Eir Annual Report

Page 31

Vinnustofa Aðalmarkmið með starfsemi vinnustofu er að viðhalda virkni og virðingu heimilismanna. Vinnustofan er opin alla virka daga frá klukkan 13.30-16.30. Starfsemi vinnustofu var með nokkuð hefðbundnu sniði allt árið. Deildarstjóri er Júlíana Árnadóttir og aðrir starfsmenn eru Jófríður Hauksdóttir, Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir og Guðlaug Erlendsdóttir. Auk þeirra hefur Eirarvinurinn Ólína Sigurgeirsdóttir veitt mikinn stuðning með starfi sínu á vinnustofu einn dag í viku. Á liðnu vori breyttist staða Guðlaugar Erlendsdóttur þar sem hún hætti sem fastur starfsmaður og gerðist Eirarvinur og veitti okkur mikinn stuðning með starfi sínu nokkra daga í viku. Og fyrir þetta ber að þakka þeim sérstaklega. Starfsmaður frá vinnustofu fer einn morgun í viku á sambýlið Eirarholt heimilismönnum til aðstoðar með föndur og fleira. Einnig hefur heimilismönnum í sambýlinu verið boðið að taka þátt í ýmsu félagsstarfi sem fram fer í vinnustofu. Starfsmaður fer á dagdeild Eirar daglega eftir hádegi með ýmiss konar afþreyingu fyrir þá sem þar dvelja. Starfsemi á vinnustofu er mjög fjölbreytt, meðal handavinnuverkefna eru gifssteypa og málun, prjón, hekl, dúkamálun, útsaumur og fleira. Sérstakur áhugi er á páska- og jólaföndri. Mikið var spjallað, púslað, spilað á spil, hlustað á tónlist og upplestur. Einnig er dagblaða- og tímaritalestur vinsæll ásamt bingói. Ekki má gleyma vöffludögunum sem eru alltaf vinsælir, og söngnum sem tilheyrir þeim. Það sem hefur verið að gerast yfir árið hefur fléttast inn í þessa dagskrá og er hér stiklað á því helsta. Þorrafagnaðir voru tveir, 30. og 31. janúar, vegna mikilllar aðsóknar heimilismanna. Til skemmtunar var upplestur um þorra og krambúðir fyrri tíma. Krambúðin í fræðslusal var skoðuð, sungin þorralög og dansað undir stjórn Sighvats Sveinssonar. Heimilisfólk, börn úr leikskólanum Brekkuborg og margir utanaðkomandi gestir komu til að skoða krambúðina.

Þorrinn

Í boði Lionsklúbbanna Fjörgynjar og Úlfars var hátíðardagskrá á torginu laugardaginn 23. febrúar. Fram komu Ragnar Bjarnason við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar svo og barnaog unglingakór Grafarvogskirkju undir stjórn Svövu Ingólfsdóttur, undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Á eftir voru bornar fram glæsilegar veitingar.

Lionshátíð

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

31


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.