1 minute read

Stapagatan varin fyrir lúpínu

Stapagatan er gömul þjóðleið milli Voga og Njarðvíkur og liggur yfir Vogastapa. Hún var fjölfarin þar til fyrsti vagna- og bílvegurinn var lagður milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur um 1912. Gatan er nú vinsæl gönguleið og merkilegar fornminjar. Lúpína er nú að klæða allan Vogastapa og ógnar Stapagötunni. Hún verður nánast ófær og ósýnileg þar sem lúpínan leggst yfir hana.

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK UM NÁTTÚRUVERND og nokkrir Vogabúar hafa undanfarin sumur slitið upp lúpínu í og við götuna og reynt þannig að verja hana nærst Vogum en á köflum nær Njarðvík er komin það mikil lúpína að þar er það nánast ógerningur. Ef takast á að halda götunni þarf að vinna þar á hverju sumri næstu áratugi.

Advertisement

This article is from: