Sagan um skattinn

Page 1

Sagan um skattinn



 Fyrstu fjórir, þeir fátækustu, borga þess vegna ekkert. Sá

fimmti á að borga 10 krónur, sá sjötti 30 krónur, sá sjöundi 70 krónur, sá áttundi 120 krónur, sá níundi 180 krónur. Sá tíundi, og ríkasti af þeim, á að borga 590 krónur.


 Ruglingur með afsláttinn:  Svona borða þeir daglega saman og eru allir kátir með

skiptingu reikningsins. Þangað til veitingamaðurinn gefur þeim allt í einu afslátt. “Þar sem þið eruð svo góðir viðskiptavinir” sagði hann, “ætla ég að gefa ykkur 200 króna afslátt af kvöldverðunum”. Kvöldverður fyrir 10 manns kostar eftir þetta 800 kr.


 Hópurinn vill halda áfram að borga reikninginn á sama

hátt og við borgum skattana hér. Þannig hefur þetta ekki áhrif á fyrstu fjóra, þeir borga ekkert eins og áður. En hvað um hina sex, þá sem borga, hvað eiga þeir að gera? Og taktu nú eftir:  Þeim reiknast til að 200 krónur deilt með sex geri 33,33 kr.

Ef þeir draga þessa upphæð frá hlut hvers og eins, eiga þeir fimmtu og sjöttu að fá peninga fyrir að borða. !! 


 Veitingamaðurinn leggur til, að réttast væri að lækka

reikning hvers manns jafnt, og hann sest niður við að reikna út hvað hver á á borga.  Útkoman er að sá fimmti geti líka borðað frítt, sá sjötti

borgi 20 kr., sá sjöundi 50 krónur, sá áttundi 90 kr., sá níundi 120 kr. Sá tíundi á að borga 520 kr. í staðinn fyrir 590 kr.


 Allir sex fá lægra verð en áður, og hinir fyrstu fjórir halda

áfram að borða frítt.  En, svo gerist það, að einn í hópnum byrjar að bera saman hvað hver og einn hefði sparað. Þeir standa fyrir utan veitingastaðinn.


 “Ég fékk aðeins 10 krónur af þessum 200” byrjar sjötti

maðurinn og bendir á þann tíunda, “en þú græddir 70”. “Einmitt,” segir sá fimmti, “ég sparaði líka bara 10 kall. Það er ekki réttlátt að hann fái sjö sinnum meira en ég!” “Það er rétt” hrópar sá sjöundi. “Hvers vegna á hann að fá 70 krónur þegar ég fékk bara 20? Þeir ríku fá alltaf mest!!!


 “Nei heyriði nú” skjóta þeir fjórir fyrstu inn í. “Við

fengum jú alls ekki neitt, þetta kerfi hlunnfer hinu fátæku”. Þeir níu fyrstu umkringja þann tíunda og lumbra á honum.


 Næsta kvöld kemur hann alls ekki í matinn, en hinir níu

borða án þess að bíða eftir þeim tíunda. Þegar reikningurinn kemur uppgötva þeir nokkuð:  Það vantar 520 krónur ..............”


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.