
1 minute read
Um Nikódemus........................................................... 49
nauðsyn slíkrar veru, saknaði hennar ekki. Mér nægði fósturmóðir mín, Aviaja; elskuleg gömul eskimóakona sem mennirnir tóku í húsið skömmu eftir að ég fæddist. Það var fyrst þegar ég var tíu ára og hafði um langt skeið fundið fyrir einhverju nýju og sætljúfu sunnan buxnastrengsins, að ég fór að velta fyrir mér leyndardómum tilurðarinnar. Kvöld nokkurt leitaði Aviaja. Ljósm.: Óþekktur. ég Sam frænda uppi til að fá forvitni minni fullnægt.
Þetta var fagurt vorkvöld og Sam sat við ána og þvoði. Hann hafði, Aviöju til sárrar armæðu, ávallt verið mikill áhugamaður um fataþvott. Og af sinni venjulegu hugkvæmni hafði hann smíðað útbúnað, dráttarbúnað, sem að minnsta kosti veitti fötunum ákveðinn ferskleika, þótt hann þvægi þau ekki tandurhrein. Úti í miðri ánni var komið fyrir gömlu skipsankeri. Frá ankerinu lá tvöfaldur koparþráður að árbakkanum. Á þræðinum var komið fyrir lykkjum með hálfs meters millibili og í þær var fest skyrtum, buxum, sokkum og hverju því öðru sem þarfnaðist þvottar. Síðan var allt togað út í ána þar sem vatnið freyddi um það yfir nóttina, eða lengur, eftir því sem Sam frænda þótti hæfilegt. Eftir þennan þvott var dreift úr plöggunum rennblautum á lyngið að húsabaki, þar sem þau þornuðu fljótt í miðnætursólinni. Á veturna fékk þvotturinn að frjósa í lengd sinni og var síðan stillt upp við húsgaflinn til hægfara vindþerris.
Sam frændi notaði aldrei annað en vatn til þvotta. „Sápa,“ sagði hann, „er viðurstyggð sem eyðileggur bæði húð og föt.“ Sam frændi er lærður. Hann hafði farið í háskólann, var dr. phil. og notaði hálfgleraugu með mjög þykku gleri.
8 | HÚS FEÐRA MINNA I