1 minute read

Björgum nútíðinni frá frekari loftslagshamförum

Menntun í heimabyggð

Sigrún Birna Steinarsdóttir landfræðingur og meistaranemi í náttúruvá, 3. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Advertisement

Að sækja sér menntun í sinni heimabyggð er ekki sjálfsagður hlutur.

Menntun á að vera aðgengileg öllum, sama hvar á landinu við búum. Á framhaldsskólastiginu er mikilvægt að tryggja fjölbreytt nám en einnig nám sem heldur utan um einstaklinginn. Á þessum aldri er ungt fólk mjög viðkvæmt og gæta þarf þess að skólinn og samfélagið leyfi ungmennunum að finna sig á eigin hraða. Við þurfum að setja kröfur en þær þurfa að snúa að einstaklingnum en ekki fjöldanum. Mikilvægt er að ungt fólk fái að búa áfram heima hjá sér á meðan það stundar það nám sem það vill stunda. Skólar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt námsval og leggja áherslu á verknám. Í ný samþykktri stefnu Vinstri Grænna um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi.

Vegna fámennis er einfaldlega ekki grundvöllur alls staðar að hafa allt það námsframboð sem við viljum að sé í boði. Þarna verðum við að koma til móts við þau ungmenni sem vilja sækja annað nám með heimavistum og fjarnámi. Sem betur fer var heimavistin á Selfossi endurvakin, enda mikið af ungu fólki sem sækir nám þangað, langt frá sínum heimahögum. Margt nám er einungis kennt á höfuðborgarsvæðinu og þá er mikilvægt að haldið sé utan um það unga fólk sem þangað vill sækja nám með heimavist, að senda 16 ára einstakling út á leigumarkaðinn er einfaldlega fráleitt.

Að næsta menntunarstigi, háskólanám. Gjörbreyta þarf viðhorfi til háskólanáms. Við erum ekki öll í þeirri stöðu að geta tekið háskólagráðuna strax eftir stúdentspróf og svo beint út í atvinnulífið. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni, hvar sem það býr. Við þekkjum það öll sem höfum verið í einhversskonar námi síðastliðið eitt og hálfa ár að fjarnám er eitthvað sem er raunverulega hægt í miklu fleiri námsleiðum en nú þegar er í boði.

Tryggjum fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám.

This article is from: