Page 1

SHÍ 2012-2013

AKA DEM IAN

English Summary


2


Ávarp formanns SHÍ

Senn líður að hausti og fljótt fyllast byggingar háskólans af fróðleiksþyrstum nemendum sem eru annað hvort að stíga sín fyrstu skref í háskólanámi eða að snúa aftur eftir ljúft sumarfrí. Allir eiga það þó sameiginlegt að hafa valið að stunda nám sitt í einni af elstu, jafnt sem æðstu, menntastofnunum landsins sem bæði land og þjóð geta verið stolt af. Háskóli Íslands er merkilegur fyrir marga parta og hefur meðal annars á undanförnum árum náð eftirtektarverðum árangri á sviði rannsókna þrátt fyrir skarpa skurði niðurskurðarhnífs stjórnvalda. Það er ekkert leyndarmál að undanfarin ár hafa verið afar erfið fyrir háskólann og það er aðdáunarvert hversu sterkur hann hefur staðið í gegnum niðurskurðinn. En hingað og ekki lengra. Ef að Háskóli Íslands á að geta haldið sinni starfsemi áfram óskertri og boðið upp á nám sem er samkeppnishæft í alþjóðlegum samanburði, þá verða stjórnvöld að svara neyðarkalli háskólans og koma til móts við hann með mannsæmandi hætti. Nemendur Háskóla Íslands eru nú tæplega fimmtán þúsund talsins og þeim fjölgar með hverju árinu. Fjöldinn er orðinn slíkur að hætta er á að nemendum finnist þeir vera stakt strá í stórum heyböggli. En því vil ég segja þér að þú, kæri samnemandi, ert það ekki. Ef að eitthvað bjátar á eða þú veist ekki hvert þú átt að leita þá getur þú haft samband við okkur; Stúdentaráð Háskóla Íslands. Stúdentaráð hefur verið virkt í hagsmunabaráttu nemenda frá árinu 1920. Við lítum á okkur sem stéttarfélag nemenda og erum boðin og búin að hjálpa til við hvað sem er. Við erum staðsett á þriðju hæð á Háskólatorgi og dyr okkar standa þér opnar á milli klukkan átta á morgnana til klukkan fimm á daginn. Við ákváðum einnig að létta ykkur lífið þessa fyrstu daga í háskólanum með því að gefa út þetta góða rit, Akademíuna. Akademíunni er ætlað að vera leiðarvísir ykkar í gegnum hið mikla haf af upplýsingum sem leggja þarf á minnið þegar maður hefur nám í nýjum skóla. Hún fer yfir víðann völl. Við kynnum okkur, starfsemi Stúdentaráðs, við förum yfir þá helstu þjónustu sem háskólinn hefur upp á að bjóða, helstu hagsmunafélög innan veggja skólans, félagslífið og síðast en ekki síst, réttindi þín á meðan á þessari skólagöngu stendur. Inn í Akademíunni höfum við sett upp réttindaskrá stúdenta, þar sem tekin eru saman helstu skref og boðleiðir ef eitthvað kemur upp á. Einnig eru LÍN málunum gerð góð skil. Örvæntu ei kæri samnemandi. Flettu í gegnum Akademíuna og sjáðu hverju það skilar þér. Ég ábyrgist að háskólaárin verði með þeim bestu í þínu lífi.

Efnisyfirlit bls. 4

Hvað er SHÍ? Starfsmenn skrifstofunnar.

bls. 5

Háskólaráð, Háskólaþing, Stúdentablaðið, Fulltrúar SHÍ

bls. 6

Stúdentahreyfingar Háskóla Íslands, Sjóðir SHÍ

bls. 7

Stúdentaráðsliðar 2012 -2013

bls. 8

Félaslíf HÍ

bls. 10

Fastanefndir SHÍ

bls. 11

Hvert á ég að leita, Þjónusta í boði stúdenta

bls. 13

Félagsstofnun Stúdenta

bls. 14

Nemendafélög Háskóla Íslands

bls. 15

Stúdentakortið og afslættir

bls. 16

Sértæk hagsmunafélög, Aðrar upplýsingar

bls. 17

Kort

bls. 18 – 19

Sviðsráðin – Breyting til batnaðar

bls. 20 – 21

Októberfest

bls. 22 – 23

Réttindaskrá stúdenta

Bls. 24 – 25

Lánasjóður íslenskra námsmanna

Bls. 26 – 31

English Summary

Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands 2012 -2013 Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen Hönnun, umbrot og forsíðuteikning: Rakel Tómasdóttir www.rakeltomasdottir.tumblr.com Ábyrgðarmaður: Sara Sigurðardóttir Auglýsingar: Sólrún Halldóra Þrastardóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 5000 eintök Að blaðinu unnu einnig: Davíð Ingi Magnússon og Jón Atli Stefánsson

Verið velkomin í Háskóla Íslands Sara Sigurðardóttir Formaður Stúdentaráðs

www.facebook.com/studentarad

3


Hvað er Stúdentaráð? Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað árið 1920. Allar götur síðan hefur SHÍ verið málsvari stúdenta við HÍ auk þess að leggja sig fram við að vera sterkur áhrifavaldur á öll þau mál sem snerta stúdenta. Í febrúar á ári hverju fara fram kosningar þar sem nýir fulltrúar eru kosnir, bæði til Stúdentaráðs og ýmist Háskólaráðs eða Háskólaþings. Í Stúdentaráði sitja nú 20 fulltrúar frá tveimur fylkingum, Röskvu og Vöku, og vinna þær saman innan ráðsins sem og innan nefnda Stúdentaráðs. Allir skráðir stúdentar við Háskóla Íslands hafa kosningarétt og kjörgengi til Stúdentaráðs, Háskólaráðs og Háskólaþings. Stúdentaráðsfundir eru haldnir um það bil einu sinni í mánuði. Fundirnir eru haldnir fyrir opnum tjöldum og eru allir áhugasamir stúdentar hvattir til þess að mæta. Í febrúar 2013 mun verða breyting á kosningum til Stúdentaráðs á þann hátt að kosið verður til sviðsráða. Hvert svið (Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið) mun þá kjósa í sitt sviðsráð, þannig að nemandi á t.d. Félagsvísindasviði mun einungis geta boðið sig fram og kosið í Sviðsráð Félagsvísindasviðs. Saman munu síðan þessi fimm sviðsráð mynda eitt stórt sameiginlegt Stúdentaráð. (Sjá nánar bls.18)

Skrifstofa Stúdentaráðs Stúdentaráð starfrækir skrifstofu sem er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs (fyrir ofan Bóksölu Stúdenta) og er opin alla virka daga milli kl. 9–17. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ráðsins í gegnum netfangið shi@hi.is eða í síma 570-0850. Á skrifstofunni starfa 5 einstaklingar:

Davíð Ingi Magnússon, Hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi

Jón Atli Hermannsson, Varaformaður

Hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi er helsta hjálparhella allra stúdenta. Hann sérhæfir sig í öllu er viðkemur réttindum og stöðu stúdenta innan háskólans og svarar spurningum og aðstoðar við vandamál tengd Lánasjóði íslenskra námsmanna. dim1@hi.is

Varaformaður Stúdentaráðs heldur utan um markaðs- og kynningamál ráðsins og gætir þess að upplýsingar komist áleiðis til stúdenta háskólans. Starfsárið 2012-2013 hefur varaformaður það verkefni að hafa yfirumsjón með undirbúning nýrra stjórnsýslubreytinga ráðsins, sviðsráðunum, og er hann með teymi í kringum sig sem vinnur að kynningu á þeim. Varaformaður hefur ekki fasta viðveru á skrifstofu Stúdentaráðs þó oft megi finna hann þar. Ef ekki má hafa samband við hann símleiðis eða með tölvupóst. jah11@hi.is

Sara Sigurðardóttir, Formaður Formaður Stúdentaráðs stýrir störfum ráðsins, heldur utan um helstu verkefni og sinnir ýmsum tilfallandi störfum. Formaður kemur fram fyrir hönd Stúdentaráðs í samskiptum við aðila innan sem utan Háskóla Íslands. Formaður Stúdentaráðs er í fullu starfi á skrifstofu Stúdentaráðs. sas24@hi.is

Opnunartímar Mánudaga - Föstudaga 9:00 - 17:00

4

Sólrún H alldóra

Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs er ráðinn á faglegum grundvelli ár hvert og hefur umsjón með daglegum rekstri skrifstofu Stúdentaráðs. Þá er framkvæmdastjóri ábyrgur fyrir helstu viðburðum á vegum ráðsins og öllu er viðkemur fjármálum þess. solrunhalldora@gmail.com

Guðrún Sóley Gestsdóttir, Ritstjóri Stúdentablaðsins Ritstjóri Stúdentablaðsins er ráðinn á faglegum forsendum ár hvert og hefur yfirumsjón með öllu sem viðkemur útgáfu blaðsins.


Háskólaráð

Háskólaþing

Stúdentablaðið

Háskólaráð er æðsta stjórnvald skólans og markar heildarstefnu og mótar skipulag hans. Það fer með úrskurðarvald í málefnum Háskóla Íslands og öllum stofnunum sem honum tengjast. Háskólaráð sinnir einnig almennu eftirliti með rekstri og starfsemi háskólans. Undir Háskólaráði eru 6 fastanefndir; Fjármálanefnd, Gæðanefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Samráðsnefnd um kjaramál og Vísindanefnd. Stúdentar eiga tvo fulltrúa í Háskólaráði sem jafnframt eiga sæti í Stúdentaráði. Þeir eru að þessu sinni Anna Rut Kristinsdóttir úr Röskvu og María Rut Kristinsdóttir úr Vöku. Þær munu sinna störfum sínum fram að hausti 2014.

Á Háskólaþingi eiga stúdentar tíu fulltrúa sem skiptast jafnt milli fylkinganna Röskvu og Vöku. Háskólaþing er afar stór samráðsvettvangur háskólastofnana og háskóladeilda sem fundar að jafnaði einu sinni á önn um hin ýmsu málefni er varða háskólasamfélagið. Niðurstöður þingsins geta verið stefnumótandi fyrir háskólann.

Stúdentablaðið er málgagn stúdenta við Háskóla Íslands. Blaðið er skrifað af stúdentum fyrir stúdenta. Auglýst er eftir ritstjóra Stúdentablaðsins að sumri til ár hvert og markar hann ásamt Stúdentaráði helstu stefnur og strauma blaðsins. Ritstjórinn auglýsir síðan eftir aðilum í ritstjórn og aðra vinnu við gerð blaðsins í byrjun hausts.

Alþjóðafulltrúi gegnir hlutverki þjónustuaðila við erlenda stúdenta við Háskóla Íslands og geta þeir leitað til hans með fyrirspurnir varðandi háskólavistina sem og annað sem snýr að dvöl þeirra hérlendis. Alþjóðafulltrúi er Jökull Viðar Gunnarsson og hann má nálgast í gegnum netfangið jvg8@hi.is. Fjölskyldufulltrúi SHÍ Hlutverk fjölskyldufulltrúa er að aðstoða og svara fyrirspurnum stúdenta hvað varðar hagsmunamál foreldra við Háskóla Íslands í samráði við fjölskyldunefnd SHÍ. Fjölskyldufulltrúi er Erla Karlsdóttir og hana má nálgast í gegnum netfangið erk14@hi.is.

Helga Lára Haarde

Fulltrúar Stjórn SHÍ Sara Sigurðardóttir – Formaður Jón Atli Hermannsson – Varaformaður Árni Grétar Finnsson – Ritari Benóný Harðarson – Gjaldkeri Auður Tinna Aðalbjarnardóttir – Meðstjórnandi María Rut Kristinsdóttir – Meðstjórnandi

Háskólaþing Anna M. Clausen Brynja Huld Óskarsdóttir Janus Arn Guðmundsson Kristín Jónsdóttir Kristjana Björg Reynisdóttir María Rut Kristinsdóttir Sandra Rán Ásgrímsdóttir Sigurður Orri Guðmundsson Sindri Rafn Þrastarson Þórarinn Freyr Grettisson

Fulltrúi SHÍ í sjórn LÍN og Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs veitir ráðleggingar og aðstoð í lánamálum og er í beinu sambandi við ráðgjafa LÍN. Lánasjóðsfulltrúi SHÍ er Davíð Ingi Magnússnon sem hefur fasta viðveru á skrifstofu Stúdentaráðs alla virka daga milli kl. 9-17 en fyrirspurnir má einnig senda á dim1@hi.is eða í síma 570-0853.

Alþjóðafulltrúi SHÍ

Stjórn Greiningarsjóðs María Dóra Björnsdóttir, deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Sara Sigurðardóttir, formaður sjóðs, formaður Stúdentaráðs Stefán Jóhann Sigurðsson, formaður jafnréttisnefndar Stúdentaráðs

Jafnréttisfulltrúi SHÍ Hlutverk jafnréttisfulltrúa er að fylgjast með stöðu og framgangi í jafnréttismálum innan Stúdentaráðs og Háskólans. Jafnréttisfulltrúi er einnig stúdentum innan handar með ýmis jafnréttismál sem upp geta komið innan Háskólans. Jafnréttisfulltrúi er Stefán Jóhann Sigurðsson og hann má nálgast í gegnum netfangið stefanjsigurdsson@gmail.com.

Fulltrúar SHÍ í stjórn FS Davíð Gunnarsson Haukur Agnarsson Sigurður Örn Hilmarsson

Fulltrúi SHÍ í Nýsköpunarsjóði námsmanna 5


Fylkingarnar innan SHÍ Skólaárið 2012 -2013 starfa tvær fylkingar innan SHÍ. Hér að neðan má sjá yfirlýsingar hvorrar fylkingar um sig um stöðu sína og tilgang innan Háskóla Íslands.

Vaka

Röskva

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1935 og hefur því barist ötullega fyrir hagsmunum stúdenta við Háskóla Íslands í 77 ár. Vaka leggur mikla áherslu á hlutleysi sitt í landspólitík og kennir sig því hvorki við stefnu félagshyggjunnar, frjálshyggjunnar né nokkra aðra hugmyndafræði stjórnmálaflokka. Vaka telur hagsmunabaráttu stúdenta ekki eiga heima á hægri eða vinstri væng enda sé um ópólitískt þrýstiafl að ræða. Stefna Vöku er að blanda sér eingöngu í þjóðfélagsleg ágreiningsmál ef þau varða beina hagsmuni stúdenta enda hefur félagið hvorki pólitíska samstöðu né umboð til að álykta um önnur mál. Margvísleg og mikilvæg hagsmunamál hafa náð fram að ganga í stjórnartíð Vöku enda beitir félagið sér af krafti fyrir hagsmunum stúdenta, jafnt stórum sem smáum. Sem dæmi má nefna stúdentakortin, prófasafn á netinu, lengri aðgangur að byggingum, lengri opnunartími á Þjóðarbókhlöðunni og svo mætti lengi telja. Framkvæmdagleði er ríkjandi innan veggja fylkingarinnar og smitast fólk sem tekur þátt í starfinu ansi fljótt af henni, enda er annað erfitt þegar fólk tekur þátt í jafn opnu og rótgrónu starfi og Vaka býður upp á. Þeir sem vilja kynna sér félagið nánar geta kíkt á heimasíðuna www. vaka.hi.is eða sent póst á vaka@hi.is. Vaka er sífellt í leit að nýjum, öflugum og hugmyndaríkum einstaklingum og allir eru velkomnir. Formaður Vöku er Jórunn Pála Jónasdóttir (jpj4@hi.is) og oddviti Vöku er Sara Sigurðardóttir (sas24@hi.is).

Röskva er samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Röskva var stofnuð fyrir 24 árum og síðan þá hefur aragrúi allskyns hugsjónafólks starfað innan raða samtakanna. Meginstefið í starfinu er nákvæmlega það sama og í upphafi; jafnrétti til náms án allra undanbragða. Við trúum því að allir ættu að hafa tækifæri til að sækja sér menntun óháð efnahag, þjóðerni, kyni eða stöðu. Röskva hafnar því að hagsmunir stúdenta takmarkist við veggi skólans. Stúdentar eru hluti af samfélaginu og eru því óhjákvæmlega margar mikilvægustu ákvarðanirnar sem snerta stúdenta beint eða óbeint teknar utan skólans. Því vill Röskva að Stúdentaráð sé þrýstiafl bæði innan veggja háskólans sem utan, veiti yfirvöldum aðhald og láti í sér heyra þegar réttindi stúdenta eru fótum troðin. Það er enginn annar sem stendur vörð um hagsmuni stúdenta en þeir sjálfir og því er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta fái að heyrast í samfélaginu. Allir sem hafa starfað með Röskvu eiga það sameiginlegt að finnast gaman að framkvæma og fyllast eldmóði yfir tækifærinu til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Í dag samanstendur Röskva af ótrúlega fjölbreyttum hópi fólks úr öllum deildum háskólans. Að starfa með Röskvu er lærdómsríkt, gefandi og síðast en ekki síst ótrúlega skemmtilegt. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna sem hafa áhuga á að taka þátt í hagsmunabaráttu stúdenta og finna samleið með hugsjónum okkar. Þú mátt hringja í okkur, mæta á bjórkvöldin okkar eða pikka í okkur Röskvuliða á skólaganginum ef þig langar til að vera með!

Vaka – lætur verkin tala!

Röskva - Rödd stúdenta

Sjóðir Stúdentasjóður Stúdentasjóður er í umsjá Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við menningar- og félagslíf í deildum Háskóla Íslands og veitir í þeim tilgangi fjárstyrki til deildarfélaga, samtaka stúdenta og einstakra stúdenta. Árlega er kjörin ný sjóðsstjórn sem samanstendur af tveimur fulltrúum kosnum af Stúdentaráði og þremur fulltrúum kosnum af formannafundi deildarfélaga. Úthlutanir úr sjóðnum fara fram fjórum sinnum á ári og fara eftir lögum sjóðsins. Öll viðurkennd félög stúdenta við HÍ geta sótt fasta styrki úr sjóðnum við upphaf hvers skólaárs. Jafnframt eiga deildarfélög með fleiri en 15 félaga rétt á höfðatölustyrk sem reiknast eftir fjölda nemenda í viðkomandi fagi. Hver úthlutun er auglýst með góðum fyrirvara af Stúdentaráði á póstlista nemenda við Háskóla Íslands.

Greiningarsjóður Stúdentaráð starfrækir svokallaðan greiningarsjóð sem ætlað er að styrkja nemendur við Háskóla Íslands með sértæka námsörðugleika eða athyglisbrest/ofvirkni. Þeir nemendur sem

6

þurfa á greiningu að halda geta sótt um styrk til sjóðsins upp í kostnað greiningarinnar sem er gjarnan himinhár. Úthlutað er einu sinni á hvorri önn. Umsóknarfrestur er auglýstur af Stúdentaráði með hæfilegum fyrirvara á póstlista nemenda við Háskóla Íslands.

Hrafnkelssjóður Hrafnkelssjóður er minningarsjóður Hrafnkels Einarssonar sem lést síðla árs 1927 í Vínarborg, þá aðeins 22 ára gamall. Úr sjóðnum er úthlutað annað hvert ár, þá á afmælisdegi Hrafnkels 13.ágúst. Sjóðurinn var stofnaður með 300 krónum sem Hrafnkell lét eftir sig í reiðufé og var fyrsta úthlutun úr honum árið 2005. Hlutverk sjóðsins er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim er þess þurfa, til þess að sækja nám við erlenda háskóla. Til að eiga möguleika á að hljóta styrk úr sjóðnum þurfa stúdentar meðal annars að hafa lokið íslensku stúdentsprófi með að minnsta kosti annarri einkunn, hafa kynnt sig af námsfýsi, drengskap og háttprýði að dómi kennara sinna og skólasystkina og vera í meistara- eða doktorsnámi á erlendri grund. Næst er úthlutað úr sjóðnum skólaárið 2013-2014

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Umsóknir um styrki skal meta með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífinu og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein. Verkefni verður að uppfylla tvær meginkröfur eigi það að hljóta styrk. Í fyrsta lagi verður verkefnið að reyna á hæfni námsmanns og sjálfstæði í vinnubrögðum. Í öðru lagi þarf verkefni að hafa hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf eða stuðla að fræðilegri nýsköpun í viðkomandi fræðigrein. Verkefni skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu undir leiðsögn ábyrgðarmanna. Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna. Sjóðstjórn Nýsköpunarsjóðs er skipuð af menntamálaráðherra og ákveður úthlutun styrkja á vori hverju. Stúdentar eiga fulltrúa í sjóðstjórn Nýsköpunarsjóðs. Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir umsóknarfresti með góðum fyrirvara á póstlista nemenda við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á www.rannis.is.


Stúdentaráðsliðar 2012 -2013 Fulltrúar Vöku: Albert Guðmundsson

nnsson

Árni Grétar Fi

Anna Marsibil Clausen

agnússon

Davíð Ingi M

Gunnhild

Eva Laufey Kjaran

Jón Atli Hermannson

ur Gunn

arsdóttir

Vigfús Rúnarsson Sara Sigurðardóttir

Stefán Jökull

Stefánsson

Fulltrúar Röskvu: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir

Bergvin

Oddson

on

Harðars

dóttir

Iðunn Garðars

Þórhallur Auður Helgason

Kristjana Björk Traustadóttir

Benóný

Hanna María Guðbjartsdóttir

Reynir Hans Reyn

isson

Háskólaráð:

Anna Rut Kristjánsdóttir - Röskva

óttir - Vaka

t Kristinsd

María Ru

7


Félagslíf í HÍ Háskólakórinn: Háskólakórinn er ómissandi partur af háskólalífinu og kemur fram við allar helstu athafnir innan háskólans. Ásamt því að koma fram á fjölmörgum viðburðum, innan háskólans sem utan, heldur kórinn annartónleika, fer í æfingarbúðir, heldur árshátíð og fjöldann allan af partýum. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17:15 til 19:30 í Neskirkju. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu kórsins www.kor.hi.is.

Háskóladansinn: Háskóladansinn er opið dansfélag fyrir háskólanema. Boðið er upp á fjölmarga dansa og danskvöld flest kvöld vikunnar. Annargjaldi er haldið í lágmarki og veitir það aðgang í alla dansa sem Háskóladansinn býður upp á hverju sinni. Haustönn 2012 hefst þann 10. september og eru fyrstu 2 vikurnar ókeypis. Ekki þarf að mæta með dansfélaga á námskeiðin. Skráning og aðrar upplýsingar um félagið má finna á heimasíðunni: www.haskoladansinn.is

Spiral dansflokkur: Spiral er stúdentadansflokkur og hefur það að markmiði að gefa dönsurum tækifæri til að þroskast bæði tæknilega og listrænt undir leiðsögn atvinnu danslistamanna. Dansflokkurinn leggur metnað sinn í að halda úti öflugu starfi með krefjandi æfingum og listrænni vinnu.

Spiral dansflokkurinn verður með aðsetur í Dansverkstæðinu. Dansverkstæðið var stofnað með það í huga að skapa vinnuaðstöðu fyrir danslistamenn og því eru það forréttindi fyrir flokkinn að fá að vinna í jafn kröftugu og skapandi andrúmslofti og þessi aðstaða býður upp á. Áheyrnaprufur verða í lok ágúst 2012 en nákvæmari dagsetning verður auglýst síðar bæði á Facebook síðu flokksins og heimasíðunni www.spiral.is. Þar er hægt að fá frekari upplýsingar hvernig sótt er um og nánar um flokkinn og hans sögu. Listrænn stjórnandi flokksins er Brian Douglas (brian@spiral.is) Framkvæmdastjórn flokksins skipa Ragna Sveinsdóttir (ragna@spiral.is), Unnur Flemming Jensen (unnurf@spiral.is), Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir (hofi@spiral.is) og Kara Elvarsdóttir (kara@spiral.is).

Kvennakór Háskólans

Stúdentaleikhúsið er áhugaleikfélag nemenda í Háskóla Íslands og er markmið félagsins að gefa ungum og upprennandi listamönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Ekki þarf að vera háskólanemi til að taka þátt í gleði Stúdentaleikhússins en miðað er við að þátttakendur séu komnir af menntaskólaaldri. Leikfélagið vinnur að tveimur uppsetningum yfir hvert skólaár annars vegar sýningu á haustönn og annarri á vorönn. Val á leikhópi fer fram með leiklistarnámskeiði í bæði skiptin og hefst slíkt námskeið fyrir haustönn í byrjun september. Áhugasömum er boðið á kynningarfund 3. september og er öllum tekið fagnandi. Stjórn Stúdentaleikhússins 2012-2013 er skipuð þeim Árný Fjólu Ásmundsdóttur, Hallfríði Þóru Tryggvadóttur, Sigurlaug Söru Gunnarsdóttur og Sólveig Ástu Sigurðardóttur. Til frekari upplýsingar er bent á virka Facebook-síðu Stúdentaleikhússins.

Kvennakór Háskóla Íslands samanstendur af um 25 söngkonum úr röðum nemenda skólans. Kórinn heldur minnst tvenna tónleika á ári en syngur þess utan við margvísleg tilefni, bæði innan veggja skólans og utan. Æft er vikulega, en auk þess er farið í æfingabúðir á hverri önn. Stjórnandi er Margrét Bóasdóttir og hefur hún fylgt kórnum frá upphafi eða frá árinu 2005. Inntökupróf eru haldin tvisvar á ári, en skilyrði fyrir inntöku er að hafa reynslu af kórsöng eða að hafa lært á hljóðfæri. Hægt er að kynna sér kórstarfið á heimasíðu kórsins kvennakorhi. wordpress.com eða hafa samband í gegnum netfangið kvennakor@hi.is.

Johnny Naz snýr aftur Fimmtudagar kl. 21.30, frá 27. september Vertu með í fjörinu 8

Stúdentaleikhúsið

Ekki Missa

AF NEINU

595 6000 www.skjareinn.is


Við bjóðum stúdenta velkomna í stuðið hjá okkur

Um 30.000 viðskiptavinir láta Orkusöluna sjá um að halda uppi stuðinu hjá sér. Það er einfalt að slást í hópinn, með einu símtali í 422 1000 eða heimsókn á studentarad.is.

Orkusalan

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

www.orkusalan.is

Fylgdu okkur á Twitter

Finndu okkur á Facebook 9


Fastanefndir SHÍ 2012-2013 Alþjóðanefnd SHÍ

Fjölskyldunefnd SHÍ

Menntamálanefnd SHÍ

Alþjóðanefnd Stúdentaráðs hefur á sinni könnu alþjóðlega stúdentasamvinnu og hefur umsjón með samskiptum stúdentaráðs við erlenda aðila. Nefndin tekur til meðferðar mál er varða hagsmuni erlendra stúdenta við HÍ og mál íslenskra stúdenta erlendis. SHÍ er stofnaðili og fullgildur meðlimur að ESU, samtökum evrópskra stúdenta, auk þess að taka þátt í norrænu samstarfi stúdentahreyfinga undir merkjum NOM. Í ár eru stærstu verkefni nefndarinnar móttaka erlendra skiptinema, fundir fyrir hönd SHÍ erlendis og skipulagning NOM fundar á Íslandi í mars 2013.

Fjölskyldunefnd fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og þeirra stúdenta sem eru foreldrar. Nefndin berst meðal annars fyrir að sérstakt tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán og fæðingarorlof sem og önnur mál sem snerta fjölskyldufólk. Nefndin sér einnig um skipulagning ýmiskonar námskeiða og uppákoma á borð við uppeldisnámskeið, íþróttaskóla og jólaball fyrir börnin.

Menntamálanefnd einbeitir sér að Háskólanum, kennsluháttum og kennsluaðferðum, námsmati, ýmsum málefnum tengdum próftöku og almennt að því að gera skólann og námið betra. Nefndin vinnur í samráði við stjórnsýslu Háskólans, einkum kennslusvið, en stúdentar eiga fulltrúa í kennslumálanefnd skólans. Dæmi um einstök verkefni menntamálanefndar er til dæmis krafan um upptöku og sjúkrapróf í janúar og júní, eftirlit með einkunnaskilum kennara, samræming á álagi bakvið einingar og að efla tengsl stúdenta við fulltrúa þeirra á deildar - og skorarfundum, t.d. með því að halda námskeið fyrir skorar- og deildarfulltrúa.

Anna Marsibil Clausen - Formaður Albert Guðmundsson Heiða Karen Inga Valgerður Stefánsdóttir Saga Roman

Félags- og menningarlífsnefnd SHÍ Félags- og menningarlífsnefnd Stúdentaráðs stendur fyrir skemmtilegustu og hressilegustu verkefnum SHÍ ár hvert. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að bættu félagslífi innan Háskólans og auknu menningarlegu hlutverki Stúdentaráðs. Nefndin sér um skipulagningu og framkvæmd helstu félagsviðburða sem Stúdentaráð stendur fyrir. Meðal þeirra verkefna sem nefndin kemur að eru undirbúningur Októberfests, Háskólaport og próflokafögnur SHÍ. Þórhallur Helgason – Formaður Eygló Einarsdóttir Karen Kristine Pye Kristjana Björk Traustadóttir Sigurður Bjarki Haraldsson

Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ Fjármála- og atvinnulífsnefnd hefur nokkur af stærstu hagsmunamálum stúdenta Háskóla Íslands innan sinna vébanda. Markmið nefndarinnar er að skapa mikilvæga tengingu stúdenta við atvinnulífið til framtíðar. Fjármálaog atvinnulífsnefnd hefur einnig lánasjóðsmál stúdenta í sínum höndum og leitar leiða til að tryggja að stúdentar hafi lífsviðurværi yfir skólaárið meðal annars með því að yfirfara úthlutunarreglur LÍN með skipuðum fulltrúa SHÍ í stjórn lánasjóðsins. Vigfús Rúnarsson – Formaður Anna Rut Kristinsdóttir Benóný Harðarsson Ragnheiður Björk Halldórsdóttir Vilhjálmur Sveinsson

10

Erla Karlsdóttir – Formaður Bergvin Oddson Hjalti Enok Pálsson Hjalti Harðarsson Lilja Hrönn Gunnarsdóttir

Hagsmunanefnd SHÍ Hagsmunanefnd er allrahanda nefnd. Verksvið hennar er gífurlega breitt og spannar allt frá ýmsum félagslegum hagsmunamálum til mála er varða aðstöðu og öryggi stúdenta. Meðal þeirra verkefna sem nefndin hefur tekið sér fyrir hendur eru aðstöðumál nemendafélaga, kaffislagurinn á Þjóðbókhlöðunni og lengri opnunartími bygginga. Gunnhildur Gunnarsdóttir – Formaður Birta Austmann Bjarnadóttir Bjarni Þórhallsson Iðunn Garðarsdóttir Sigvaldi Fannar Jónsson

Jafnréttisnefnd SHÍ Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs sér um að standa vörð um jafnrétti innan Háskóla Íslands. Nefndin stuðlar að því að allir stúdentar háskólans séu settir undir sama hatt, burtséð frá kyni, bakgrunni, aldri, fötlun eða öðru. Nefndin gætir þess að umhverfi stúdenta hamli þeim ekki með því að þrýsta á að merkingar og aðgengi fyrir nemendur með fötlun sé eins og best verði á kosið. Formaður nefndarinnar á sæti í stjórn Greiningarsjóðs SHÍ sem sér um að úthluta fjárhæð til styrktar nemendum HÍ með sértæk námsúrræði. Nefndin hefur látið mikið til sín taka og haldið ýmsa viðburði í þeim tilgangi að vekja áhuga háskólastúdenta á jafnréttismálum í víðum skilningi. Stefán Jóhann Sigurðsson – Formaður Birgitta Arngrímsdóttir María Rut Kristinsdóttir Rósanna Andrésdóttir Salka Margrét Sigurðardóttir

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir – Formaður Auður Tinna Aðalbjarnadóttir Salka Margrét Sigurðardóttir Sólrún Sigvaldadóttir Stefán Óli Jónsson

Aðrar nefndir og hópar: Sviðsráðahópur Hópurinn sér um að undirbúa og kynna sviðsráðsbreytingar sem Stúdentaráð stendur fyrir þetta árið. Öll markaðs- og hugmyndavinna fer fram innan hópsins og allir leggjast á eitt til að kynna sviðsráðin vel fyrir stúdentum Hí. Jón Atli Hermannsson - Formaður Anna Margrét Steingrímsdóttir Árni Grétar Finnsson Benóný Harðarsson Hörður Unnsteinsson Iðunn Garðarsdóttir Sigvaldi Fannar Jónsson Samgönguhópur Hópurinn sér um að skoða vel samgöngumöguleika stúdenta og kannar lausnir varðandi strætó- og bílastæðamál svo fátt eitt sé nefnt. Niðurskurðarhópur Hópurinn vinnur markvisst gegn frekari niðurskurði ríkisins til starfsemi Háskóla Íslands og leitast við að vekja athygli á þar sem pottur þykir brotinn í fjárveitingum til skólans.


Hvert get ég leitað? Nemendaskrá og Þjónustuborð Háskólatorgi

Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands

Ýmis þjónusta í boði nemenda HÍ

Nemendaskrá heldur skrá yfir alla nemendur Háskólans og það nám sem þeir stunda. Hjá nemendaskrá er að finna þær heimildir sem allt skipulag kennslu og prófa er byggt á. Nemendaskráin hefur einnig að geyma heimildir um námsframvindu hvers nemanda, skráningu í námskeið, próf sem tekin hafa verið o.s.frv. Nemendaskrá er staðsett á Háskólatorgi, 3.hæð, s: 525-4309, netfang: nemskra@hi.is. Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi einn fyrsti staðurinn sem þeir leita til. Þar má m.a. fá ýmis vottorð um skólavist, námsferilsyfirlit, brautskráningaryfirlit og staðfestingu á brautskráningu. Vottorð og námsferilsyfirlit eru afgreidd samstundis en afgreiðslufrestur brautskráningaryfirlita er minnst einn sólarhringur. Vottorð og yfirlit kosta 350 kr. Einnig er hægt að fá útprentaðar námskeiðslýsingar á Þjónustuborðinu og kosta þær allt að 1.750 kr. Á Þjónustuborðinu er hægt að kaupa prentkvóta og þar eru stúdentakortin afhent. Þar er einnig tekið á móti læknisvottorðum vegna veikinda í lokaprófum. Vottorð vegna veikinda í hlutaprófum eiga að berast á skrifstofu deildar eða til viðkomandi kennara. Á Þjónustuborðinu skrá nemendur sig á námskeið hjá Náms- og starfsráðgjöf og fá lykilorð í Ugluna. Starfsmenn Þjónustuborðsins sjá einnig um bókanir í stofur og fundarherbergi Háskólatorgs. Þjónustuborðið er staðsett á Háskólatorgi, 2.hæð, s: 525-5800, netfang er haskolatorg@hi.is, og þar er opið 8:30 til 18 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er lokað kl. 16

Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands annast formleg samskipti Háskóla Íslands við erlendar menntastofnanir og veitir stúdentum, kennurum, skorum og deildum Háskóla Íslands ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf. Alþjóðaskrifstofa þjónar stúdentum sem fara utan sem skiptinemar og einnig þeim stúdentum sem stunda nám við Háskóla Íslands sem skiptinemar. Einnig rekur Alþjóðaskrifstofan upplýsingastofu um nám erlendis sem hefur það meginhlutverk að safna og miðla upplýsingum um nám við útlenda iðnskóla, tækniskóla, ýmsa fagskóla og háskóla. Starfsmenn veita aðstoð við leit að skólum erlendis eftir óskum um staðsetningu og námsgrein. Vefsíða Alþjóðaskrifstofu er: http://www.hi.is/ adalvefur/althjodaskrifstofa

Lögfræðiaðstoð Orator: Í rúm 30 ár hefur Orator, félag laganema við HÍ, boðið landsmönnum upp á endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð. Á fimmtudagskvöldum, milli 19:30 og 22:00, frá september og fram í byrjun maímánaðar, býðst fólki að hringja inn nafnlaust og bera upp spurningar um lögfræðileg álitaefni. Fyrir svörum sitja 2-3 meistaranemar í lögfræði og er að auki einn lögmaður á skrifstofunni, þeim til halds og trausts. Á meðan lögfræðiaðstoð Orators er opin linnir varla símhringingum og ljóst er að mikil þörf er á endurgjaldslausri lögfræðiráðgjöf. Mest er leitað aðstoðar á sviði hjúskaparréttar og sifjaréttar en reglulega koma einnig spurningar sem varða kröfurétt og samningarétt.

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Hlutverk Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ) er að veita stúdentum við skólann margvísilega þjónustu og stuðning meðan á námi stendur. Á meðal þess sem boðið er upp á er ráðgjöf vegna námsvals, almenn upplýsingamiðlun um háskólanámið og þá félagslegu þjónustu sem nemendum stendur til boða, ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi, gerð atvinnuumsókna og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl. Þá er boðið upp á ráðgjöf og úrræði í námi og prófum fyrir fatlaða nemendur, nemendur með sértæka námsörðugleika eða langvarandi veikindi. Náms- og starfsráðgjöf veitir nemendum jafnframt persónulegan stuðning og aðstoð vegna langvarandi tilfinningalegs vanda. Nemendur háskólans geta rætt við náms- og starfsráðgjafa í auglýstum viðtalstímum eða bókað viðtal eftir samkomulagi í síma: 5254315. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands er staðsett á Háskólatorgi, 3.hæð (fyrir ofan Bóksölu stúdenta). Hagnýtar upplýsingar um þjónustu NSHÍ er að finna á vefslóðinni: http:// www.nshi.hi.is/.

Réttindaskrifstofa Stúdentaráðs Stúdentaráð starfrækir Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs. Réttindaskrifstofan hefur það hlutverk að aðstoða stúdenta í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan HÍ og veita þeim ráðleggingar í framhaldinu um hvernig þeir geta leitað réttar síns. Réttindaskrifstofan rekur réttindamál einstakra stúdenta sé þess óskað og gætir nafnleyndar til fulls nema að samþykki um annað liggi fyrir. Á skrifstofunni er að finna almennar upplýsingar um rétt stúdenta og hvaða leiðir eru færar til að leysa erfið hagsmunamál. Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs er Davíð Ingi Magnússon og hefur yfirumsjón með réttindaskrifstofu stúdenta alla virka daga milli kl 9-17 en fyrirspurnir má senda á dim1@hi.is eða í síma 570-0853.

Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands Starfandi jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands er Dagný Ósk Aradóttir Pind. Hún er lögfræðingur að mennt og leysir af Arnar Gíslason, kynjafræðing sem hefur starfað sem jafnréttisfulltrúi frá árinu 2007, fram til áramóta 2012. Jafnréttisfulltrúi hefur á vegum stjórnsýslu HÍ yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við jafnréttisnefnd og ráð um málefni fatlaðs fólks. Hlutverk jafnréttisfulltrúa er m.a. að vinna að stefnumótun, áætlunum og fræðslu sem tengjast jafnréttisáætlun HÍ, fylgja eftir jafnréttisstefnu skólans, sinna fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál, ásamt því að stuðla að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi Háskóla Ísland. Jafnréttisfulltrúi er með aðsetur á 3.hæð á Háskólatorgi (HT 323). Einnig er hægt að nálgast jafnréttisfulltrúa í gegnum netfangið jafnretti@hi.is eða í síma 525-4095.

Aðstandendur lögfræðiaðstoðar Orators eru bundnir þagnarskyldu í öllum sínum störfum og er aðstoðin starfrækt óháð öðrum stofnunum, fyrirtækjum, félögum eða einstaklingum. Þá er mikil eftirspurn á meðal laganema eftir þátttöku í starfi lögfræðiaðstoðarinnar enda veitir hún góða þjálfun, bæði fyrir nám og störf. Tannlæknanemar: Tannlæknanemar þurfa mikla verklega þjálfun og því bíður Tannlæknadeild Háskóla Íslands almenningi upp á þjónustu gegn vægu gjaldi. Þjónustan er mjög faglega unnin í samráði við sérfræðing og fer öll fram á skólatíma. Forskoðun fer fram eftir hádegi á miðvikudögum og hægt er að panta tíma og skrá börn á lista barnatannlækninga í síma 525 4871.

Íþróttaskóli barnanna Stúdentaráð Háskóla Íslands rekur íþróttaskóla fyrir börn stúdenta fædd á árunum 2008-2010. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi háskólans við Sæmundargötu. Tímarnir eru á laugardögum og er hver tími 40 mínútur. Börnunum er skipt í þrjá hópa eftir aldri og eru um 25 börn í hverjum hópi. Fyrsti hópurinn er frá kl. 9:15 – 9:55, annar hópurinn frá kl. 9:55 – 10:35 og þriðji hópurinn frá kl. 10:35 – 11:15. Tímarnir byggjast á stöðvaþjálfun og leikjum og er markmið æfinganna að efla hreyfiþroska barnanna sem og að auka líkamsvitund. Haldin eru tvö námskeið á skólaári, eitt á haustönn og annað á vorönn sem hvort um sig er í 10 vikur. Íþróttaskólinn á haustönn 2012 hefst þann 22. september og honum lýkur 24. nóvember. Kennarar íþróttaskólans eru íþróttafræðingarnir Geirþrúður Guðmundsdóttir og Birna Aldís Fernández. Verðið er 5.500 krónur og veittur er 500 króna systkinaafsláttur. Stúdentaráð Háskóla Íslands sér um skráningu í íþróttaskólann en er hún auglýst með nokkrum fyrirvara með fjöldapósti og á vefsíðu Stúdentaráðs, www.studentarad.is.

11


Þjónusta fyrir stúdenta við HÍ

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Félagsstofnun stúdenta Um FS

Háma og aðrar kaffistofur stúdenta

FS er skammstöfun fyrir Félagsstofnun stúdenta. Eins og nafnið gefur til kynna er FS í eigu stúdenta Háskóla Íslands og sér um að veita þeim margvíslega þjónustu á háskólasvæðinu á sem bestum mögulegum kjörum. Þá beitir FS sér eftir þörfum fyrir því að ný fyrirtæki í þágu stúdenta séu stofnuð. Félagsstofnun stúdenta var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Samkvæmt lögum eiga allir stúdentar aðild að FS ásamt Háskólanum og menntamálaráðuneytinu. Í stjórn FS sitja þrír fulltrúar stúdenta, einn fulltrúi Háskóla Íslands og einn fulltrúi menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar Stúdentaráðs í stjórninni nú eru Davíð Gunnarsson stjórnarformaður, Haukur Agnarsson og Sigurður Örn Hilmarsson. Fulltrúi Háskólans er Baldur Þórhallsson og fulltrúi menntamálaráðuneytis er Atli Atlason. Aðalmarkmið FS er að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og tryggja öruggan rekstrargrundvöll stofnunarinnar. FS styrkir Stúdentaráð Háskóla Íslands og félög stúdenta við HÍ með útgáfustyrkjum eða á annan hátt. Hjá FS starfa um 120 manns við margvísleg verkefni en skrifstofa FS er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 9-16 en einnig má hafa samband við starfsfólk FS í síma 5700700 eða á netfangið fs@fs.is

Félagsstofnun stúdenta hefur það að meginmarkmiði í veitingarekstri sínum að stuðla að næringarríku og heilbrigðu matarræði háskólastúdenta með því að bjóða fjölbreytt vöruúrval á lágmarksverði. Umfangsmest í veitingasölu FS er Háma á Háskólatorgi en þar geta stúdentar gætt sér ýmist á heitum mat í hádeginu, smurðum samlokum, bakkelsi eða öðru góðgæti á stúdentaverði. Kaffistofur stúdenta eru staðsettar í Árnagarði, Eirbergi, Háskólabíói, Læknagarði, Odda og Öskju en má þar meðal annars finna Hámuvörur.

Kaffi Náttúra í Öskju mánudaga til föstudaga kl. 8.30 - 15.30

Í júlí 2012 hófust framkvæmdir við byggingu Stúdentakjallarans í viðbyggingu við Háskólatorg og mun hann opna í vetur. Stúdentakjallarinn verður kærkomin viðbót við háskólalífið en gert er ráð fyrir að hann verði opinn frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Þar verður aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf stúdenta, en staðurinn verður jafnframt veitingastaður og kaffihús á daginn.

Bóksala stúdenta

Stúdentamiðlun

Leikskólar stúdenta

FS á og rekur Bóksölu stúdenta sem er ein sinnar tegundar á landinu. Í Bóksölunni, sem staðsett er á Háskólatorgi fást allar námsbækur og námsgögn sem stúdentar við HÍ þurfa á að halda. Bóksalan sinnir einnig öðrum háskólum landsins og er með útibú í Háskólanum í Reykjavík. Í gegnum heimasíðuna www. boksala.is er hægt að sérpanta vörur, senda fyrirspurnir, skoða kennslubókalista háskólanna og kaupa og fá sendar bækur. Bóksalan er opin alla virka daga milli kl. 9-18 en netfangið þar er boksala@boksala.is.

FS er einnig eins konar miðill, stúdentamiðill. Miðlunin fer fram á www.studentamidlun.is og þar geta stúdentar auglýst eftir og leitað að atvinnu, húsnæði, kennslu, barnagæslu, námsbókum og lokaverkefnum. Vefurinn er gagnvirkur og stúdentar sækja sér þjónustu milliliðalaust og fyrirtæki og einstaklingar geta leitað að starfsfólki, leigjendum og lokaverkefnum í gegnum netið.

FS rekur þrjá leikskóla fyrir börn stúdenta. Sólgarður og Leikgarður eru fyrir sex mánaða til tveggja ára gömul börn en Mánagarður er fyrir eins til sex ára gömul börn. Sólgarður og Leikgarður eru eingöngu fyrir börn stúdenta við HÍ en allir sem búsettir eru í Reykjavík geta sótt um á Mánagarði. Skólarnir eru allir staðsettir í stúdentagarðahverfinu við Eggertsgötu. Nánari upplýsingar um leikskóla FS er að finna á heimasíðunni www.fs.is.

Afgreiðslutími yfir vetrartímann Kaffistofur stúdenta

Háma

Kaffistofa í Árnagarði mánudaga til föstudaga kl. 9 - 15.30

mánudaga til föstudaga kl. 8 - 19, laugardaga kl. 9.30 – 16

Kaffistofa í Eirbergi mánudaga til föstudaga kl. 9 - 15.30 Kaffistofa í Háskólabíói mánudaga til föstudaga kl. 8.35 - 15.30 Kaffistofa í Læknagarði mánudaga til föstudaga kl. 9 - 15.30 Kaffistofa í Odda mánudaga til föstudaga kl. 8 - 17

Stúdentakjallarinn

Stúdentagarðar Félagsstofnun stúdenta annast rekstur stúdentagarða. Hlutverk þeirra er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands til leigu hentugt og vel staðsett húsnæði á sanngjörnu verði. Leigueiningar FS eru 815 talsins og hýsa þær samtals um 1.500 íbúa. Stúdentagarðarnir nefnast Gamli Garður, Skerjagarður, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar, Ásgarðar og Skógargarðar. Þeir eru staðsettir á háskólalóðinni, í miðborginni og í Fossvogi. Nú standa yfir framkvæmdir við byggingu nýrra Stúdentagarða í Vatnsmýri. Um er að ræða 299 íbúðir fyrir einstaklinga og pör sem hýsa munu um 320 íbúa. Verða þeir teknir í notkun í tveimur áföngum, fyrri hlutinn í júlí 2013 en gert er ráð fyrir að allar íbúðirnar verði komnar í notkun í árslok 2013. Húsnæði á Stúdentagörðum er af ýmsum stærðum og gerðum: einstaklingsherbergi, tvíbýli, einstaklingsíbúðir og 2ja – 4ja herbergja íbúðir. Allt húsnæði á Stúdentagörðum er með aðgang að tölvuneti HÍ. Sækja skal um garðvist á heimasíðu stúdentagarða, www.studentagardar.is. Við úthlutun er umsækjendum forgangsraðað eftir fjölskylduaðstæðum og búsetu. Skriflegur leigusamningur er gerður um leigu stúdentaíbúða.

13


Nemendafélög Nemendafélög Félagsvísindasviðs Homo Mannfræði Kjartan Felim Martinsson kfm1@hi.is Katalogos Bókas.-og upplfr. Magný Rós Sigurðardóttir mrs6@hi.is Kynvera Kynjafræði Charlotte Feriier chf2@hi.is / kynveran@gmail.com Norm Félagsfræði Arnar Þór Ingólfsson athi3@hi.is Þjóðbrók Þjóðfræði Fjóla K. Guðmundsdóttir fkg1@hi.is Mentor Félagsráðgjöf Árstór Erla Benediktsdóttir astroserla@gmail. com Ökonomia Hagfræði Björn Ívar Björnsson bjorni2@msn.com Orator Lögfræði Kristín Jónsdóttir krj30@hi.is Politica Stjórnmálafræði Einar Valur Sverrisson evs8@hi.is Mágus Viðskiptafræði Hólmgeir Reynisson hor2@hi.is Filia Náms- og starfsráðgjöf Björk Erlendsdóttir bje7@hi.is Grossman Félag heilsuhagfræðinema Benedikt Þorri Sigurjónsson benedikt.thorri@ gmail.com Alþjóðasamfélagið Félag meistaranema við stjórnmálafræðideild Ástríður Jónsdóttir asj31@hi.is Nesu Samtök viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum Maestro Félag meistaranema í viðskipta- og hagfræðideild Reynir Már Ásgeirsson maestro@hi.is Ólafía Félag framhaldsnema í félagsráðgjöf. Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir rlh1@hi.is

Nemendafélög Heilbrigðisvísindasviðs Curator Hjúkrun Eygló Einarsdóttir eygloe@gmail.com Tinktúra Lyfjafræði Sigurjón Viðar Gunnlaugsson svg16@hi.is Félag lækna Læknisfræði Pétur Sólmar Guðjónsson psg2@hi.is Virtus Sjúkraþjálfun Herdís Guðrún Kjartansdóttir herdisgk@gmail. com

Oddrun Nemendafélag Ljósmóðurnema Helga Reynisdóttir helgareynisdottir@gmail. com

Nemendafélög Hugvísindasviðs Arminius Þýska Sölvi Þór Hannesson solvithorhannes@gmail. com Artima Listfræði Alexander Jean de Fontenay alexjean1991@ gmail.com Banzai Japanska Bing Long Kínversk fræði Stefán Ólafsson sto4@hi.is Bog Enska Sandra Egilsdóttir sae8@hi.is Dania Danska Spútnik Rússneska Páll Baldursson pab5@hi.is Rýnirinn Kvikmyndafræði Elísabet Elma Guðrúnardóttir elisabetelma@ gmail.com Torfhildur Bókmenntafræði Gréta Sigríður Einarsdóttir gse4@hi.is Gallía Franska Sigríður Daney Sigurðardóttir sds12@hi.is Buendia Spænska Úlfur Kolka ulfurkolka@gmail.com Fiskurinn Guðfræði Sævar Jón Andrésarson sja7@hi.is Mímir Íslenska Kristján Gauti Karlsson kgk4@hi.is Fróði Sagnfræði Stefán Óli Jónsson soj16@hi.is Kuml Fornleifafr Kristin Sylvía Ragnarsdóttir ksr3@hi.is Soffía Heimspeki Edda Sigurðardóttir eds13@hi.is

Kennó Kennaradeild Kristín Ýr Lingdal kyl2@hi.is Tumi Tómstunda-, félagsmála- og þroskaþjálfanemar Snædís Sif Harðardóttir ssh13@hi.is Vatnið Íþrótta og heilsufræði Ásta ahj14@hi.is Padeia Uppeldis -og menntunarfræði Benedikta Björg Valtýsdóttir bbv1@hi.is

Nemendafélög Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Vélin Véla- og iðnaðarverkfræði Davíð Örn Símonarson dos6@hi.is Heron Félag framhaldsnema við Verkfræðideild Tryggvi Sigurðsson trs3@hi.is Fjallið Jarðfræði, jarðeðlisfræði, landfræði og ferðamálafræði Nína Aradóttir nia1@hi.is Gaia Umhverfis-og auðlindafræði Gunnar Gunnarsson gug40@hi.is Haxi Líffræði Eyrún Viktorsdóttir eyv1@hi.is Nörd Tölvunarfræði Ívar Haukur Sævarsson ish7@hi.is VÍR Rafmagns- og tölvunarfræði Daníel Eldjárn Vilhjálmsson dev1@hi.is Hvarf Efna-, líf, og efnaverkfræði Sindri Snær Jónsson ssj12@hi.is Stigull Stærðfræði og eðlisfræði Ingibjörg Kristjánsdóttir ink10@hi.is Naglarnir Umhverfis og byggingarverkfræði Jóhanna Sæmundsdóttir jos36@hi.is FNÍF Ferðamálafræði Finnbogi Kristjánsson fik2@hi.is Folda Félag framhaldsnema í jarðvísindum Halldóra Björg Bergþórsdóttir hbb11@hi.is Komplex Félag framhaldsnema í efnafræði og lífefnafræði Guðrún Birna Jakobsdóttir gbj6@hi.is

Kvasir Association of Medieval Icelandic Studies

Flóki Félag framhaldsnema í landfræði og ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Kozmó Student’s association for people studying Icelandic for foreign students

Helix Félag framhaldsnema í lífvísindum Arna Rún Ómarsdóttir helix@hi.is

Ritvélin Nemendafélag ritlistarnema Tumi Ferrer ritvelin@gmail.com

Önnur nemendafélög

Hending Félag táknmálsfræðinema Sara Snorradóttir sas15@hi.is

Iðunn Lýðheilsuvísindi lydheilsunemar@gmail.com

Grimmhildur Félag eldri nemenda á Hugvísindasviði Sólveig Sif Hreiðarsdóttir ssh12@hi.is

Anima Sálfræði Gunnhildur Gunnarsdóttir gug76@hi.is

Nemendafélög Menntavísindasviðs

Hummus Nemendafélag hagnýtrar menningarmiðlunar

Flog Lífeinda- og geislafræði Silja Rut Sigurfinnsdóttir srs22@hi.is

Hnallþóra Matvæla- og næringarfræði Eva Björg Björgvinsdóttir ebb11@hi.is

14

FIT Tannlæknar Aron Guðnason arg10@hi.is

Veritas Yfirfélag Markús Þ. Þórhallsson mth39@hi.is

BEST Board of European Students of Technology Svanlaug Elsa Steingrímsdóttir svanlaug4@gmail.com Kristilegt stúdentafélag Hildur Björg Gunnarsdóttir hbg18@hi.is IceMUN Iceland Model United Nations Guðlaugur Kristmundsson gulli@love.is


Stúdentakortin Stúdentakortin komu fyrst til sögunnar fyrir tilstilli Stúdentaráðs árið 2006. Kortin eru ætluð öllum stúdentum við Háskóla Íslands og nýtast sem aðgangskort að byggingum, sem stúdentaauðkenni og afsláttakort. Háskóli Íslands hefur haft yfirumsjón með kortunum frá árinu 2009 og jafnframt gefið þau út. Boðið er upp á tvennskonar kort. Annars vegar kort sem fæst gegn greiðslu og veitir aðgang að byggingum eftir almennan opnunartíma (þó aðeins til miðnættis virka daga en til kl.22 um helgar) og hins vegar kort sem fæst endurgjaldslaust og gildir þá eingöngu sem stúdentaauðkenni og afsláttarkort. Hægt er að sækja um kortin á Mínu svæði á Uglunni. Frekari upplýsingar um kortið má nálgast á þjónustuborðinu, 2.hæð á Háskólatorgi. Mörg fyrirtæki bjóða nemendum Háskóla Íslands afslátt gegn framvísun kortsins skólaárið 2012-2013 og eru þau eftirfarandi: ...

hársmiðjan SMIÐJUVEGUR 4 - GRÆN GATA - KÓPAVOGUR - 557

3232

15% afsláttur.

Aðgangur á 1.600 kr. frá 1. september til 31. maí.

10% afsláttur.

25% afsláttur

15% afsláttur.

10% afsláttur af vörum og þjónustu.

10% afsláttur af öllum vörum nema skeifum, fóðri og hnökkum.

Hraðlestrarnámskeið á 28.500 kr.

10% afsláttur.

10% afsláttur í Iðu og bókakaffinu Vesturgötu.

10% afslátt af listaverði.

15% afsláttur. Gildir ekki með öðrum tilboðum.

10% afsláttur.

20% afsláttur af mat, frá sunnudegi til fimmtudags. Gildir ekki með tilboðum eða af drykkjum og einungis fyrir eiganda kortsins.

15% afsláttur af mat á virkum dögum og í hádeginu.

30% afsláttur í river rafting með netbókun. 15% afsláttur í snorkling á sumrin en 30% á veturna.

15% afsláttur í yoga.

30.000 kr. afslátt af LASIK-sjónlagsaðgerðum.

10% afsláttur í river rafting í Vestari og Austari Jökulsá.

15% afsláttur.

15% afsláttur af öllum kortum.

15% afsláttur.

15% afsláttur af öllum dansnámskeiðum.

10% afsláttur.

10% afsláttur.

15% afsláttur af fæðubótarefnum.

10% afsláttur af námskeiðum.

Skólakort með 20% afslætti skólaárið 2012/2013.

10% afsláttur.

15% afsláttur.

10% afsláttur.

10% afsláttur.

veitir stúdentum bestu fáanlegu kjör á öllu prenti.

15% afsláttur.

Réttur dagsins á 650 kr. og súpa dagsins á 300 kr. 20 kaffibolla kaffikort á 1.500 kr.

Hamborgari, franskar og gos á 850 kr.

15% afsláttur.

10% afsláttur af hamborgurum af matseðli fyrir kl.17:00 á daginn.

20% afsláttur af líkamsræktarkortum. Gildir ekki af námskeiðum né tilboðskortum.

15% afsláttur.

6 mánaða skólakort á 35.990 kr. og 12 mánaða skólakort á 46.990 kr. Vinaklúbbur Hress á 4.290 kr. á mánuði og binditíminn eru 12 mánuðir.

5% afsláttur af grunnverði sé bókað í gegnum heimasíðu Stúdentaráðs.

15% afsláttur af FedEx gjaldskránni.

4 mánaða kort á 15.000 kr. og 9 mánaða kort á 31.500 kr. gegn staðgreiðslu.

4 mánuðir á 15.000 kr. 9 mánuðir á 31.500 kr.

10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu.

2 fyrir 1 af öllum máltíðum frá sunnudegi til þriðjudags. 2 fyrir 1 af bjór og léttvíni alla daga vikunnar frá kl.16:00 - 19:00.

10% afsláttur.

15% afsláttur af vörum.

10% afsláttur frá september til desember 2012.

10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu.

15% afsláttur af öllu nema linsum.

17% afsláttur af námskeiðum og 10% afsláttur af vörum.

10% afsláttur af ritföngum og endurgerðum og samhæfðum prenthylkjum.

20% afsláttur.

15% afsláttur af matseðli. Gildir ekki með öðrum tilboðum.

spíran 20% afsláttur af matseðli.

10% afsláttur.

10% afsláttur. Gildir ekki af tilboðum.

15% afsláttur af mat og drykk.

15% staðgreiðsluafsláttur af allri snyrtingu.

20% afsláttur.

afsláttur af öllum mat.

15% afsláttur af vinnu við tölvuviðgerðir.

10% afsláttur.

15% afsláttur af tilboðum og 20% afsláttur af matseðli.

10% afsláttur af matseðli.

Texasborgarar : 15% afsláttur af mat og drykk.

10% afsláttur af vinnu og 5% afsláttur af tölvum og tölvubúnaði.

Ýmis breytileg sértilboð til stúdenta. www.tolvutek.is/skolatilbod

15


Hagsmunafélög í HÍ Feminískir Stúdentar

Q- Félag hinsegin stúdenta

Foreldrafélag SHÍ

Feministafélag Háskóla Íslands eru þverpólitísk samtök sem starfa óháð öðrum félögum innan Háskólans. Tilgangur félagsins er að halda uppi fræðilegri og málefnalegri umræðu innan Háskólans um málefni sem snúa að jafnrétti kynjanna og sjá til þess að Háskóli Íslands verði leiðandi afl í jafnréttisbaráttu íslensks samfélags. Allir þeir sem hafa áhuga á starfa með félaginu er hvattir til að hafa samband við studentfemmi@gmail.com

Q-Félag hinsegin stúdenta er fyrir alla þá sem láta sig málefni hinsegin fólks varða. Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, er komið út úr skápnum, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, tvíkynhneigðir, trans eða hinsegin – Q er eitthvað sem allir ættu að skoða. Félaginu er ætlað að vera óþvingaður vettvangur til að hitta og kynnast fólki á sama reki en meðlimir Q hittast reglulega yfir árið á hinum ýmsu uppákomum sem félagið stendur að. Heimasíðan þeirra er http://queer.is og áhugasamir geta haft samband við Q í gegnum netfangið queer@ queer.is.

Fjölskyldunefnd SHÍ hyggst endurvekja Foreldrafélag SHÍ í ár. Hlutverk Foreldrafélagsins verður að mynda samstöðu hjá þessum breiða hóp af fólki og halda utan um réttindi foreldra sem stunda nám við HÍ, undir handleiðslu Fjölskyldunefndar. Skráningargjald, afsláttarkjör í Íþróttaskóla SHÍ og víðar verða rædd á aðalfundi félagsins sem auglýstur verður í september í gegnum tölvupóst Stúdentaráðs. Á aðalfundi verður einnig kosið í stjórn Foreldrafélagsins. Foreldrafélag SHÍ getur verið góður vettvangur fyrir foreldra til þess að kynnast öðrum foreldrum í HÍ, kynna sér réttindi sín sem foreldrar í námi í HÍ og koma hugmyndum á framfæri. Skráningu í félagið annast Fjölskyldunefnd SHÍ í gegnum foreldrafelagshi@gmail.com dagana 1.-15. September 2012.

ESN-Reykjavík ESN eru alþjóðleg samtök sem starfrækja þjónustu í formi sjálfboðavinnu fyrir skiptinema háskóla í 36 löndum Evrópu. Vettvangur fyrir ESN var í fyrsta sinn stofnað í Reykjavík árið 2007 og hefur síðan þá verið í stanslausri uppbyggingu. ESN-Reykjavík stendur að ýmsum viðburðum fyrir erlenda nema á Íslandi og stuðlar að bættum samskiptum þeirra á milli. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna, www.esnreykjavik.com.

AIESEC AIESEC eru stærstu alþjóðlegu stúdentareknu samtök í heiminum. Samtökin eru vettvangur leiðtogaþjálfunar og veita stúdentum tækifæri til að þroskast og öðlast annars fágæta reynslu á sínu sviði samhliða háskólanámi sem gefur þeim forskot þegar komið er út í atvinnulífið. AIESEC er starfandi í yfir 110 löndum og umdæmum með yfir 60.000 meðlimi. Frekari upplýsingar má finna á www.aiesec.is

Aðrar upplýsingar

16

Námsmannaíbúðir

Húsaleigubætur

Fæðingarstyrkur

Byggingarfélag námsmanna annast rekstur námsmannaíbúða. Hlutverk þeirra er að bjóða námsmönnum sem eiga aðild að BN hentugt húsnæði. Húsnæðið er af ýsmum gerðum og stærðum: herbergi, einstaklingsíbúðir og 2ja – 3ja herbergja íbúðir. Nánari upplýsingar um námsmannaíbúðir BN má nálgast á vefsíðunni www.bn.is.

Þeir leigjendur eiga rétt á húsleigubótum sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu og eiga þar lögheimili. Dveljist námsmaður utan þess sveitarfélags sem hann á lögheimili í, vegna náms, er hann undanþeginn skilyrðingu um lögheimili. Jafnframt er skilyrði fyrir greiðslu húsleigubóta að fyrir liggi skriflegur, þinglýstur húsaleigusamningur til sex mánaða eða lengri tíma Húsaleigubætur greiðast að meginstefnu vegna leigu á íbúðum. Aðeins þeir sem búa í einstaklingsherbergjum eða tvíbýli á Stúdentagörðum, eða sambýli fyrir fatlaða, fá greiddar bætur fyrir leigu á herbergi. Grunnfjárhæð á hverja íbúð er kr 18.000, en veltur svo á fjölskyldustærð og upphæð leigu. Tekjur skerða húsleigubætur á hverjum mánuði um 1% af árstekjum umfram 2 millj. kr. Umsóknum ásamt nauðsynlegum gögnum þarf að skila inn 15 dögum fyrir mánaðarmót ef umsækjandi er að sækja um bætur fyrir næsta mánuð. Sækja þarf á hverju ári og gildir umsóknin til ársloka.

Foreldri sem hefur verið í fullu námi fær fæðingarstyrk að upphæð 113.902 á mánuði. Með fullu námi er átti við að foreldri hafi verið í 75-100% námi sem uppfyllir skilyrði laganna í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum barns. Heimilt er að falla frá framangreindum kröfum; hafi foreldri verið í samfelldu starfi í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði í að lágmarki 25% starfshlutfalli fram til þess að námið hófst eða foreldri hafi þegar lokið a.m.k. einnar annar námi og hefur síðan verið samfellt á innlendum vinnumarkaði. Einnig er heimilt að greiða móður fæðingarstyrk námsmanna þótt hún uppfylli ekki skilyrði um viðunandi námsárangur, hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu af meðgöngutengdum heilsufarsástæðum.


Kort af HÍ

KORT

17


Sviðsráð SHÍ – breyting til bóta Sviðsráð og hlutverk þeirra Með tilkomu sviðsráðanna næsta skólaár myndast aukin tækifæri til þátttöku stúdenta af öllum sviðum. Kjör til Stúdentaráðs hefur tekið stakkaskiptum, þar sem nú geta allir boðið sig fram innan síns sviðs. Einstaklingar sem og hópar eða félög geta nú öll boðið sig fram á jafnréttisgrundvelli. Líkt og skýringarmyndin sýnir fara kosningar þannig fram að einstaklingur, hópar eða félög með 2-7 einstaklingum geta boðið sig fram innan síns sviðs. Hver frambjóðandi þarf aðeins að safna 15 undirskriftum og skila inn til kjörstjórnar innan gefins tíma til að komast á kjörseðil. Öll nöfn á kjörseðli innan hvers sviðs eru í stafrófsröð þó svo að hægt verði að stytta sér leið og velja fyrirframgefna framboðslista auðveldlega. Þeir einstaklingar sem kjörnir eru í sviðsráð síns sviðs eru einnig í Stúdentaráði. Saman mynda allir 27 sviðsráðsfulltrúarnir Stúdentaráð Háskóla Íslands. Formenn sviðsráðanna mynda svo stjórn Stúdentaráðs. Hlutverk sviðsráðanna er að gæta hagsmuna stúdenta síns sviðs. Sviðsráðin vinna náið með sviðsforsetum, deildarforsetum, nemendafélögum og öllum þeim sem móta líf stúdenta innan sviðs þeirra. Með myndun þessara nýju sviðsráða er stuðlað að aukinni hagsmunabaráttu á dreifðari grundvelli, þar sem næstkjörnir Stúdentaráðsliðar hafa betri innsýn í þau mál sem geta komið upp á eigin sviði. Stúdentaráðsliðar taka svo sæti í fastanefndum og vinnuhópum þar sem almenn hagsmunabarátta og starf stúdenta fer fram sem nánar er útlistað á næstu síðu. Nánari skýringar á fyrirkomulagi kosninga til Stúdentaráðs má finna á www.studentarad.is

Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is

www.boksala.is

18


Alþjóðanefnd

Hagsmunanefnd

Hvernig tek ég þátt?

Hefurðu gaman af því að ferðast og kynnast nýju fólki? Langar þig að æfa þig í tungumálum og viðburðarstjórnun? Meðal verkefna Alþjóðanefndar 2012-2013 eru vísindaferðir fyrir skiptinema, skipulagning ráðstefnu norrænna stúdentahreyfinga og fundir í Helsinki, Kýpur, Búdapest o.fl. (sjá einnig bls. 10)

Hagsmunanefnd er ýmist kölluð ruslatunnan eða fjársjóðskistan. Nefndin sinnir ýmsum málum sem falla ekki beint undir málaflokka annarra nefnda og er það undir nefndinni sjálfri komið að finna og sinna þeim verkefnum sem þeim þykir mest aðkallandi. Nefndin er því fullkomin fyrir hugmyndaríka grúskara. Hagsmunanefnd kom til leiðar lækkuðu kaffiverði á Bókhlöðunni á síðasta ári og mun halda áfram frekari viðræðum þar á bæ þetta skólaár. (sjá einnig bls. 10)

Einstaklingur: Með nýja kerfinu gefst stúdentum tækifræri til að bjóða sig fram á eigin spýtur. Viðkomandi þarf að skila inn 15 undirskriftum stúdenta af eigin sviði til kjörstjórnar til þess að teljast gjaldgengur frambjóðandi.

: Kjörstjórn lýsir eftir framboðum. Framboðsfrestur er minnst ein vika og rennur út 10 dögum fyrir kjörfund

: Kjörfundur stendur yfir í tvo daga og er opinn frá 9:00-18:00 báða daga

Fyrir 1. desember 2012: Kjörstjórn kosin

Fjölmargir stúdentar við HÍ hafa tekið það á herðar sínar að fjölga mannkyninu. Foreldrar í námi hafa ýmsum mörgum hnöppum að hneppa og Fjölskyldunefnd sér til þess háskólinn og yfirvöld komi til móts við þennan hóp. Fjölskyldunefnd skipuleggur barnaskemmtanir, heldur uppi 17:00 vaktinni og vinnur að því að gera Háskólann eins foreldravænan og hægt er. (sjá einnig bls. 10)

Á hverju starfsári koma upp ný mál sem krefjast sértækrar , tímabundinnar athygli. Í ár var settur á fót samgönguhópur vegna hækkunar á fargjöldum Strætisvagna Reykjavíkur og einnig hópur til að bregðast við yfirvofandi niðurskurði ríkisins til háskólans. Þá er sviðsráðshópurinn á sínu öðru starfsári enda hefur tekið tíma að hanna þær breytingar sem munu eiga sér stað í næstu kosningum til Stúdentaráðs. (sjá einnig bls. 10)

Fyrsti eða annar fundur Stúdentaráðs: Formaður og varaformaður kjörnir Skipað í helstu embætti Stúdentaráðs

Fjölskyldunefnd

Vinnuhópar

Vaka og Röskva: Fylkingarnar tvær eru rótgrónar innan háskólasamfélagsins og hafa komið ýmsum góðum breytingum til leiðar. Til þess að komast í betri kynni við fylkingarnar og jafnvel í framboð fyrir þeirra hönd er um að gera að hafa samband við forsvarsmenn þeirra. (Sjá bls. 4)

: Kjör nýs formanns Stúdentaráðs eigi síðar en tveimur vikum eftir prófdag vorprófa

Margir kannast við stúdentslífið sem fátækleg ár en fjármála- og atvinnulífsnefnd gerir sitt besta til að halda námsmönnum mettum. Málefni lánasjóðsins eru t.d. á þeirra borði en einnig hefur nefndin unnið að sérstökum sumarstörfum fyrir námsmenn í samstarfi við Vinnumálastofnun. (sjá einnig bls. 10)

Vissir þú að samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð? Vissir þú að í HÍ eru næstum tveir þriðju stúdenta konur? Vissir þú að FS býður upp á sérstakar íbúðir fyrir hreyfihamlaða? Mannréttinda jarðýturnar í Jafnréttisnefnd vita þetta allt og meira til enda er það þeirra hlutverk að halda stúdentum upplýstum um jafnrétti og að láta í sér heyra þegar ójafnrétti á sér stað innan veggja Háskólans. (sjá einnig bls. 10)

Síðasta vorprófið:

Fjármála og atvinnulífsnefnd

Jafnréttisnefnd

: Utankjörfundur haldinn í þrjá virka daga frá 11:00-16:00 í síðustu viku fyrir kjördag

Hvort sem þú ert listaspíra, skinka eða sérlega rólegt meðalljón þá hefur þú líklega skoðun á því hvernig á að halda gott partý. Fél- og menn. skipuleggur próflokadjömm hverrar annar og stendur fyrir ýmsum listviðburðum ætluðum stúdentum. (sjá einnig bls. 10)

Frá 1. febrúar - 22. febrúar 2012: Fulltrúar allra sviða kjörnir

Félags- og menningarlífsnefnd

Hópur: Hver sem er getur tekið sig til og stofnað hóp. Það þarf minnst tvo einstaklinga til að mynda hóp en á listanum mega vera jafn margir og gætu tekið sæti í viðkomandi sviðsráði. Hver og einn frambjóðandi þarf 15 undirskriftir stúdenta af eigin sviði til að bjóða sig fram en frambjóðendum sem eru saman á lista er heimilt að safna undirskriftum hvorn fyrir annan. Heildarfjöldi undirskrifta þarf þó aldrei að fara yfir 120 ef boðið er fram undir sömu merkjum á fleiri en einu sviði.

19


Októberfest

20

Saga Októberfest

Orðabók

Stærsta útihátíð í heimi rekur uppruna sinn til giftingar krónprinsins Ludwigs I frá Bæjaralandi og prinsessunnar Theresu SaxenHildburghausen þann 12. Október árið 1810. Þau voru í miklu uppáhaldi hjá alþýðunni og var því efnt til kappreiða á engi sem nefndist Theresienwiese (engi Theresu) rétt fyrir utan borgarmúra München. Til þess að viðhalda vinsældunum og tengslum við almúgann var ákveðið að endurtaka leikinn árið eftir. Þar með skapaðist hefð fyrir Oktoberfest. Árið 1811 var ásamt reiðkeppninni jafnframt haldin fyrsta landbúnaðarsýningin sem átti að blása lífi í bæverskan landbúnað. Í dag er ekki keppt í hestaíþróttum á Oktoberfest en landbúnaðarsýningin er enn haldin á þriggja ára fresti samhliða Oktoberfest. Fyrstu áratugina sem hátíðin var haldin var hvers kyns afþreying af skornum skammti. Fyrsta hringekjan var sett upp árið 1818 og gestir gátu svalað þorsta sínum með bjór sem seldur var í litlum söluturnum. Bjórsöluturnunum fjölgaði mikið og árið 1896 var þeim skipt út fyrir fyrsta bjórtjaldið. Smám saman fjölgaði bjórtjöldunum og fleiri hringekjur og önnur leiktæki bættust í hópinn. Átök og farsóttir hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hefur reynst að hætta við Oktoberfest í nokkur skipti. Fyrst þurfti að hætta við hátíðina 1813 vegna Napóleon styrjaldanna og aftur milli 1854 og 1873 vegna kólerufarsóttar. 1866 geysaði prússneskausturríska stríðið og 1870 það þýsk-franska. 1914 til 1920 var hátíðin aftur lögð niður vegna heimstyrjaldarinnar fyrri, 1923/1924 vegna óðaverðbólgu og enn einu sinni 1939 til 1948 vegna heimstyrjaldarinnar síðari. Eitt er það sem gerir nafngift Oktoberfest sérkennilega en það er sú staðreynd að hún er að mestum hluta haldin í september en ekki október sökum kulda. Opnunardagur hátíðarinnar er ávallt fyrsti laugardagur eftir 15. september en lokadagurinn er fyrsti sunnudagur október mánaðar. Hátíðin er því tvær vikur og þrjár helgar að lengd. Annað sem gerir hátíðina skemmtilega er að einungis hin hefðbundnu München brugghús hafa leyfi til þess að selja bjór. Þau eru Spaten-Franziskaner-Bräu, Augustiner, Paulaner, Hacker- Pschorr, Hofbräu og Löwenbräu. Eingöngu er hægt að kaupa bjórinn í svokölluðum Maß einingum, þar sem eitt Maß samsvarar einum lítra. Bjórinn er eingöngu seldur í glerkrúsum og kostar ein krús 4,20 evrur sem samsvarar um 637 íslenskum krónum. Í dag er hátíðin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og hana sækja rúmlega sex milljón gesta á ári hverju. Oktoberfest er enn haldin á Theresienwiese og þegar heimamenn segja: ,,Willkommen auf die Wies’n“, þá þýðir það einfaldlega velkomin á Oktoberfest.

Einn = eins Tveir = zwei Þrír = drei Fjórir = vier Fimm = fünf Kippa af bjór = ein Sechserpack Bier Já = ja Nei = nein Ég elska þig = ich liebe dich Leðurbuxur = Lederhose Nærbuxur = Unterhose Ég vil gjarnan fá einn bjór = Ich möchte gerne ein Bier Bjór = Bier Stór bjór = ein grosses Bier Ég er svangur = Ich habe Hunger (ich bin hungrig) Veikur = krank Partý = Party oder fest Ég er partýljón = Ich bin ein Partylöwe Ég er blindfullur = Ich bin betrunken (besoffen) Brennivín = Schnaps Matur = Essen Viltu dansa? = Möchtest du tanzen? Kynlíf = Sex Hraðar = schneller Hægar = langsamer

Októberfest þar sem stúdentar drekka í sig stemninguna! Októberfest á Íslandi var upphaflega haldin af stúdentum við Þýskudeild Háskóla Íslands árið 2003. Hátíð okkar stúdenta verður því haldin í 10 skipti í ár. Októberfest byrjaði sem lítil hátíð þar sem 50 þýskunemar tjölduðu á háskólasvæðinu, drukku bjór og hlustuðu á bæverska söngva. Þegar forsprakkar hátíðarinnar útskrifuðust árið 2005 buðu þau Stúdentaráði Háskóla Íslands að taka við keflinu. Þegar Stúdentaráð tók við Októberfest stækkaði hátíðin hratt í samstarfi við AM Events og er nú orðin stærsti viðburðurinn í félagslífi háskólanemans. Árlega fara 2.000 stúdentar hamförum í skemmtun og árið 2008 var íslandsmet í bjórdrykkju slegið þegar 18.000 bjórar voru drukknir. Árið 2010 var metið slegið að nýju þegar 24.000 bjórar lágu í valnum. Í ár mun Stúdentaráð Háskóla Íslands í samstarfi við viðburðarfyrirtækið Paxal sjá um skipulagningu Októberfest og verður hvergi dregið undan. Í ár verður meðal annars boðið upp á fjölbreytta skemmtun í sérstöku afþreyingartjaldi þar sem stúdentar geta skemmt sér frá morgni til kvölds. Við hvetjum alla stúdenta til þess að tryggja sér miða strax í forsölu á Háskólatorgi sökum mikillar aðsóknar síðustu ár. Við sjáumst í tjöldunum!


Vissir þú að... ...árlega sækja yfir 6 milljónir gesta Oktoberfest í München? ...metaðsókn var árið 1985 þegar 7,1 milljón gesta mættu? ...árið 2011 mættu 6 milljónir gesta? ...7 milljón lítrar af bjór voru drukknir á Oktoberfest árið 2011? ...starfsmenn hátíðarinnar eru um 12 þúsund talsins? ...velta einnar Oktoberfest hátíðar er 150 milljarðar íslenskra króna? ...100.000 sæti standa gestum til boða? ...hátíðarsvæðið, Theresienwiese, er 42 hektarar að stærð? ...einn hektari er 10.000 fermetrar? ...Ölgerðin er aðalstyrktaraðili Oktoberfest á Íslandi? ...árið 2010 fagnaði hátíðin 200 ára afmæli sínu? ...áfengisprósentan er hærri en almennt gengur og gerist í sérstökum Oktoberfest bjórum? ...hátíðin í Þýskalandi er stærsta útihátíð í heimi? ...Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands er 10 ára í ár?

Þýskar veiðilínur Weißt Du, dass es viele Männer gibt, die mit irgendeinem Spruch versuchen, ein Mädel anzumachen? Ich bin da ganz anders! Hefurðu tekið eftir því að það eru margir karlmenn sem reyna við stelpur með alls konar pick-up línum? Ég er sko ekki þannig! Entschuldigung, aber auf welchen Anmachspruch würdest Du denn am positivsten reagieren? Afsakaðu, en hvaða pick-up línu fílarðu best? Du musst der wahre Grund für die globale Erderwärmung sein. Þú hlýtur að vera ástæðan fyrir hlýnun jarðar. Glaubst Du an Liebe auf den ersten Blick - oder soll ich noch mal reinkommen? Trúir þú á ást við fyrstu sýn – eða á ég að koma aftur inn? Du: „Ist Dein Vater ein Dieb?“ Sie: „Nein.“ Du: „Wer hat denn dann nur die Diamanten gestohlen, um sie in Deinen Augen zu verstecken?“ Þú: „Er pabbi þinn þjófóttur?“ Hún: „Nei.“ Þú: „Hver stal þá demöntunum sem eru faldir í augunum þínum?“ Ich hab in der Zeitung gelesen, dass Küsse glücklich machen. Darf ich Dich glücklich machen? Ég las það einhvers staðar, að kossar veiti ánægju. Má ég gera þig ánægða? Sag mal - möchtest Du Deine Eltern heute nicht mal richtig überraschen und einfach nicht nach Hause gehen? Segðu mér, hvernig væri nú að koma foreldrum þínum á óvart og koma ekkert heim? Du: „Lass uns zu mir gehen und dann hemmungslosen Sex haben. Danach koche ich Dir Spaghetti.“ Sie: „Was? Spinnst Du?“ Du: „Warum? Magst Du keine Spaghetti?“ Þú: „Förum heim til mín, stundum villt kynlíf og svo elda ég spaghettí handa þér.“ Hún: „Ha? Ertu eitthvað klikkaður?“ Þú: „Af hverju? Finnst þér spaghettí vont?“

21


Réttindaskrá stúdenta Ferli kvartana og kærumála Telji stúdent brotið á rétti sínum varðandi námsmat, einkunnagjöf eða annað er lýtur að kennslu og prófum skal hann senda skriflegt erindi til skrifstofu deildar. Í erindinu skal koma fram hvert álitaefnið er, hver sé krafa stúdents og rökstuðningur fyrir henni. Deild skal svo fjalla um álitaefnið og afgreiða það innan tveggja mánaða. Uni stúdent ekki niðurstöðu deildar getur hann skotið máli sínu til stjórnar fræðasviðs.

Próf og prófdómari Stúdent sem er ósáttur með einkunn á skriflegri úrlausn sinni á rétt á að fá útskýringar kennara ef hann æskir þess innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Vilji stúdent, sem ekki hefur staðist próf, þá eigi una mati kennarans getur hann snúið sér til viðkomandi deildarforseta. Skal þá prófdómari skipaður í hverju tilviki. Niðurstaða prófdómara er endanleg. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema Námsmenn sem telja að brotið hafi verið á rétti sínum varðandi námsmat, mat á námsframvindu, afgreiðslu umsókna um skólavist o.fl. geta vísað málum til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Þó skal athuga að nefndin endurmetur ekki prófúrlausnir eða faglega niðurstöðu kennara, dómnefnda eða prófdómara. Þinn réttur og þínar skyldur innan Háskóla Íslands Tilteknar sameiginlegar reglur gilda um kennslu og kennsluhætti innan Háskólans, en hvert svið og deild setur sér síðan nánari reglur sem finna má á vefsíðu hverjar deildar.

Skráning í HÍ Skráning nýnema fer fram árlega hjá nemendaskrá HÍ sem er staðsett á 1. hæð á Háskólatorgi eða í gegnum rafrænt umsóknarform á vefsíðu Háskólans. Umsóknarfrestir eru auglýstir á hverju vori. Árleg skráning til áframhaldandi náms fer fram í lok mars eða í byrjun apríl á Uglunni, innri vef Háskólans. Skráningarfrestur er ávallt auglýstur vel með tölvupósti til allra nemenda. Skrásetningargjald Við skrásetningu til náms greiðir stúdent skrásetningargjald fyrir hvert háskólaár eins og kveðið er á um í fjárlögum hverju sinni. Í ár er skrásetningargjaldið 60.000 kr.

Viðvera stúdenta í kennslustundum Almenna reglan innan Háskóla Íslands er sú að stúdentar ráða sjálfir hvort þeir sækja kennslustundir. Deildum er þó heimilt að setja reglur um skyldu stúdenta til þátttöku í einstökum námskeiðum, æfingum, verklegu námi og vettvangsþjálfun, svo og reglur um leiðbeiningar og umsjón með námi stúdenta að öðru leyti. Í slíkum reglum er enn fremur heimilt að kveða á um að viðvera og þátttaka í

22

Ég tel að brotið hafi verið á rétti mínum – hvert á ég að leita?

kennslustundum hafi vægi í námsmati.

Viðtalstímar Á kennslumisseri eiga stúdentar að hafa greiðan aðgang að kennara annað hvort á auglýstum viðtalstímum eða eftir samkomulagi.

Ritgerðarsmíð og verkefnaskil Stúdentar vinna að verkefnum og ritgerðum í samræmi við fyrirmæli kennara. Stúdent á rétt á skýrum leiðbeiningum kennara um úrlausn og skil verkefna. Deildir geta ennfremur ákveðið almenn viðmið í þessu efni sem kynnt eru stúdentum. Sértæk úrræði við kennslu, nám og próf Háskóla Íslands ber að greiða götu þeirra stúdenta sem búa við fötlun, hömlun eða sérþarfir í samræmi við sérstakar reglur þar að lútandi. Stúdent sem telur sér mismunað vegna fötlunar getur leitað til ráðs um málefni fatlaðra stúdenta. Jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands stýrir starfi ráðsins.

Þinn réttur í prófum og próftímabilum Almennt Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf óháð því hvort námsmat fer fram með skriflegu prófi eða munnlegu prófi, æfingavinnu, verkefnum eða ritgerð. Stúdentum er skylt að framvísa persónuskilríkjum er þeir gangast undir próf svo ganga megi úr skugga um að þeir hafi próftökurétt. Kennarar standa fyrir prófum en hver deild ræður tilhögun prófa hjá sér að svo lengi sem ekki eru sett bindandi ákvæði um það í lögum eða reglum Háskólans. Við munnleg próf, sem teljast til fullnaðarprófs, skal vera prófdómari utan Háskólans en skrifleg og verkleg próf dæma hlutaðeigandi kennarar einir nema deild ákveði annað. Auglýstum prófdegi verður einungis breytt með ákvörðun deildarforseta að höfðu samráði við framkvæmdastjóra kennslusviðs og að fengnu skriflegu samþykki allra þeirra sem skráðir eru til viðkomandi prófs. Tilkynning um námsmat og próf Almenn tilhögun námsmats og prófs kemur fram í kennsluskrá. Nánari tilhögun, ef við á, er kynnt í upphafi námskeiðs. Hið sama á við um vægi verklegra þátta, ritgerðar, munnlegs prófs o.s.frv. í lokaeinkunn. Skráning í námskeið og próf Fullt nám miðast við 60 ECTS einingar á námsári að jafnaði, þ.e. 30 ECTS einingar á misseri. Allt skipulag skólastarfsins miðast við þessa forsendu. Æski stúdent eftir að skrá sig í 40 ECTS einingar eða fleiri á misseri ber honum að leggja fram rökstudda greinagerð þar um og óska undanþágu. Háskólakennarar standa fyrir námsmati og prófum en hver deild ræður tilhögun prófa hjá sér í samræmi við lög og reglur háskólans. Próftími í skriflegum prófum skal að jafnaði ekki vera lengri en þrjár klukkustundir.

Prófatímabil Almenn próf 2012 -2013 eru haldin 2. til 18. desember og á tímabilinu 25. apríl til 10. maí eftir nánari ákvörðun deilda í samráði við prófstjóra. Próf eða prófhlutar í einstökum greinum geta þó farið fram á öðrum tímum, samkvæmt ákvörðun prófstjóra. Sjúkrapróf eru haldin í fjóra til sex daga í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Deildum er heimilt, að höfðu samráði við prófstjóra og með samþykki stjórnar viðkomandi fræðasviðs, að nýta tímabil sjúkraprófa að vori fyrir sjúkrapróf í einstökum námskeiðum beggja kennslumissera. Ákvörðun um það liggi fyrir við upphaf kennslu á haustmisseri. Heimilt er að halda sjúkrapróf í samkeppnisprófum, þar sem fjöldi stúdenta sem fær rétt til áframhaldandi náms er fyrirfram ákveðinn með ákvörðun háskólaráðs, og einnig ef þannig stendur á að stúdent á kost á að brautskrást við næstu brautskráningu að próftímabili loknu. Auglýsa skal próftöflu almennra prófa í kennsluskrá ef unnt er, en annars með tveggja mánaða fyrirvara. Próftöflu fyrir sjúkrapróf í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí skal birta eigi síðar en tveimur dögum fyrir fyrsta prófdag. Auglýstum prófdegi verður einungis breytt með ákvörðun deildarforseta að höfðu samráði við prófstjóra og að fengnu skriflegu samþykki allra þeirra sem skráðir eru til viðkomandi prófs. Próftökuréttur Próf eru einungis fyrir skráða stúdenta. Prófvörðum ber að gæta þess við upphaf prófs að allir sem eru í prófsal hafi próftökurétt. Heimilt er að vísa stúdentum frá prófi sem þeir eru ekki skráðir í. Sætaskipan í prófstofum Prófstaðir eru auglýstir með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Próftafla og sætaskipan í stofur er auglýst á heimasvæði hvers stúdents á Uglunni. Enginn má taka próf á öðrum stað en honum hefur verið úthlutaður fyrirfram. Stúdentar með námsörðugleika geta óskað eftir því að taka próf í fámennari stofum auk lengri próftíma en þess þarf að óska með góðum fyrirvara í samráði við námsráðgjöf. Í prófi Vægi spurninga skal koma fram á prófverkefni, ef unnt er að koma því við. Mælst er til þess að í upphafi sé efnisskipan prófverkefnis lýst með nokkrum orðum. Með því móti er tryggt að próftaki átti sig hafi hann fengið gallað verkefni í hendur. Æskilegt er að kennari (eða staðgengill hans) komi á prófstað í skriflegum prófum sem hann stendur fyrir og að hægt sé að ná í hann á meðan prófi stendur. Ef kennari verður var við almenn vafaatriði hjá stúdentum í prófi er mælst til þess að hann greiði úr þeim í heyrandi hljóði ef aðstæður leyfa. Uppgötvist galli í prófverkefni, sem ekki verður leiðréttur með einföldum hætti á prófstað, ber kennara að auka vægi annarra prófþátta sem því nemur.


Það sama gildir ef ekki næst í kennara. Innan á kápu prófbóka eru birtar prófreglur sem stúdentum ber að fara eftir. Munnleg próf Munnleg próf skulu haldin í heyrandi hljóði. Háskóladeild er þó heimilt að ákveða, ef sérstaklega stendur á, að munnleg próf séu haldin fyrir luktum dyrum, enda sé það tilkynnt fyrirfram. Við munnleg próf skal ávallt vera prófdómari utan Háskólans. Prófnúmer og nemendanúmer Almenna reglan er sú að skriflegar prófaúrlausnir skulu merktar prófnúmerum en þau eru jafnframt nemendanúmer sem nemendaskrá úthlutar hverjum stúdent við Háskóla Íslands. Deild getur sett reglur um undanþágu frá þessu meginákvæði. Heimilt er að birta einkunnir undir þessum númerum. Einkunnaskil Einkunnir skulu birtar í síðasta lagi tveimur vikum eftir próf, þó í síðasta lagi þremur vikum eftir hvert haustmisserispróf í desember. Felist námsmat í öðru en skriflegu eða munnlegu prófi er miðað við skiladag ritgerðar/verkefnis eða þann dag sem námsmat fer fram. Í fjölmennum prófum er heimilt að gefa lengri skilafrest, ef frestur er veittur skal tilkynna nemendum það tímanlega. Einkunnir Ein einkunn er gefin fyrir hvert námskeið (námskeiðsnúmer). Þar sem námskeiði er skipað í fleiri en einn prófhluta, s.s skriflegt próf, verklegar æfingar, ritgerðir o.s.frv., er einkunn fyrir námskeiðið vegið meðaltal allra prófhluta. Deildum er þó heimilt að áskilja að lágmarkseinkunn sé náð í hverjum prófhluta fyrir sig. Ef námskeið er þannig skipað í fleiri en einn prófhluta skal koma fram hvaða einkunn stúdent hlaut fyrir hvern hluta. Útskýring á einkunn Stúdent á rétt til að fá útskýringar kennara á mati skriflegrar útlausnar sinnar, ef hann æskir þess innan fimmtán daga frá birtingu einkunnar. Skipan prófdómara Prófdómarar eru skipaðir fyrirfram til þriggja ára í senn í prófum sem eru sérlega afdrifarík í námsferli stúdenta s.s. samkeppnisprófum. Ennfremur skal einn prófdómari vera við munnleg próf sem teljast til fullnaðarprófs. Skrifleg próf dæma hlutaðeigandi kennarar einir, nema prófdómari hafi verið skipaður fyrirfram. Stúdent eða kennari óskar eftir prófdómara Vilji stúdent, sem ekki hefur staðist próf, eigi una mati kennarans getur hann snúið sér til viðkomandi deildarforseta og skal þá prófdómari skipaður í hverju tilviki. Einnig getur kennari eða meirihluti stúdenta í námskeiði óskað skipunar prófdómara í einstöku prófi. Hlutverk prófdómara og niðurstöður Hlutverk prófdómara sem er kallaður til eftir að mat kennara liggur fyrir, er bundið við að fara yfir úrlausnir og fer hann ekki yfir uppbyggingu prófs með tilliti til námsefnis.

Niðurstaða prófdómara sem skipaður er eftir að einkunn kennara hefur verið birt getur leitt til lækkunar eða hækkunar á birtri einkunn þegar hún er vegin saman við mat kennara sbr. 1. mgr. Þetta gildir þó ekki þegar prófdómari er skipaður eftir á að beiðni kennara. Við þær aðstæður getur niðurstaða prófdómara einungis leitt til hækkunar á þegar birtri einkunn, sé um það að ræða.

Endurtaka prófs og úrsögn úr prófi Stúdent er heimilt að þreyta próf í hverju námskeiði tvisvar. Nú stenst stúdent ekki próf, gengur frá því eftir að hann hefur byrjað próf eða kemur ekki til prófs og hefur ekki boðað forföll, og er honum þá heimilt að þreyta prófið næst þegar almennt próf er haldið í námskeiðinu og eigi síðar en innan árs. Standist hann þá ekki prófið, gangi frá því eða komi ekki til prófs án þess að boða forföll, hefur hann fyrirgert rétti sínum til þess að gangast oftar undir það. Úrsögn úr prófi skal vera rafræn eða skrifleg og hafa borist nemendaskrá háskólans eigi síðar en 1. október vegna prófa á haustmisseri, 1. febrúar vegna prófa á vormisseri og eigi síðar en sólarhring eftir birtingu próftöflu sjúkraprófa. Berist ekki úrsögn fyrir tilskilinn frest telst stúdent hafa staðfest skráningu sína í próf í viðkomandi námskeiði. Háskóladeild getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar málsgreinar, ef sérstaklega stendur á. Deildum er heimilt í samráði við prófstjóra að halda sérstök endurtökupróf í einstökum námskeiðum. Slík sérstök endurtökupróf eru einungis fyrir þá stúdenta sem áður hafa þreytt próf í viðkomandi námskeiði og skulu fara fram samtímis sjúkraprófum vormisseris í kjölfar almenns próftímabils í maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Síðasti prófdagur skal vera eigi síðar en tveimur vikum fyrir brautskráningu kandídata í júní. Fyrir lok janúar og fyrir 25. maí skal auglýst hvaða próf í námskeiðum viðkomandi missera verða endurtekin. Deildum er ennfremur heimilt í samráði við prófstjóra að halda endurtökupróf í einstökum námskeiðum ef þannig stendur á að stúdent á kost á að brautskrást við næstu brautskráningu að prófi loknu. Stúdent er heimilt að endurtaka próf, sem hann hefur staðist, innan árs frá því hann stóðst það, enda sé á því tímabili haldið próf í sama námskeiði. Nú byrjar stúdent prófið, og fellur þá fyrra próf í grein eða prófhluta úr gildi. Þar sem flokki greina er skipað saman í prófhluta verður stúdent að taka upp próf í öllum greinum prófhlutans ef hann vill ekki una fyrra prófi. Sérstakt gjald er tekið fyrir endurtökupróf samkvæmt nánari ákvörðun Háskólaráðs. Í dag er slíkt gjald 6.000 kr.

Veikindi í prófum Stúdent sem veikist og getur þar af leiðandi ekki þreytt próf ber að tilkynna um veikindi sín til nemendaskrár innan þriggja daga og skila inn vottorði þess til staðfestingar. Hið sama gildir ef barn stúdents veikist.

Birting próftöflu Auglýsa skal próftöflu almennra prófa í kennsluskrá ef unnt er, en minnst með tveggja mánaða fyrirvara. Próftöflu fyrir sjúkrapróf í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí skal birta eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tveimur dögum fyrir fyrsta prófdag. Auglýstum prófdegi verður einungis breytt með ákvörðun deildarforseta að höfðu samráði við prófstjóra og að fengnu skriflegu samþykki allra þeirra sem skráðir eru til viðkomandi prófs.

Misferli í prófum Stúdentum, sem í prófi eru, er óheimilt að aðstoða aðra við prófúrlausn eða leita aðstoðar annarra. Skrásettum stúdent, sem ekki er í prófi, er einnig óheimilt að veita slíka aðstoð. Prófmönnum er óheimilt að tala saman og þeir mega ekki hafa aðrar bækur, gögn eða tæki með sér en þau, sem kennari heimilar nema sérstaklega sé kveðið á um annað í reglum deilda. Sama gildir um aðra verkefnavinnu stúdenta nema kennari ákveði annað. Brot gegn ákvæðum þessum og öðrum prófreglum, sem háskólaráð setur, varða vísun úr prófi og eftir atvikum viðurlögum, samkvæmt 19. gr. laga um opinbera háskóla.

Aðgangur að eldri prófverkefnum Í samræmi við upplýsingalög nr.50/1996 vill Stúdentaráð Háskóla Íslands benda stúdentum á rétt þeirra til aðgangs að gömlum prófaverkefnum hjá Háskólanum. Heimild þessi, sem leiða má af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaganna er óháð því hvort viðkomandi stúdent tók prófið eða sat viðkomandi námskeið sjálfur. Í beiðni um aðgang að prófi skal tilgreina nákvæmlega þau próf sem viðkomandi óskar eftir að kynna sér. Sé farið fram á að fá ljósrit af prófverkefnum skal orðið við þeirri beiðni, nema verkefni séu þess eðlis eða fjöldi þeirra sé svo mikill að það sé vandkvæðum bundið að ljósrita þau öll. Æskilegt er að beina því til kennara að skila prófum til kennslusviðs Háskóla Íslands þannig að prófin birtist sem fyrst í prófasafni Stúdentaráðs og Háskóla Íslands á Uglunni. Tekið skal fram að Háskóli Íslands telur að það fari eftir ákvörðun kennara hverju sinni hvernig aðgangur skal veittur að prófverkefni eftir að það hefur verið lagt fyrir og niðurstaða prófsins liggur fyrir. Slíkt er ekki rétt enda ber Háskóla Íslands að fylgja upplýsingalögum. Lendi stúdent í vandræðum með beiðni um aðgang að gömlu prófverkefni er viðkomandi bent að hafa samband við Réttindaskrifstofu stúdenta á dim1@hi.is eða í síma 570-0853 og Stúdentaráð veitir aðstoð í málinu.

23


Lánasjóður íslenskra námsmanna. Umsókn Umsóknarblað á Mínu svæði Mitt svæði er aðgengilegt í gegnum heimabanka og einnig með veflykli RSK beint frá vefsvæði LÍN. Skilyrði fyrir því að sækja um námslán • Umsækjendur verða að vera fjárráða (18 ára) til að geta sótt um námslán. • Ákveðin búsetuskilyrði gilda og/eða skilyrði um tengsl við Ísland. • Til þess að teljast lánshæfir sem lántakendur hjá sjóðnum, mega lántakendur ekki vera á vanskilaskrá né í vanskilum við sjóðinn þegar sótt er um nýtt lán og bú þeirra sé ekki til gjaldþrotameðferðar. • Teljist námsmaður ekki lánshæfur getur hann sótt um undanþágu frá þessari grein enda sýni hann fram á annað, eða að hann leggi fram aðrar ábyrgðir sem sjóðurinn telur viðunandi. • Sömu kröfur eru gerðar til ábyrgðarmanna og gerðar eru til lánþega sbr. kafla 5.3 í úthlutunarreglum sjóðsins. Sækja þarf um námslán fyrir hvert skólaár. Hægt er að sækja um allt skólaárið (haust- og vorönn) í einu lagi.

Umsóknarfrestir • • •

Haustönn;1. desember 2012. Berist umsókn eftir þann tíma gildir hún einungis fyrir vorönn. Vorönn; lokafrestur vegna náms á vorönn er til 1. maí 2013. Sumarönn; umsókn um lán á sumarönn þarf að berast fyrir 1. júlí 2013.

Grunnframfærsla • • •

Námsmaður í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði fær 50% af grunnframfærslu. Grunnframfærsla á Íslandi er 140.600 kr. á mánuði eða 21.090 kr. fyrir hverja ECTSeiningu sem námsmaður lýkur. Framfærsla námsmanna erlendis miðast við grunnframfærslu þar sem skólinn er staðsettur.

Viðbót vegna barna Námsmaður í sambúð, hjónabandi eða staðfestri samvist með barn/börn á framfæri • •

Viðbót við grunnframfærslu er 4.773 kr. fyrir hverja lokna ECTS-einingu fyrir fyrsta barn, Fyrir annað barn 4.535 kr., þriðja barn 3.819 kr., fjórða barn 3.579 kr. og fimmta barn eða fleiri 3.341 kr. Barnið verður að eiga lögheimili hjá námsmanninum eða búa sannanlega hjá honum.

Einstætt foreldri með barn/börn á framfæri

24

• • • •

Viðbót við grunnframfærslu er 8.622 kr. fyrir hverja lokna ECTS-einingu fyrir fyrsta barn, fyrir annað barn 8.191 kr., þriðja barn 6.898 kr., fjórða barn 6.467 kr. og fimmta barn eða fleiri 6.035 kr. Sambærilegt hlutfallt af framfærslu gildir um námsmenn erlendis. Námsmanni er aðeins veitt lán sem einstæðu foreldri ef hann fer með forsjá barnsins og barnið býr hjá honum á námstíma. Í þeim tilfellum þegar um sameiginlegt forræði er að ræða og barnið á ekki lögheimili hjá námsmanni þarf að leggja fram staðfestan samning frá sýslumanni óski námsmaður eftir viðbótarframfærslu vegna barnsins.

Áhrif tekna Tekjur á árinu geta haft áhrif til lækkunar á allar tegundir námslána. Allar tekjur námsmanns (og maka ef sótt er um makalán) árið 2012 hafa áhrif á námslán skólaárið 2012-2013. • • •

Námsmaður má hafa allt að 750 þús. kr. í árstekjur án þess að lánið skerðist. Ef tekjur eru hærri skerðist lánið sem nemur 35% af umframtekjum og er skerðingunni dreift hlutfallslega á umsóttar einingar. Umframtekjum er dreift miðað við 60 ECTS-einingar. Ef námsmaður lýkur færri en 60 einingum þá falla þær umframtekjur niður sem annars hefðu komið á þær einingar sem vantar upp á.

Umsækjendur sem eru að koma af vinnumarkaði eða námshléi mega hafa 3.750 þús. kr. í tekjur án þess að lánið skerðist. Hvað telst til tekna • Allar tekjur á árinu 2012 sem mynda skattstofn teljast vera tekjur við útreikning námslána. • Innifalið í þessu eru m.a. launatekjur, skattskyldir náms- og rannsóknarstyrkir, kennslulaun, greiðslur í fæðingarorlofi, tryggingabætur, atvinnuleysisbætur og lífeyrisgreiðslur. • Til frádráttar tekjum koma skólagjöld sem námsmaður fær ekki lánað fyrir.

Lánskjör • • • • •

Námslánin eru verðtryggð en vaxtalaus fram að námslokum. Þegar námi lýkur og skuldabréfinu er lokað reiknast vextir frá og með námslokum. Vextirnir eru 1% í dag en heimilt er að hækka þá í 3%. Auk þess er dregið 1,2% lántökugjald af öllum útborguðum lánum. Endurgreiðslur hefjast tveimur árum eftir lokun skuldabréfs.

Kröfur um framvindu • • •

Byrjað er að borga út lán fyrir haustönn í janúar að loknum 18-30 ECTS-einingum og vegna vorannar í lok apríl fyrir 18 eða fleiri ECTS-einingar. Heimilt er að borga út á öðrum tímum hafi námsmaður uppfyllt kröfur um námsárangur og sent umbeðin gögn. Lánveitingum vegna námsársins 20112012 skal lokið fyrir 15. janúar 2013, eftir það eru ekki afgreidd lán vegna námsársins.

Kröfur um námsframvindu Námsmaður þarf að ná að lágmarki 18 ECTSeiningum eða ígildi þeirra á hverri önn til að eiga rétt á láni. • • • • •

Hins vegar er alltaf lágmarkskrafa að námsmenn séu skráðir í fullt lánshæft nám. Fullt nám er skilgreint sem 60 ECTSeiningar á námsári eða 30 ECTS-einingar á misseri. Hægt er að fá viðbótarlán ef námsmaður leggur stund á sumarnám en þó ekki fyrir fleiri en samtals 80 ECTS-einingum á námsárinu. Námsmaður þarf að ljúka að lágmarki 12 ECTS-einingum á sumarönn til að eiga rétt á láni yfir sumartímann. Mest er lánað fyrir 20 einingum yfir sumarið. Sækja þarf sérstaklega um sumarlán. Námsmaður sem lýkur fleiri en 30 ECTSeiningum á misseri getur nýtt umframein ingarnar á öðru misseri sama námsárs, svo framarlega sem lágmarksárangi (18 einingum) sé náð á því misseri, eða flutt umframeiningarnar á síðari ár í sama námsferli.


Námslengd

Aukið svigrúm / Undanþágur

Námslánatíminn er reiknaður í einingum.

Vegna veikinda, barnsburðar, örorku og lesblindu Námsmenn geta sótt um aukið svigrúm í námi ef veikindi, barnsburður, örorka eða annað s.s. lesblinda gera það að verkum að þeir geta ekki skilað lágmarksárangri í námi. Þetta er gert þannig að ákveðnum einingafjölda er bætt við þann einingafjölda sem námsmaðurinn lýkur á hverri önn. Námsmaður þarf alltaf að skila námsárangri áður en metið er hversu mikið þarf að bæta við til að lágmarksárangur náist. Ef námsmaður nýtir sér þessar undanþágur er því aldrei veitt lán fyrir meiru en sem svarar 18 ECTS-einingum.

Grunnnám Námsmaður á rétt á láni fyrir 180 ECTSeiningum í grunnnámi. Meistaranám Námsmaður á rétt á láni fyrir 120 ECTSeiningum í meistaranámi eða sambærilegu námi að loknu þriggja ára háskólanámi. Viðbótareiningar Að auki á hver námsmaður rétt á láni fyrir 120 ECTS-einingum til viðbótar á grunn- og meistarastigi að eigin vali. Heimilt er að veita námsmanni undanþágu frá ofangreindum hámörkum og veita lán fyrir allt að 60 ECTS-einingum til viðbótar ef: • Námsmaður hefur áður staðist lokapróf í lánshæfu námi og á ólokið 60 ECTS-einingum eða minna í öðru lánshæfu námi. • Námsmaður hefur áður fengið undanþágu í a.m.k. 3 aðstoðarár vegnaörorku eða lesblindu. Heildarsvigrúm til að ljúka tiltekinni námsbraut getur þó aldrei verið meira en 600 ECTSeiningar. Doktorsnám Námsmaður í doktorsnámi á rétt á láni fyrir 180 ECTS-einingum vegna þess náms. Þó geta lán hans hjá sjóðnum aldrei farið umfram 600 ECTS-einingar.

Vegna fjöldatakmarkanna Ef námsmaður hefur skilað fullnægjandi árangri á fyrsta misseri en ekki komist áfram eingöngu vegna fjöldatakmarkana má veita honum lán til að endurtaka misserið einu sinni. Námsframvinda við sérstakar aðstæður Heimilt er að bæta við lánsrétti upp að 18 ECTS-einingum ef námsmaður getur ekki lokið lágmarksárangri vegna sérstakra aðstæðna. • Námsmaður er að ljúka námi og uppfyllir ekki skilyrði um námsframvindu á misserinu. Heimilt er að veita honum lán vegna 18 ECTSeininga eða ígildi þeirra ljúki hann þeim á haust- eða vormisseri. • Námsmaður hefur dvalið erlendis sem skiptinemi og fengið námskeiðin metin sem valnámskeið umfram lágmarkseiningafjölda til lokaprófs. • Námsmaður stundar framhaldsháskólanám og hefur gert persónubundna námsáætlun um fulla námsframvindu til loka námsins sem yfirstjórn námsgreinar hefur staðfest. Lokaafgreiðsla lánsins skv. þessari grein fer þó ekki fram fyrr en staðfest hefur verið að námsmaðurinn hafi uppfyllt öll skilyrði til útskriftar.

25


English Summary What is SHI? The Student Council of the University of Iceland was established in the year 1920. SHI’s role is to protect and promote the interests of students at the University of Iceland, and to be their voice both within and outside the University. SHI‘s goals are for higher education to be accessible to all, to ensure the quality of said education and to be an available representative and aid to students. SHI representatives hold places in several councils and committees within the school, so students are involved in most decisions concerning the University’s operations. All registered students at the University of Iceland can vote and run for the student council. The Student Council is the most effective way for students to influence the University community and improve their environment. Elections are held in February each year for the Student Council and every other year for the University Forum and University Council. The Office of the Student Council is located on the third floor of the University Center (Háskólatorg). Office hours are weekdays between 9:00 and 17:00. The office employees can also be contacted via e-mail: shi@hi.is or phone: +354-570-0850.

University Council The University Council is the highest point of the University’s decision making and governance structure. The University Council keeps an eye on the schools operations. The council has two student representatives, who hold a place in the student council as well. Vaka’s Representative is María Rut Kristinsdóttir and Röskva’s Representative is Anna Rut Kristjánsdóttir

Students can buy bus cards to get around Reykjavík and neighboring municipality. For more information go to http://www.straeto.is/ english.

LÍN’s main office is located in Borgartún 21, IS-105 Reykjavík and you can pay them a visit during the office hours, 9:00-16:00 all weekdays. You can also contact LÍN by telephone: +354 560 4000 or e-mail: lin@lin.is. LÍN’s webpage is also partly in English, there you can find the Icelandic Student Loan Fund Act and the Allocation Rules for the year 20122013: http://lin.is/lin/UmLIN/english.html

Officers of the Student Council

Vaka’s Representatives Albert Guðmundsson Anna Marsibil Clausen Árni Grétar Finnsson Davíð Ingi Magnússon Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Gunnhildur Gunnarsdóttir Jón Atli Hermannson Vigfús Rúnarsson Sara Sigurðardóttir Stefán Jökull Stefánsson

International Officer: Jökull Viðar Gunnarsson, jvg8@hi.is Family Officer: Erla Karlsdóttir, erk14@hi.is Equality Officer: Stefán Jóhann Stefánsson, stefanjsigurdsson@hi.is

Chairperson: Sara Sigurðardóttir Vice-Chairperson: Jón Atli Hermannsson Secretary: Árni Grétar Finnsson

The Bus Cards

There are 10 student representatives in the University Forum; the two student alliances that make up SHI this school year have 5 each. The University Forum is a huge venue for the higher education institutions and faculties at Uni. Iceland and is usually called together once per semester.

The Student Council 2011-2012

Executive Committee of SHÍ

The Student Card is for all students at the University of Iceland. The card can be used as student identification, discount card and also allows the cardholder to enter the University buildings after closing (until 24:00 on weekdays and 22:00 in the weekends). Students can apply for the card on the intranet, Ugla. For more information contact the information desk on the 2nd floor at the University Center.

Icelandic Student Loan Fund

Chairperson: Sara Sigurðardóttir, sas24@ hi.is Vice-chair: Jón Atli Hermannsson, jah11@hi.is Student interests and Loan Officer: Davíð Ingi Magnússon, dim1@hi.is CEO: Sólrún Halldóra Þrastardóttir: solrunhalldora@gmail.com Editor of the Student paper: Guðrún Sóley Gestsdóttir

Röskva’s Representatives Auður Tinna Aðalbjarnardóttir Benóný Harðarson Bergvin Oddson Iðunn Garðarsdóttir Þórhallur Helgason Hanna María Guðbjartsdóttir Kristjana Björk Traustadóttir

The Student Card

University Forum

SHÍ representatives: Anna M. Clausen Brynja Huld Óskarsdóttir Janus Arn Guðmundsson Kristín Jónsdóttir Kristjana Björg Reynisdóttir María Rut Kristinsdóttir Sandra Rán Ásgrímsdóttir Sigurður Orri Guðmundsson Sindri Rafn Þrastarson Þórarinn Freyr Grettisson

Office employees:

26

Cashier: Benóný Harðarson Other board members: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir María Rut Kristinsdóttir

Committees within SHÍ 2010-2011 The permanent Committees of SHÍ are seven in total: - Education Committee - Financial and Work Force Committee - Equality Committee - Student Interests Committee - International Committee - Family Committee - Social and Cultural Committee

The Student Paper The Student Paper (i. Stúdentablaðið) is made by students for students at the University of Iceland. A call for contributors goes out at the start of every semester through the Uni. Intranet; the Ugla.

SHÍ’s Funds Student Fund The Student Council of the University of Iceland oversees the Student Fund. The Student Fund’s role is to aid the cultural and social life within departments of the University. The Student Fund donates financial support to departmental societies, student associations and students. The Student Fund allocates funds 4 times a year and advertises each occasion thoroughly. Those who want to apply are advised to read the Student Fund statutes and work method rules of the board before they send in an application. Diagnostic Fund The Student Council established a Diagnosis Fund for students with learning disabilities. Students in need of a diagnosis can apply for a grant to cover the costs which can be extensive. Grants are distributed once every semester. If you want further information about the fund’s distribution rules, please contact the Students’ Council’s Office


Student Rights manual

the original from new york

27


Student Clubs

Who can I turn to?

University Student Dance Group The student dance group meets regularly and has courses in several dance styles. Among those are hip hop, lindy hop, salsa and swing. All students are welcome to join and registration fees are kept to a minimum. For more information visit: www.haskoladansinn.is

Student Registration The Registration Office oversees registration for all students, and provides them with the service they require, such as certificates in relation to applications for study in Iceland and abroad, in addition to various general certificates. The Registration Office registers and stores data on students’ transcripts, academic progress, courses, examinations and grades and is responsible for the collection of student registration fees. In the event of illness during examination periods, students need to hand in a certificate from a doctor at the University Square Service Desk who hand it on to the Registration Office The Registration Office is located in the University Square, level 3. Telephone +354 525-4309, email: nemskra@hi.is. Opening hours are weekdays 9:00-15:00.

University Student Theatre If you like performance arts, self expression or really arts of any kind, the Student Theatre might be a group worth checking out. Every semester the group puts on a show completely organized and carried out by students. For further information please contact: studentaleikhusid@gmail.com or check out there very active facebookpage. University Student Choirs There are currently two choirs made up of students from the University of Iceland. The first is strictly for female students and auditions are held twice a year. For more information contact: kvennakor@hi.is. The second one is the University choir which was founded in 1972 and performs regularly throughout the school year. For more information go to: http:// kor.hi.is/english.php

___________________________ Useful phone numbers and e-mails: Stúdentaráð Háskóla Íslands - The Student Council of the University of Iceland Telephone: 570-0850 - e-mail: shi@hi.is Réttindaskrifstofa stúdenta – Students Rights Office Telephone: 570-0853 - e-mail: shi@hi.is Félagsstofnun stúdenta – Icelandic Student Services Telephone: 570-0700 - e-mail: fs@fs.is Bóksala stúdenta – University Book Store Telephone: 570-0777 - e-mail: boksala@ boksala.is Umsjónarmaður fasteigna - Caretaker for Student housing Telephone: 570-0822 - e-mail: gunnar@fs.is Skrifstofa rektors – Rektors Office Telephone: 525-4302 - e-mail: rektor@hi.is Þjónustuborð - Information desk Telephone: 525-5800 - e-mail: haskolatorg@ hi.is Nemendaskrá – Student Registry Telephone: 525-4309 - e-mail: nemskra@hi.is Námsráðgjöf – University counseling and career center Telephone: 525-4315 - e-mail: radgjof@hi.is Alþjóðaskrifstofa – The Office of International Education Telephone: 525-4311 - e-mail: ask@hi.is Íþróttahúsið við Suðurgötu - University of Iceland Gymnasium by Suðurgata Telephone: 525-4460 - e-mail: rannva@hi.is Íþróttahúsið við Háteigsveg - University of Iceland Gymnasium by Háteigsvegur Telephone: 525-5961 Íþróttahúsið á Laugarvatni – University of Iceland Gymnasium at Laugarvatn Telephone: 486-1251 - e-mail: sast@khi.is ____________________________________-

28

The Office of International Education The Office of International Education (OIE) is a service organization promoting international cooperation in the field of education. OIE runs an information center on studies abroad, which is open to the public. Apart from being a service center for all higher education institutions it is the International Office of the University if Iceland. The International Office at the University of Iceland (Office of International Education - Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins) assists students, professors and the university administration in relation to the university’s participation in multinational cooperation, such as in Erasmus, Nordplus, ISEP and MAUI, in addition to various bilateral agreements. The office serves both Icelandic and international students. The office is located at Haskolatorg, 3rd floor, tel: +354 525 4311, email: ask@hi.is. Student and Career Counseling The University Student Counselling and Career Centre (USCCC) provides the university’s students with several kinds of support and services while studying at the university, such as advice on course and programme selection, work methods and resources for disabled students or students with special needs. The USCCC office is located on level 3 of the University Centre, phone: +354 525-4315, email: radgjof@hi.is. Students can book an appointment with a counsellor or visit during drop-in hours. Further information on the service can be found on the USCCC website http://www.nshi.hi.is/. IT support All students enrolled at the University of Iceland are allocated a personalised student dashboard on the university web system, where the status of their registration, information from lecturers etc. is accessible. Information and instructions are available on the website of University of Iceland Computer Services. Students Rights Office

The Student Council runs the Student Rights Office. Students can seek help if they feel their rights have been violated within the university. The Office employees deal with hundreds of cases and complaints each year and are always happy to help. Students have the right to request complete anonymity. The office is open for students all weekdays between 9:0017:00 and can also be contacted by email at shi@hi.is or phone: 570-0850. The Office is located with in the SHI office on the third floor at Háskólatorg, above the book store. Loan fund Officer The loan officer provides information and assistance regarding the national student loan fund (LÍN) and is in direct contact with the consultants LÍN. The Loan Officer has office hours from 9:00 to 17:00 all week days. For all questions send e-mail to dim1@hi.is or call 570-0850. Equality Officer of the Student Council The role of the Equality Officer is to follow all equality projects within the Student council and the university and come to the aid of students who feel their equality has been compromised. The Equality Officer for the year 2012–2013 is Stefán Jóhann Sigurðsson; stefanjsigurds@ hi.is. Family Officer of the Student Council The role of the family officer is to assist and answer questions from students who are parents at the University. The family officer for the year 2012-2013 is Erla Karlsdóttir; erk14@ hi.is. International Officer The international Officer is the main contact person for international student. The international officer is responsible for the buddy system and all international students can seek help and advice from him no matter how trivial the problem. The international officer for the school year 2012-2013 is Jökull Viðar Gunnarsson; jvg8@hi.is


The Icelandic Student Services (FS) Icelandic Student Services (FS) is primarily a service company for students at the University of Iceland, with the main goal of offering students at UI good service on good terms, while ensuring that the institution has a dependable operational foundation. Over many years, FS has established and operated a variety of student services, ensuring that new agencies are founded as required to meet student needs. FS operates the Student Career Centre, University Book Store, Student Cafes, preschools, Háma and student housing. The FS head office is on 3rd floor of University Center (Háskólatorg) at Sæmundargata 4. The office hours are Mon.-Thurs., 9 am to 4 pm, and 9 am to 3 pm on Fri., the phone number 570-0700, fax 5 700 709 and e-mail address fs@fs.is. For more information check out the FS webpage: http://www.fs.is/english.

Student Cafes – Location and opening hours • The guiding purpose of Student Cafes is to support a healthy diet among university students by offering a broad assortment of good products at a minimal price. Student Cafes are widely distributed. • Háma, is a restaurant and bar, located in Háskólatorg. Háma is open on weekdays 8 am – 7 pm and Saturdays 9.30 am – 4 pm • Student Cafe in Árnagarður on first floor. Open during winter Mon.-Fri., 9 am-3:30 pm Tel. 551 7688 • Student Cafe in Eirberg on first floor. Open during winter Mon.-Fri., 9 am-3:30 pm Tel. 551 6695 • Student Cafe in University Cinema in basement. Open during winter Mon.-Fri., 8: 35 am-3:30 pm Tel. 551 2955 • Student Cafe in Læknagarður in basement. Open during winter Mon.-Fri., 9 am-3:30 pm Tel. 552 6407 • Student Cafe in Oddi on second floor. Open during winter Mon.-Fri., 8 am-6 pm. Open workdays in summer 9 am-3:30 pm Tel. 551 9880 • Nature Cafe in Natural Sciences Building on first floor. Open during winter Mon.-Fri., 8:30 am-3:30 pm Tel. 517 1335

Student Interest Groups ESN-Reykjavík ESN-Reykjavík is an international student organization founded in cooperation with the international student organization in Iceland. ESN-Reykjavík has events for foreign students in Iceland and supports them in communication with each other and Icelanders. More information can be found at www.esnreykjavik. com. Q – The Organization of gay students Q – The organization of gay students is for everyone that wants to be involved in tackling the issues that arise within and around the LGBT community. For more information write to queer@queer.is, or visit http://queer.is Feminist students The Feminist Association of the University of Iceland operates independently within the university. The purpose of the association is to uphold scholarly and objective debate within the university about equal rights of both sexes and also to ensure that the University of Iceland is a leading force in the fight for equal rights in the Icelandic society. Anyone that is interested working with the association is encouraged to contact … AIESEC AIESEC is the world’s largest student run organization and is the international platform for young people to develop their potential to have a positive impact on society. AIESEC is present in over 107 countries and territories, providing over 7,700 leadership positions and delivering over 470 conferences to a membership of over 35,000 students in over 1700 universities throughout the world. AIESEC also runs an exchange program that affords students and recent graduates the opportunity to live and work in another country. Aisec partners with a wide variety of organizations, from multinational to small business, non-profit to government and even the UN. For more information please visit www.aiesec.is.

29


Students rights manual What are my rights as a student at the University of Iceland? The following regulations apply in general for the University of Iceland, although some faculties within the University apply specialized regulations. Conditions of Acceptance Students who commence their studies at the University of Iceland, must have finished a high school diploma or an equivalent degree (abitur, baccalaureate). In certain faculties a diploma from a natural science line of studies is required. Exceptions have been made concerning these conditions. Such an exception must be applied for. In that case, students are expected to have gathered valuable experience that can be considered as comparable to conventional preoperational studies. Some faculties use a way of numerus clausus exams to determine which students will be allowed to continue their studies, as the number of students might be limited. The only departments that holds entry exams are the Department of Medicine and the Department of Economics. Registration The registration of new students takes place annually at the Students Secretariat or through an online process at the University-website. Application deadlines are listed on the website each spring. With their registration, new students are required to send with it a confirmation of their high school diploma or equivalent, as well as a photograph. Disabled students are encouraged to enlist their disability in their application form. That way, special arrangements can be made to meet their specific needs. The annual registration for graduate studies takes place at the end of March/beginning of April. Registration Fees Students are required to pay an annual registration fee of 60.000 ISK before a set date each in July before the school year starts. If payment has not been finalized before the 10th of August, the student is considered to have rejected his/her acceptance for that academic year. It is possible to make the payment from the deadline in July until the 10th of August, only the registration fee has then increased by 15%. Registration fees can be reduced to up to 50%. In order to have the registration fee reduced, a written application must be sent to the Student Secretariat. Students entitled to this reduction are disabled students (with 75% disability or higher), students who graduate in February rather than June, students who have met unforeseen problems with graduating from October to February, graduate students who for some reasons can only attend 50% of originally intended classes, students who have received written permissions to take a leave from their studies during one or both semesters of the academic year and those students who are studying abroad based on student exchange programs the University of Iceland has with other institutions of higher education.

30

Text Books and Other Reading Material Teachers at the University are to hand in a list of text books to Bóksala stúdenta (the University Bookshop) and the University Library, two months before classes begin, if possible. The Icelandic Student Service (FS) operates the bookstore that is conveniently located at the university center (Háskólatorg), second floor. Books that are needed for every class should be available from the bookstore. The store is open between 9am to 6pm every week day. At the beginning of each class, teachers are to hand out to students a more thorough course plan, where all reading material should be noted in the order it should be read. Teachers can furthermore publish course plans on the University intranet (Ugla). Articles and photocopies should be ready and accessible as classes commence. Exam Preparation If the list of material for a final exam is not listed in the course plan, it is essential that it published in the first weeks of classes. If any material is added or dropped, a notification should be made in due time. Attendance It is every students own responsibility to show up for class. Faculties are however permitted to put up restrictions in certain courses where a good attendance record is deemed essential. If a class has an obligatory attendance code the same rules apply for absentees as in final exams. Students Conduct Students are to attend classes punctually and uphold a conduct of politeness and respect. Students are to make sure they keep the class rooms clean and orderly. Food and drinks are only to be consumed in designated places. Please note that smoking is strictly prohibited within the walls of the University. End of Lectures and Seminars Lectures and seminars will cease at least 5 days before each final exams period. Consultation Hours During the academic year, students are to have a clear access to their teacher, either at a given time each week, or by arrangement. Essays and other assignments Students are to work on their essays and assignments according to the guidelines given by their teacher. It is strictly prohibited to use the creative works of others in essays or assignments, unless citations are given according to academic standards. Students have the rights for explanations and comments from teachers after receiving their graded essays or assignments. The departments can furthermore decide upon certain academic guidelines, which the students will then have to follow. Teaching and Course Survey Each semester, students take part in an online survey where the University seeks their opinion on the classes they have taken. This is

a part of a thorough evaluation process to ensure the quality of the classes and the way that they are taught. The survey will automatically pop up on every student’s University intranet (Ugla). The survey is completely anonymous. Abstract solutions The University of Iceland places great emphasis on giving everyone an equal opportunity of obtaining a higher education. A student who is afflicted with a disability is to be met with every means possible. If a disabled student feels he has been wronged in any scenes, he is to contact the committee concerning the disabled. The University is a representative of the equal rights chairs committee.

Exams in the University of Iceland General Exams are for registered students and can be oral, written or practical. Registration to a course is also a registration to the final exam no matter if it is an oral or written exam, performing tasks, assignments or essays. Students are obligated to have personal ID card and hand it over when taking a final exam. Exams are supposed to test the student in all aspects of the course. The published date of the exam can only be changed by the head of the department cooperating with the head of the division of academic affairs, and by written permission from the entire student body involved. Announcements about evaluations and exams General evaluation of the course and exams is published in the course catalogue. All extra information is introduced in the beginning of the course or on its website. The same counts for value of practical work, essays, oral etc. for the final vote. It is also preferable that the teachers have a discussion and questions class shortly before the final exam. Signing up for a courses and exams Classes and exams are required to be organized well ahead, so students can be prepaired when they register to a course and exam. Full study is 60 ECTS credits per year, 30 ECTS credits per semester. If a student wants to attend 40 ECTS credits or more per semester he is required to ask for it in writing with good argumentation. Exam period and dropping an exam Final exams are in December and in the period of April to May. Retake exams are in January and June, this differs a little between the departments. Resignation from an exam should be written and brought to the office desk of registration office of University of Iceland in the period which is advertised at the time. Registered students will fail the course if they do not attend the exam. Permission to take an exam Exams are only for registered students. The external examiners are required to check if


everyone in the room is allowed to take the exam. It is permitted to ask students to leave the exam if they are not registered.

tion from the teacher on their written exam, within 15 days from when the grade was published.

Seating in an exam The location of the exam is advertised at the latest the day before the exam. Exam schedule and classroom organization is published on the student’s page of the Ugla. All students have a numbered seat, which is published on a list in front of the classroom where the exam is to be held. Nobody is allowed to attend an exam in a place where they have not been registered beforehand. Students with learning disabilities can ask to take the exam in a different place with fewer people but have to request it from the Student Counseling in advance.

External examiners (Exam coordinators) Exam coordinators are hired three years in advance for exams that are extremely crucial in the student’s academic career, for example the clausus exams. An external examiner should be at every oral exam which counts as the final grade. For written exams, teachers grade students unless external examiners have been hired in advance.

Written exams The value of each question should be written on the exam, if possible. The exam should be introduced in few words before starting, especially if it is many pages, in many parts or the value for questions is different. The student should then realize if he/she has a defective copy of the exam. The teacher or his replacement should visit the classroom at least once and be available at all time during the exam. If there are any errors involving the exam the teacher should notify all students if circumstances allow. If an error is discovered during the exam and the teacher does not correct it right away, he/she is obligated to raise the grades of the students involved appropriately. Oral exams Oral exam should be held publicly. The university department is allowed to decide, if needed, to have the oral exam behind closed doors, as long as the decision is published beforehand. An external examiner should always be present at the exam. Exam number and student number Written exam results should be marked with an exam number, which is also the student number assigned by the Registration Office to every UI student. Departments are allowed to make exceptions from this rule. It is allowed to publish a grade using this number. Grade deadlines Grades should be published at last 2 weeks after an exam, except for the winter exams in December where the deadline is 3 weeks. Grades One grade is given for each course (course number). Since most courses are divided into more than one part, written exam, practical work, essay, reports etc., the final grade for the course is calculated as median of all parts. Departments have permission to put up a minimum grade to pass in each part. If the teacher chooses to have many graded parts the student should be able to see his grade for each part. Explanation on grades Students have the right to ask for an explana-

Repeating an exam Students who do not pass an exam, leave after having started or do not show up at all without any notice, are allowed to take the exam again within a year. Failing the exam, leaving or not showing up means the student is not allowed to retake the exam again. The department has permission to make changes to this for some special circumstances. Students are also allowed to retake an exam they have already passed within a year, but after starting the second exam the old one is immediately cancelled. Special rules apply for clausus exams. Sickness during an exam period If students get sick and therefore cannot take the exam, they are obligated to announce it to the Student Registry, the day the exam is supposed to take place (nemskra@hi.is) and hand in a written certificate from a doctor within three days. The same applies if a student’s child gets sick. If the student gets sick during an exam he/she is required to announce it to the person responsible for the classroom who writes a comment on the exam. The student should then hand in a certificate dated the same day of the exam to the student registry. The certificate is read by the doctor of the University in full confidence. Make up exams due to illness Make up exams are usually in January and June, after general exams in December and may. A make up examination due to illness does not cancel the possibility to retake the exam.

way. Teachers should hand in the exam to the division of academic affairs of the University of Iceland so that the exam will be accessible as soon as possible in the exam collection of the Student council and on Ugla. If students have any trouble getting access to old exams please contact the Student rights office (shi@hi.is) or by telephone 570-0850 and the Student council will help. The Process of Complaints and Accusations If a student believes his rights have been disregarded with teaching, exams, evaluation, grading or other related issues he/she should consult the head of the concerned department Such complaints shall be written and sent to the office of the department. The student should make his point clear and give an account of his demands and arguments for his cause. The department shall discuss the disputed issue as soon as possible and rule on it within two months. If the case is bigger than so and it is foreseen that its evaluation will take more time, all of whom the case may concern shall be informed about when an outcome is expected. If a student finds himself dissatisfied with the department’s verdict he/ she can appeal the case to the board of the school concerned. Departments and the boards of schools don’t re-evaluate exam solutions or teachers/examiners professional verdict. Cases cannot be appealed to the board of school until the department’s decision has been made clear or more than three months have passed since a written complaint made the Faculty’s office. An examiner is appointed in every oral exam and some written exams. On issues concerning exams where an examiner has been appointed his professional verdict is final and thus can such cases not be appealed. The same is valid in cases concerning written exams where the teacher reviews alone, except where the conditions of the 59th paragraph of the University’s rules are met.

When rules are broken Students who break the rules during an exam are asked to leave immediately and may loose their right to take final exams in other courses in the exam period. Further more the student involved can receive a penalty and might be expelled from school, temporarily or permanently. The same applies for breaking the rules in other areas where grading is involved. Access to past exams The student council of the University of Iceland would like to point out that according to law nr. 50/1996, students have the right to access to old exams whether the students took the exam or took the course themselves or not. If the student wants a photocopy of the exams, it should not be a problem unless the quantity is too large or the exams are not done that

31


32

Akademían 2012-2013  

Uppflettirit Stúdentaráðs Háskóla Íslands um starfsemi SHÍ, réttindi og skyldur stúdenta og þjónustu HÍ við nemendur.

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you