5 minute read

Um réttlát umskipti og „andvöxt“

Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður

Tökum ábyrgð, minnkum neysludrifið kolefnisspor!

Advertisement

Það þarf ekkert að hafa mörg orð um alvarleika loftslagsvárinnar, og mikilvægi róttækra aðgerða strax. Vísindin hafa hamrað á þessum boðskap lengi, með aukinni vissu um alvarlegar afleiðingar aðgerðaleysis. Parísarsáttmálinn snýst um að alþjóðasamfélagið leggist á eitt til þess að halda hlýnun andrúmsloftsins vel undir 2°C, með því að setja sér skýr markmið í átt að kolefnishlutleysi á heimsvísu um miðja öldina. Önnur mikilvæg áhersla sáttmálans er að hann viðurkennir ójafna ábyrgð milli ríkja á loftslagsvá, og tekur mið af því að styrja stöðu þróunarríkja til aðlögunar, sem bera þunga byrði þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga á borð við hamfaraflóð, gróðurelda og þurrka svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsaðgerðir eiga að draga úr ójöfnuði og taka tillit til misskiptingar, og þessu tengt hafa hugmyndir um réttlát umskipti (e. Just transitions) og andvöxt (e. Degrowth) ruðið sér rúms á síðustu árum.

Það þarf ekkert að hafa mörg orð um alvarleika loftslagsvárinnar, og mikilvægi róttækra aðgerða strax. Vísindin hafa hamrað á þessum boðskap lengi, með aukinni vissu um alvarlegar afleiðingar aðgerðaleysis. Parísarsáttmálinn snýst um að alþjóðasamfélagið leggist á eitt til þess að halda hlýnun andrúmsloftsins vel undir 2°C, með því að setja sér skýr markmið í átt að kolefnishlutleysi á heimsvísu um miðja öldina. Önnur mikilvæg áhersla sáttmálans er að hann viðurkennir ójafna ábyrgð milli ríkja á loftslagsvá, og tekur mið af því að styrja stöðu þróunarríkja til aðlögunar, sem bera þunga byrði þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga á borð við hamfaraflóð, gróðurelda og þurrka svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsaðgerðir eiga að draga úr ójöfnuði og taka tillit til misskiptingar, og þessu tengt hafa hugmyndir um réttlát umskipti (e. Just transitions) og andvöxt (e. Degrowth) ruðið sér rúms á síðustu árum.

Réttlát umskipti snúast um að þær róttæku, samfélagslegu breytingar sem eru óhjákvæmilegar til þess að trappa niður losun eiga að gæta réttlætis og ekki bitna óhóflega á jaðarsettum hópum innan samfélagsins sem og efnaminni þjóðum á alþjóðavísu. Loftslagsaðgerðir munu hafa áhrif á atvinnulífið, svo réttlát umskipti hafa verið áhersla hjá verkalýðshreyfingum hérlendis sem og erlendis. Aukin skattabyrði og gjöld tengd losun þurfa að hafa jöfnuð að leiðarljósi, og það þarf að gæta þess að fara í viðeigandi mótvægisaðgerðir svo aðgerðirnar séu réttlátar. Ef við setjum réttlát umskipti í stærra samhengi, þá er það ljóst að land eins og Ísland, með mikla einstaklingsbundna losun tengda neyslu, er í þeim hópi ríkja sem þarf að taka verulega stór skref í átt að lágkolefnissamfélagi til þess að jafna byrðina.

Önnur hugmyndafræði sem í auknum mæli hefur sótt fram er hugtakið „andvöxtur“ (e. Degrowth) sem hefur verið tekin inn sem leið að minni losun í sumum af svipmyndum IPCC. Andvöxt má skilgreina sem efnahagsástand þar sem teknar eru valkvæðar aðgerðir til þess að hagvöxtur standi í stað eða minnki, með áherslu á vestræn ríki þar sem hagvöxtur hefur verið óhóflegur og oft á kostnað þróunarríkja. Ólíkt kreppu á andvöxtur ekki að koma á kostnað hagsældar, heldur skapa lágkolefnissamfélag sem framleiða á sjálfbærari vörur sem mögulegt er að endurnýta, sem minnkar heildarframleiðsluþörf. Þetta tengist hugmyndum um að innleiða velsældarhagvísa í auknum mæli, og kollvarpar í raun þeirri nálgun að óendanlegur hagvöxtur sé eftirsóknarverður.

Þá komum við að mergi málsins, hvernig tengjast þessi hugtök íslensku samhengi? Hvað getum við gert til þess að stuðla að velferðarsamfélagi sem ekki byggist upp á endalausum, ósjálfbærum hagvext? Hvernig getum við stutt réttlát umskipti á alþjóðavísu, og lagt okkar að mörkum í baráttunni við loftslagsvána? Stutta svarið er að við þurfum að draga úr losun fljótt og örugglega og byggja áfram á þeim grunni sem hefur verið lagður að hringrásarhagkerfi sem tekur tillit til allrar framleiðslukeðjunnar. Það eru ótal leiðir að þessu markmiði, en ég vil nefna þrjár aðgerðir sem endurspegla áherslur VG.

Í fyrsta lagi þarf að miðla upplýsingum um neysludrifið kolefnisspor, og merkja alla vöru með kolefnisspori sem tekur mið af heildarframleiðslukeðju á allar vörur. Þannig aukum við vitund neytandans og sköpum líka hvata fyrir fyrirtæki að draga úr sporinu. Neysludrifið kolefnisspor Íslendinga er með því hærra sem finnst í heiminum, en hefðbundið kolefnisspor er eingöngu reiknað út frá fótsporinu sem myndast innan landamæra Íslands, og gefur því ekki raunhæfa mynd af losun sem myndast vegna vöru sem er aðflutt.

Í öðru lagi þurfum við að styðja við og stórauka innlenda matvælaframleiðslu. Stefna VG er skýr hvað þetta varðar, en markmiðið er að matvælaframleiðsla til sjávar og lands verði kolefnishlutlaus árið 2040. Það eru gríðarleg sóknarfæri fólgin í því að auka til dæmis framleiðslu grænmetis innanlands, í stað þess að flytja inn grænmeti með flugi. Neysludrifið kolefnisspor minnkar, matvælaöryggi styrkist og með auknu gagnsæi í uppruna vöru þá eykst lýðheilsa samfélagsins.

Að lokum við ég nefna mikilvægi þess að styðja nýsköpun til sjálfbærni, og þörfina til þess að við beitum okkur í auknum mæli fyrir þróunarsamstarfi sem styrkir aðlögunar- og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum. Í stefnu VG segjum við að „Ísland ætti að lágmarki að tvöfalda stuðning sinn við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá“. Fyrir utan að auka framlög okkar, tel ég mikilvægt að við leggjum aukna áherslu á þróunarsamstarf sem stuðlar að því að yfirfæra tæknilega kunnáttu.

Líkt og heimsfaraldur, þá snertir loftslagsváin alþjóðasamfélagið á ólíkan máta. Þó það sé ljóst að við munum öll þurfa að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum, þá ber heimsbyggðin byrðina ekki jafnt. Það er okkar hlutverk sem velferðarríki að leggja okkar á vogarskálarnar til að stuðla að grænum, réttlátum umskiptum.

UVG gátan

Þvert

1. Pólitísk hugmyndafræði sem leggur áherslu á jöfnuð. 2. Ekki hægri 3. Umfjöllun og ákvörðun um framtíðarsýn, markmið og árangur af starfsemi yfir tiltekið tímabil, ávinning á tilteknu sviði eða sjónarmið og gildi sem byggt skal á 4. Aðgerð sem miðar að því að vernda ákveðin landsvæði 5. Demantur í mannsmynd 6. Írskur söngvari og aktivisti 7. Millinafn formanns UVG

Niður

1. Kjördæmi sem á átta fulltrúa á Alþingi 2. Þegar hver og einn hefur jafnan rétt á að taka þátt í stjórnun landsins 3. Voru með listabókstafinn V á undan VG 4. Höfundur bókarinnar “Við öll”

Giskaðu nú svör á blaðsíðu 68

This article is from: