
1 minute read
Tónlistarmaðurinn KK finnur til jafnægis á sjónum
from Mannlíf 5. tbl. 2023
by valdissam
- Ætlar að eyða sumrinu á vestur á ströndum
Kristján Kristánsson betur þekktur sem KK var gestur Sjóarans en þar talar hann um músíkina og sjómennskuna en aðspurður segist hann finna til jafnvægis á sjónum.
Advertisement
„Æðruleysi er eftirsóknarverður staður til að vera á,“ segir KK en á hann bát sem heitir Æðruleysið.
„Æðruleysið er trilla sem er svona eitt og hálft tonn og sjö metrar með tuttugu hestafla búkkvél. Hann fer ekkert sérlegra hratt. Ég segi alltaf „ég er kominn“ um leið og eg er buinn að leysa landfestar.“ Kristján fer ekki aðeins út á sjóinn til þess að veiða. Stundum siglir hann út „bara til þess að vera“ en það gerir hann aðeins þegar vel viðrar.
En hvað kom til að verða sjómaður?
„Pabbi var til sjós þegar hann var yngri, hann stakk af þegar hann var unglingur,“ segir hann en faðir hans hét Kristján Ingi Einarsson og er látinn. „Hann var mikill ævintýramaður og sigldi á stríðsárunum, ég held hann hafi verið skotinn niður tvisvar sinnum,“ segir hann en faðir hans var hættur á sjó þegar Kristján fæddist.
Kristján ólst upp í
Bandaríkjunum að hluta.
Var farið út á sjó þar?
„Ekki eins og hérna. Það var meira farið niður á strönd í Kaliforníu.“ Kristján hefur ferðast og búið víða en eftir þrettán ár í Svíðþjóð flutti hann heim til Íslands árið 1990.
Þá fór hann að túra um landið og segir hann það hafa verið nýtt fyrir honum þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára.
Akranesi, að spurður hvers vegna hann hafi ekki róið frá ströndum segir hann það hafa komið til greina.
„Það kom alveg til greina að fara vestur en þá hefði maður þurft að skipta um heimilisfang og ég bara nennti því ekki.“
Ég held hann hafi verið skotinn niður tvisvar sinnum
„Svo fór ég að þvælast um allt út af músíkinni. Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem á staði er að fara niður á höfn,“ segir hann og gerir enn þann dag í dag. Í einni slíkri ferð kom hann auga á bát sem er eins og sá sem hann á í dag og nokkrum árum síðar fékk hann Æðruleysi upp í hendurnar.
Kristján réri í tvö sumur frá Reykjavík og eitt sumar frá
En hvað dregur hann að ströndum?
„Ég veit það ekki. Í minningunni er að keyra þessa vegi þarna þétt niðri við ströndina. Þá finnst manni þetta eins og Ísland var í gamla daga, þegar maður var barn. Þá voru allir vegir svona.“ Kristján segist ætla að eyða sem mestum tíma á ströndum í sumar en bæði hann og eiginkona hans eiga ættir að rekja þangað. Viðtalið við Kristján birtist í heild sinni á vef Mannlífs.