1 minute read

16 Brottförin

Jörn Riel er danskur rithöfundur, fæddur 23. júlí 1931. Hann er þekktastur fyrir bækurnar hans um Grænland þar sem hann bjó þar í 16 ár.

„Ég á tvo feður . Til að fullnægja kröfum sannleikans ætti ég vissulega að eiga fimm, en félagarnir urðu sammála um að útnefna Pétur og Jóbald hina raunsönnu feður og gera þá Samúel, Gilbert og Lilla Johnson að eins konar frændum .

Ég var getinn og fæddur í ósköp venjulegu heimskautasambandi. Móðir mín var hviklynd stúlka af Tununerkiut ættbálkinum, eða eins og Samúel frændi útskýrði það fyrir mér síðar; hún hafði stórt hjarta og mjög heitt hjarta, sem svo auðveldlega hafði rúmað alla fjölskylduna.

Ég fæddist sumadag einn á þriðja áratugnum. Móðir mín annaðist mig í sjö vikur en þá safnaði hún saman sínu stóra og gjafmilda hjarta og skenkti það skinnakaupmanni, Moisise að nafni, sem einmitt þá átti leið um svæði félaganna.“

This article is from: