11 minute read

ÆSKAN OG SKÓGURINN

Next Article
ÓVINIR SKÓGARINS

ÓVINIR SKÓGARINS

LEIÐBEININGAR Í SKÓGRÆKT FYRIR UNGLINGA

Jón Jósep Jóhannesson og Snorri Sigurðsson tóku saman

Æskan og skógurinn Leiðbeiningar í skógrækt fyrir unglinga

©Jón Jósep Jóhannesson og Snorri Sigurðsson tóku saman

Útgefandi: Mál og menning, Reykjavík 2023

Gert eftir útgáfu Samstarfsnefndar um ár trésins 1980, lítilsháttar breytt Öll réttindi áskilin.

Hönnun kápu: Alexandra Weseloh

Umbrot: Alexandra Weseloh

Prentvinnsla: Upplýsingatækniskólinn

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar eða útgefanda.

ISBN 978-9935-11-098-5

Þetta er sagan af skóginum á Íslandi, að vísu aðeins örfáar svipmyndir af samskiptum þjóðar, lands og skóga. Þessi saga er að því leyti ólík öðrum sögum að sögulok eru jafnlangt undan þegar bókinni lýkur og er hún hefst.

En þetta er bókin ykkar, hinna ungu Íslendinga. Það eruð þið sem haldið sögunni áfram og síðan taka aðrir við af ykkur og enn aðrir af þeim.

Í fáum orðum sagt. Við viljum færa Íslandi aftur þá skóga sem það átti einu sinni, fjölga trjátegundum þess og búa öðrum gróðri yl og næði í skjóli þeirra.

Mikið verkefni bíður okkar. Til þess að geta leyst það af hendi þurfum við að læra margt. Lærdóm og þekkingu getum við sótt til þeirra sem fróðari eru, hlýtt á mál þeirra sótt námskeið og skóla. En við getum líka sótt þekkingu í okkar eigin bók.

Ísland er með yngstu löndum jarðar og bera jarðmyndanir landsins glögg merki þess. Þau öfl sem sköpuðu landið eru enn að verki, enda er Ísland eitt af mestu eldfjallalöndum heims.

Kunnar eru að minnsta kosti þrjátíu til fjörtíu eldstöðvar sem gosið hafa hundrað og fimmtíu sinnum frá landnámsöld.

Landið hefur að langmestu leyti hlaðist upp af tvenns konar bergtegundum, blágrýti og móbergi. Mótun þeirra er ólík enda breytist landslagið þar sem bergmyndanirnar mætast. Blágrýtisfjöllin eru regluleg að lögun, hlaðin upp úr hraunlögum en móbergsfjöllin eru úr lausum, öskukenndum gosefnum sem hlaðist hafa upp undir jöklum og orðið síðan að föstu bergi.

Blágrýtissvæðin eru tvö, annað austanlands frá Breiðamerkursandi til Þistilfjarðar en hitt vestanlands frá Bárðardal til Kollafjarðar. Á milli blágrýtisspildnanna er lægð sem fyllst hefur yngri gosmyndunum, einkum grágrýti og móbergi. Á þessu svæði eru enn flestar hinna virku eldstöðva. Auk þessa eru líparítmyndanir á víð og dreif um landið.

Fyrir um tíu þúsund árum eða í lok síðustu ísaldar hafði landslag á Íslandi fengið að mestu þann svip sem það ber nú. Þó hafa margs konar breytingar átt sér stað síðan af völdum eldgosa, vatns og vinda. Myndun landsins lýk ur raunar aldrei. Eldgos hlaða upp landið en jöklar og ár brjóta það niður og úthafið sverfur strendur þess.

Gróður landsins var harla fáskrúðugur þegar ísöld lauk. Harðgerðar tegundir t.d. birki, víðir og ýmsar jurtir lifðu af fimbulvetur ísaldanna. Seinna barst til landsins fjöldi tegunda frá öðrum löndum.

Fyrst breiddust fáar, nægjusamar plöntur út um auðnina, svo sem grastegundir og nokkrar lágvaxnar blómplöntur ásamt birki og viði. Þetta er unnt að sjá enn í dag þar sem jöklar eyðast. Gróðurinn hafði nægan tíma til að breiðast um landið eftir því sem jöklanir hopuðu og loftslag hlýnaði. Hér voru engar skepnur til að granda honum í tíu þúsund ár, uns mannabyggð kom til sögunnar.

Gróðurinn skipaði sér í gróðurhverfi eftir því hvernig lífsskilyrði voru. Háfjallagróðurinn tók sér bólfestu við efstu gróðurmörkin sem neðar tóku önnur gróðurhverfi við. Þar sem vatn stóð uppi og deiglent var settist votlendisgróður að, í vötnum og tjörnum hafðist vatnagróðurinn við, en birkið lagði smám saman undir sig mestallt gróðurlendið og í skjóli skóganna dafnaði hinn fegursti blómjurtagróður. Birkið teygði sig einnig upp fjallshlíðarnar allt upp í fjögur til fimm hundruð metra hæð yfir sjó.

Þannig leit Ísland út, þegar fyrstu landnem arnir komu hingað.

Frá landnámsöld og fram á miðja fjórtándu öld lifðu Íslendingar aðallega á búskap og hlunnindum landsins. En hvað var það sem gerði vaxandi þjóð kleift að lifa nær eingöngu á landbúnaði í meir en fjórar aldir? Það var umfram allt víðáttumikið gróðurlendi, ekki hvað síst birkiskógarnir. Úr birkiskógunum fengu menn eldivið og viðarkol og efnivið í alls konar húsgögn og amboð. Á fyrstu öldum Íslands byggðar var járn unnið úr mýrarrauða. Var sú járnvinnsla nefnd rauðablástur, þurfti til hennar mikið magn viðarkola. Einnig þurfti viðarkol til hvers konar járnsmíða og til að dengja gömlu, íslensku ljáina.

En birkiskógurinn veitti fyrst og fremst öðrum gróðri skjól og verndaði landið gegn uppblæstri. Hann mildaði veðráttuna, skýldi búfé í illviðrum og gerði kvikfjárrækt arðbærari. Hann var líka oft þrautalendingin í harðindum er heyskortur svarf að en þá var lim höggvið til fóðurs fyrir búfé. Þá var kornrækt miklu ár vissari í skjóli skóganna.

Á fjórtándu öld dundu yfir þjóðina stórfelldar

náttúruhamfarir. Heil byggðarlög eydust af völdum eldgosa og jökulhlaupa t.d. í Skafta fellssýslum. Þessum hörmungum fylgdu síðan drepsóttir og hungurdauði.

Um miðja öldina fóru atvinnuhættir þjóðarinnar að breytast. Landbúnaði hnignaði þá ört, því að gróðurlendi var tekið að minnka mjög.

Þjóðinni hafði fækkað, verkkunnáttu hrakaði og búskapur orðið einhæfari, kornyrkja t.d. lagst að mestu leyti niður.

Íslensku landnemunum og afkomendum þeirra hefur eflaust þótt vænt um landið engu síður en okkur. En þá skorti reynslu og þekkingu til að nytja það skynsamlega og þetta kom harðast niður á skógunum. Þeir voru höggnir gegndarlaust þegar á fyrstu öldum Íslands byggðar. Þjóðin átti fárra kosta völ til þess að halda lífi frá ári til árs, frá öld til aldar. Hún átti þann kost einan að draga fram líf sitt á þeim náttúrugæðum, sem landið lagði í hendur henni. Þetta gerði hún.

Auðlindir landsins nýtti hún sér til bjargar og lét hverjum degi nægja sína þjáningu. Hún spurði ekki, hvernig sú lind yrði á morgun sem þurrausin var í dag og gekk svo nærri uppsprettunni sjálfri að hún varð aldrei söm eftir.

Fáir hafa lýst þessu betur en Stephan G. Stephansson:

Í þúsund ár hrísið og heyið úr haganum reiddu menn inn.

Og naktara og nærskafnar flegið gat næstsetumaður en hinn.

Íslendingar gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingum fyrr en í óefni var komið.

Víða í fornritum okkar er minnst á skógana sem verið hafa í landinu þegar ritin voru samin. Ari fróði segir að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru er það byggðist. Þessi frásögn er stórmerk því að hún er skráð af höfundi sem fáir véfengja.

Í Landnámu er víða getið um skóga. Við flettum upp í bókinni, finnum eftirfarandi kafla og lesum þar þessa sérstæðu og skemmtilegu frásögn:

„Þórir dúfunef var leysingi Öxna-Þóris; hann kom skipi sínu í Gönguskarðsós; þá var byggt hérað allt fyrir vestan; hann fór norður yfir Jökulsá að Landbroti og nam land á milli Glóðafeykis og Djúpár og bjó á Flugumýri. Í þann tíma kom út skip í Kolbeinsárósi, hlaðið kvikfé en þeim hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt en Þórir dúfunef keypti vonina og fann síðan. Það var allra hrossa skjótast og var kölluð Fluga.“

Í byrjun átjándu aldar lýsa Árni Magnússon prófessor og Páll Vídalín lögmaður Brimnesi þannig:

„Rifhrís er hér nokkuð til eldingar.“

Í dag er land þetta skóglaust með öllu.

Fátækt, einokun og versnandi stjórnarfar á Íslandi gerði þjóðinni æ erfiðara að byggja landið, og loks var svo komið um aldamótin 1700 að stjórnvöldin sáu að eitthvað varð að gera til þess að þjóðin yrði ekki aldauða.

Friðrik konungur fjórði skipaði því Árna Magnússon og Pál Vídalín til þess að rannsaka hag lands og þjóðar og gera tillögur til umbóta. Bjarni Pálsson, síðar landlæknir og Eggert Ólafsson ferðuðust einnig um landið laust eftir miðja öldina í sama skyni. Eggert samdi rit um ferðir þeirra félaga þar sem mikinn fróðleik er að finna um skógana á Íslandi.

Vegur Skúla Magnússonar landfógeta var þá mestur og eitt af umbótaáformum hans var að stofna til skógræktar í landinu. En þær tilraunir mistókust.

Nítjánda öldin hófst með Norðurálfuófriðnum mikla sem hafði örlagarík áhrif hér sem annars staðar. Skógræktarhugsjónin lá í gleymsku um sinn. En ekki var langt um liðið á öldina er ýmsir áhrifamenn fóru að rita um skógrækt. Þeir bentu á þær afleiðingar sem eyðing skóganna hefði haft í för með sér. Nú væri svo komið að síðustu skógarleifunum væri stefnt í beinan voða. Þess vegna yrði að gera eitthvað til að bjarga þeim frá tortímingu. Ekkert varð þó úr framkvæmdum fyrr en í lok aldarinnar.

Aldamótunum 1900 var fagnað um gervallt Ísland. Skáldin ortu hvatningarljóð til þjóðarinnar. Vonir um batnandi hag mótuðu kynslóðina sem þá tók til starfa og með henni hefst framfaraskeið í öllum greinum þjóðlífsins. Nokkrir einstaklingar höfðu ræktað tré í görðum sínum, náð góðum árangri og sýnt að gróðurskilyrði leyfðu ræktun trjáa.

Árið 1899 hófu danskir áhugamenn tilraunir með ræktun barrtrjáa á nokkrum stöðum og héldu þeim tilraunum áfram fyrstu sjö ár aldarinnar. Nokkru seinna var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað en það hafði mikið áhrif, einkum norðanlands. Ungmennafélög voru stofnuð um líkt leyti víða um land og tóku m.a. skógrækt á stefnuskrá sína. Árið 1907 voru sett á alþingi lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands fyrir forgöngu Hannesar Hafsteins. Landssjóður tók kostnað af skógræktinni á sínar herðar. Skógræktarstjóri var skipaður yfir allt landið en skógarvörður yfir hvern landsfjórðung.

Tilraunum með ræktun barrtrjáa var haldið áfram til ársins 1913 en þá var þeim hætt og þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en eftir 1930. Starfssvið Skógræktar ríkisins verður nú tvíþætt: annars vegar friðun skógarleifa eins og fyrr, hins vegar fræsöfnun og uppeldi trjáplantna frá þeim stöðum á hnettinum þar sem loftslag er líkt og á Íslandi. Hér verða því tímamót í sögu íslenskra skógræktarmála.

Loks skal þess getið að Skógræktarfélag Íslands var stofnað á Alþingishátíðinni 1930 og þjóðin minntist lýðveldis á Íslandi 1944 með stofnun Landgræðslusjóðs.

Brautin er þó aðeins mörkuð en verkefnin bíða okkar.

Þetta var árangurinn af hugsjónum íslenskra aldamótamanna sem skáldið Hannes Hafstein lýsir í þessu erindi:

Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.

N M Sk Lagar I

Við köllum fram ímyndunaraflið og hugsum okkur að við séum stödd í skólagarði, þar sem við eigum að dveljast um tíma við nám og starf. Þessi skólagarður er á margan hátt öðruvísi en þeir sem íslensk æska hefur kynnst hingað til. Við sjáum mismuninn þegar lengra er lesið.

Umhverfið er hlýlegt. Skjólbelti úr víði, greni og birki hlífa hinum smágerða gróðri sem við erum að rækta. Hér sjáum við nokkrar trjátegundir í uppvexti en auk þess runna, blóm, kálplöntur og rótarávextir og er öllu þessu snyrtilega fyrir komið. Jafnframt vinnunni er okkur kennt hið nauðsynlegasia til þess að geta skilið ræktunina og farið rétt að öllu.

Við byrjum á því að læra ofurlítið um líf trjánna í skólagarðinum en seinna höldum við náminu áfram í Hallormstaðaskógi.

Gerð trjánna

Allar plöntur eru gerðar úr frumum. Utan um þær eru frumuveggir og innan þeirra er frymið en innst er frumukjarninn.

Í frymi grænu plantnanna er blaðgrænan.

Hún er mest ofan til í blaðholdinu og í henni fara fram mikilvægustu efnabreytingar plöntunnar.

Í hverju tré eru margs konar frumur sem skipa sér saman og mynda vefi þess. Þar ríkir því verkaskipting eins og á sér stað í mannlegu samfélagi.

Börkurinn eða barkarvefirnir verja tréð gegn hnjaski og varna útgufun. Fyrir innan börkinn liggja sáldæðarnar sem eru myndaðar úr lifandi frumum. Eftir þeim berst næring sú sem grænu kornin vinna úr loftinu. Viðaræðarnar eru aftur á móti gerðar úr dauðum frumum sem eru vel tengdar saman og gefa trénu styrk og sveigjuþol.

Innan undir sáldæðunum er vaxtarlagið sem er eingöngu lifandi frumur. Við kynnumst starfi þess síðar. Þar fyrir innan er svo viðarvefurinn sem er myndaður af dauðum viðaræðum og viðarfrumum. Innst er loks trjámergurinn.

Kolsýrunám

Trén eru lifandi verur eins og menn og dýr og þurfa þess vegna fæðu. Næringarefnin taka þau til sín úr jarðveginum og loftinu.

Á blöðum og barri trjánna eru smáaugu sem andrúmsloftið smýgur inn um. En í loftinu er lítið eitt af koltvísýringi sem er samsettur af tveim frumefnum, kolefni og súrefni. Trén taka til sín koltvísýring úr loftinu en grænukornin vinna kolefnasambönd úr koltvísýr- ingnum og vatni, svo sem sykur, mjölvi, tréni, olíur og fleiri lífræn efni.

Þessi mikilvæga starfsemi getur aðeins farið fram í nægilegri birtu og hita.

Allt líf á jörðunni á landi og í sjó á rætur sínar að rekja til þessara efnabreytinga og eru því plönturnar undirstaða lífsins á hnetti okkar.

Öndun

Kolsýrunámið fer aðeins fram í hinum grænu hlutum plöntunnar í birtu og hita eins og fyrr greinir, en allir hlutar hennar anda jafnt á degi sem á nóttu, bæði rætur, stöngull og blöð.

Trén anda að sér súrefni sem sameinast kolefnasamböndum en á þennan hátt losnar orka sem þau nota til efnabreytingar og vaxtar.

Öndunin er því andstæð við kolsýrunámið.

Öndun:

Súrefnið, sem plantan andar að sér, sameinast kolefnasamböndum hennar. Við það losnar orka, vatn og koltvísýringur.

Plantan léttist.

Kolsýrunám:

Úr kolefni og vetni myndar plantan lífræn efni, en súrefnið hverfur út í andrúmsloftið.

Plantan þyngist.

Öflun vatns og útgufun Vatn er trjánum lífsnauðsynlegt við fæðuöflunina. Þau afla þess úr jarðveginum með rótunum og með því berast næringarefnin til hinna ýmsu hluta trésins.

Eins er útgufun vatns frá trjánum nauðsynleg, því að hún örvar vökvastrauminn og þar með flutning næringar um tréð. Útgufunin er mest frá laufi og barri trjánna og hún verður því örari sem heitara er í veðri. Einnig örva vindar

útgufunina að mun.

Venjulegast geta trén bætt sér allt það vatn sem frá þeim fer við útgufunina. En sé hörgull á vatni í jarðveginum t.d. sakir langvarandi hita og þurranæðinga, þá er hætta á því að tréð geti ekki bætt sér missinn. Blöð þess linast og jafnvel visna og svo getur farið, að tréð deyi.

Öflun

F U R Jar Vegi

Jurtanæringarefnin leysast upp í vatni jarðvegsins og berast gegnum ræturnar og upp eftir viðaræðunum.

Næringarefnin sem trén taka til sín úr jarðveginum eru aðallega köfnunarefni, fosfór og kalí. Af öðrum næringarefnum má nefna kalk, magníum, brennistein, járn og bór.

Fyrrgreind efni hverfa aftur til jarðar þegar grös sölna eða tré falla og fúna. Öðru máli gegnir þegar land er slegið eða beitt, tré felld og flutt brott úr skógunum. Þá fer jarðveginn að skorta sum þessara efna, einkum köfnunarefni, fosfór og kalí. En unnt er þá að bæta úr næringarskorti með áburði.

Plönturnar verða veikbyggðar og hætta að vaxa, ef jarðveginn vantar steinefni eða köfnunarefni. Þess vegna er oft nauðsynlegt að gefa ungum trjám og runnum áburðarskammt en gæta verður þess að hafa hann ekki stóran. Of mikil áburðargjöf hefur skaðleg áhrif og getur grandað smáplöntum.

Eitt hið vandasamasta við alla ræktun er því að skera úr um áburðarþörfina.

Köfnunarefni eykur vöxt blaða og sprota.

Fosfór og kalí örva rótarvöxt og flýta fyrir blómgun og aldinþroska.

Tré, sem fá næga næringu, verja henni ekki eingöngu til vaxtar, heldur safna þau líka forðanæringu.

Í sólríkum sumrum safnast mikil forðanæring í trjánum til næsta árs. Vöxtur þeirra fer því mjög eftir veðráttu undanfarins sumars. Vöxtur trjánna

Á hverju ári bætist við hæð trjánna. Þetta sést best á furu og greni, því að krans af greinum vex út úr stofninum þar sem ársvöxturinn byrjar. Þess vegna er auðvelt að geta sér til um aldur ungra trjáa með því að telja greinakransana.

En á gömlum trjám eru neðstu greinarnar fallnar brott svo að þessi aldursákvörðun er ekki einhlít. Því er ókleift að segja til umaldur gamalla trjáa fyrr en þau hafa verið felld en þá má telja árhringana.

Ljósir og dökkir hringar skiptast á í viðnum eins og sjá má þegar tré hafa verið felld. Þetta kemur af því að frumuskiptingin í vaxtarlaginu er mjög ör á vorin og viðurinn þá laus í sér og mjúkur. En er líða tekur á sumar verður frumuskiptingin hægari og dekkri. Öll tré sem eru af tvíkímblaðaflokknum svo og barrtré, gildna með þvi að bæta við sig nýju vaxtarlagi ár hvert.

Á veturna er hvíldartími trjánna.

Gott er að kunna skil á vexti plantna en við verðum einnig að muna að þær eiga sitt ákveðna æviskeið.

Grænu plöntunun er skipt í þrjá flokka eftir lífsskeiði þeirra: einærar, tvíærar og fjölærar plöntur.

Einærar jurtir spretta upp af fræi að vori, blómgast, fella fræ og deyja að hausti. Til þessara jurta teljast mörg fegurstu sumarblómin sem ræktuð eru í görðum.

Tvíærar jurtir safna forðanæringu fyrra sumarið en hið síðara blómgast þau, bera fræ og deyja að því loknu. Margar nytjajurtir teljast til þessa flokks, t.d. gulrófan og gulrótin.

Fjölærar plöntur eru þannig úr garði gerðar að þær geta lifað langa ævi og eru trén langlífust en þau geta lifað áratugum eða jafnvel öldum saman.

Broddfuran sem margir kannast við hér á landi, getur þannig orðið allt að fjögur þúsund ára gömul. Hins vegar verður t.d. íslenska birkið aðeins um hundrað til eitt hundrað og fimmtíu ára gamalt.

Í skógunum þurfa að vaxa samtímis smáplöntur, ungur skógur, frætré og fullvaxinn skógur í hæfilegum hlutföllum. Ef ungu trjáplönturnar ná ekki að þroskast, eyðast skógarnir smátt og smátt.

This article is from: