
1 minute read
Una og kapphlaupið við dauðann
from Mannlíf 3. tbl. 2023
by valdissam
Söngkonan og skraddarinn tilvonandi, Una Torfadóttir, á að baki hrikalega lífsreynslu. Aðeins tvítug að aldri greindist hún með krabbamein við heila. Hún var í bráðum lífsháska, en lét það ekki hafa neikvæð áhrif á sig heldur barðist æðrulaus við óvættinn. Hún varð að vera viðbúin endalokum ekki síður en sigri.
Á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hún greindist hefur líf hennar verið sannkallaður rússíbani. Hún sigraðist á krabbameininu og varð landsfræg sem söngkona og tónlistarmaður. Í viðtali hennar við Mannlífið vekur sérstaka athygli hversu þroskuð og yfirveguð afstaða hennar er gagnvart vágestinum. Hún las sér til um sjúkdóminn og gerði svo það sem gera þurfti til þess að sigra í þessu kapphlaupi við dauðann. Hún nefnir sérstaklega þá samstöðu sem vinir hennar og ættingjar sýndu henni á þessum örlagatímum. Hún velti fyrir sér dauðanum á meðan stríðið stóð og komst að ákveðinni niðurstöðu.
Advertisement
ætti að vera öllum fyrirmynd í því hvernig hún bregst við uppákomum í lífinu. Æðruleysið er í öndvegi.
