6 minute read
Suðurnes einstök á heimsvísu fyrir farfugla
Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, hélt á dögunum áhugavert erindi um íslenska tjaldinn í Þekkingarsetrinu í Sandgerði. Sölvi Rúnar hefur í nokkur ár rannsakað ferðalög fuglsins. Víkurfréttir tóku hús á Sölva á dögunum, eins og sjá mátti í Suðurnesjamagasíni okkar í síðustu viku.
„Við settum staðsetningartæki á kjóann og komumst að því að hann fer gríðarlega langt. Við settum tæki á fuglana sem safna upplýsingum og við þurfum svo að ná tækjunum aftur til að hlaða niður upplýsingunum. Það var alveg ótrúlegt að nálgast þessar upplýsingar í fyrsta skipti.“
Sölvi Rúnar segir að í þeirra rannsóknum sé verið að rannsaka farkerfi almennt, þó notast sé við tjaldinn í rannsókninni. Verið sé að rannsaka hvað ákvarðar það eða veldur því að fugl verði farfugl eða ekki. Tjaldurinn býr við það að hluti af stofninum stundar far og hluti ekki. „Þetta kerfi suðureftir. Hinn einstaklingurinn, sem fer ekki á sama stað, fór á sína hefðbundnu vetrarstöð við höfnina í Belfast á NorðurÍrlandi. Hann heldur þar til yfir veturinn og allt gengur vel. Í vorfarinu lendir hann í vondu veðri norðvestur af Færeyjum og missir stefnuna. Hann endar í NorðurNoregi. Það er ríkt í tjaldinum að byrja varpið og hann vildi komast á sitt óðal í út á sjó í Noregi. Hann ferðaðist upp og niður frá Norður-Noregi til Suður-Noregs allt sumarið og flaug hátt í 14.000 kílómetra, sem er mjög óvenjulegt fyrir tjald á þessum tíma árs. Þegar leið að hausti átti hann að stunda haustfarið. Í stað þess að fljúga frá Keflavík til Víkur í Mýrdal og taka þar stefnuna á Belfast, sem hann er vanur að gera, tekur hann sömu stefnuna en frá kolvitlausum byrjunarpunkti. Hann flýgur framhjá Danmörku, fer inn í Þýskaland, flýgur yfir til Rotterdam í Hollandi og heldur þar til fyrir utan veitingastað í nokkra daga. Þaðan fer hann til Belgíu. Hann hefur svo haldið til í Frakklandi við ósa Signu í allan vetur.“
Heldur þú að hann rati aftur heim til Keflavíkur?
„Það er spurning hvort hann krossi yfir Ermasundið og fari til Bretlandseyja og haldi svo áfram til Keflavíkur. Það væri óskandi. Svo getur bara verið að hann sé þetta sé ratsjá í hausum fuglanna.“
Kjóinn ferðast langt eins og krían
Krían hefur verið mikið rannsökuð hér við Norðurkot við Sandgerði. Hún ferðast langt eða alla leið til Suðurskautslandsins.
Þið hér í Þekkingarsetri Suðurnesja eruð að fylgjast með öðrum langfleygum fuglum.
„Við gerðum rannsókn í samstarfi við Háskóla Íslands á íslenska kjóanum. Kjóinn er merkilegur fugl, þar sem hann veiðir sér ekki til matar, heldur ræðst hann á aðra fugla sem veiða sér til matar og stelur frá þeim fæðunni. Hann étur fiska stærstan hluta ársins. Einstaka fuglar, sem eru stakir í varpi, eru að ráðast á aðra fugla og stela af þeim ungum, en það er undantekning.
Við settum staðsetningartæki á kjóann og komumst að því að hann fer gríðarlega langt. Við settum tæki á fuglana sem safna upplýsingum og við þurfum svo að ná tækjunum aftur til að hlaða niður upplýsingunum. Það var alveg ótrúlegt að nálgast þessar upplýsingar í fyrsta skipti. Fyrsti fuglinn sem við náðum fór í Gíneuflóa og var við strendur Vestur-Afríku. Svo var annar sem fylgdi svipaðri leið og fór alla leið til Suður-Afríku eða Höfðaborgar. Tveir aðrir fylgdu ströndum Brasilíu og fóru niður til Argentínu og voru þar við Patagóníu. Sá fimmti var þarna á milli, fylgdi vesturströnd Afríku og endaði í eyjaklasa sem heitir Tristán de Acuña. Þetta er í raun breiðasta far nokkurs fugls sem við þekkjum til að frátalinni kríunni.“
Almennur áhugi á fuglum á Suðurnesjum
fyrir börn jafnt sem fullorðna. Í Þekkingarsetrinu er hægt að fræðast almennt um lífríkið á svæðinu. Í gegnum ferðaþjónustufyrirtækin eru einnig hópar að koma á setrið og t.a.m. kom stúlknahópur frá
Dubai á dögunum, þannig að fólk er að koma langt að. Á Íslandi er töluverður túrismi í kringum fuglaskoðun. Það eru mjög sérhæfðar ferðaþjónustur í þessum ferðum. Sölvi Rúnar segist forfallinn fuglaskoðari og hefur sjálfur farið í skipulagðar fuglaskoðunarferðir erlendis. „Fólk er að nýta þetta hérlendis líka en fólk verður að finna leiðsögumann á svæðinu sem þekkir til og veit eitthvað um fugla. Menn koma hingað og skoða í björgin og fara svo norður í land í eyjar eins og Grímsey sem er með einstakt fuglalíf. Það er efnað fólk sem fer í sínar einkaferðir en einnig er bara hinn venjulegi fuglaskoðari og er með sínar bækur. Það er mjög mikið um það núna.“
75 verpandi en allt að 500 flækingar
Vi Tali
Ljósmyndir: Sölvi Rúnar Vignisson
Til Vestur-Afríku á fjórum sólarhringum
Tjaldurinn er eldsnöggur yfir hafið. Þú hefur verið að hraðamæla þá.
„Tjaldurinn er vaðfugl og velflestir vaðfuglar hafa ekki tækifæri að setjast á sjóinn. Það er undantekning með hanana okkar.
Þeir flokkast sem vaðfuglar, þó þeir séu sundhanar. Vaðfuglar almennt setjast ekki á hafið og þurfa að fljúga alla leið.
Tjaldarnir eru ekki þeir hraðskreiðustu en þeir eru 30-35 tíma á leiðinni yfir hafið, sem er þokka lega hratt. Við erum með aðrar tegundir sem fara á gríðarlegum hraða eins og hrossagaukurinn okkar og spóarnir. Spóarnir eru að fara eitt lengsta og hraðasta far íslensku fuglanna og fara alla leið til Vestur-Afríku á fjórum sólarhringum án þess að stoppa og setjast á hafið. Þeir taka þessa stefnu og fljúga beint af augum, bæði fullorðnir fuglar og ungar.“
Leikmenn spyrja hvernig þeir rati?
„Ratvísi fugla hefur verið lengi til skoðunar. Segulsvið jarðar er í raun lykillinn að þessu, að þeir taka ákveðna stefnu og halda ingsfuglum. Svipað og tjaldurinn sem flæktist um Evrópu, þá eru fuglar sem koma hingað og flækjast. Það er áhugahópur um flækingsfugla sem nýtir Suðurnes til þess að Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði er mikið notað af grunnskólabörnum af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
Sölvi Rúnar segir mörg einstök svæði á Suðurnesjum bæði til rannsókna og skoðunar á fuglum. Hann segir meðbyr þegar kemur að fuglum á svæðinu og hann eigi grunnskólastigi og einnig í mennta- og há„Það er almennur áhugi á Suðurnesjum fyrir fuglalífi. Núna nýverið setti Reykjanesbær upp tvö fuglaskoðunarhús á Fitjum.
Þangað koma hópar, aðallega á vorin, til að skoða náttúrusýningu, sýninguna Heimskautin heilla og lista- og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – Ljós þangálfanna. Þekkingarsetrið býður einnig upp á ratleikinn Fjör í fjörunni. Leikurinn er skemmtilegur og spennandi og hentar
Fólk í fuglaskoðun virðist vinna eins og frímerkjasafnarar, það er alltaf verið að leita að einhverju sjaldgæfu. „Áhugafólk um fuglaskoðun eru tvenns konar hópar eða jafnvel fleiri. Það eru þeir sem eru í fuglaljósmyndun sem er þá bara almennt að ná fallegum myndum af fuglum. Það er þokkaleg umgjörð í kringum þá hópa. Það má ekki nálgast hreiður eða unga að sumri til. Svo er það hinn hópurinn sem er þessi flækingsfuglaskoðarar, sem er að sjá sem flestar tegundir á Íslandi. Ísland hefur mjög fáar verpandi tegundir. Við erum með risastóra stofna. Við erum með helming heimsstofnsins af spóa og heiðlóu. Þessir gríðarlega stóru fuglastofnar, við höfum þá en erum með fáar tegundir. Það eru ekki nema 75 verpendi tegundir hér á landi en hingað flækjast á milli 4-500 tegundir, svo þetta er gríðarlegt magn sem hægt er að sjá. Það er á vissum tímum árs, þegar það eru lægðir á haustin, sem það koma flækingsfuglar í einhverju skítaveðri og þá eru fuglaskoðarar á eftir þeim. Þetta getur verið skemmtilegt en á sama tíma frústrerandi að leita uppi fugl og finna hann ekki.“
Suðupottur fyrir fuglaflensur
við Íslandsstrendur
Það eru ekki margir mánuðir síðan við fengum fréttir af fuglaflensu og súlan á þessu svæði átti m.a. mjög erfitt upp dráttar. Hvernig er staðan á henni í dag?
„Það er pínu erfitt að segja. Það voru gerðar kannanir á súlunni í Eldey og það voru ekki fallegar myndir sem komu þaðan. Súlunni gekk almennt illa í Atlants hafi og fékk þungt högg. Við vorum að sjá fullorðna einstaklinga sem voru að hríð falla. Þetta var ekki bara ungviði. Kollegar mínir, sem ég vinn mikið með, og voru að fara í eyjar í Skotlandi, Kanada og Noregi höfðu allir sömu sögu að segja. Það virðist sem fuglaflensan herji á þá fugla sem eru í miklum þéttleika eins og súlan var á þessum tíma. Þær virðast vera að lenda illa í því. Við hér hjá Þekkingarsetrinu og Náttúrustofunni, sem er í sama húsi, stúderuðum fuglaflensuna og hvernig hún dreifir sér um heiminn í samstarfi við bandaríska stofnun, sem er ein sú stærsta sem sér um þessa hluti. Í samstarfi við þá komumst við að því að evrópskir vírusar og bandarískir vírusar í þessum fuglum eru að hittast á Íslandi og blandast þar. Menn hafa hingað til verið að horfa á Kyrrahafið og Kyrrahafsleiðina í gegnum Rússland en í raun er suðupotturinn hér. Hér erum við með tegundir sem verpa í Kanada eða færast á milli. Svo erum við með hanana okkar sem fara inn í Kyrrahafið með vetursetu þar, svo þetta er svolítill hrærigrautur hér og þessir vírusar eru að hittast hérna.“
Grálúsugur smyrill í endurhæfingu
Þið fáið til ykkar hingað í Þekkingarsetrið fugla sem þurfa aðhlynningu. „Já, en það er því miður sjaldnast hægt að gera eitthvað fyrir fugla. Við höfum aðallega verið að ferja fugla með hærra verndargildi til Húsdýragarðsins eða að athuga hvort það sé einhver leið möguleg fyrir fuglana að lifa. Ef þeir eru vængbrotnir er í mörgum tilfellum ekkert hægt að gera annað en að enda þjáningar þeirra. Í gær (á þriðjudag í síðustu viku) fengum við smyril til okkar, sem er ekki algengur fugl til að veikjast. Ég sótti hann. Smyrillinn leit ekki vel út og var útataður í mýtlum. Ég ætla að lúsahreinsa hann og sjá hvernig honum mun reiða af. Hann fær nautasteik og við sjáum til hvort hann