Ársskýrsla 2013

Page 73

VIÐSKIPTABANKASVIÐ

ALHLIÐA FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA Í ágúst 2012 setti Arion banki í loftið nýtt snjallsímaforrit, Arion banka appið, sem gerir viðskiptavinum bankans kleift að fylgjast með fjármálum sínum með einum smelli og án innskráningar. Á árinu 2013 var þróun appsins haldið áfram og nú er hægt að nota það bæði til að greiða reikninga með einum smelli, en einnig til að millifæra með flýtigreiðslum. Arion banki hefur þannig náð að halda því forskoti sem bankinn náði með fyrstu kynslóð appsins. Mikil ánægja er með appið meðal viðskiptavina bankans og hefur um þriðjungur þeirra sótt appið, sem er einstaklega góð viðbót við þær fjölbreyttu þjónustuleiðir sem bankinn býður. Árið 2013 var fyrsta heila starfsár nýrrar einingar á viðskiptabankasviði sem sérhæfir sig í fjármögnun bíla og ýmiss konar tækja fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þessari þjónustu hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum bankans og heilbrigður vöxtur verið í útlánum á þessu sviði. Með því að nýta alla hefðbundna innviði bankans hefur okkur jafnframt tekist að veita afbragðsgóða þjónustu en um leið tryggja hagkvæmni og skilvirkni í rekstrinum. Það eru mikil tækifæri fólgin í tímabærri endurnýjun bíla- og tækjaflotans á Íslandi og gerum við ráð fyrir áframhaldandi vexti á þessu sviði í bankanum.

ÚTIBÚANET ARION BANKA

LANDIÐ

Mosfellsbær

Reykjavík

Kópavogur

Garðabær

Hafnarfjörður

HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ NORÐUR- OG AUSTURLAND Akureyri Ólafsfjörður Sauðárkrókur Varmahlíð Blönduós Egilsstaðir

VESTURLAND Borgarnes Búðardalur Stykkishólmur Grundarfjörður Hólmavík

SUÐURLAND Selfoss Hveragerði Hella Kirkjubæjarklaustur Vík

VESTUR Laugavegur Austurstræti Vesturbær

SUÐUR Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður

AUSTUR Höfði Kringlan Mosfellsbær

ÁRSSKÝRSLA ARION BANKA 2013

73


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.