9,4%

4,0%

4,7%

2,5%

3,1%

1,6%

1,4%

1,3%

1,8%

4,0%

3,4%

3,7%

2,9%

1,6%

0,9%

1,3%

0,5%

1,7%

0,9%

1,6%

0,9%

4,2%

4,9%

3,1%

5,2% 0,1%

0,5%

0,2%

1,1%

0,7%

1,6%

1,8%

0,2%

0,5%

0,2%

1,1%

1,7% 1,0%

1,3%

0,9%

1,1%

93


Viðauki II Tafla Tafla 10 17

MAGNGREININGAR MAGNGREININGAR ÚRGANGS ÚRGANGS Í BLÁSKÓGABYGGÐ Í BLÁSKÓGABYGGÐ 2009 2009 – 2016 – 2016 skv.skv. reikningum reikningum Gámaþjónustunnar Gámaþjónustunnar (allar (allar tölur tölur í kg) í kg) Úrgangstegund Úrgangstegund

2010 2010

2011 2011

2012 2012

427.062 427.062

443.747 443.747

386.890 386.890

Grófur Grófur úrgangur úrgangur

62.500 62.500

50.460 50.460

79.040 79.040

Timbur Timbur blandað blandað

21.010 21.010

52.260 52.260

50.210 50.210

Timbur Timbur

50.250 50.250

56.851 56.851

37.260 37.260

Málmar Málmar

88.080 88.080

99.160 99.160

114.990 114.990

Jarðvegur/múrbrot Jarðvegur/múrbrot

37.240 37.240

55.360 55.360

64.770 64.770

Bylgjupappi Bylgjupappi

12.190 12.190

11.060 11.060

13.860 13.860

Blátunnuefni Blátunnuefni

31.240 31.240

29.420 29.420

35.220 35.220

Garðúrgangur Garðúrgangur

8.980 8.980

8.660 8.660

6.871 6.871

Dýrahræ Dýrahræ

6.900 6.900

9.360 9.360

11.140 11.140

Asbest Asbest

1.820 1.820 51.060 51.060

69.080 69.080

58.640 58.640

4.360 4.360

8.030 8.030

6.970 6.970

6.231 6.231

8.234 8.234

8.850 8.850

808.923 808.923

901.682 901.682

874.711 874.711

Blandaður Blandaður úrgangur úrgangur

Heyrúlluplast Heyrúlluplast Blandað Blandað umbúðaplast umbúðaplast Óflokkuð Óflokkuð raftæki raftæki Stór Stór raftæki raftæki og og þvottavélar þvottavélar Hjólbarðar Hjólbarðar Óhreint Óhreint landbúnaðarplast landbúnaðarplast Spilliefni Spilliefni Samtals Samtals

94


2013 2013

2014 2014

2015 2015

2016 2016

468.321 468.321

471.276 471.276

517.400 517.400

529.099 529.099

117.910 117.910

128.890 128.890

130.420 130.420

171.130 171.130

90.730 90.730

118.750 118.750

97.620 97.620

139.520 139.520

40.300 40.300

63.960 63.960

55.650 55.650

55.383 55.383

100.410 100.410

151.550 151.550

132.060 132.060

116.660 116.660

40.501 40.501

54.550 54.550

30.642 30.642

38.050 38.050

15.880 15.880

15.700 15.700

16.660 16.660

21.920 21.920

39.946 39.946

39.608 39.608

46.025 46.025

36.465 36.465

15.651 15.651

10.513 10.513

16.402 16.402

6.062 6.062

16.800 16.800

10.160 10.160

19.480 19.480

10.900 10.900

41.900 41.900

56.150 56.150

39.120 39.120

65.280 65.280 870870

5.427 5.427

2.460 2.460

13.028 13.028

8.080 8.080

20.149 20.149

22.012 22.012

2.030 2.030

6.670 6.670

3.000 3.000

13.540 13.540

20.680 20.680 9.709 9.709

14.651 14.651

11.484 11.484

13.411 13.411

1.005.945 1.005.945

1.156.866 1.156.866

1.158.822 1.158.822

1.246.972 1.246.972

95Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.