3 minute read

Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppur

Viðar Ellertsson og Davíð sonur hans á skrifstofu fyrirtækisins í Selvík í Reykjanesbæ.

Myndir úr safni fyrirtækisins frá virkjunarframkvæmdum en Ellert Skúlason ehf. kom bæði að byggingu Hrauneyjarfossvirkjunar og Blönduvirkjunar.

Bjartsýnn á framtíð Suðurnesja þar sem uppbygging er mikil

Ellert Skúlason ehf. fagnar 60 ára afmæli - Eitt elsta fyrirtæki á Suðurnesjum

Jarðvinnufyrirtækið Ellert Skúlason ehf. er 60 ára um þessar mundir og eitt elsta fyrirtæki á Suðurnesjum. Fyrirtækið hefur starfað samfleytt frá árinu 1961 og gengið í gegnum margbreytilega tíma, hæðir og lægðir eins og gengur og gerist. Það hafa verið risastór verkefni á borði fyrirtækisins sem hafa útheimt hundruð starfsmanna og það hefur kreppt að í rekstrinum, einu sinni svo alvarlega að fyrirtækið fór í gegnum nauðasamninga en fór þó ekki í þrot. Fyrirtækið hefur komið við á ýmsum sviðum á þessum sex áratatugum. Það hefur unnið að mörgum stórframkvæmdum, bæði í samstarfi við aðra verktaka og eins sjálfstætt. Sem dæmi má nefna virkjanir, flugvallargerð, vegagerð, hafnargerð, jarðgöng, ýmsar almennar byggingarframkvæmdir, boranir, sprengingar og veituframkvæmdir, svo eitthvað sé nefnt.

Páll Ketilsson

pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson

hilmar@vf.is

Björn Viðar Ellertsson er eigandi fyrirtækisins í dag. Hann var orðinn helmingseigandi að Ellert Skúlasyni ehf. fljótlega upp úr aldamótum. Þegar faðir hans, Ellert Björn Skúlason, féll frá árið 2014 keypti Viðar systkini sín og móður út úr rekstrinum og rekur það í dag með eiginkonu sinni, Helenu Sjöfn Guðjónsdóttur. Skrifstofa þess er í Selvík í Reykjanesbæ og þau hjónin eru í stjórn ásamt syninum Davíð, sem starfar hjá fyrirtækinu samhliða námi í lögfræði.

Tímamótunum, 60 ára afmæli Ellerts Skúlasonar ehf., var fagnað á Marriott-hótelinu í Reykjanesbæ sl. föstudag þegar starfsmönnum fyrr og nú og öðrum gestum var boðið til veislu ásamt mökum til að fagna tímamótunum. Fyrr um daginn hittu útsendara Víkurfrétta Viðar á skrifstofu verktakafyrirtækisins í Selvík en fyrirtækið er einnig með áhaldahús við Sjávargötu. Hóf störf hjá fyrirtækinu fjórtán ára

Viðar segist hafa unnið alla tíð hjá fyrirtækinu. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að vinna hjá pabba sínum þegar Ellert Skúlason ehf. lagði hitaveitulögn frá Svartsengi að Fitjum. Hann fékk m.a. það verkefni að rústbanka lögnina, mála og einangra. Hann segist hafa unnið öllum stundum. Sem barn var Viðar þó sendur í sveit, ásamt fleiri peyjum af svæðinu, að bænum Laugarholti í Skagafirði nokkur sumur. Þangað fór hann svo aftur í heyskap þegar Björn Viðar ásamt móður sinni Elínu Guðnadóttur og systrunum Vigdísi og Elínborgu. Á myndina vantar bróðurinn Ómar.

hann var átján ára. Aðspurður hvort hann hafi ekki menntað sig sagðist Viðar ekki hafa mátt vera að því. Hann ætlaði sér þó alls ekki að feta í fótspor föður síns, því sveitin sem hann var sendur fyrst í fimm ára heillaði og hann hafði hug á því að vera bóndi. Í grunnskóla hafði Viðar einnig gaman af smíðum og uppljóstraði að hann hefði einnig getað hugsað sér að verða smiður. „Í níunda bekk var ég á rennibekknum í skólanum að útbúa kubba fyrir Ara Einarsson, svo hann fengi einkunn fyrir smíðarnar. Ari er fær smiður í dag,“ segir Viðar og hlær.

Viðar kemur inn í reksturinn á fyrirtækinu á árunum 2002-3 þegar hann kaupir 50% í fyrirtækinu og á það á móti foreldrum sínum. Hann eignast svo allt fyrirtækið árið 2017 eins og greint er frá í inngangi.

Mörg og misstór verkefni

Jarðvinnufyrirtækið Ellert Skúlason ehf. hefur tekist á við mörg og misstór verkefni í gegnum tíðina. Stærsta verkefnið er án efa aðkoma að byggingu Hrauneyjafossvirkjunar á árunum 1977 til 1981. Þar tók fyrirtækið þátt í verkefninu í gegnum fyrirtækið Hraunvirki sem var í eigu bræðranna Ellerts og Svavars Skúlasona. „Það voru um 400 starfsmenn hjá fyrirtækinu þegar mest var og ég man að Steindór Sigurðsson var með fjórar til sex rútur um helgar að keyra starfsmenn til og frá vinnu-

This article is from: