Heilsublaðið 1. tbl. - 25.01.24

Page 1

1. tbl. - 25.01.2024

Styrkjum heilsu okkar og vellíðan á nýju ári Hreyfing, næring og svefn lykillinn að vellíðan Svefn er mikilvægur fyrir heilsu okkar og hamingju Er öflugasta hreinsikerfi líkamans stíflað?

Gerum Ísland að heilbrigðustu þjóð í heimi - Lukka Pálsdóttir


3

g ö l i e H

a n n e þr 1#

Góður og grænn á morgnana

Góður grænn þeytingur (smoothie) er fullur af næringarefnum og trefjum sem eru bæði nauðsynleg og góð fyrir meltinguna. Vel samsettir þeytingar hafa líka jákvæð áhrif á blóðsykurinn og geta hjálpað í baráttunni við sykurpúkann. Það þarf ekki að vera flókið að skella í góðan drykk og tekur varla meira en 2-3 mínútur.

Nýjustu rannsóknir staðfesta alltaf betur og betur hversu mikilvægt það er að hafa meltingarfærin í lagi og hvaða áhrif þarmaflóran hefur bæði á líkamlega og andlega líðan ásamt því að spila stórt hlutverk í að viðhalda öflugu ónæmiskerfi. Sterkt ónæmiskerfi gerir líkamanum kleift að takast á við veikindi, flensur og aðrar veirusýkingar að meiri krafti en veikt ónæmiskerfi.

Meltingin er grunnurinn Við þurfum að geta brotið fæðuna vel niður til að næringarefnin frásogist en til þess að það gerist þarf þarmaflóran að vera í jafnvægi. Meltingarfærin eru því það fyrsta sem við þurfum að huga að til að geta nærst vel því um leið og upptakan er góð og við skilum frá okkur eðlilegum hægðum kemst betra jafnvægi á og höfum við stigið stórt skref í átt að heilbrigðara lífi. Það má líkja þessu við að við séum að byggja hús og við byrjum á grunninum. Því traustari og vel gerðari sem grunnurinn er, þeim mun auðveldara verður að byggja ofan á þannig að allt haldi vel.

2#

Meltingarensím

Ensím eru nauðsynleg í öllum efnaskiptum í líkamanum en í hráu fæði eru ensím sem verða óvirk við eldun. Þegar við borðum eldaðan og unninn mat notar líkaminn orkuna að finna og flytja ensím til meltingarvegarins, en hver hefur ekki fundið fyrir þreytu eftir stórar máltíðir. Með hækkandi aldri gerist það líka að framleiðsla ensíma í líkamanum minnkar en ensímskortur getur valdið allskyns óþægindum.

Hráefni: 1 lúka blönduð græn blöð, spínat eða grænkál ½-1 banani (má vera frosinn) 1 bolli frosið mangó eða t.d. ananas 1-2 cm engifer Smá sítrónusafi

Meltingarensímin frá Enzymedica eru tekin inn með mat og hafa losað fólk við ótrúlegustu óþægindi. Aðferð við vinnslu á Enzymedica ensímunum kallast Thera-Blend og er það einkaleyfisvarin aðferð sem gerir þeim kleift að vinna á mismunandi pH- gildum í líkamanum sem gerir þau mörgum sinnum öflugri en önnur meltingarensím.

3#

Öflugasta viðbótin

Fyrir utan bæði D-vítamín og Omega-3 fitusýrur sem er okkur lífsnauðsynlegt, er mikilvægt að taka inn öfluga mjólkursýrugerla. Það er stöðugt álag á meltingunni og atriði eins og streita, lyf, áfengi, sykur og koffín geta m.a. valdið því að þarmaflóran er ekki í nógu góðu jafnvægi.

Bio Kult mjólkursýrugerlarnir eru afar öflugir gerlar en auk sjö virkra gerlastofna inniheldur Bio Kult Candéa hvítlauk sem er bakteríudrepandi og þekktur fyrir að vera öflugur fyrir ónæmiskerfið ásamt GSE (Grapefruit Seed Extract) sem inniheldur öflug efnasambönd sem talin eru vinna gegn fjölmörgum bakteríutegundum, veirum og sveppum. ■

1,5 bolli vatn eða t.d. möndlu- eða haframjólk

Heilsuhillan er samfélag sem hefur það að markmiði að fræða almenning um ýmislegt gagnlegt sem tengist heilsu og almennu heilbrigði í daglegu lífi. Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum en þar má m.a. finna fróðlegar kynningar, reynslusögur og skemmtiefni ásamt flottum gjafaleikjum. Heilsuhillan gefur út heilsublaðið.

@heilsuhillan

Útgefandi: Artasan Suðurhrauni 12a 210 Garðabæ, Greinaskrif: Ásdís Birta Auðunsdóttir og Bryndís Ragna Hákonardóttir, Umbrot og hönnun: Hermann Sigurðsson, Prentun: Landsprent, Ljósmynd á forsíðu: Eyþór Árnason, Hár og förðun: Helen Dögg Snorradóttir, Aðrar ljósmyndir: freepik.com

2


Styrkjum

heilsu okkar og vellíðan á nýju ári Í nútíma samfélagi getur verið auðvelt að tapa því dýrmætasta sem við eigum, heilsunni okkar. Styrkjum vellíðan okkar með einungis fimm umbreytandi leiðum. Daginn í dag kannast eflaust margir við hraðann sem fylgir okkur í daglegum athöfnum og streitunni sem fylgir í kjölfarið. Streita hefur lífeðlisfræðileg áhrif á líkama okkar með því að losa hormón út í blóðrásina sem veldur hraðari hjartslætti og öndun. Í margbreytileika nútímans er mikilvægt að muna að lítil skref geta leitt til stórra breytinga á almennri vellíðan okkar. Leggjum af stað í ferðalag og eflum okkur sjálf með þessum fimm leiðum sem geta bætt heilsu og vellíðan á nýju ári.

Núvitund er stór þáttur í átt að vellíðan. Hugurinn

1. Núvitund

hleypur oft á undan okkur og skiljum við ef til vill nútíðina oft eftir á hakanum. Hlúum að okkur með núvitund og hugleiðslu, finnum betur fyrir okkur sjálfum, hugsunum okkar og líðan. Njótum kyrrðarinnar í kringum okkur, hvort sem það er heima fyrir eða úti í náttúrunni. Leyfum okkur að vera fullkomlega til staðar í núinu af og til og minnum okkur sjálf á að það skiptir máli að finna fyrir innri ró, tengjast líkamanum og auka mildi gagnvart okkur sjálfum. Rólegur hugur hjálpar okkur að takast á við áskoranir lífsins með brosi á vör.

2. Næring Nærum bæði líkama og sál. Heilsa snýst ekki einungis um að forðast kvilla og það sem getur herjað á okkur, heilsa felst einnig í að tileinka sér

lífsstíl sem ýtir undir vellíðan á bæði líkama og sál. Veljum litríka, fjölbreytta og næringarríka fæðu sem gefur okkur orku og eykur vellíðan á sama tíma. Njótum augnabliksins sem við borðum, tyggjum vel og hugum að góðri meltingu. Munum að vel nærður líkami er mun líklegri til að vera hamingjusamur líkami og í framhaldi líður okkur betur bæði andlega og líkamlega.

3. Að tengjast og dafna

Mannleg tengsl eru þræðir sem skipta sköpum í heilbrigðu lífi. Hugum að því að efla sambönd, umkringjum okkur jákvæðum áhrifum og tökum okkur tíma til að tengjast vinum, fjölskyldu, samstarfsfélögum og ástvinum enn frekar. Gefum af okkur, gerum eitthvað fallegt fyrir vini okkar, fjölskyldu eða einhvern sem við þekkjum ekki, sýnum þakklæti og lifum fallega. Hlátur er kraftmikið tól og gerir einstaklega mikið fyrir okkur, deilum bröndurum með fólkinu í kringum okkur, búum til minningar og látum hlýju mannlegra tengsla vera uppspretta styrks. Að byggja upp tengsl í kringum okkur styrkir okkur svo sannarlega á hverjum degi.

4. Hreyfing

Hreyfum okkur daglega með tilgangi. Eflaust eru margir sem tengja hreyfingu við einhvers konar refsingu. Hreyfing á ekki að vera refsing, hreyfing er fögnuður þess sem líkaminn getur áorkað. Finnum gleðina í því að hreyfa okkur, orkuna sem umlykur líkamann og vellíðan sem fylgir í kjölfarið. Hvort sem það er að dansa við uppáhalds lagið í stofunni heima, fara í göngu í fallega umhverfinu okkar eða hvað eina sem hentar. Hreyfum okkur fyrir okkur sjálf og engan annan og munum að hreyfing stuðlar ekki einungis að líkamlegu heilsufari, heldur

sendir hreyfing einnig út endorfín í líkamann sem hefur áhrif á vellíðan eða sælutilfinningu. Finnum hreyfingu sem við höfum gaman af og hentar okkar líkamlega ástandi og getu.

5. Hvíld

Hvíld er engu að síður mikilvægt atriði. Mikilvægt er að hvíla sig vel sem er örugg leið til þess að endurheimta orku. Þó er mikilvægt að huga að því að góða hvíld fáum við ekki einungis með nætursvefni, heldur þurfum við einnig að hvíla skynfæri okkar frá stöðugu áreiti í nútíma samfélagi. Síminn, samfélagsmiðlar og streita í daglegu amstri hefur áhrif á okkur. Sækjum í hluti sem veita okkur gleði og ánægju og endurnærum þar með huga og líkama. Að taka þátt í athöfnum sem veita gleði og slökun getur aðstoðað við að draga úr streitu og auka vellíðan.

Sýnum okkur mildi, hlýju og skilning Í amstri dagsins er heilsan okkar hinn líflegi þráður sem heldur okkur saman. Hugum að þessum fimm umbreytandi leiðum til þess að bæta vellíðan á nýju ári og látum ferðina í átt að heilbrigðari og hamingjusamari okkur sjálfum veita okkur gleði og bros á vör. Velvild í eigin garð er mikilvægur þáttur í lífi okkar sem hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. ■

3


Viðtal

Næsta kynslóð

fyrir örveruflóru líkamans Hvað er Cura Sporebiotics™?

Arnie Liepa, stofnandi Cura Nutrition

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í gegnum tíðina sem snýr að því hvernig best sé að viðhalda eða endurbyggja jafnvægi bakteríuflórunnar. Arnie Liepa er eigandi Cura Nutrition og tók þátt í því að þróa Cura Sporebiotic grógerlana en hann hefur margra ára reynslu á sviði meltingar og örveruflóru. Arnie hefur svarað nokkrum spurningum varðandi þessa áhugaverðu vöru sem er sérstaklega hönnuð til þess að endurbæta, vernda og koma jafnvægi á þarmaflóru líkamans. Fyrirtækið Cura Nutrition hefur komið með svokallaða grógerla á markað en þeim hefur tekist að útbúa grógerla sem hafa þá sérstöðu að vera þróaðir úr mannlegum stofni, eða gerlaflóru heilbrigðs einstaklings.

4

Cura Sporebiotics eru grógerlastofnar sem eru ekki sérstaklega útbúnir með sýruhjúp, heldur eru þeir gall- og sýruþolnir frá náttúrunnar hendi og ná þannig góðri útbreiðslu í þörmum þar sem þeir margfalda sig á náttúrlegan hátt. Þegar grógerlarnir hafa náð á áfangastað, ná þeir bólfestu og koma sér fyrir og hafa það að markmiði að endurbæta þarmaumhverfið til þess að efla heilbrigðan meltingarveg. Grógerlarnir hafa það að markmiði að lækka pH-gildi í þörmum, draga úr vindgangi og óþægindum, auka framleiðslu keðjustuttra fitusýra og stuðla að vexti mikilvægra góðgerla á aðeins 30 dögum.

vandamál sem tengjast meltingu, húð, hjarta- og æðakerfi ásamt andlegri líðan eiga það allt sameiginlegt að eiga rætur sínar að rekja til þarmanna. Með því að taka Cura Sporebiotics grógerla, á sér stað sérstök endurbæting í þörmunum sem hefur það að markmiði að draga úr slíkum kvillum.

Hverjum myndir þú sérstaklega mæla með að taka inn grógerla? Ég mæli sérstaklega með grógerlunum fyrir öll þau sem eru að glíma við einkenni sem tengjast meltingu á einhvern hátt, barnshafandi konur, börn og ávallt samhliða sýklalyfjum. Grógerlarnir eru algerlega ónæmir fyrir sýklalyfjum og má taka þá samhliða þeim án þess að það dragi úr

„Ég myndi hugsa um grógerla sem langtímafjárfestingu í þinni eigin heilsu“

Er óhætt að gefa börnum grógerla? Já, ég mæli með því að börn þriggja ára og eldri taki grógerla þar sem þeir styðja við þarmaflóruna sem hefur góð áhrif á vöxt og þroska ónæmiskerfisins. Það er ýmislegt í okkar daglegu fæðu sem getur sett þarmaflóruna í ójafnvægi, ekki síður hjá börnum. Einnig eru ung börn meira útsett fyrir alls kyns veirukvillum sem enda með því að þau eru oft sett á sýklalyf og er þá sérstaklega mikilvægt að endurbæta þarmaflóru þeirra. Góður kostur við grógerlana er að auðvelt er að fá börn til þess að innbyrða þá með því að opna hylkin og strá innihaldinu yfir graut, jógúrt eða annað álíka, sem hefur engin áhrif á virkni. Ég mæli með því að koma grógerlum inn í daglega rútínu vegna þess að því lengur sem þú tekur gerlana inn, því meiri endurbæting á sér stað í þörmunum. Að taka grógerla á formi bætiefna er einföld leið til þess að vinna gegn þessum áhrifum. ■

• Hentar fullorðnum og börnum eldri en þriggja ára. • 100% lífvænleiki tryggður.

Hverjir ættu að taka grógerla? Ég myndi segja að svarið við þeirri spurningu væri, næstum því allir. Virkni þeirra er öðruvísi heldur en þeir meltingargerlar sem eru nú þegar á markaði og við erum vön, en þeir innihalda þrjár tegundir af sérhæfðum Bacillus gróum ásamt fjórum lykil andoxunarefnum, betakarótín, lútein, lýkópen og astaxanthin. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmsir nútíma kvillar sem herja á okkur, eins og

virkni þeirra. Þeir viðhalda starfsemi þarma, koma í veg fyrir að skaðlegar lífverur fjölgi sér um of meðan á sýklalyfjameðferð stendur og auðvelda náttúrulegum góðgerlum að fjölga sér á ný. Gerlarnir eru einstaklega áhrifaríkir til þess að endurheimta jafnvægi gagnlegra baktería í þörmunum sem eiga sérstaklega til að raskast við inntöku sýklalyfja.

• Gerlana þarf EKKI að geyma í kæli. • Hægt er að elda úr innihaldi hylkjanna án þess að gerlarnir skemmist. • Opna má hylkin og nota innihaldið án þess að það hafi áhrif á virkni. • Mælt er með að fullorðnir einstaklingar taki 1 hylki á dag fyrsta mánuðinn og þar á eftir 1 hylki annan hvern dag, börn taki ½ hylki daglega.


Heilsuformúla sem er töf rum líkust

Einstaklega bragðgóð og öflug blanda

Aðferð:

Heilsuformúla sem kemur beint frá Sómalíu en góðkunningi Heilsuhillunnar deildi uppskriftinni með okkur. Hún ólst upp í Sómalíu og fékk formúluna daglega hjá föður sínum, alveg frá því að hún var barn. Enn þann dag í dag, tekur hún formúluna inn, enda segir hún að blandan haldi sér heilbrigðri allt árið um kring.

Byrjaðu á að því að pressa hvítlaukinn með hvítlaukspressu og blandaðu því síðan saman við ólífu olíuna og fínmöluðu kúmen fræin. Þar á eftir er hunangið sett saman við blönduna, en ef að það er of þykkt, má hita það aðeins upp eða einfaldlega velja fljótandi hunang og blanda öllu vel saman.

Sýnt hefur verið fram á að svört kúmen fræ, eða Nigella fræ eins og þau eru einnig kölluð, innihaldi áhrifarík andoxunarefni sem hafa bæði bakteríudrepandi og bólgueyðandi áhrif. Þessi fræ eru oft notuð til að vinna á sýkingum og styrkja ónæmiskerfið, auk þess eru þau talin hjálpa gegn óþægindum í höfði, meltingarvandamálum, tannpínu og fleira, því má segja að þetta séu hrein töfrafræ!

Heilsuformúlan: 2 lítil hvítlauksrif 4 msk. hunang (mælt með fljótandi hunangi) 2 tsk. fínmöluð svört kúmen fræ/Nigella fræ ½ tsk. ólífuolía

Byrjaðu alla morgna með teskeið af þessari einstöku heilsuformúlu fyrir morgunmat. Þú getur annað hvort sett teskeiðina í te, heitt vatn eða bara beint upp í munninn, þitt er valið. Ef þú ert með kvef, astma eða ert að kljást við einhvers konar öndunarerfiðleika, er mjög gott að setja blönduna í skál með heitu vatni, halla sér yfir skálina og setja handklæði yfir höfuðið til að loka gufuna inni og anda henni síðan að þér. Andaðu djúpt niður í lungun í 5-10 mínútur eða lengur ef að þér finnst þörf. Olían í svörtu kúmen fræjunum hefur slímlosandi áhrif og slakar á öndunarveginum. Þetta er fullkomin blanda fyrir hina ýmsu kvilla í öndunarvegi. Prófaðu að taka þessa blöndu einu sinni á dag í þrjár vikur og finndu muninn. ■

Njóttu!

Einfalt Detox Lifrin sem er stærsti kirtill líkamans gegnir fjölmörgum hlutverkum og er jafnframt aðal efnaskiptalíffæri líkamans. Auk þess er það lifrin sem sér um að losa líkamann við úrgangsefni. Active Liver er vönduð jurtablanda sem hefur það sérstaklega að markmiði að styðja við heilbrigði lifrarinnar. Active Liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil, kólin, turmeric og svartan pipar Útsölustaðir: Heilsuhillur stórmarkaða og öll helstu apótek

5


Ískaldir

heilsumolar

Ísmolar með ávinning

Bragðgóðir ísmolar sem gefa einstakan heilsuávinning. Ísmolarnir samanstanda af tveimur hráefnum sem bæði eru þekkt fyrir heilsusamlega kosti sína, sítrónur og engifer. Hráefni: Lífrænar sítrónur Lífrænt engifer Afar auðvelt er að útbúa tiltekna ísmola en í raun felst uppskriftin einungis í að pressa því magni sem þér lystir af sítrónu og engifer í djúsvel. Ef þú hefur ekki tök á að nota lífræn hráefni, mælum við með að hreinsa þau afar vel eða hreinlega flysja.

Sítrónubörkurinn gefur samt sem áður einstakt bragð sem vert er að prófa að nota, en þú stjórnar ferðinni. Eftir að búið er að djúsa sítrónurnar og engiferið saman er safanum hellt í klakabox og sett í frysti. Þegar klakarnir eru tilbúnir mælum við með að geyma þá í lokuðu boxi í frysti en þannig geymast þeir lengur og betur. Ísmolana má nota við ýmis tækifæri, hvort sem verið er að næra sig upp úr flensupest eða bara til að fá smá hlýju í kroppinn á morgnana sem bæði örvar meltinguna og getur unnið gegn ýmsum kvillum sem kunna að vera í líkamanum. Einnig er hægt að bragðbæta og efla uppáhalds þeytinginn með því að bæta einum ísmola í, eða setja út í mataruppskriftina, eins og uppáhalds indverska réttinn. Engifer og

sítrónur innihalda einstök efni fyrir húðina og því ekkert því til fyrirstöðu að koma jafnvægi á líkamann og næra húðina innan frá á sama tíma, ekki slær maður hendinni á móti því. Heilsuhillan mælir með að eiga ávallt þessa kraftmiklu ísmola tiltæka í frystinum. ■

Tvö glös á dag koma heilsunni í lag.

Góðgerlar fyrir heilbrigða munnflóru Munnsogstöflur sem styðja við góða munnheilsu. Hver tafla inniheldur 200 milljón virka klínískt prófaða góðgerla af stofninum Lactobacillus reuteri sem hjálpar til við að minnka tannstein, andremmu og óþægindi í munnholi. Má nota við krónískri tannholdsbólgu (e. periodontitis) og bólgu sem kemur fram á meðgöngu (e. pregnancy gingivitis). Mælt er með að nota 1-2 töflur á dag eftir tannburstun kvölds og morgna. Öruggt fyrir börn, fullorðna, eldri borgara, ófrískar konur og sykursjúka.

6

PerioBalance


Reynslusaga

Hreyfing, næring og svefn lykillinn að vellíðan Friðrik Agni hefur verið að taka inn munnúðana frá Better You með frábærum árangri. Hann kýs að forðast töflur og hylki og velur því úðana fram yfir. Friðrik Agni er einka- og hóptímaþjálfari, markþjálfi og verkefna/viðburðastjóri. Hann hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl en við ætlum að skyggnast aðeins inn í líf hans. ,,Enginn dagur í mínu lífi er endilega eins og dagurinn á undan. Ég hef prófað margt í gegnum mín 35 ár á plánetunni jörð og finn að ég er fiðrildi sem verð að fá að fljúga í hinar ýmsu áttir. Það hljómar eflaust frelsandi og er það að næstum öllu leyti, en það krefst einnig mikillar þrautseigju, kjarks og síðast en ekki síst hreystis, bæði andlegs og líkamlegs. Ég fæst við hreyfingu sem dans- og einkaþjálfari en ég reyni alltaf að hafa fjölbreytni í því hvernig ég æfi og hreyfi mig sjálfur. Ég dansa mikið, bý til dansa og sýningaratriði og kenni svo Zumba og Jallabina. Þess á milli tek ég miklar core æfingar, brennslu og HIIT Training. Til þess að njóta sem best þá þarf þessi hreyfing að vera til staðar og ekki síst góður svefn og næring sem mér þykir skipta sköpum til þess að geta hreyft mig eins mikið og ég vil og liðið vel. Þetta helst allt saman í hendur til að mynda gott heildrænt hreysti fyrir mig.‘‘ segir Friðrik Agni.

Vellíðan og lífsgæði eru ekki ókeypis Það vefst eflaust ekki fyrir mörgum að hollt og fjölbreytt mataræði ásamt reglubundinni hreyfingu

eru megin stoðir þess að lifa heilbrigðu lífi og líða almennt vel. Með því að hreyfa sig daglega, styrkjum við vöðva og bein og þjálfum hjarta- og æðakerfið. Regluleg hreyfing veitir einnig styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar jafnframt að betri hvíld og svefni. Mikilvægt er að takmarka kyrrsetu og hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar sem er að stunda hvers konar hreyfingu í 30 mínútur á dag. Svefninn er einnig nauðsynlegur til að endurnæra líkama og sál og gefa líkamanum nauðsynlega hvíld. Hugum að okkur sjálfum, hollri og fjölbreyttri næringu, hreyfingu og góðum svefni sem leyfir okkur að líða vel.

Better You munnúðar hentugur valkostur í þína rútínu

Friðrik Agni kýs að notast við munnúðana frá Better You ,,Ég hef verið að nota munnúðana frá Better You með góðum árangri. Ég vill helst ekki gleypa pillur og eru munnúðarnir því frábær kostur, ég veit að margir deila þessari „fóbíu“ með mér og elska munnúðana, svo eru þeir bara svo auðveldir í notkun og bragðast vel. Ég hef m.a. verið að taka vegan úðann sem inniheldur D3 vítamín, B12 vítamín, járn og joð. Það eru svo gífurlega miklir kostir við að viðhalda góðum D- vítamín gildum í líkamanum allt árið um kring sem hefur áhrif á geðheilsu, sterkari fókus, sterkari bein og sterkara taugakerfi. Joð stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi taugakerfisins en bætt taugakerfi hefur að auki áhrif á svefn sem er algjör undirstaða fyrir góðan dag. Ég tek mína fjóra úða strax á morgnana en svo er auðvelt að lauma þessum litlu brúsum í töskuna sína og hafa með sér út í daginn.‘‘ segir Friðrik Agni um tilkomu Better You munnúðana í sína daglegu rútínu.

Better You munnúðarnir njóta aukinna vinsælda og ekki að ástæðulausu. Better You býður upp á fjölbreytt úrval af vítamínum og steinefnum sem öll eru í formi munnúða. Örsmáar sameindir vítamína frásogast hratt í gegnum slímhúð í munni og eiga þannig greiða leið út í blóðrás líkamans sem tryggir hágæða upptöku. Með þessari leið sniðganga vítamínin meltingarveginn sem kemur alfarið í veg fyrir meltingaróþægindi. Munnúðar eru einföld leið til að taka inn mikilvæg vítamín og sérstaklega fyrir öll þau sem eiga erfitt með að kyngja töflum/hylkjum eða þau sem hafa undirliggjandi meltingarvandamál. Ekki skemmir fyrir að munnúðarnir eru einstaklega bragðgóðir og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi fyrir bætta heilsu, börn sem fullorðnir. ■

„Sterkari fókus, sterkari bein og sterkara tauga ker fi“ 7


Reynslusaga

„Femarelle það eina sem hefur virkað fyrir mig“

Femarelle vörulínan er byggð á rannsóknum leiðandi kvensjúkdómalækna um allan heim. Breytingaskeiðið er eðlilegur hluti af lífsskeiði kvenna og eitthvað sem allar konur ganga í gegnum en hins vegar er einstaklingsbundið hvernig konur upplifa tilteknar breytingar. Sumar konur upplifa ákveðið frelsi og fagna þessum tímamótum og því að vera komnar á þann stað í lífinu að búa yfir meiri sjálfsþekkingu, visku og þroska. Hins vegar eru aðrar konur sem kvíða fyrir þessum breytingum og þeim líkamlegu og andlegu einkennum sem fylgt geta í kjölfarið. Þau einkenni sem oftast eru til umræðu og flestar konur kannast við eru svitakóf, nætursviti og óreglulegar eða engar blæðingar. Önnur einkenni geta einnig verið svo sem óútskýrð þyngdaraukning, svefnleysi og depurð en 9 af hverjum 10 konum finna fyrir andlegri vanlíðan á breytingaskeiðinu.

Hitakófin gjörsamlega hurfu á aðeins 3 vikum Maríanna Björg fór skyndilega að upplifa mikil einkenni breytingaskeiðsins 53 ára gömul. Í dag, tveimur árum seinna mælir hún hiklaust með Femarelle fyrir allar konur sem komnar eru á þetta margbreytilega skeið þar sem varan breytti hennar líðan til hins betra. „Ég var ekki að skilja hvað var að koma fyrir mig fyrst. Ég varð allt í

8

einu svo ólík sjálfri mér og var farið að líða frekar illa. Ég upplifði miklar hitabreytingar og var sífellt of heitt eða of kalt en næturnar voru alltaf verstar. Ég varð alltaf kófsveitt og svitnaði það mikið að ég vaknaði rennandi blaut eins og hellt hefði verið úr fötu. Ég var farin að fara í sturtu á nóttunni og skipta um á rúminu á hverju einasta kvöldi. Sængin var þrifin vikulega og skipt um yfirdýnu reglulega sem endaði á að ég þurfti að kaupa nýtt rúm sem var mjög kostnaðarsamt fyrir utan óþægindin sem þetta skapaði. Að vakna í svitabaði raskaði svo mikið svefninum mínum að ég náði ekki að sofa heilu næturnar sem tók sinn toll á mig andlega.‘‘ segir Maríanna um einkenni sem hún upplifði áður en hún gerði sér grein fyrir að um breytingaskeiðið væri að ræða. ,,Ég hafði heyrt um Femarelle en systir mín notaði það með góðum árangri og sagði mér frá því. Ég ákvað að prófa Femarelle Recharge þar sem ég var

hreinlega komin yfir þetta tímabil. En viti menn, það leið mjög stuttur tími þar til ég byrjaði að svitna aftur og þá sá ég það á svörtu og hvítu að Femarelle var það eina sem virkaði fyrir mig. Ég var fljót að byrja að taka það aftur og fann strax hvað mér líður vel þegar ég tek inn Femarelle. Enn og aftur varð ég laus við öll einkenni og er svo hamingjusöm með að líða eins og ég sjálf aftur.

Einstök viðbót á breytingaskeiðinu Fjölmargir kvensjúkdómalæknar í Evrópu mæla með Femarelle vörulínunni sem fyrstu meðferð við breytingaskeiðinu þar sem Femarelle er hormónalaus lausn við einkennum. Vörulínan inniheldur þrjár vörur svo allar konur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Helsta innihaldsefni í vörulínu Femarelle er einkaleyfisvarið efnasamband, DT56a, sem virkar

„Var orðinn þreytt á svefnlausum nóttum, vanlíðan og endalausum hitakófum“ orðin ansi þreytt á svefnlausum nóttum, vanlíðan og endalausum hitakófum. Ég hafði prófað ýmislegt annað en ekkert virtist hjálpa mér. Þegar ég hóf inntöku á Femarelle fann ég strax mikinn mun á líðan, ég varð orkumeiri og aðeins 3 vikum seinna voru svitakófin gjörsamlega hætt, þvílíkur léttir sem það var. Ég hef notað Femarelle núna í 2 ár og prófaði fyrir stuttu síðan að taka pásu þar sem ég var viss um að ég væri

þannig að það örvar estrógen-nema í staðbundnum vef, ásamt því að efnið slær á einkenni tíðahvarfa án þess að hafa nokkur neikvæð áhrif á vef í móðurlífi eða brjóstum. Femarelle Rejuvenate hentar konum sem eru að upplifa fyrstu einkenni hormónabreytinga og áður en óregla kemst á blæðingar. Blandan inniheldur hörfræ, B2 og B7 vítamín sem stuðlar, að eðlilegum efnaskiptum ásamt

viðhaldi eðlilegrar húðar, slímhúðar og hárs. Femarelle Recharge er ætlað konum 50 ára og eldri en varan inniheldur B6 vítamín sem stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi og dregur úr þreytu og lúa. Síðast en ekki síst er Femarelle Unstoppable sem er fyrir konur frá 60 ára og eldri en blandan inniheldur B2 og B7 vítamín, kalk og D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina. Femarelle vörulínan er afar hentug fyrir konur sem eru að ganga í gegnum þetta margbreytilega skeið og geta allar fundið eitthvað við sitt hæfi. ■

Nokkrir áhugaverðir punktar sem allar konur ættu að lesa sér til um og hafa í huga: • Þú getur byrjað að finna fyrir einkennum um eða jafnvel fyrir fertugt. • Þú getur verið byrjuð á breytingaskeiðinu þó svo að þú sért ekki að upplifa hita- og svitaköst. • Þú getur verið byrjuð á breytingaskeiðinu þó svo að þú sért ennþá með reglulegar blæðingar. • 9 af hverjum 10 konum finna fyrir andlegri vanlíðan á breytingaskeiðinu. • Óútskýrð þyngdaraukning, depurð og svefnleysi eru algeng einkenni breytingaskeiðs. • Það eru til ráð sem geta hjálpa þér að endurheimta sjálfa þig og það er þess virði. • Þú ert ekki ein!


Mest selda liðbætiefni á Íslandi! Sífellt bætist í hóp þeirra einstaklinga sem hafa náð frábærum árangri með NUTRILENK. „Í fótbolta er mikið um hlaup, hopp og einvígi. Það er mikið álag á hnjám og ökklum og mikil högg á þessa staði líkamans, sérstaklega þegar undirlagið er breytilegt þar sem vellirnir eru ekki alltaf eins.” Gísli Eyjólfsson

„Ég elska að hreyfa mig en liðirnir mínir voru byrjaðir að kvarta aðeins. Það er snilld að eiga Nutrilenk upp í erminni til að koma mér ferskri aftur út að hlaupa og leika.“ Silja Úlfarsdóttir

Innihaldsefni NUTRILENK: Kondrótín sem unnið er úr fiskibeinum, aðallega frá hákörlum. Kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina.

„Á hverjum degi í 10+ ár hef ég tekið undra liðbætiefnið Nutrilenk Gold með frábærum árangri.“ Þórunn Högnadóttir

„Nutrilenk er besti liðsfélagi sem hnén mín gætu óskað sér. Eftir nokkrar liðþófa aðgerðir er Nutrilenk ómissandi þáttur í að halda mér í topp standi.” Kristinn Steindórsson

„Nutrilenk Gold hefur hjálpað mér mikið með liðeymsli eftir öll hlaupin í gegnum tíðina.“ Mari Jaersk

Mangan sem stuðlar að viðhaldi beina. D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og vöðvastarfsemi. C vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks og er þekkt fyrir að draga úr þreytu og lúa.

Öflugur liðsstyrkur


Viðtal

Gerum Ísland að heilbrigðustu þjóð í heimi Lukka Pálsdóttir er sjúkraþjálfari og með meistaragráðu í stjórnun. Hún starfaði sem einkaþjálfari eftir sjúkraþjálfaranám og byrjaði að gera matarpakka fyrir viðskiptavini sem síðan leiddi til fæðingar veitingastaðarins Happ, sem hún rak í 12 ár. Í dag rekur Lukka fyrirtækið Greenfit ásamt Má Þórarinssyni og Sigurði Ragnarssyni. Greenfit sérhæfir sig í ástandsskoðun og heilsufarsmælingum sem aðstoða fólk við að kortleggja heilsuna og bæta bæði heilsu og lífsgæði. Nýverið opnaði Greenfit einnig hleðslustöð með meðferðum á borð við rauðljósameðferð og kuldameðferð sem geta stutt endurheimt og heilsueflingu fólks. Lukka deilir með lesendum hvernig við getum gert Ísland að heilbrigðustu þjóð heims og hvernig hvert og eitt okkar hefur val til að taka ákvarðanir sem stuðla að heilbrigði og lífsánægju okkar sjálfra og þar með samfélagsins alls. Mörg heilbrigðiskerfi heims eru að hruni komin vegna álags og við gætum snúið þeirri þróun við hér og hreinlega orðið fyrirmynd fyrir umheiminn. Til þess að skapa skilyrði fyrir heilbrigðari þjóð þurfa margir aðilar að koma að borðinu, stjórnvöld geta gefið tóninn en matvöruverslanir landsins, íþróttafélög, skólar, tryggingafélög og fleiri aðilar gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að heilsuhvetjandi valkostum. Heilsulæsi ætti líka að vera sjálfsagt námsefni í skólum landsins.

10

Matvælafyrirtæki taki ábyrgð Þegar talið berst að næringu og heilsu þá nefna margir hvort setja eigi aftur á sykurskattinn sem var hér á árunum 2013-2015 og margar aðrar þjóðir nota sem neyslustýringu. Ég er ekki viss um að slíkt inngrip séu eins öflugt og margir halda og tel sjálf að vænlegra til árangurs sé upplýsingar og góðar forvarnir. Við sjáum það mjög skýrt þegar ungt fólk kemur í mælingar hjá Greenfit. Þau segja okkur gjarnan frá orkudrykkjanotkun og sælgætis- og skyndibitamenningu, sjá svo mælingarnar sínar og hvaða áhrif þetta val hefur þegar kemur að heilsu og æfingum. Um leið og unga fólkið fær innsýn í sínar eigin mælingar og skilur þær þá er hvatinn til að breyta um venjur mun sterkari en ef drykkirnir

matvöruverslun og langaði að grípa mér hollan bita og fá mér eitthvað að drekka með því. Það var risastór kælir í versluninni þar sem allir drykkirnir innihéldu annað hvort koffín eða sykur, kolsýrt vatn var svo volgt í kössum við hliðina á kælinum. Af hverju? Fyrirtækin hafa mikil áhrif á val fólks með framsetningu á vörum sínum. Ein stór matvöruverslunarkeðja tók fyrir þó nokkru allt nammi af kössunum og það gengur bara fínt. Ég er viss um að þessi matvöruverslun er að hafa áhrif á neyslu og stjórnandinn í þessu tilviki tók líklega þessa góðu ákvörðun út frá öðrum gildum en einungis þeim að auka hagnað. Berum virðingu fyrir svona ákvörðunum og tökum meira af þeim okkur öllum til heilla.

„Það verður ekki framhjá því litið að við búum í dag í samfélagi sem samþykkir heilsuspillandi hegðun og við erum einhvern vegin orðin samdauna því. “ og sælgætið væri nokkrum prósentum dýrara. Ég held að við þurfum að valdefla þetta flotta unga fólk með góðum upplýsingum. Köllum svo eftir ábyrgð hjá stóru fyrirtækjunum og fáum matvælafyrirtækin og matvöruverslanir með okkur í lið. Bara sem dæmi langar mig að nefna að ég var á einhverjum hlaupum um daginn, kom við í

Kvíðavaldandi að vera í óvissu Embættis- og eftirlitsaðilar eru einnig í lykilstöðu til að láta gott af sér leiða þegar kemur að lýðheilsu og heilbrigði. Við heyrum stundum umræðu um að það geti verið kvíðavaldandi að fá upplýsingar um heilsuna sína en ég held að það sé þvert á móti kvíðavaldandi að vera í óvissu. Það er eiginlega versta

staðan. Um leið og þú veist stöðuna þá geturðu farið að vinna í málunum. Við vitum fyrir víst og sjáum það mjög skýrt á okkar mælingum í Greenfit hve öflug áhrif upplýsingar hafa á heilsutengdar ákvarðanir fólks. Ítrekað höfum við fengið til okkar fólk sem langar til að léttast og fylgir ráðum um mataræði og hreyfingu mjög vel í nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Sama fólk, kemur svo aftur í mælingar og er orðið vondauft um að ná árangri, því þau eru að bíða eftir lækkun á tölu á vigtinni. Þegar þau sjá svart á hvítu að blóðsykurinn er kominn í betra horf, blóðþrýstingur hefur lækkað og ýmislegt fleira jákvætt hefur átt sér stað og almenn líðan og orka orðin meiri, þá verður hvatinn til að halda áfram svo margfalt meiri en þegar fólk er einungis að horfa á vigtina sem mælikvarða. Þyngdarstjórnun er langhlaup og fókusinn ætti alltaf að vera á heilbrigði en ekki þyngdartap einungis þyngdartapsins vegna. Ef að 90% Íslendinga deyja úr langvinnum lífsstílstengdum sjúkdómi og 80-90% af útgjöldum til heilbrigðismála fer í að meðhöndla sjúkdóma sem lífsstíll okkar skapar þá er alveg augljóst hver leiðin út úr vandanum er. Hún hlýtur að liggja í forvörnum og lífsstílsvinnu.

Efnaskiptaheilsupróf sem leiðarvísir að bættri heilsu Eins og fram hefur komið deyja 90% Íslendinga úr langvinnum lífsstílstengdum sjúkdómum og stærsti einstaki áhættuþátturinn er of


hár blóðþrýstingur. Sá þáttur sem er hraðast vaxandi er svo hár blóðsykur.

og tekst á um hvað af þessum þremur orkuefnum séu best eða verst.

Grunnurinn að góðri heilsu og forvörn gegn þessum helstu flokkum langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma felst í góðri efnaskiptaheilsu.

Hollt mataræði fyrir heilbrigðan einstakling á venjulegum degi er eitt, en annað er svo leiðréttandi eða læknandi mataræði sem getur hjálpað tímabundið til að komast aftur á beina breiða veginn eftir að við höfum lent úti í kanti heilsulega séð. Þegar við viljum sjá breytingar á þyngd, orku, þarmaflóru eða bólguástandi til dæmis þá getur þurft stærri breytingu á mataræði tímabundið. Læknandi mataræði getur verið nokkuð stíft í ákveðinn tíma, en svo getur fólk oftast bætt fleiru inn eftir því sem tíminn líður. Hjálplegt getur verið að hitta fagfólk sem hjálpar fólki að meta hvar það er statt í. Mataræði er mjög fjölbreytt hjá einstaklingum þannig að mataræðið í dag þarf að vera einstaklingsmiðað.

Þau 5 atriði sem efnaskiptaheilsuprófið styðst við eru: • Fastandi blóðsykur • Blóðþrýstingur • HDL kólesteról • Blóðfita (þríglýseríð) • Kviðfita (mæld í BCA tæki en hægt að nota mittismál sem nálgun)

Það eru til 5 ára gamlar rannsóknar niðurstöður frá Bandaríkjunum sem sýna að 88% fullorðinna Bandaríkjamanna féllu á þessu prófi, voru sem sagt ekki með góða efnaskiptaheilsu og í fyrra kom út önnur rannsókn sem sýnir að 93% fullorðinna Bandaríkjamanna féll á þessu prófi. Spurning hver staðan er hérlendis og kæmi það mér ekki á óvart að við værum á sömu vegferð og Bandaríkjamenn. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þetta er fullkomlega fyrirbyggjanlegt og oftast viðsnúanlegt.

Gjörunnin matvæli stórt vandamál Ég myndi segja að rauði þráðurinn í heilsufarsvandanum í dag sé sykurinn og gjörunnin matvæli. Ef að við myndum nota þá reglu að kaupa einungis inn matvæli sem eru hráefni en hafa enga innihaldslýsingu þá væri heilsa landsmanna mun betri. Fókusinn ætti alltaf að vera á næringarþéttni frekar en hitaeiningar. Grænmeti og ávextir eru næringarþétt þ.e. gefa okkur mikið magn steinefna, vítamína og annarra næringarefna per hitaeiningu. Sama má segja um kjöt og fisk. Hvítur sykur gefur okkur hins vegar ekkert annað en hitaeiningar, en engin næringarefni. Í gjörunnum matvælum fáum við ofgnótt hitaeininga en lítið af næringareiningum.

Læknandi mataræði Það er ekki til einhver ein ríkisregla um mataræði sem allir ættu að vera á alltaf. Ég er búin að vera svo lengi í þessu að ég er búin að sjá allar tískusveiflurnar koma og fara, þar sem áherslur eru lagðar á kolvetni, fitu eða prótein og svo skiptist fólk í fylkingar

Fyrirtæki uppskeri árangur af heilsueflingu Öll fyrirtæki í landinu geta lagt sitt að mörkum og uppskorið sjálf ríkulega. Hver króna sem fyrirtæki setur í vel úthugsaða heilsueflingu starfsmanna getur komið til baka í formi færri veikindadaga, meiri starfsánægju og aukinnar framlegðar. Það er ein besta fjárfesting sem hvert fyrirtæki getur gert. Mörg fyrirtæki eru með einhverja heilsutengda styrki eða annað í boði fyrir starfsfólk sitt, en stundum er þetta aðallega gert að nafninu til. Við höfum frábæra reynslu af samvinnu okkar við stór og smá fyrirtæki sem segja flest sömu sögu: Fjárfesting sem kemur ríflega til baka!

Flestir sem koma til okkar hafa þegar tekið ákvörðun um að hlúa sem best að eigin heilsu og það er skemmtilegasta vinna í heimi að fá að styðja við og fylgjast með fólki ná árangri, sem það hefur jafnvel þráð í áraraðir. Um leið og fólk skilur sjálft hvernig líkaminn bregst við þjálfun á réttu álagi þá ganga æfingar eða almenn hreyfing svo miklu betur. Enn í dag eftir fjögur ár af starfsemi Greenfit þá höfum við ekki enn fundið

„Þyngdarstjórnun er langhlaup og fókusinn ætti alltaf að vera á heilbrigði en ekki þyngdartap einungis þyngdartapsins vegna“ Fyrirtæki eiga ekki að fjárfesta í neinu nema það skili þeim einhverjum árangri. Það er líka svo fallegt þegar þetta fer allt saman. Einstaklingurinn öðlast betri heilsu, fyrirtækið fær hraustari og glaðari starfsmann og best af öllu er að ávinningurinn er samfélagsins alls, því það liggur í augum uppi að það eru langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sem eru að sliga heilbrigðiskerfið og við verjum það best með því að stuðla að auknu heilbrigði og heilsulæsi. Fólk er oft að leita að skyndilausnum en þær virka sjaldnast til lengri tíma. Hjá Greenfit erum við svo heppin að fólk sem kemur til okkar er yfirleitt tilbúið til að taka ábyrgð á eigin heilsu.

þann einstakling sem lífsstílsbreytingar skila ekki árangri. Þær virka í 100% tilfella. Og það besta er að aukaverkanirnar eru allar jákvæðar! Þú breytir kannski lífsstíl til að forða þér frá sykursýki týpu II en færð bætta geðheilsu, meiri orku og grennra mitti í kaupbæti. Góður díll.

Næringin fyrsta skrefið Sumir segja að heilsan sé eins og stóll með þrjár fætur og þeir séu allir jafn mikilvægir. Sama hvaða fót þú tekur af stólnum, þá missir hann alltaf jafnvægið. Þó held ég samt að næring sé alltaf stærsti einstaki orsakaþátturinn sem hefur mest áhrif á

heilsuna okkar. Keðjuverkunin er svo mikil, næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu, hún hefur bein áhrif á svefn sem hefur svo aftur áhrif á blóðsykurstjórnun og orku sem hefur svo áhrif á löngun eða getu til að stunda hreyfingu. Þetta er allt samofið en næringin er grunnurinn og það verður ekki framhjá því litið að við búum í dag í samfélagi sem samþykkir heilsuspillandi hegðun og við erum einhvern vegin orðin samdauna því. Okkur finnst ekkert tiltökumál þó svo að unga fólkið okkar drekki fagurbláa orkudrykki og borði bleika kleinuhringi með. Allt í lagi að sælgæti sé stillt fram í augnhæð ungra barna eða að unglingar geti hvorki vaknað á morgnana né sofið á nóttunni án svefnlyfja. Þetta er ekki eðlilegt ástand og við vitum alveg hvernig á að laga það. Við erum bara stödd í menningu sem nennir ekki að taka á þessu. Þetta er allt saman val og undir okkur sjálfum komið meira og minna. Þú velur venjur þínar, en svo taka venjur þínar við að móta framtíðar þig. Hvað ætlar þú að venja þig á? Hvar viltu vera eftir eitt ár? Þú stjórnar. Safnaðu góðum venjum og þá detta ósiðirnir smám saman út. Það er svakalega gaman að vera heilbrigður og fullur af orku. Heilsa er ekki bara það að forðast sjúkdóma heldur geggjuð vellíðan og orka sem mér finnst frábært að fá að starfa við að hjálpa fólki að uppgötva. ■

11


Gómsætur

grænmetisréttur Grænmetisréttur sem endurnærir ekki bara líkamann. Heldur líka sálina. Bragðlaukarnir dansa af gleði og líkaminn endurnærist. Rétturinn kann að virðast flókinn við fyrstu sýn, en er það í raun ekki. Það þarf vissulega að flysja, hreinsa og skera niður grænmeti en gerðu bara nóg og rétturinn nýtist í næstu tvær til þrjár máltíðir.

Fyrsta skref er að blanda eftirfarandi hráefnum vel saman með töfrasprota: 3 cm engifer 2-3 hvítlauksrif 1 tsk. rautt karrý paste 1/3 af kókosmjólkurdós Þar á eftir er grænmeti að eigin vali skorið niður og sett í pott með blöndunni sem þú töfraðir fram í fyrsta skrefinu með töfrasprotanum. Mikilvægt er að hræra vel í pottinum svo að allt blandist vel saman.

Hugmyndir að góðu grænmeti: 1 stk. brokkolí haus 2 stk. sætar kartöflur 3 stk. gulrætur 5 stk. kartöflur 2 stk. laukur/1 stk. púrrulaukur/2 stk. rauðlaukur (veljið hvaða lauk þið viljið)

12

Þar á eftir er komið að því að krydda með eftirfarandi: 2-3 tsk. karrý Pipar eftir smekk Salt eftir smekk

Nokkrar hugmyndir til að breyta og bæta: • Gott að bæta kóríander út í í lokin • Gott að kreysta smá límónu yfir réttinn í lokin • Fyrir sterkari rétt má nota meira af rauðu karrý paste

1 stk. Grænmetisteningur Oregano, timian, rósmarín eða annað sem er uppáhalds Nú er komið að því að blanda öllu saman, en blandið eftirfarandi í pottinn og hrærið vel: Restin af kókosmjólkinni 1 dós af söxuðum tómötum 1 dós af salsa sósu 1 dós af kjúklingabaunum Að lokum er öllu leyft að malla í þó nokkurn tíma, minnst 30 mínútur og mikilvægt er að hræra reglulega í pottinum. Með tímanum kemur meiri safi frá grænmetinu. Rétturinn er tilbúinn þegar grænmetið er orðið mjúkt.

Mundu bara að hafa gaman að því að leika þér með krydd og fleira sem þér líkar, án þess að hræðast mistök. Hér er eiginlega ekki hægt að mistakast. Ef þú vilt frekar súpu, getur þú gert sömu blöndu og bætt við um 500-750 gr af vatni og grænmetistening. Setja svo salt og pipar eftir smekk. Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum og einföldu fersku salati. Stundum er líka bara gott að setja vel af salatblöðum í djúpa skál og réttinn yfir og fá þannig allt þetta græna væna með réttinum. ■


Járngildin í toppstandi með Probi Female Probi Female eina sem hefur virkað

Hulda Stefánsdóttir hefur verið að taka inn Probi Female til lengri tíma og aldrei verið með eins góð járn gildi úr mælingum eins og nú.

Lág járn gildi er einn algengasti næringarefnaskortur í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) og lýsir sér helst í orkuleysi og þreytu en við langvarandi skort geta komið upp ýmsir aðrir kvillar. Skortur kemur oftast við sögu vegna ónógs járns í fæðu, aukinnar þarfar járns, lélegs frásogs eða blóðmissis. Mannslíkaminn getur ekki framleitt járn sjálfur en oft á tíðum getur verið nóg að bregðast við járnþörf með því að neyta járnríkrar fæðu. Þó getur verið erfitt að uppfylla þörfina úr fæðu þar sem eingöngu lítið magn af því járni sem við neytum frásogast og nýtist í líkamanum og er því oftar en ekki er nauðsynlegt að innbyrða járn í formi bætiefna.

Hulda Stefánsdóttir er gift tveggja barna móðir sem elskar að ferðast og fara í fjallgöngur ásamt því að verja tíma með fjölskyldu sinni en hún nýtur lífsins til hins ítrasta. Hulda hefur verið að notast við Probi Female með stórgóðum árangri og mælir hiklaust með fyrir allar þær konur sem upplifa skort af einhverju tagi. ,,Mér hefur þótt Probi Female alveg hafa bjargað mér þar sem ég er blóðgjafi og hef þurft að taka járn á formi bætiefna í dágóðan tíma. Ég hef prófað allskyns bætiefni sem innihalda járn í gegnum tíðina en Probi Female er það eina sem hefur virkað vel fyrir mig. Þegar ég hef verið að fara í mælingar þá hefur alltaf komið fram mikill munur á mínum gildum þegar ég hef verið að taka inn Probi Female. Blandan inniheldur gott magn af járni sem gerir mér kleift að taka einungis minn skammt af vörunni daglega og gildin mín segja alltaf til um að ég sé í toppstandi. Mér þykir líka ofsalega góður kostur að blandan inniheldur einnig C vítamín en læknirinn minn sagði mér á sínum tíma að járn frásogist betur ef að C vítamín er tekið inn samhliða. Því finnst mér þessi blanda góð fyrir mig og ættu allar konur að skoða vöruna að mínu mati.‘‘ segir Hulda sem hefur fundið mikinn mun á sér með tilkomu Probi Female í sína daglegu rútínu.

Probi Female fyrir aukna járnupptöku Probi Female inniheldur einkaleyfisvarða mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v sem viðheldur heilbrigðum meltingarvegi og hefur verið rannsakaður til fjölda ára. Auk þess inniheldur blandan járn og fólínsýru ásamt C vítamín sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins sem og eykur upptöku járns. Probi Female er milt fyrir

meltingarkerfið og náttúruleg leið til að viðhalda góðum járngildum í líkamanum. Góður kostur Probi Female er að formúlan hentar einnig fyrir barnshafandi konur.

Einkaleyfisvarðir mjólkursýrugerlar Sænska fyrirtækið Probi AB var stofnað fyrir 30 árum síðan í kringum merkilega uppgötvun á mjólkursýrugerlinum Lactobacillus plantarum 299v. Gerillinn sýndi sig vera sérlega harðger og hefur eiginleika til að fjölga sér í meltingarvegi og styrkja þar með varnir okkar og draga úr óþægindum tengdum maga og meltingu. Probi AB er í dag leiðandi á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og með alheimseinkaleyfi á LP299V gerlinum, ásamt því að vera þeir einu sem innihalda gerilinn í vörum sínum á Íslandi. ■

Eftirfarandi hópar sem geta verið í áhættu fyrir járnskorti: • Konur á barneignaraldri • Barnshafandi konur • Unglingar • Eldra fólk • Fólk í mikilli þjálfun • Grænmetisætur og þau sem kjósa vegan lífsstíl

NEUBRIA SLEEP

Hámarkar slökun & bætir svefngæði Neubria Sleep inniheldur m.a. kamillu, saffran og magnesíum. Útsölustaðir: Apótek, heilsuhillur stórmarkaða og Heimkaup.is.

13


HEILSA

GL E ÐI

JAFNVÆGI

Vítamín í formi munnúða frá BetterYou er einföld og áhrifarík leið til að tryggja að börn fái öll þau helstu vítamín til þess að uppfylla daglega þörf og styðja við eðlilegan vöxt og þroska. D400 infant

D400 infant er hugsað fyrir börn yngri en 3 ára en hver munnúði inniheldur ráðlagðan dagskammt af D- vítamíni fyrir börn sem jafngildir 10 míkrógrömmum/400alþjóðaeiningum á dag. Munnúðinn er bragðlaus og einstaklega þægilegur í notkun.

D400 junior

D400 junior er bragðgóður munnúði með piparmyntubragði sem hentar börnum eldri en 3 ára. D400 junior er hentugur valkostur fyrir börn sem eiga erfitt með að innbyrða töflur eða hylki.

MultiVit junior

MultiVit junior er fjölvítamín í úðaformi ætlað börnum frá 1 árs aldri. Munnúðinn er með súkkulaði- og sykurpúðabragði og inniheldur öll þau 14 nauðsynlegu næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Inniheldur m.a. A, D, C, K og B vítamín ásamt fólínsýru, joð og selen.

D+K2 kids

D+K2 kids er munnúði fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Munnúðinn inniheldur D3 og K2 vítamín og er með bláberja- og tyggjókúlubragði.

Disney vítamín hlaupin innihalda öll þau helstu vítamín sem þörf er á fyrir börn, A, B6, B12, fólínsýru (B9), C, D-, E, bíótín, joð og sink sem allt hefur það að markmiði að stuðla að vexti og viðhaldi barna.

Ráðlagður dagskammtur fyrir börn frá 1-8 ára er 1 úði á dag en fyrir börn frá 9-13+ ára er 2 úðar á dag.

Náttúrulegt kirsuberja-, vínberja- og appelsínubragð.

Náttúrulegt hindberja-, jarðarberja- og vatnsmelónubragð.


Svefn er mikilvægur fyrir heilsu okkar og hamingju

Svefn er flókið

lífeðlisfræðilegt fyrirbæri en talið er að um 2040% fullorðinna eigi við svefnvandamál að stríða. Á Íslandi virðist svefnvandamál vera heldur víðtækt en rannsóknir hafa svo sem sýnt fram á að um 25% íslenskra kvenna glími við slíkt sem er umtalsvert hærra en á heimsvísu. En af hverju þurfum við að sofa vel og er slæmt fyrir heilsuna að fá ekki nægan svefn? Hvert er hlutverk svefns?

Rétt eins og að hreyfa sig vel og borða holla og fjölbreytta fæðu, þá er svefn grundvöllur líkamlegrar og andlegrar heilsu. Ætla má að hver og einn verji um það bil þriðjungi ævinnar sofandi en á meðan svefni stendur fer gríðarlega margt fram í líkamanum. Talað er um fjögur stig eftir dýpt svefnsins. Fyrsta og annað stigið er léttur svefn en þar hægist á hjartslætti og öndun, vöðvar slakna, líkamshitastigið lækkar og augnhreyfingar breytast. Þriðja svefnstigið er djúpsvefn sem er nauðsynlegur til þess að við vöknum endurnærð daginn eftir en á þessu

þriðja stigi verður hjartsláttur og öndun eins hæg og mögulegt er og vöðvarnir slakna enn meira. Í djúpsvefni eiga sér stað mikilvæg ferli eins og losun eiturefna úr heila, myndun vaxtarhormóna og endurnýjun frumna en djúpsvefn er einnig mikilvægur fyrir minni og úrvinnslu áreita sem gerir okkur kleift að bæta árangur í daglegum athöfnum. Fjórða svefnstigið einkennist af hröðum augnhreyfingum sem kallast REM eða draumsvefn en á þessu stigi eiga nær allir draumar sér stað. Draumar spanna í kringum 2 klukkustundir af nætursvefni jafnvel þó svo að einstaklingar eigi erfitt með að muna draumana daginn eftir. Góður svefn hefur margvísleg áhrif á virkni heilans og hafa öll svefnstig mikilvægu hlutverki að gegna, almenn heilsa verður betri ef við sofum vel og erum við reiðubúnari til að takast á verkefni dagsins.

Svefnleysi getur haft margvísleg áhrif á heilsuna Langvarandi svefnleysi getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu

okkar og líðan. Hormóna framleiðsla fer m.a. úr jafnvægi ásamt hormón sem stýra hungri og seddu og förum við þ.a.l. að sækja meira í sykur og einföld kolvetni. Svefnleysi getur að auki valdið orkuleysi, úthaldsleysi og aukið líkur á meiðslum þar sem svefn tryggir líkamanum góða hvíld og endurheimt. Að auki fer ónæmiskerfið að bælast með verri svefngæðum en í kjölfarið erum við líklegri til að sækja í flensur og ýmsa kvilla. Svefnleysi getur einnig haft víðtæk áhrif á andlega líðan sem getur komið niður á líðan í daglegu amstri og haft áhrif á einbeitingu, minni og rökhugsun. Án svefns er heilinn jafnframt ófær um að skapa og halda utan um minningar og vinna úr tilfinningum og hugsunum. Því má segja að góður svefn skipti sköpum í daglegu amstri.

Melatónín inntaka hefur aukist gífurlega í öllum aldursflokkum á Íslandi Notkun melatóníns hefur aukist í öllum aldursflokkum á Íslandi síðustu ár en sífellt er skoðað áhrif þess með rannsóknum og stöðugt eykst vitneskja okkar um hugsanlega kosti þess og galla. Eitt er þó vitað að konur ættu alls ekki að notast við melatónín á meðgöngu sem og er ekki mælt með að nota melatónín fyrir börn og unglinga nema í undantekningar tilfellum þar sem talið er að langtíma notkun geti haft áhrif á kynþroska og frjósemi. Að auki ættu einstaklingar sem taka inn önnur lyf að staðaldri ekki að taka inn melatónín að staðaldri. Melatónín er ætlað sem skammtíma lausn á svefnvandamálum, ef það hefur ekki komið til gagns eftir ákveðin tíma gæti verið að langvarandi svefnvandamál séu til staðar og ætti að fá lækni til að meta ástandið. Alltaf skal leita ráða hjá lækni áður en inntaka á stórum skömmtum af melatóníni hefst, en mismunandi er eftir einstaklingum og aldri hvernig við höndlum það. ■

15


Er öf lugasta hreinsikerfi líkamans stíflað?

Vissir þú að sogæðakerfið er tvisvar sinnum stærra en æðakerfi líkamans og er eitt öflugasta hreinsikerfi líkamans? Við erum með 5-6 lítra af blóði í líkamanum en um 18 lítra af sogæðavökva. Við erum með hjarta sem pumpar blóðinu um æðar líkamans en enga pumpu sem pumpar sogæðavökvanum um sogæðakerfið.

Þegar sogæðakerfið er undir álagi getur þú upplifað bæði líkamleg og andleg/tilfinningaleg óþægindi. Þetta er vegna þess að sogæðakerfið tengist öllum kerfum líkamans, þar á meðal tauga- og meltingarkerfinu. Ef sogæðakerfið vinnur vel eru allar líkur á að þú upplifir þig orkuríka/n, einbeitingin sé í lagi, meltingin vinni vel og að svefninn sé góður og öfugt ef það er ekki að vinna sem skyldi. Sogæðakerfið er oft fyrsta kerfi líkamans til að senda viðvörun þegar varnir líkamans eru í hættu.

Sogæðakerfið salerni frumanna Mikilvægt er að sogæðavökvinn flæði vel um sogæðakerfi líkamans, en þar sem sogæðakerfið er

16

ekki með neina pumpu til að dæla þessum vökva, spáir maður í því hvernig þessir 18 lítrar flæði um líkamann. Við vitum það að ef ekki er gott flæði á þessum 18 lítrum, getur sogæðavökvinn þykknað í sogæðum líkamans og það ástand getur leitt til ýmissa heilsufarsvandamála. Allar frumur líkamans þurfa næringu og losa sig við úrgang. Ímyndum okkur að blóðið sé eldhús líkamans, sem nærir hverja frumu og sogæðakerfið sé salernið sem hreinsar út úrgang frumanna. Salernið eða sogæðakerfið þarf aðstoð ýmissa líffæra til að hreinsa úrgangs- og eiturefni úr líkamanum, t.d. í gegnum húðina, nýrun, lungun og ristilinn. Ef þessi líffæri starfa ekki sem skyldi og eru mögulega að hluta til stífluð, þá er ekki greið útgönguleið fyrir úrgangs- og eiturefni frá sogæðakerfinu (salerninu) úr líkamanum og getur því myndast uppsöfnun á þessum efnum sem getur haft í för með sér ýmis heilsufarstengd vandamál. Blöðrur, bólur, separ og jafnvel æxli geta verið merki slíks ástands og ætti að meðtakast sem skilaboð um að breytinga á lífsstíl sé þörf. Óheilbrigður lífsstíll eins og kyrrseta, stress og álag ásamt næringarsnauðu mataræði eru þeir þættir sem hafa einna helst áhrif á sogæðakerfi líkamans.

„Við erum með 5-6 lítra af blóði í líkamanum en um 18 lítra af sogæðavökva. Við erum með hjarta sem pumpar blóðinu um æðar líkamans en enga pumpu sem pumpar sogæðavökvanum um sogæðakerfið“ Hreinsun sogæðakerfis Þegar unnið er að því að hreinsa sogæðakerfið er mikilvægt að efla og styðja samtímis við starfsemi annarra líffæra sem taka þátt í úthreinsun líkamans. Meltingarfærin, nýrun, húðin og lungun þurfa að starfa rétt ásamt lifrinni svo að úrgangur sem við losum við hreinsun hafi greiðan aðgang út úr líkama okkar, en séu ekki endurupptekin í líkama.


Mikilvægt er að tryggja að hægðir séu reglulegar, en viðmiðið er að hafa hægðir a.m.k. einu sinni á dag. Sogæðakerfið liggur grunnt undir húðinni, en húðin er stærsta líffæri líkamans og hreinsar úrgangsefni út í gegnum svitakirtlana. Því er mikilvægt að hreyfa sig reglulega þannig að maður svitni. Nýrun tilheyra þvagkerfi líkamans og hreinsa úrgangsefni úr líkamanum með myndun þvags sem þau senda í gegnum þvagpípu til þvagblöðru og með þvagláti hreinsum við út úrgangsefni. Mikilvægt er að drekka vel af hreinum vökva yfir daginn til að virkja þetta kerfi. Ekki má gleyma að virkja lungun með djúpri öndun. Með því að anda djúpt ofan í lungun aukum við súrefnisupptökuna í líkamanum, því meira súrefni sem líkaminn fær, því orkumeiri verðum við. Lungun eiga einnig stóran þátt í því hversu heilbrigt blóðið okkar er. Djúpur andardráttur getur að auki haft góð áhrif á taugakerfið og komið í veg fyrir stress og streitu.

Breytingar geta gert kraftaverk Þó svo að sogæðakerfið hafi verið undir álagi jafnvel frá fæðingu, þýðir það ekki að ekkert sé hægt að gera í málunum. Líkaminn er ein öflugasta vél sem til er og hefur það að markmiði og þann eiginleika að vinna ávallt að því að finna jafnvægi sitt, alla ævi. Það þýðir þó ekki að við getum farið illa með líkamann með óhollum lífsstíl og líkaminn kallað jafnharðan fram jafnvægi aftur. Óheilbrigður lífsstíll til lengri tíma ýtir undir uppsöfnun úrgangs, veldur innri bólgum og öðru ójafnvægi og slíkt ástand breytist oft ekki fyrr en lífsstílsvenjur breytast. Stundum þarf að breyta lífsstílsvenjum svo um munar til að líða betur, en í flestum tilvikum geta minni háttar breytingar gert kraftaverk.

10 góð ráð fyrir sogæðakerfið Hér að neðan eru 10 ráð sem geta haft einstaklega góð áhrif á sogæðakerfið ef við tileinkum okkur að nota þau reglulega. Ekki er nauðsynlegt að fylgja öllum þessum ráðum á sama tíma. Mikilvægast er að velja eitt eða fleiri þessara ráða sem henta þínum lífsstíl og tileinka sér að nota þau reglulega. Skipulagning og agi eru forsenda þess að ná árangri og lífsstílsbreytingar geta tekið tíma. Því er mikilvægt að gefast ekki upp þó maður detti af lestinni endrum og eins. Mikilvægast er að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.

1.

Eitt af því mikilvægasta fyrir sogæðakerfið er að passa upp á að sogæðavökvinn verði ekki þykkur og slímkenndur. Mikilvægt er að drekka vel af hreinum vökva, og mælum við með vatni með lögg af nýkreistri sítrónu eða límónu út í. Sítrónuog límónusafinn virka eins og uppþvottasápan gerir á leirtauið. Nýkreistir safar eru einnig ansi vökvandi, ásamt hreinu jurtatei. Kaffi og sykurríkir drykkir vökva ekki líkamann heldur hafa þeir öfug áhrif.

2. Hreint og vökvaríkt fæði fær

sogæðakerfið til að mala. Saltrík og mikið unnin fæða getur ýtt undir bólgumyndun í líkama. Borðaðu vel af ávöxtum og helst á tóman maga eða áður en þú borðar máltíð. Ávextir eru mjög næringar- og vatnsríkir og hjálpa sogæðakerfinu að hreinsa sig.

3. Hreyfðu þig daglega. Mikilvægt er að hreyfa sig þannig að þú ferð að anda hraðar, svitna og hitna. Hoppaðu á trampólíni, taktu röskan langan göngutúr eða skokkaðu og teygðu vel á líkamanum eftir æfinguna.

4. Þurrburstaðu húðina áður en þú

ferð í sturtu. Með því að bursta húðina losarðu hana við dauðar húðfrumur og opnar þannig húðina fyrir öflugri hreinsun. Á sama tíma örvast sogæðakerfi og blóðstreymi líkamans.

5. Breyttu á milli þess að hafa sturtuna vel

heita (án þess þó að brenna þig) í 30-60 sek og kalda í 30-60 sek — gerðu þetta tvisvar í senn (2-4 mínútur í heildina). Með hitanum víkka æðar líkamans og dragast svo saman við kuldann og virkar þetta sem einskonar nudd fyrir sogæðakerfið. Farðu varlega ef þú þjáist af hjartasjúkdóm eða ert með of háan blóðþrýsting.

6. Létt (blítt) nudd eða svokallað

sogæðanudd er mjög gott fyrir sogæðakerfi líkamans og getur hjálpað líkamanum að losa út úrgangsefni og örva hreinsigetu hans. Of djúpt nudd getur aftur á móti haft góð áhrif á vöðva líkamans, en örvar ekki eins sogæðakerfið.

7. Allt grænt grænmeti inniheldur mikið af

efni sem kallast Chlorophyll og hreinsar bæði blóð og sogæðakerfi líkamans. Uppbygging sameinda Chlorophylls er næstum sú sama og uppbyggingin á blóði líkamans, eini munurinn er sá að miðatóm sameindarinnar í blóði er steinefnið járn en steinefnið magnesíum í Chlorophyll. Magnesíum er steinefni sem mjög marga vantar í dag.

8. Cayenne pipar bæði eykur blóðflæði og

getur verið notað með til að leysa upp slím. Þessi bragðsterka planta hefur góð áhrif á sogæðakerfið. Oft getur fólk fundið fyrir sviða í hálsi og jafnvel hita í maga við upphaf inntöku og er því mælt með að byrja smátt, mjög smátt; setjið örlítið af cayenne pipar á hnífsbrodd í vatnsglas eða annan drykk, tvisvar sinnum á dag og drekkið. Mælt er með að prófa í amk. 10 daga til að finna muninn.

9. Þari, fíflablöð og brenninetla eru

allt jurtir sem hafa góð áhrif á sogæðakerfið. Einnig er villt indigo planta (Baptisia tinctoria) mjög góð til að hreinsa sogæðakerfið, gott að drekka sem te.

10. Þröng föt geta takmarkað sogæðaflæði

sérstaklega í kringum mitti, mjaðmir og læri. Best er að forðast að vera daglega í mjög þröngum fötum sem þrengja að þessum svæðum. ■

„Sogæðakerfið er tvisvar sinnum stærra en æðakerfi líkamans og er eitt öflugasta hreinsikerfi líkamans“

17


Lífsstílsbreytingar á nýju ári með New Nordic náttúrulega hreinsandi og heilandi töfraefni en hjálpar m.a. við framleiðslu magasýra sem er mikilvæg fyrir góða meltingu. Að auki hefur eplaedik verulega jákvæð áhrif á blóðsykur sem hefur þar af leiðandi jákvæð áhrif á daglega sykurlöngun og matarlyst. Apple Cider frá New Nordic inniheldur ætiþistil og túnfífil sem lengi hefur verið þekkt fyrir heilsueflandi eiginleika sína ásamt króm sem stuðlar að viðhaldi eðlilegs glúkósa magns í blóðinu og slær þannig á sykurlöngun. Blandan inniheldur að auki kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum sem og viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar. Fat Burner töflurnar hafa notið mikilla vinsælda en þær innihalda jurtina Yerba Mate sem upprunnin er frá Suður Ameríku. Tiltekin jurt er talin auka seddu tilfinningu og styðja þannig við þyngdartap. Að auki inniheldur Fat Burner grænt te, engifer, svartan pipar, mjólkurþistil og kólín sem stuðlar að eðlilegum efnaskiptum fitu. Þessi einstaka tvenna virkar vel saman og hefur það að markmiði að hjálpa þér að ná lengra.

Allt það besta úr náttúrunni

Apple Cider og Fat Burner er einstök tvenna fyrir öll þau sem vilja byrja nýtt ár af krafti en vörurnar innihalda allt það besta úr náttúrunni sem hjálpar þér að ná þínum markmiðum. Nú þegar janúar er genginn í garð og hátíðartíminn með tilheyrandi óhefðbundnu mataræði er gengin yfir eru margir sem eflaust setja sér ný markmið fyrir nýtt ár. Algengt er að þessi markmið tengist lífsstíl, mataræði eða almennri heilsu á einn eða annan hátt en þá er mikilvægt að hugsa eftirfarandi lífsstílsbreytingar sem hluta af lífinu. Ekki leggja of mikla orku í ætla að hætta þessu eða hinu, heldur einbeittu þér að því jákvæða sem þú ætlar að bæta inn í lífsstílinn. Ekki er úr vegi að kynna sér góða tvennu frá New Nordic sem getur aðstoðað þig.

Settu þér skýr og raunhæf markmið Eins og með allt, er mikilvægt að byrja á því að taka ákvörðun, setja sér skír markmið, skrifa niður og fylgja planinu eftir. Það sem gerist oft er að við ætlum okkur að breyta öllu í einu, við setjum okkur of mörg eða of stór markmið og náum síðan ekki að fylgja þeim eftir. Gott ráð er að ákveða eitthvað skref sem er tiltölulega auðvelt að klára. Það gæti m.a. verið að drekka glas af sítrónuvatni á hverjum morgni eða muna að taka inn vítamínin. Hvert skref sem þú tekur, skaltu gera samfleytt í 30 daga, áður en þú bætir því næsta inn í rútínuna. Á 30 daga fresti er svo gott að bæta við nýrri venju en þó alltaf að muna eftir fyrri venjum, eins og sítrónuvatninu eða vítamínunum. Ef að þú tekur inn nýja venju á 30 daga fresti þá nærðu 12 venjum inn ári heilu ári sem þú hefur valið að tileinka þér.

Tvenna sem hjálpar þér að ná lengra Góðir kostir eplaediks hafa eflaust ekki leynt sér en talið er að eplaedik geti haft jákvæð áhrif á hina ýmsu þætti tengda líkamsstarfsemi okkar. Eplaedik er

18

Sérfræðingarnir hjá New Nordic eru víða þekktir fyrir brennandi áhuga sinn á lækningarmætti náttúrunnar og hefur fyrirtækið yfir 30 ára reynslu af jurtum og lífseflandi eiginleikum þeirra. Með því að notast við náttúrulegar jurtir, þróar New Nordic m.a. hágæða jurtabætiefni sem hafa það að markmiði að stuðla að eðlilegum efnaskiptum fitu, heilbrigðri lifrar starfsemi, úthreinsun líkamans og jafnvægi í blóðsykri. Allt eru þetta eiginleikar sem geta hjálpað til við aukið þyngdartap, en þó er mikilvægt að muna að bætiefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og hreyfingu. Það mikilvægasta við lífsstílsbreytingar er aginn, að halda út. Taktu lítil og ákveðin skref, einn dag í einu og ekki gefast upp. Þetta er mikilvægasti hlekkurinn í átt að betri heilsu og vellíðan. ■

Tvenna sem hjálpar þér að ná lengra!


Migréa er góðgerlablanda sem hefur það að markmiði að styðja við heilbrigða þarmaflóru og heilbrigt taugakerfi. Auk góðgerla inniheldur Migréa B6 vítamín og magnesíum.

Candéa inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipaldinþykkni. Öflug blanda sem hefur það að markmiði að styðja við heilbrigða meltingu og að vernda viðkvæm svæði.

Pro-Cyan er góðgerlablanda sem hefur það að markmiði að styðja við heilbrigða meltingu og heilbrigt þvagfærakerfi. Inniheldur trönuberja þykkni og A vítamín.

Þarmaflóran gegnir lykil hlutverki í heilbrigðri starfsemi meltingarkerfisins.

Everyday er sérstaklega öflug góðgerlablanda sem hefur það að markmiði að byggja upp öfluga þarmaflóru og styðja við eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins.

Mind inniheldur góðgerla, villt bláber og vínberja ekstrakt ásamt sinki. Blanda sem hefur það að markmiði að styðja við heilbrigða meltingu og hugræna virkni.

Sérfræðingar í góðgerlum

i k k y t s Heilsu

l á m i l l i m ð i m o k l l u F

Mjólkursúkkulaði

Kókos &mjólkursúkkulaði

Banana &Dökkt súkkulaði

Karamella &hvítt súkkulaði

Kókos &hvítt súkkulaði

Mjólkursúkkulaði


ÞARMAFLÓRAN ER LYKILLINN AÐ HEILSUNNI Það eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins! Til þess að viðhalda heilbrigðri flóru er mikilvægt að tileinka sér hollt og gott mataræði ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla í formi bætiefna.

OR IGINAL ÞESSI Í GRÆNA KASSANUM

20


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.