1 minute read

Hundakaup herra Pickerins.......................................... 92

„Sam frændi,“ sagði ég. „Hvaðan koma yrðlingar tófunnar?“ „Að aftan, drengur minn. Ævinlega að aftan.“

Ég taldi þetta fullnægjandi svar, þar sem ég hafði oft séð tófu gjóta. „En Pétur og Jóbald?“ hélt ég áfram. „Hvernig gátu þeir eignast mig? Hvernig gátu þeir það, Sam frændi?“

Sam togaði síðustu lykkjuna út í strauminn með skelfingarrykk. Hann festi línuna vandlega áður en hann sneri sér við og leit á mig fölbláum augum yfir hálfgleraugun. „Þú áttir móður, drengur.“ „Hvað þá?“ „Móður. Þú komst úr einni svoleiðis.“ „Hvernig þá, Sam frændi?“ „Tja, það er nú ekki svo auðvelt að útskýra það.“ Hann hallaði undir flatt og sat um stund eins og hann væri að hrista vatn úr eyrunum. „Heyrðu, þú ættir heldur að spyrja feður þína. Reyndu Jóbald; hann getur áreiðanlega útskýrt þess háttar miklu betur en ég.“ „Ég er búinn að spyrja hann,“ sagði ég. „Hann vildi ekkert segja. Hann bara teygði handleggina í áttina að Ungfrú Mollý og hrópaði:

Ég sem ungur drengur Teikning: Jóhannes S. Kjarval

HÚS FEÐRA MINNA I | 9

This article is from: