Busabeneventum

Page 1

BUSA

BENEVENTUM

1



NAFN:


ÚTGÁFA RITSTJÓRN BENEVENTI:

HÖNNUN OG UMBROT:

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Hrefna Björg Gylfadóttir Snorri Már Arnórsson Sigurlaug Guðrún Jóhannesdóttir Steinarr Ingólfsson Steinn Helgi Magnússon

Steinarr Ingólfsson

PRENTUN:

Ísafoldarprentsmiðja

TEIKNINGAR:

Andri Þór Arason Valgerður Jónsdóttir

LJÓSMYNDIR:

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Hrefna Björg Gylfadóttir Júlía Runólfsdóttir NASA, APOD Steinn Helgi Magnússon


EFNISYFIRLIT Ávarp ritsjórnar

Bls.

3

Orðabók busans

3

Kort af MH

4-7

Brautir

8

Engin Uppskrift

9

Busun

— 10-11

Ráð og embætti

— 12-13

Legend fæðist

— 14-15

Kennarar

— 16-17

Busavikan

18

Viðburðir ársins

19

Busadagurinn

20

Dreptu tímann í tíma

21

Rallið

— 22-23


2


ÁVARP RITSTJÓRNAR Kæri busi, velkominn í MH.

sem tæpast mun nýtast í framtíðinni. Þú ert stiginn út í þyngdarleysi óvissunnar en haltu samt fótunum á jörðinni og láttu eins og þú hafir gengið í gegnum þetta allt áður. Með þessum bækling reynum við að leiðbeina þér og vera innan handar, rétt eins og leiðarvísir puttaferðalangsins um vetrarbrautina. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í okkar heim en viljum þó minna þig á að aldrei kom busi sem ekki var lusi. Áfram konur!

Þú ert lentur og kominn á byrjunarreit lífs þíns. Staðartími er núið og héðan í frá mun svefntími þinn styttast, kaffidrykkjan aukast og vinahópurinn stækka. Þú munt vera kallaður “busakrútt” oftar en þú getur talið. Þetta er allt að byrja. Við erum stödd langt frá kærkomnum heimagrundum grunnskólans, það sem við tekur er alvarleikinn, heilagur sannleikur en á sama tíma tóm vitleysa

ORÐABÓK BUSANS

Í MH þarft þú að venja þig að nýjum talsmáta, þar sem að slangur flóran er mjög litrík innan veggja skólans. Gott er því að hafa þessa orðabók þér til hliðsjónar við lestur busabene. Að taka Christian Beil Áfram konur Nellafrell Dalurinn Rallið Efri hæðin Afi BÓL Sibba kon Nennis Tímis Tumblari Fletsa Stralli Kreppufæði Sammari Dúskur NKJ, Njallarinn Busanjallari Lusi Eilífðarnemi Skvella Haltu partí Að fá Hjaltaáfall

Þegar þú beilar á tíma Notað af öllum við allar aðstæður Niðurgangur Djammið, “að fara í dalinn” Djammið Skólastjórnin Bjarni Ólafsson, íslenskukennari Sigurborg Matthíasdóttir, konrektor Ég nenni ekki Ég tími ekki Týpan sem er á tumblr í tíma Pítsa, dregið af flatbaka Strætó Bátur mánaðarins Samviskubit Douchebag Norðurkjallari Busi sem venur komur sínarí NKJ Óreyndur lúði Nemandi á fimmta+ ári Skvísa Haltu kjafti Stressast upp undir álagi 3


NEÐRI HÆÐ 1

SKVASS SALUR: MH er einn af fáum stöðum Reykjavíkur þar sem hægt er að finna skvassvöll, en þó hefur íþróttin enn ekki fengið verðuga viðurkenningu innan veggja skólans. Nýttu þér aðstöðuna, skvass er snilld! Það gefur þér líka tækifæri til að drolla í íþróttatímum.

2

NKJ: Norðurkjallari er bannsvæði fyrir busa. Ef þú telur þig þurfa núðlur úr Maraþaraborg eða þarft nauðsynlega að tala við eldri nema, horfðu þá niður á leið þinni í gegnum Texas. Þú vilt forðast allt augnsamband.

3

SÓMALÍA: Í Sómalíu, skólasjoppu MH, er hægt að finna allt milli himins og jarðar. Þeir selja meira að segja túrtappa, fyrir neyðartilfelli. Ef þú hefur áhuga á að vinna þér inn aukapening í eyðunum, sæktu þá um starf.

4

KENNARASTOFUSTIGINN: Undir þessum stiga er einn besti svefnstaður skólans. Efst í stiganum getur þú síðan skilað verkefnum of seint, haugurinn þinn.

1

4


2

3 4 5


EFRI HÆÐ 1

ÚTGARÐUR: Hér er snilld að tjilla síðsumars eða snemma vors. Ef lengra er liðið á vetur mælum við með að taka úlpu og chili con carne súpu, ef Maraþaraborg sér sér fært að endurtaka sölu á henni

2

EINSMANNSKLÓSETTIN: Hér er sniðugt að fara til að sinna brýnni og tímafrekari verkefnum, svo sem nellafrelli. Lestrarefni er þó ekki nauðsynlegt, veggirnir eru alþaktir mis málefnalegum rökræðum.

3

MIÐGARÐSORMUR: Hinn mikli Miðgarðsormur vakir yfir MH-ingum verndar þá, þakklætisvottur fyrir lífið sem þeir gáfu honum. Ef þú færð ekki vinnu í Sómalíu getur þú eytt þínum í eyðunum í að bæta við hann.

4

STOFA 29: Stofa 29 er ein af þessum old school fyrirlestrastofum. Þar er mjög þröngt á þingi en örvæntið ei, þröngt mega sáttir sitja eða sofa. Stofa 29 er nefnilega hinn besti svefnstaður skólans.

5

RÆKTARSVALIRNAR: Þetta pleis þarf heitapott.

5

2

6


4

1

3

7


BRAUTIR Hér fyrir neðan er framlag Beneventum til að hjálpa þér að finna þig og flokka, rétt eins og flokkunarhatturinn í Hogwarts skóla.

FÉLAGSFRÆÐIBRAUT:

Næring þín yfir daginn samanstendur af kaffi og sígó. Þú mætir alltaf fassjónably late í tíma og dottar. Stuttu síðar færð þú penna í hausinn frá Kalla sögukennara en nærð að redda þér fyrir horn með djúpstæðri þekkingu þinni á pælingum Voltaire.

IB-BRAUT: You walk the walk of the school and speak English all day. You are king in your kingdom in Middle-earth. You sull núðludjús on the keyboard in the school computers. You’re in a tight group of friends and you guys are probably really smart. Translation supplied by google translate.

LISTDANSBRAUT: Þú mætir í íslensku og dansar svo fram á nótt. Líf þitt er þó ekki dans á rósum því þú hefur aldrei fengið þér Hlölla niðrí bæ á ókristilegum tíma. Hættið svo að senda okkur invite á danssýningar.

MÁLABRAUT:

Þú ert mikill heimsborgari og hefur þann hæfileika að tala skyndilega ýmis tungumál á rallinu. Þú eyðir síðustu önnum þínum í kvikmyndaáföngum og kemst hjá því að fara í leiðinlega og erfiða kjörsviðsáfanga. La vita é bella!

NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT: Þú ert manneskjan sem ert með 5 mismunandi yfirstrikunarpenna í pennaveskinu. Þig dreymir um algebru og basískt berg og skilur dularfullt tungumál Þórarins stærðfræðikennara. Upphafssíðan þín er námsnetið og þú sendir samviskusamlega tölvupóst til kennara vegna forfalla. Þú munt að öllum líkindum falla í stærðfræði og fara á félagsfræðibraut.

OPIN BRAUT:

Þú veist ekkert hvað þú vilt gera í lífinu. Við vitum heldur ekkert hvaða braut þetta er og hvaða tilgangi hún þjónar. Af hverju fékkst þú þér ekki vinnu í fiski? Það er nokkurn veginn jafn opið og þessi braut þín. Áfram konur!

8


ENGIN UPPSKRIFT Til hamingju með að hafa lokið grunnskóla. Í beinu framhaldi af því; velkomin í menntaskóla. Sjálf stóð í ég sömu sporum og þið fyrir fjórum árum. Komin til að vera; tilveran yrði mestmegnis í MH næstu fjögur árin. Ég steig inn í skólann vongóð um að komandi ár yrðu mér minnisstæð. Og andinn greip mig við fyrsta skref; þessi menntaskólaandi sem vit ykkar fyllast af við anddyri skólans - hrollvekjandi og ánetjandi í senn! Þennan anda skyldi ég tileinka mér og njóta þangað til útskrifuð yrði. Minningarnar urðu ótalmargar. Ég eignaðist nýja vini sem urðu að bestu vinum, gekk vel í námi, gekk síður í námi, drakk fyrsta kaffibollann minn, fór í kórinn, fór á leiksýningar, mætti í hlægilega íþróttatíma, fór á fyrsta menntaskólaballið, tók mér frí í önn og fór til útlanda, tók þátt í ráðum, las mörghundruð misgóð skólablöð, spjallaði um heimspeki og bókmenntir (með amatörískum hætti) við skólafélaga mína, fór á tónleika í Norðurkjallara og

svo mætti lengi telja. Maður horfði á skólasystkini sín mótast og mótaðist sjálfur. Hver og einn fór sína leið og var eigin gæfu smiður - hvort sem hann var bestur í stærðfræði, meðlimur í íþróttaráði eða hreinlega í flottum sokkum þann daginn. Allt sem maður aðhafðist var skemmtilegt! Tilveran! Já, tilveran var sannarlega ásættanleg; spennandi og oftast uppfull af einhverju nýju. Andi menntaskólans var fangaður í hendi manns, því andinn var maður sjálfur! og blessunarleg skólastofnunin. Það má því segja að engin sé uppskriftin að því hvernig maður skuli upplifa þessi ár; hver gerir hvað með sínum hætti. Ég ráðlegg ykkur einfaldlega að gera það sem ykkur sjálfum finnst skemmtilegt og mikilvægt á hverri stundu; þá verða minningarnar líklegast bestar. Ég gerði það að minnsta kosti og fyrir mér voru menntaskólaárin samspil allra þessara stunda; MH er og var ein stórgóð minning. Birna Guðmundsdóttir Stúdent vorið 2012 9


B U S U N

10


MYNDIR: ÁLFHEIÐUR ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR

ENGIN MISKUNN.

11


R

Á

Ð

INNAN STÓRFÉLAGS NFMH Í stórfélaginu eru ýmis ráð og embætti sem gera allskonar skemmtilega hluti og gera félagslífið í MH að því sem það er. Öll ráð taka að minnsta kosti einn busa inn í ráðið sitt og við hvetjum ykkur öll til þess að sækja um að komast inn í ráð. Sérstaklega Beneventum. Beneventum er málgagn félagsmanna NFMH og ritstjórn Beneventum sér um efni blaðsins hverju sinni. Einnig gefur Beneventum út busablað á upphafi annar. Búðarráð sér um að halda allskonar spennandi markaði þar sem nemendum gefst kostur á að selja allskyns hluti. Einnig sér búðarráð um að halda skiptibókamarkað í upphafi hvers skólaárs. Fréttapési sér til þess að ef þú gerir einhvern skandal þá veit allur skólinn af því. Fréttapési er blað sem kemur út nokkrum sinnum á ári og allir bíða spenntir eftir. Góðgerðarfélagið heldur góðgerðarvikur þar sem skólinn vinnur saman í því að safna pening til þess að styrkja gott málefni. Lagningadagaráð skipuleggur og heldur utan um lagningadaga, sem eru þrír dagar á vorönn þar sem þú þarft ekki að mæta í tíma heldur ferðu á ótrúlega skemmtilega fyrirlestra, tónleika, námskeið o.fl. Leikfélagið sér um leiksýningu skólans sem sýnd er á vorönn. Leikfélagið velur leikstjóra og svo geta nemendur skólans sótt um allskyns störf í tengslum við leikritið eins og til dæmis, sviðsmynd, búningahönnun og fleira. Leikfélagið sér einnig um að skipuleggja leiklistarnámskeið sem er á haustönn sem við hvetjum fólk til þess að skrá sig í. 12

Leikfimifélagið heldur frábæra íþróttaviðburði á skólaárinu eins og til dæmis fótboltamót, körfuboltamót, skíðaferð og MH víkinginn. Einnig hefur það umsjón með klappliði nemendafélagsins, einherjanna, og útnefnir klappliðsstjóra. Listaráð lífgar upp á tilveruna í skólanum og heldur ýmsa skemmtilega viðburði á árinu eins og tónleika, kvikmyndakvöld og margt fleira. Einnig skipuleggur það Sullið sem er tónlistarhátíð Menntaskólans við Hamrahlíð. Málfundafélagið hefur yfirumsjón með skipulagningu málfunda á vegum NFMH og halda ræðunámskeið á skólaárinu. Þeir skipuleggja innanskóla ræðukeppnina MORTAR og eru einnig tengiliður NFMH við MORFÍs. Einnig er málfundafélagið aðaltengiliður nemendafélagsins við Gettu betur og ræður félagið í samráði við stjórn MORFÍs þjálfara og einnig Gettu betur þjálfara. Myndbandabúi tekur upp allskonar skemmtileg myndbönd af félagslífinu og af viðburðum skólans. Búi, líkt og myrkrahöfðingjar, geta gert þér lífið leitt á böllum. Skemmtiráðið er snilld og sér um að skipuleggja öll böllin á skólaárinu.


Útvarpsráðið heldur utan um tvær útvarpsvikur á skólaárinu þar sem allir geta sótt um að vera með útvarpsþátt. Útvarpsvikurnar verða í vikunni sem Óðríkur Algaula, lagasmíðakeppnin, er haldin og síðari útvarpsvikan er í kosningavikunni.

Þjóðháttafélagið dregur upp þjóðarandann í skólanum og stuðla að sannri föðurlandsást. Þau selja þér einnig kjötsúpu á köldum vetrardögum, sem er snilld.

EMBÆTTI Auglýsingagangsters eru Williamsburg hipsterar Hamrahlíðar. Þúveist, graphic design artsy týpurnar. Þeir búa til plaköt fyrir böll og aðra svít viðburði innan veggja skólans. Helvítis blóraböggull! Það er blórabögglinum að kenna að við höfum ekki unnið morfís síðan 2007 og að við höfum aldrei unnið Gettu betur. Þegar MH gengur illa í hverskonar viðureign, það er leiðinlegt á balli eða þú færð drullu á “ekki eins manns klósetti” (ath. kort) þá er það blórabögglinum að kenna. Þá ber blóraböggli að biðjast formlega afsökunar á Matgarði. Gæslustjóri kemur í veg fyrir að þú mætir með kókaín á busakynninguna. Hann og gæslulið hans sjá um að káfa á ungum sem öldnum eins og sannir flugvallastarfsmenn við viðburði sem eiga sér stað innan skólans. Kallkerfiskauði tilkynnir um viðburði eða annað á döfinni innan NFMH í kallkerfinu. Hann eyðir mestum tíma sínum í að biðja um þögn. IB fulltrúar sjá um samskipti milli IB nema og IB nema og einnig IB nema og ekki IB nema. Um árangur þessa embættis má deila. Tækjaverðir sjá um að tengja og græja og allskonar. Tækjaverðir ganga fyrir pizzum.

13

Kjallaravörður, hvað gerir kjallaravörðurinn? Í lögum NFMH stendur að kjallaravörður eigi að mæta á alla viðburði í Norðurkjallara. Hann á jafnframt að sjá til þess að borðaskipulag á þeim blessaða stað fari ekki í tómt tjón. Lögin segja einnig að kjallaravörður eigi að verða sér út um búning og klæðast honum við áðurgreinda viðburði. Kjallaravörður mætir alls ekki á alla viðburði, hefur aldrei sett fram deiliskipulag varðandi borðamenningu og hefur ALDREI stigið fæti inn í NKJ í búning. Undirrituðum finnst þetta allt hið dularfyllsta mál. MH perrinn sér bara um almennan perraskap. Hann mun örugglega láta þig roðna á busakynningunni og sýna þér klám inni í Maraþaraborg. “Mér finnst að MH-perrinn ætti að vera kallaður MHsjarmörinn, þá gæti hann gengið um strokið fólki um vangann og sagt; mikið ertu falleg í dag!” -ónefnd busastúlka. Myrkrahöfðingjar sjá um flest sem varðar ljósmyndun innan skólans. Þeir taka skaramússmyndir, góma þig í sleik á böllum og sjá um vörslu myrkraherbergisins. Heimsækið endilega myrkaherbergið! Þar er allt til alls fyrir filmunörda.


LEGEND FÆÐIST

Þú, lusi, ert nýlentur í MH. Þú þarft að hugsa þig vel um þegar kemur að því að velja týpu. Þú munt þurfa að uppfylla kröfur þessarar týpu næstu fjögur ár svo þú skalt spyrja sjálfan þig þessa spurninga og íhuga þær vel. Hvernig ætlarðu að tala? Klæðast? eða vera á feisbúkk? Ertu latte eða uppáhellta týpan? Ertu á tumblr eða twitter? Ertu þessi fágaða eða urban týpa? Ef þú ætlar meika það í MH þarftu að búa miðsvæðis, allra helst ekki lengra en Hlíðarnar. Ef það er ekki tilfellið, eyddu sem mestum tíma

niðri í bæ. Taktu myndir af þér og póstaðu á feisbúkk, þegar þú situr á Prikinu, Te og Kaffi Austurstræti eða Hressó, láttu fólk vita að þú sért aktív og menningarleg bæjarrotta. Eigðu nett eldra skyldmenni eða eignastu sjúklega góðan eldri vin í félagsfræði. Þetta mun gefa þér afsökun til koma endrum og sinnum inn í NKJ, en þar leynist hafsjór af nettu fólki. Vertu fassjón og gakktu í merkjum. Eignastu Fjällräven eða Herschel tösku, Doc Martens skó, Barbour jakka, Cheap Monday buxur og bol með mynd af úlfi eða þríhyrningi framan 14


"Vertu á feisbúkk en gagnrýndu allt sem það stendur fyrir."

á, tígrisdýr sleppa líka. Casio úr er líka frekar vel séð og Timberland skórnir munu heldur aldrei detta úr tísku. Ef þú átt ekkert af þessu fyrir hefur Beneventum reiknað út að þú þurfir u.þ.b. 155 þúsund krónur, svo sniðugt væri að sækja um vinnu sem fyrst. Ef lesandi er kvenkyns er sniðugt að fá sér vinnu á kaffihúsi, fágað. Ef lesandi er karlkyns er best að fá sér vinnu við að flippa burger, það er nett að flippa burgerum. Nú getur þú tekið upp gömul ættarnöfn sem aldrei hafa verið notuð í fjölskyldu þinni en hljóma samt ógeðslega nett þegar þú ert að taka fram úr öllum í röðinni á Prikinu því bróðir þinn er að dj-a þar. Ef þú varst að vinna hjá borginni í sumar og sérð ekki fram á að geta haldið þér uppi sem fáguðum hipster þá er hinn valmöguleikinn að velja að vera urban hipster. Það er töluvert ódýrara en þú þarft líka stöðugt að passa upp á orðspor þitt. Þú vilt að allir viti hve mikið þú borgar fyrir fötin þín því þú verslar bara á fatamörkuðum eða

í rauðakross búð. Þú kaupir heldur ekki námsbækur eða skriffæri því þú styður ekki þá kapítalísku stefnu sem þau kaup vísa í. Vertu á feisbúkk en gagnrýndu allt sem það stendur fyrir. Ekki fá þér bílpróf, eigðu frekar fágaðan hipster vin sem getur skutlað þér út um allan bæ. Þetta bæði hjálpar þér að eignast vini og þú sparar pening sem þá í staðinn fer í kaup á vinyl plötum. Þú mætir alltaf dauðþreyttur í Matgarð og færð þér svart uppáhellt kaffi í Maraþaraborg á 150 krónur, aftur er það afsökun til að vera hluti af þeim ævintýraheimi sem NKJ er. Þú ert hinn svæsnasti tumblari og heldur úti bloggi með myndum sem veita þér innblástur. Hefurðu uppfyllt allar þessar kröfur hvort sem þu ákvaðst að vera Fágaður eða Urban hipster? Til hamingu. Þú ert kúl, eða það finnst allavega öllum followerunum þínum á tumblr. Þú getur nú státað þig af því að vera ekkert öðruvísi en allir aðrir. - Hrefna, Steinn og Steinarr 15


KENNARAR

16


Hér gefur að líta þau fögru fljóð og þá hraustu menn sem munu kenna þér á lífið. Beneventum vill þó hafa orð á því að margir aðrir kennarar Menntaskólans við Hamrahlíð hafa mikið til síns ágætis, þó ekki sé fjallað um þá hér.

BJARNHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR

BJÖRN BERGSSON

Bjarnheiður stærðfræðikennari er konan sem þú vilt að sé móðir barna þinna, fari í dalinn með þér eða einfaldlega gefi þér knús. Bjarna er þekkt fyrir stærðfræðistyled lyklakippur og röndóttar sokkabuxur. Hún lýsir upp skammdegismyrkrið með bjartri röddu sinni, sólskins brosi og geðveikum glósum! Þó ekki sé hægt að greina milli þess hvort hún sé nemandi eða kennari á göngunum þá virðast allir verða svæsnustu kennarasleikjur í kringum hana.

Björn Bergs er þaulreyndur félagsfræðikennari og mikill áhugamaður um trésmíði. Þó Björn sé kröfuharður og strangur við nemendur sína þá meinar hann alltaf vel. Björn er maðurinn á bak við þekktar tilvitnanir eins og til dæmis “Velkomin í Gagnfræðiskólann í Vestmannaeyjum” og “Ef ég mætti ráða væri aðeins rauðhærðum KR-ingum hleypt inn í þennan skóla”. Hann er einnig mikill áhugamaður um tréskurð og var með námskeið í tréskurði á Lagnó sem metmæting var á.

JÓHANN INGÓLFSSON

Jói STÆ er mættur aftur til starfa eftir ársfrí og geta busar því prísað sig sæla. Jói er afbragskennari sem þekktur er fyrir að lauma heimadæmum innum dyralúguna þína skyldir þú vera veik/ur. Hann hefur mikið dálæti á kaffi og á jafnvel til gefa illa sofnum unglingum bolla, en sjálfur fer hann ekki í tíma án þess að hafa einn við hönd. Hann er tónlistarséní og skrifar nótur á leiðréttingar heimadæma, ásamt kvörtunum á þýsku. Bene elskar Jóa.

KARL JÓHANN GARÐARSSON

Vopnaður bröndurum um mannkynssöguna og pennum til að grýta í sofandi nemendur er Kalli sögukennari, eins og Beneventum kýs að kalla hann, við öllu búinn. Reyndar þarf hann ekki á neinum vopnum að halda þar sem hann stundar austurlenskar bardagalistir af krafti. Kalli er einn af þessum hetjukennurum. Einu sinni reif hann á sér miltað eftir framlag sitt til góðgerðamála á góðgerðarviku skólans en það er önnur saga, allavegana ekki saga 103.

PÁLL IMSLAND

Páll Imsland jarðfræðikennari er einstakur kennari, það er enginn kennari í MH eins og hann. Hann er algjört legend, því er ekki hægt að neita. Hann er alltaf með rándýrt lúkk í gangi, bringuhárin úti, tagl, axlabönd og í shapeup sketchers skóm. Hann veit allt um berg og steina og allskonar leiðinlegt og það er eiginlega ekki hægt að halda sér vakandi í tímum hjá honum. Hann kann sitt fag vel og það er eiginlega bara synd að hann skuli ekki heita Páll Ísland. Beneventum dreymir um að ganga með honum upp á fjöll og skoða landið með honum. Það yrði eflaust mjög fróðlegt.

VALGERÐUR JAKOBSDÓTTIR

Vala líffræðikennari er gull af konu. Hún vekur áhuga á líffræði hjá ólíklegasta fólki. Glósurnar hennar gæti hún skrifað upp á töflu blindandi en hún kann þær allar utan að. Vala hefur stundum verklega tíma. Þá eiga nemendur það til að ganga úr tíma fölir í framan eða jafnvel nýuppstaðnir úr yfirliði eftir krufningu ýmis konar dýra. Það eru aðeins þeir allra hörðustu sem þora að skera í gallblöðruna!

17


BUSAVIKAN

MÁNUDAGUR 27.08:

Busadjamm í NKJ um kvöldið þar sem MH hljómsveitirnar Fönksveinar, Gleðisveit Lýðveldisins og Moses Hightower trylla lýðinn. Moses gáfu nýlega út disk og hafa því úr nægu efni að spila! Við hvetjum alla nemendur að mæta því þetta verður fullkominn forsmekkur þess sem koma skal.

ÞRIÐJUDAGUR 28.08 Kosý kvikmyndakvöld í njallaranum strax eftir skóla. Hjálmar, formaður listafélagsins, kynnir hvaða myndir verða sýndar á staðnum. Kvikmyndakvöldin á síðustu önn voru mjög vinsæl og tilvalið er að mæta til að komast að því hverjir eru með sama áhuga á kvikmyndum og þú sjálfur! Lofað er eins miklu mönsi og þú getur í þig látið.

MIÐVIKUDAGUR 29.08: MORFÍs-perra-kvöld Hjalta forseta og Baldvins, formanns málfundafélagsins, um kvöldið. Þeir flytja uppáhalds ræðurnar sínar og segja ykkur allt sem þið viljið vita um morfís til að peppa upp morfísprufurnar sem verða í næstu viku. Hvetjum alla sem hafa áhuga á ræðumennsku og málefnalegum umræðum til að mæta.

FIMMTUDAGUR 30.08: Það sem allir hafa beðið eftir! Ráðakynning BENEVENTUM og annarra ráða. Ráðin koma saman til að kynna sig fyrir busunum og segja frá hlutverki þeirra innan stórfélagsins. Í lokin segja ráðin frá hvað þú getur gert til að komast inn ráðið þeirra svo það er algjör skyldumæting!

FÖSTUDAGUR 31.08: BUSAFERÐIN!!!! Brottför beint eftir skóla og komið heim um miðjan dag á laugardeginum. Busaferðin er mikil hópeflisferð og stjórnin lofar því að allir sem mæta verða bestu vinir í lok ferðarinnar. Harðbannað að taka Christian Beil á það.

18


VIÐBURÐIR ÁRSINS MORTAR:

Mortar er innanskóla ræðukeppni MH-inga. Hún er haldin einu sinni á önn niðrí Njallaranum og geta allir nemendur tekið þátt. Keppnin er með sama sniði og rökræðukeppni framhaldsskóla morfís nema að stigagjöf dómara byggist engan veginn á rökum né gæðum hjá ræðu þáttakandans heldur frekar skemmtanagildi hennar. Svo ef þú vilt láta hrauna yfir þig af mortar legendum taktu þátt og reyndu að koma auga á Jón Evert í leiðinni, eilífðarnema MH.

LAGNÓ:

Lagningadagar eru þemadagar sem haldnir eru árlega innan veggja skólans og standa yfir í þrjá daga. Á Lagnó eru ekki hefðbundnar kennslustundir heldur safna nemendur punktum með því að mæta á allskonar viðburði sem eru á dagskrá. Viðburðirnir geta m.a. verið tónleikar með efnilegum hljómsveitum úr MH, fyrirlestar um allt milli himins og jarðar eða tískusýning í Miklagarði þar sem efnilegir fatahönnuðir MH geta komið hugmyndum sínum á framfæri. Þetta eru klárlega skemmtilegustu dagar skólaársins.

SULLIÐ:

Sullið er lítil tónlistarhátið sem listaráðið heldur einu sinni á ári í NKJ. Sullið er gullið tækifæri fyrir hljómsveitir innan skólans að koma sér á framfæri og sýna hvað í sér býr! Sullið stendur yfir í 3 daga og er mega snilld.

ÓÐRÍKUR ALGAULA:

Lagasmíðakeppni sem haldin er einu sinni á ári í Miklagarði. Áhugi nemenda á að koma lögum sínum á framfæri er mikill og er því mjög skemmtilegt að sjá þau mismunandi atriði sem stíga á stokk. Sigurvegari keppninnar er valinn af dómnefnd skipaðri þekktum tónlistarmönnum og hlýtur sá hinn sami legend status meðal samnemenda sinna. Því er mikið í húfi og um að gera að taka þátt.

FÓTBOLTAMÓT/KÖRFUBOLTAMÓT:

Fótboltamót NFMH fer fram einu sinni á ári. Þú þarft ekki að vera neinn Sölvi Rögnvalds til að geta tekið þátt, mótið snýst nánast eingöngu um stuð og skemmtilegheit. Körfuboltamót NFMH fer fram eftir vorprófin á körfuboltavellinum við Klambratún. Mótið er með sama sniði og fótboltamótið nema hér er frekar illa séð að mæta í takkaskóm.

MH - MS:

MH - MS dagurinn verður haldinn í fyrsta sinn fimmtudaginn 20. september. Haldið verður á Klambratún eftir skóla og keppt í fjölmörgum greinum s.s. fótbolta, körfubolta, kubb, trampolínbrögðum, skyrglímu, kappáti, skinkukeppni og mörgu öðru. Um kvöldið verður ræðukeppni haldin í MH þar sem úrslitin verða ráðin. Allir eiga möguleika á að keppa í einhverju fyrir okkar hönd. Nánari upplýsingar um keppnir og hvernig þú getur tekið þátt eru á Matgarði, nfmh.is og á NFMH facebookinu. Við ætlum okkur að vinna þennan dag þannig að allir eiga að mæta!

BESSSERWISSER:

Besserwisserinn er innanskóla spurningakeppni sem haldin er á Lagningadögum. Allir geta stofnað lið og tekið þátt. Keppnin er með sama formi og Gettu betur. 19


BUSADAGURINN Það er eins gott að byrja snemma að búa sér til status. Busadagurinn, 5. september, er gullið tækifæri til þess enda mikið við að vera, bæði busunin sjálf og fyrsta menntaskólaballið. Til að þú getur náð eins mikilli athygli og hægt er hefur Beneventum gert þennan tjékklista til að fara eftir. Skemmtu þér fallega. Halda uppi samræðum við Lalla rektor í 5 mín+

Mæta 7:30 í hvítum bol Heimta að vera á fjólubláa listanum Vera á a.m.k. 5 ljósmyndum Myrkrahöfðingja

Komast í dauðaherbergið Skríða úr dauðaherberginu

Kyssa Hjalta prez við vígslu á Beneventum kletti

Stela gæsluvesti og ná að vera í því í a.m.k. 10 mín.

Halda fyrirpartý sem stjórnin mætir í

Henda samnemanda í dauðaherbergið

Fara á trúnó með stjórnarmeðlimi í fyrirpartýi

Fara inn á klósett ásamt 5 vinkonum/ vinum

Smygla áfengismæli á ballið og mæla vini þína

Syngja í mækinn á sviðinu Vera rekinn af sviðinu

Covera að minnsta kosti 3 mín. í myndbandi myndbandabúa

Crowdsurfa

Fara í sleik við gettu betur liðið

Christian Beila á fatahenginu og henda jakkanum á gólfið

Fara í sleik við stjórnarmeðlim

Finna jakkann í lok ballsins

20


DREPTU TÍMANN Í TÍMA Skólastofurnar í MH ljóma yfirleitt af glaðværum og námsþyrstum nemendum sem spenntir vilja glósa um sögu Napóleons eða diffra tímunum saman. Kennararnir okkar eru blindfullir af fróðleik og flottum powerpoint glærum og munt þú fá að kynnast því á þessari önn. Þó verðum við að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að tímarnir geti orðið þreytandi og jafnvel drepleiðinlegir. Því höfum við sett upp þennan lista af hlutum sem okkur hafa nýst vel á tímum unglingaþreytu og kaffileysis. 1. Leystu þrautina hér fyir neðan. Hjálpaðu skvellunni að finn Fjällräven bakpokann, en passaðu þig á Jeffrey Campbell, þeir er allt of skinkulegir. 2. Fáðu að fara á klósettið en passaðu að vera ekki of lengi annars halda allir að þú sért að kúka eða verra, með nellafrell á hundrað. 3. Byrjaðu að senda miða til nemanda við hlið þér, þetta er góð leið til að eignast vini. 4. Skæpaðu á mute. 5. Glósaðu sjúklega mikið, þú munt þakka fyrir það í prófatörninni. 6. Naglalakkaðu þig, en ekki hjá Kalla sögu, hann fílar ekki lyktina

7. Skipuleggðu pennaveskið þitt og yddaðu alla blýantana þína. 8. Uppfærðu tumblr-ið þitt. 9. Farðu á www.procatinator.com. 10. Skoðaðu kisu gif á www.reddit.com 11. Skrifaðu blogg um djammið inná spjalldálk námsnetsins, svo allir samnemendur þínir viti að þú ert nett/ur. 12. Teiknaðu kennarann í paint og sendu honum í e-maili eftir tímann. 13. Kauptu popp í Sómalíu, poppaðu og láttu pokann ganga. Þú verður instant legend. 14. Ef ekkert af þessu virkar, farðu þá að sofa, @ ur own risk.

21


RALLIÐ

22


23


DON’T PANIC 24


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.