Ársskýrsla 2013

Page 11

ÁVARP STJÓRNARFORMANNS

ALÞJÓÐLEG VIÐURKENNING Fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af Financial Times, veitti Arion banka þá viðurkenningu undir lok árs 2013 að tilnefna bankann banka ársins á Íslandi. Það sem er ekki síst eftirtektarvert við þá viðurkenningu er að þetta er í fyrsta sinn síðan 2007 sem íslenskur banki fær slíka viðurkenningu frá tímaritinu. Það segir meira en mörg orð um þann árangur sem náðst hefur og þann stað sem Arion banki og íslenskir bankar eru komnir á. Arion banki varð fyrir valinu vegna góðs árangurs á undanförnum árum og ekki síst þeirrar forystu sem bankinn hefur tekið á Íslandi þegar kemur að fjármögnun, framboði íbúðalána, skuldaúrvinnslu og nýstárlegum þjónustuleiðum.

FRÁBÆR ÁRANGUR Starfsfólk bankans á heiður skilið fyrir þann góða árangur sem hefur náðst á undanförnum árum. Á árinu 2013 gengu áætlanir okkar eftir og allir lykilmælikvarðar þróuðust eins og til stóð. Eftir yfirtöku Arion banka á lánasafni Dróma, Hildu og Frjálsa, undir lok ársins er lánasafn bankans vel dreift og eru lán til einstaklinga nú um helmingur lánabókarinnar. Samsetning fjármögnunar bankans er heilbrigðari en nokkru sinni eftir að gert var átak í að auka bindingu innlána og fjölbreytni fjármögnunarinnar. Markmið um betri tekjudreifingu hafa náð fram að ganga og eru þjónustutekjur nú stærri hluti tekna bankans. Eiginfjárhlutfall upp á 23,6% ber fjárhagslegum styrk bankans gott vitni.

ÁRSSKÝRSLA ARION BANKA 2013

11


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.