Page 1

KR - Fylkir Laugardagur 10. júlí 2004 KR- Shelbourne Miðvikudagur 14. júlí 2004

Það býr mikið í þessu liði Gísli Marteinn á vellinum

Sterkastir á Írlandi Allt um Shelbourne

Stundum þarf ég að skemmta mér Bubbi Morthens um leikina í sumar

Pollamótið á Akureyri

ÍT FR

KOMNIR Í GANG

T

Myndir af KR-ingum, ungum og öldnum.


22 Spyrjum að leikslokum

KR-ingar hafa verið ansi brokkgengir í ár og þrátt fyrir að spekingar þjóðarinnar hafi reynt að finna af hverju stjörnum prýtt lið KR sé ekki að spila að getu. Menn gleyma þeirri staðreynd að það hefur oft í gegnum árin tekið KR nokkurn tíma til að spila sig saman. Þegar meiðslalistinn er skoðaður sést að hægt væri að leika fram heilu liði bara með þeim mannskap sem er á listanum. Á þessum tíma í fyrra var staða okkar í deildinni ekki mikið betri og því segi ég: Sýnum þolinmæði og spyrjum að leikslokum!

Fjölmennum á Evrópuleikinn

Á miðvikudaginn mætir KR írska liðinu Shelbourne á Laugardalsvelli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. KR-ingar hafa í gegnum tíðina staðið sig með sóma í Evrópukeppnum og nú skulum við taka fast á Írunum. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta í Laugardalinn og styðja við bakið á strákunum okkar en góður stuðningur áhorfenda jafnast á við tólfta mann í liðinu. Áfram KR! Hilmar Þór Guðmundsson.

Sjö tilbrigði við varabúning KR lék á Kaplakrika í fyrsta skipti í svörtum varabúningum þegar þeir kepptu við FH-inga. Eftir því sem næst verður komist er þetta sjöunda útgáfan af varabúningi KR. KR lék fyrst í varabúningum í deildarleik gegn FH í Kaplakrika 25. júní 1989. Þá klæddust þeir “býflugnabúningnum” svokallaða, með gulum og svörtum röndum í treyjum og svörtum buxum. Ári síðar lék KR í gulum treyjum og hvítum buxum í Kaplakrika en léku í býflugnabúningnum næstu fjögur árin. Árið 1995 vöktu varabúningarnir enn og aftur athygli þegar KR lék í hvítum treyjum, með fjólubláum lit á efri hluta treyjunnar, og hvítum buxum. Árin 2000 og 2001 var varabúningur KR gráar treyjur og svartar buxur. Hann

var fyrst sýndur á tískusýningu á Eiðistorgi Fréttir úr herbúðum KR í apríl árið 2000, eins og aðrar KR-vörur frá Reebok, en fyrst notaður í leik gegn Við erum KR - Bubbi Morthens Fram á Laugardaslvelli í upphafi Íslands- KR í Evrópubardaga Embla Grétars í takkaskám mótsins. KR lék enn og aftur í býflugn- Pollamótið á Akureyri abúningnum árið 2002 en Rauða ljónið - Bjarni Fel dökkblái búningurinn var Gísli Marteinn á vellinum EM í Portúgal - uppgjör notaður í fyrra. KR lék í alhvítum Landsbankadeildin: búningur í útileikjunum í L U J UEFA-bikarkeppninni gegn OFI Fylkir 8 5 2 árið 1996 og Kilmarnock árið 9 4 4 1999. Raunar breytti KR út frá FH hefðinni þegar þeir mættu ÍBV 8 3 3 Rosenborg í Evrópukeppni 8 3 3 bikarhafa árið 1965. Þeir ÍA KR 9 3 3 léku í hinum hefðbundnu KR-treyjunum en klædd- KA 8 3 1 ust hvítum buxum í stað Grindavík 8 2 4 svartra. Heimild: www.krreykjavik.is

Kjartan kominn á blað Stelpurnar í Evrópukeppni KR er komið í 8 liða úrslit Visa-bikarsins en liðið lagði Njarðvík 3-1 á dögunum. Það sem er sérstaklega ánægjulegt við þennan sigur er að hinn ungi og efnilegi sóknarmaður Kjartan Henry Finnbogason er kominn á skotskóna en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Þá skoraði Kjartan einnig jöfnunarmark KR gegn FH í Kaplakriki þannig að kappinn er líklega kominn í gírinn.

Útgefandi:

MARKMENN ehf Háukinn 6, 220 HFN. Sími 544 5300 www.markmenn.is sport@sport.is

MARKMENN ehf

Hægt er að nálgast blaðið í heild sinni á PDF formi á slóðinni www.sport.is.

Meðal efnis:

Íslandsmeistarar KR í kvennaflokki munu taka þátt í Evrópukeppni félagsliða fyrir Íslands hönd. Í 1. umferð keppninnar er leikið í 9 fjögurra liða riðlum þar sem sigurvegarar riðlanna komast áfram í 2. umferð, sem einnig er leikin samkvæmt riðlafyrirkomulagi. KR er í riðli með hollenska liðinu Ter Leede, Malmin Palloseura frá Finnlandi og ZNK Krka Novo Mesto frá Slóveníu, en riðillinn fer fram í Slóveníu milli 19. og 25. júlí næstkomandi. KR lék einnig í þessari keppni í fyrra en þá endaði liðið í þriðja sæti í sínum riðli. KR tapaði 0-1 fyrir Bröndby og 1-3 fyrir ZFK Masinac en sigraði aftur á móti skoska liðið Kilmarnock mjög sannfærandi, 5-1. Það er reyndar leiðinlegt frá því að segja að kvennalið KR missir marga af sínum sterkustu leikmönnum til Bandaríkjanna til náms áður en deildin klárast hérna heima.

Umsjón blaðs og ábyrgð: Ritstjóri: Hilmar Þór Guðmundsson Blaðamenn: Snorri Sturluson Bragi Magnússon Hilmar Þór Guðmundsson Þór Bæring Ólafsson Ljósmyndun: Hilmar Þór Guðmundsson Erling Ó. Aðalsteinsson Umbrot: Markmenn ehf Prentun: Prentmet Annað efni er birt á ábyrgð höfunda.

5 6 8-9 Opna 14-15 16 22 23 7.júlí 2004 T

S

1

17

1

16

2

12

2

12

3

12

4

10

2

10

Keflavík

8

3

1

4

10

Víkingur

8

2

1

5

7

Fram

8

1

2

5

5

Næstu leikir: KR

0

-

1

FH

Keflavík

3

-

1

KR

KR

2

-

1

Víkingur

ÍBV

2

-

2

KR

KR

1

-

0

ÍA

Grindavík

0

-

0

KR

KR

3

-

0

Fram

KA

3

-

2

KR

Njarðvík

1

-

3

KR

FH

1

-

1

KR

KR

-

Fylkir

KR

-

Shelbourne

Víkingur

-

KR

KR

-

FH Bikar


44

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16

Kristján Finnbogi Finnbogason Sigurður Ragnar Eyjólfsson Bjarni Óskar Þorsteinsson Kristinn Jóhannes Magnússon Kristinn Hafliðason Kristján Örn Sigurðsson Ágúst Þór Gylfason Garðar Jóhannsson Sölvi Davíðsson Sigurvin Ólafsson Guðmundur Benediktsson Gunnar Einarsson Arnar Jón Sigurgeirsson Hilmar Björnsson Ólafur Páll Johnson Hjörvar Hafliðason

LEIKMENN 17 18 19 20 21 22 23 25 26 28 Þ

Sölvi Sturluson Petr Podzemsky Kjartan Henry Finnbogason Arnljótur Ástvaldsson Theodór Elmar Bjarnason Sigmundur Kristjánsson Jökull I Elísabetarson Bjarki Bergmann Gunnlaugsson Arnar Bergmann Gunnlaugsson Gunnar Kristjánsson Willum Þór Þórsson

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16

Bjarni Þórður Halldórsson Kjartan Ólafsson Guðni Rúnar Helgason Valur Fannar Gíslason Ólafur Ingi Stígsson Helgi Valur Daníelsson Hrafnkell Helgi Helgason Finnur Kolbeinsson Gunnar Þór Pétursson Ólafur Páll Snorrason Þórhallur Dan Jóhannsson Jóhann Ólafur Sigurðsson Ragnar Sigurðsson Haukur Ingi Guðnason Björn Viðar Ásbjörnsson Guðjón Hauksson

17 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 Þ

Ólafur Valdimar Júlíusson Sævar Þór Gíslason Arnar Þór Úlfarsson Eyjólfur Héðinsson Björgólfur Hideaki Takefusa Björgvin Freyr Vilhjálmsson Albert Brynjar Ingason Kristján Valdimarsson Sigurjón Magnús Kevinsson Gunnar Kristjánsson Jón Björgvin Hermannsson Þorbjörn Atli Sveinsson Kjartan Ágúst Breiðdal Björn Orri Hermannsson Kristinn Tómasson Þorlákur Árnason


55

hefur

YFIRHÖNDINA

KR hefur mætt Fylki alls 18 leggja KR 5 sinnum eða í 28% leikjanna og hafa liðin sæst á skiptan hlut sem sinnum í öllum keppnum frá 6erusinnum 33% af leikjum liðanna. árinu 1993. Þegar tölfræði þessara liða er skoðuð kemur Yfirburðir í Vesturbænum yfirburði á KRí ljós að KR hefur yfirhöndina KR-ingar hafa vellinum en liðið hefur þó lítið beri á milli. einu ngis tapað Af þeim 18 skiptum sem þessi lið hafa mæst á velli hefur KR unnið 7 sinnum og er því með 39% sigurhlutfall. Fylkir hefur náð a ð

tvívegis gegn Fylki, og 2001. leikjanna liðin gert Frostaskjól-

Liðin hafa mæst 11 sinnum á KR-velli og 7 sinnum í Árbænum. KR-ingar hafa tvisvar sinnum sótt 3 stig í Árbæinn en þrisvar sinnum fengið 1 stig eftir jafntefli. Fylkismenn hafa hins vegar fjórum sinnum gert jafntefli á KR-velli. KR hefur nokkra forystu í markaskori en í þessum leikjum hefur KR skorað 25 mörk gegn 20 mörkum Fylkis og eru því með 5 h e i m a mörk í plús. árið 1993 Í 22% h a f a Stærsti sigur KR jafntefli í Stærsti sigur KR gegn Fylki var í fyrra þegar inu. KR rótburstaði Árbæingana 4-0. Stærsta tapið var á heimvelli árið 1993 þegar Fylkir vann 3-1. Að öðru leiti hefur verið nokkuð jafnræði með þessum liðum og hafa flestir leikirnir unnist á 1 marki.

Stærsti sigur 4-0 árið 2004 Stærsta tap 1-3 Árið 1993 Jafntefli sex sinnum Fylkissigur Fimm sinnum frá 1993-2004 KR-sigur sjö sinnum frá 1993-2004 Markaskor KR 25 mörk Fylkir 20 mörk

12.3.2004 24.8.2003 22.6.2003 16.3.2003 15.10.2002 27.6.2002 20.3.2002 5.7.2001 21.6.2001 15.5.2001 20.8.2000 10.6.2000 30.6.1999 8.5.1999 29.8.1996 24.6.1993 18.8.1993 11.6.1993

KR KR Fylkir KR Fylkir KR KR KR KR Fylkir KR Fylkir KR Fylkir KR Fylkir KR Fylkir

2 4 2 2 1 1 1 0 0 1 2 1 4 0 1 0 1 2

-

1 0 1 1 1 1 1 1 0 0 1 1 3 1 1 2 3 1

Fylkir Fylkir KR Fylkir KR Fylkir Fylkir Fylkir Fylkir KR Fylkir KR Fylkir KR Fylkir KR Fylkir KR

KR SKORAR MEIRA


66 Bubbi Morthens er einn harðasti KR-ingurinn á landinu en hann hefur haldið með liðinu síðan hann flutti í Vesturbæinn fyrir 31 ári síðan. Bubbi er maðurinn á bakvið þjóðsöng KR-inga “Við erum KR” en það lag er eitt best heppnaðasta stuðningsmannalag allra tíma á Íslandi og þó víðar væri leitað. Fyldist þú með EM í fótbolta? Já, aðeins. Hvað var þitt lið í keppninni? Danir og Englendingar. Ertu ósáttur með hvernig þetta fór? Nei, þetta var sigur fyrir fótboltann. Þetta var sigur liðsheildarinnar, sigur fyrir litlu þjóðirnar. Þetta segir mönnum að Davíð getur sigrað Golíat. Grikkir voru ekki mitt lið en ég er engu að síður mjög sáttur með það hvernig þetta fór. Þetta var kannski ekki mikið fyrir augað en þeir voru ofboðslega agaðir og skipulagðir. Svo spilaði hver einasti leikmaður

þannig að hann ætti von á dauðadómi ef hann mundi tapa. Eykur þetta möguleika okkar að komast á stórmót? Að sjá Grikki vinna EM? Já, alveg hikstalaust. Sá dagur mun renna upp, ég held að það sé engin spurning. Ég veit ekki hvenær það verður en það er alls ekki ólíklegt. Hefur EM mikil áhrif á deildina hér heima? Maður gerir skýran greinarmun á deildarleikjum hér heima á Íslandi og leikjum á EM í Portúgal. Hér heima er meiri “kósý” s te m n i n g, allt auðvitað heimilislegra. Þegar ég get og við, þá fer

fjölskyldan öll á heimaleiki KR. Fyrir mér er þetta þetta svona ákveðin stund með fjölskyldu minni og krökkunum mínum. Ég reyni að segja börnunum mínum það að hvernig sem fer, þá eru úrslitin skilin eftir á vellinum þegar flautað hefur verið til leiksloka

Af hverju KR? Ég flutti í Vesturbæinn árið 1973, á Hringbrautina. Ég var Þróttari sem ungur maður, svo álpaðist ég á KR-leik og mér leist svo vel á steminguna að ég hugsaði með mér, þetta verður mitt lið. Það var ekki flóknara en það. Eftirminnilegasta stund sem KR-ingur? Hvert einasta skipti þegar við vinnum ÍA, það er alltaf sætt. Skagamenn hafa verið erkióvinir okkar á vellinum í gegnum tíðina og svo skal ég ekki neita því að sigur á Fylkismönnum e r

„Við erum

KR”

„Við erum svartir, við erum hvítir” Bubbi um boltann


77 líka sætur. En ÍA sigrarnir hafa alltaf staðið upp úr finnst mér. Það hafa verið nokkur spennuþrungin augnablik sömuleiðis, til dæmis þegar þyrlan kom með bikarinn á sínum tíma, þá var ég í Breiðdalsá að veiða og konan hringdi í mig og leyfði mér að hlusta í gegnum símann á það sem var að gerast á KR-vellinum. Ég heyrði í þyrlunni og lætin í fólkinu. Það var mikil stemning hjá mér, þetta er mjög eftirminnilegt, ég var aleinn við einhvern hyl og hlustaði á lætin.

„Stundum skemmtir liðið mér en stundum þarf ég að skemmta sjálfum mér á vellinum.” Fylkismenn eru einmitt næstu mótherjar KR. Hvernig líst þér á leikinn? Já, ég verð því miður fjarri góðu gamni. Ég verð í Ítará að veiða en ég auðvitað hlusta bara í bílnum. Hvernig finnst þér KR-liðið hafa verið í sumar? Liðið hefur verið mjög köflótt í sumar. Það er enginn afsökun að mæta til leiks í maí með alla lykilmenn liðsins meidda. Ég reyni samt sem áður alltaf að mæta á völlinn þegar ég get. Stundum skemmtir liðið mér en stundum þarf ég að skemmta sjálfum mér á vellinum.


88 KR-ingar hafa marga hildina háð í Evrópukeppnum og oft verið ansi nærri því að komast langt. Næst komst KR að komast í 3. umferð meistaradeildar Evrópu þegar liðið mætti Kilmarnock árið 1999. Ef KR hefði komist í gegnum þá leiki þá hefðum við mætt Galatasaray frá Tyrklandi í 3. umferð. Ekki tókst það en við komumst afar nærri því. KR-blaðið rifjar hér upp tvær skemmtilegar viðureignir KR í Evrópukeppni. Annarsvegar rimmu KR og Bröndby frá Danmörku og hins vegar þegar KR var kominn með annan fótinn í 3. umferð á móti Kilmarnock frá Skotlandi.

Brøndby 3-1 Ruben bagger (14) Thomas Lindrup (50) Gunnar Einarsson sjm (83)

1-0 1-1 2-1 3-1

KR Einar Þór Daníelsson (17)

Kaupmannahöfn 26. júlí 2000 Áhorfendur: 8.567 Lið KR: Kristján Finnbogason, Sigurður Örn Jónsson, Þormóður Egilsson, Gunnar Einarsson, Bjarni Þorsteinsson, Sigþór Júlíusson, Sigursteinn Gíslason, Þórhallur Hinriksson, Þorsteinn Jónsson, Einar Þór Daníelsson og Andri Sigþórsson. Ívar Bjarklind kom inn á fyrir Einar Þór á 74. mínútu. KR-ingar fóru illa að ráði sínu í Kaupmannahöfn þegar þeir nýttu ekki þrjú dauðafæri í stöðunni og niðurstaðan varð óþarflega stórt tap á Bröndby Stadium. Bagger byrjaði á því að skora fyrir heimamenn en Einar Þór var ekki lengi að svara fyrir KR-inga eftir fína sendingu frá Sigþóri. Lindrup skoraði svo beint úr aukaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks og í blálokin þá setti Gunnar Einarsson því miður boltann í eigið mark.

KR

0-0 Brøndby

Laugardalsvöllur 2. ágúst 2000 Áhorfendur: 3077 David Winnie meiddist á æfingu í Kaupmannahöfn fyrir fyrri leikinn og missti af báðum leikjunum fyrir vikið. Einar Þór jafnaði markamet KR í Evrópukeppni, skoraði sitt 4. mark fyrir KR og náði þeim Ríkharði Daðasyni og Mihajlo Bibercic. Brøndby mætti Hamburger SV í leikjum um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hamburger sigraði 2-0 í Danmörku en liðin gerðu 0-0 jafntefli í Þýskalandi. Heimild: Íslensk knattspyrna 2000 eftir Víðir Sigurðsson (Skjaldborg gaf út)

KR í Evrópukeppni

Lið KR: Kristján Finnbogason, Gunnar Einarsson, Þormóður Egilsson, Bjarni Þorsteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Þórhallur Hinriksson, Guðmundur Benediktsson, Sigursteinn Gíslason, Sigþór Júlíusson, Andri Sigþórsson og Einar Þór Daníelsson. Jóhann Þórhallsson kom inn á fyrir Einar Þór á 46. mínútu. Ívar Bjarklind kom inn á fyrir Gunnar á 63. mínútu. Þorsteinn Jónsson kom inn á fyrir Þórhall á 71. mínútu. Leikmenn Brøndby pökkuðu bara í vörn á Laugardalsvellinum og gerðu allt sem þeir gátu til að verjast sóknum KR. Til dæmis átti KR að fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur í leiknum en því miður var dómari leiksins ekki á sama máli. Evrópudraumur KR var því úr sögunni en liðið hafði unnið Birkirara frá Möltu í 1. umferð forkeppninnar.


99

KR Þórhallur Hinriksson (87)

1-0 Kilmarnock 1-0

Laugardalsvöllur 12. ágúst 1999 Áhorfendur: 2.980 Lið KR: Kristján Finnbogason, Sigurður Örn Jónsson, Þormóður Egilsson, David Winnie, Bjarni Þorsteinsson, Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gíslason, Einar Þór Daníelsson, Guðmundur Benediktsson og Bjarki Gunnlaugsson. Einar Örn Birgisson kom inn á 70. mínútu fyrir Sigþór Júlíusson. KR sigraði Kilmarnock verðskuldað í þessum leik og voru hreinlega óheppnir að vinna ekki stærra en það var markmaður Kilmarnock, Colin Meldrum, sem kom í veg fyrir það með frábærum leik á Laugardalsvelli. Kilmarnock ógnaði aldrei marki KR-inga af neinu viti í leiknum. Á síðustu 20 mínútum leiksins reyndu KR-ingar hvað þeir gátu til að koma boltanum í netið, Einar Örn átti til dæmis skot í stöng og Bjarni Gunnlaugsson átti að fá víti þegar að varnarmaður Kilmarnock varði skot hans með hendi. Eina mark leiksins kom á 87. mínútu en þá tók Guðmundur Benediktsson aukaspyrnu frá vinstri inn á markteiginn en þar kom Þórhallur Hinriksson á fleygiferð og skoraði með hörkuskalla.

Þórhallur Hinriksson skallar boltann í mark Kilmarnock í fyrri leik liðanna á laugardalsvelli. KR var ansi nærri því komast áfram í keppninni en óheppni í seinni leik liðanna varð afdrifarík

Kilmarnock 2-0

KR

1-0 David Bagan (92) 2-0 Rugby Park, Kilmarnock 26. ágúst 1999 Áhorfendur: 11.760

Paul Wright (89)

Lið KR: Kristján Finnbogason, Sigurður Örn Jónsson, Þormóður Egilsson, David Winnie, Bjarni Þorsteinsson, Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gíslason, Einar Þór Daníelsson, Guðmundur Benediktsson og Bjarki Gunnlaugsson. Þosteinn Jónsson kom inn á fyrir Sigþór á 46. mínútu Einar Örn Birgisson kom inn á fyrir Guðmund á 64. mínútu. Indriði Sigurðsson kom inn á fyrir Bjarka á 82. mínútu. Leikur liðanna á Laugardalsvelli var sýndur beint á Eurosport. Stuðningsmenn Kilmarnock sem fylgdu liðinu til Íslands gerðu aðsúg að Bobby Williamsson, þjálfara, í Leifsstöð á leiðinni heim. Þórhallur Hinriksson varð 17. markaskorari KR í Evrópukeppni en þetta var 29. mark Vesturbæinga. Seinni leikur liðanna bar upp á 100 ára afmæli vallarsins þar, Rugby Park. Heimild: Íslensk knattspyrna 2000 eftir Víðir Sigurðsson (Skjaldborg gaf út)

KR-ingar voru aðeins mínútu frá því að slá Kilmarnock úr keppninni þrátt fyrir að leika manni færri í 50 mínútur, og síðan alla framlenginguna. KR fékk þó fjölmörg færi til að skora í leiknum, til dæmis skaut Sigþór Júlíusson framhjá þegar hann var einn á móti markmanni Kilmarnock í fyrri hálfleik. Á 42. mínútu leiksins fékk David Winnie sitt annað gula spjald og var rekinn í bað. Manni færri vörðust KR-ingar af öryggi en á lokamínútu leiksins fengu heimamenn ódýra vítapsyrnu eftir að boltinn hafi hrokkið í hönd Þórhalls Hinrikssonar. Strax í upphafi framlengingarinnar skoruðu þeir skosku mark eftir stutta hornspyrnu og manni færri náði KR-liðið ekki að skora og því úr leik í Evrópukeppni félagsliða.

KR í Evrópukeppni


10 10

Velkomnir SHELBOURNE Shelbourne FC Stofnað: 1895 Heimavöllur: Tolka Park, Richmond Road, Drumcondra, Dublin Sæti á vellinum: 9.681 Met á Tolka Park: 12.000 mættu á leik Shelbourne og Manchester United í ágúst 1995 Búningar: Rauðar treyjur, hvítar buxur og rauðir sokkar (heima) Hvítar treyjur, hvítar buxur og hvítir sokkar (úti) Gælunafn liðsins: Shels Auglýsingar á búningi: Dulux Framkvæmdastjóri: Pat Fenlon Fyrirliði: Owen Heary Núverandi írskir deildarmeistarar Heimasíða: www.shelbournefc.ie

Lykilmenn Shelbourne Markið

Steve Williams (markmaður)

Steve Williams er 29 ára gamall markmaður með mikla reynslu en hann lék á sínum tíma með öllum yngri landsliðum Wales. Williams hefur leikið með Dundalk, Notts County, Cardiff og Coventry á sínum ferli en kom til Shelbourne fyrir fimm árum síðan.

Vörnin

Owen Heary (varnarmaður)

Owen Heary er 27 ára gamall varnarmaður og er hann fyrirliði Shelbourne. Heary hefur spilað með liðinu síðan 1998 en þá var hann keyptur frá Home Farm. Heary var um tíma hjá Everton en náði ekki að komast í aðalliðið. Heary er mjög vinsæll hjá leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins enda leikmaður sem leggur sig allaf 110% fram.

Shelbourne hefur verið að gera frábæra hluti í írsku deildinni á þessu tímabili en liðið er með 10 stiga forystu í deildinni eftir 19 umferðir. Liðið hefur skorað 29 mörk og fengið á sig aðeins 14 mörk í þessum leikjum sem þýðir að liðið er með bestu sóknina og bestu vörnina í írsku deildinni. Shelbourne hefur aðeins tapað einum leik í deildinni en það var gegn Shamrock Rovers 7. maí.

Miðjan

Ollie Cahill (miðjumaður) Ollie Cahill er 28 ára gamall vinstri kantmaður og af mörgum talinn sá besti í þeirri stöðu í írsku deildinni. Cahill lék með Cork City í sex ár áður en hann var keyptur til Shelbourne fyrir tveimur árum síðan.

Titlar: Írskir meistarar (10) 1925-26, 1928-29, 1930-31, 194344, 1952-53, 1961-62, 1991-92, 1999-2000, 2001-02 og 2003 Írskir bikarmeistarar (7) 1939, 1960, 1963, 1993, 1996, 1997 og 2000 Írskir deildarbikarmeistarar (1) 1995-96

Sóknin

Jason Byrne (sóknarmaður)

Jason Byrne er 26 ára gamall sóknarmaður. Byrne hefur verið mjög duglegur að skora fyrir Shelbourne á þessu tímabili, hann er búinn að skora 13 mörk í 19 leikjum í írsku deildinni. Byrne var keyptur til liðsins frá Brey Wanderes í fyrra og hefur hreinlega ekki hætt að skora síðan að hann kom til liðsins.


11 11 Það er sérhverju íþróttafélagi mikilvægt í hinu oft á tíðum erfiða starfsumhverfi nútímans að njóta stuðnings góðra fyrirtækja. Styrktarsamningar geta hreinlega ráðið úrslitum um það hvort félagið kemur út réttu megin við núllið og einn helsti styrktaraðili KR er Samskip. Samstarfið hefur verið með miklum ágætum, báðum aðilum til tekna, og við slógum á þráðinn til Agnars Más Jónssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Samskipa. Samskip er einn stærsti styrktaraðili knattspyrnuliðs KR. Hvers vegna kusuð þið að fara út í þetta samstarf? Það er mjög mikilvægt fyrir stórfyrirtæki á borð við Samskip að átta sig á gildi íþróttahreyfingarinnar og styðja við bakið á henni. Þetta gildi er í raun tvíþætt, í fyrsta lagi er hreyfingin gríðarlega ötul að þjálfa upp og styrkja ungviði Íslands og í öðru lagi er hún gríðarlega mikilvægur upp-

alandi starfsliðs framtíðarinnar. Í íþróttunum lærist hópvinna og það að takast á við sigra jafnt sem ósigra. Það má því kannski segja að íþróttahreyfingin ungi út framtíðarstarfsmönnum sem eru betur í stakk búnir en flestir aðrir að takast á við samkeppni

Við þurfum að vera á réttum stað í lok mótsins, okkur hefur sem betur fer tekist það nokkuð oft á síðustu árum

Er árangur af þessu samstarfi áþreifanlegur? Já og þar kemur í rauninni tvennt til, hugurinn sem fylgir og hreinn árangur. Við erum t.d. með auglýsingaskilti á KR-vellinum og þar erum við sýnilegir, bæði gagnvart áhorfendum á vellinum og ekki síður gagnvart sjónvarpsáhorfendum.

STERKUR bakhjarl

Þar fáum við eitthvað fyrir okkar snúð. Við notum flokkum KR í knattspyrnu? líka tækifærið og bjóðum viðskiptavinum okkar á Við spyrjum alltaf að leikslokum, það er er ekkert völlinn og sá þáttur er ekki síður mikilvægur. öðurvísi. Við höfum oft verið seinir í gang, en það skiptir í raun litlu hvernig þetta byrjar allt saman. Nú herma fregnir að þú sért sjálfur gall- Við þurfum að vera á réttum stað í lok mótsins, harður KR-ingur, er það rétt? okkur hefur sem betur fer tekist það nokkuð oft Já ætli það sé ekki best að orða það þannig að á síðustu árum og ég hef fulla trú á því að svo KR-hjartað slær ört. Ég bjó erlendis um tíma sem verði einnig í ár. unglingur og þegar ég kom heim ég byrjaði ég að æfa ólympískar lyftingar með KR. Ég náði í end- Ef þú fengir þann draum uppfylltan að ann á gullaldarliði KR í ólympískum lyftingum og spila einn leik með meistaraflokki KR hvaða náði m.a.s. að landa nokkrum titlum fyrir félagið. stöðu á vellinum myndirðu velja þér? Körfuboltinn kom líka við sögu, svona lauslega Það er senterinn eða hægri kantur, það þarf annskulum við segja, en það að vera KR-ingur gengur að hvort að skora mörkin eða leggja þau upp. Ég reyndar út á svo miklu meira en að stunda íþrótt- spilaði svolítið hægri kant sjálfur í yngri flokkir, þetta er nánast eins og trúarbrögð og ég hef unum, einhverra hluta vegna sá þjálfarinn ekki í unnið talsvert að félagsmálum hjá KR og var markaskorarann í mér, en hann er til staðar og ég t.a.m. lengi í stjórn lyftingadeildarinnar. hef alltaf gengið með þann draum í maganum að salla mörkunum á andstæðingana. Hvernig líst þér á gang mála hjá meistara-


23 ÁRA

GRÉTARS

#8 EMBLA


14 14

POLLAMÓT á Akureyri

Helgina 3-5 júlí fór fram hið árlega Pollamót á Akureyri. Þar komu saman mörg hundruð manns til að etja kappi í knattspyrnu. Allir aldurshópar voru saman komnir og skemmtu allir sér konunglega í góðu yfirlæti heimamanna. Það bar hæst í ár að Old boy´s lið karlanna fór alla leið í úrslitaleikinn en tapaði í vítaspyrnukeppni. Allir sem mættu frá KR skemmtu sér hið besta og sýndu skemmtilega takta á vellinum. Við ætlum að láta myndirnar tala sínu máli en það var KR-ingurinn og ljósmyndarinn Erling Ó. Aðalsteinsson sem gaf sér tíma í að smella nokkrum myndum fyrir KR-blaðið en hann spilaði með Old boy´s á Pollamótinu.


15 15

Mynd: รrni Guรฐmundsson


16 16

B

jarni Felixson er ekki bara þekktasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar fyrr og síðar, hann er líka í hópi frægustu KR-inga allra tíma. Áður en Bjarni snéri sér að íþróttafréttamennsku spilaði hann knattspyrnu með KR og var mikilvægur hlekkur í hinu fræga gullaldarliði sem vann allt sem í boði var ár eftir ár. Bjarni svaraði nokkrum spurningum okkar varðandi KR og KR-inga. Hvers vegna KR? Ég er fæddur og uppalinn Vesturbæingur þannig að það kom aldrei annað til greina. Ég var, og er, svo mikill Vesturbæingur að ég fór ekki austur fyrir læk fyrr en ég var dreginn í Miðbæjarskólann 7 ára að aldri. Ég tel mig vera afskaplega heppinn að þessu leyti, bæði hvað varðar fæðingarstað og félagslið. Þetta er mér hreinlega í blóð borið, pabbi var KRingur, mikill hlaupari, og við bræðurnir og allir í fjölskyldunni eru gegnheilir KR-ingar.

annarra liða og þ.a.l. taldir grobbnari. En þetta er fyrst og fremst lífsstíll og snýst um meira en íþróttir. Þetta er ekki endilega meðfætt þótt það sé það í flestum tilvikum, menn geta tekið upp nýjan lífsstíl á miðjum aldri. Ég þekki nokkur dæmi um slíkt og fæ ekki betur séð en að þessum mönnum líði bara betur eftir breytinguna.

Hvernig líst þér á KR-liðið í dag? Nú er úr vöndu að ráða. Ég á voðalega erfitt með að tjá mig um KR-liðið í dag, mér finnst þetta full tætingslegt enn sem komið er. Liðið hefur valdið vonbrigðum og þóttmaður voni alltaf að leiðin liggi upp á við

„Þetta var eftirminnilegt og datt reyndar inn í tæpErtu duglegur að mæta á völlinn? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu lega tveggja ára tímabil duglegur að mæta á völlinn nema vinnunnar þar sem við töpuðum ekki vegna. En ég hef óskaplega gaman að því að leik” mæta á KR-völlinn þegar ég á frí, þetta er einstakur völlur og stemmningin afar heimilisleg og þægileg. Ég veit að það eru ekki bara KRingar sem eru þessarar skoðunar, stuðningsmenn annarra liða hafa haft orð á þessu.

veit ég ekki alveg á hvaða leið drengirnir eru. Mér fannst það mjög undarlegt að í upphafi Íslandsmótsins skyldu 10 leikmenn eiga við álagsmeiðsli að stríða, það er greinilegt að

eitthvað þarf að laga. Ég veit ekki hvort það tekst að laga þetta alveg í einum grænum en vonandi smellur þetta allt í rétt horf. Ef þú mættir bæta gömlum KR-ingi í hópinn í dag, hann myndi spila í dag eins og hann gerði hér í “denn”, hver myndi það vera? Ég myndi velja Garðar Árnason. Þeir kæmu tveir til greina, Garðar og Þórólfur Beck og Garðar hefur vinninginn. Hann var ekki mjög áberandi á velli, laus við alla stæla en afar traustur og liðinu gríðarlega mikilvægur. Garðar hélt boltanum mjög vel og hafði gott auga fyrir samleik, það væri ekki fjarri lagi að líkja honum við Bobby Moore. Hann var aukinheldur sparkviss með afbrigðum og eins og áður segir liðinu mjög þýðingarmikill. Garðar myndi sóma sér vel í KR-liðinu í dag.

Fyrst og fremst

LÍFSTÍLL

Hverjar eru ljúfustu minningar sem tengjast KR? Sennilega er það sigurinn á Íslandsmótinu 1959. Þetta var fyrsta árið sem keppt var með því fyrirkomulagi sem við þekkjum í dag, tvöföld umferð, og við unnum hvern einasta leik með sannfærandi hætti. Ég held að ég muni það rétt að við höfum skorað 7 mörk á móti hverju marki sem við fengum á okkur. Þetta var eftirminnilegt og datt reyndar inn í tæplega tveggja ára tímabil þar sem við töpuðum ekki leik. En þær ljúfsárustu? Ég held að það hljóti að vera fyrsta bikartap okkar KR-inga. Við höfðum unnið bikarinn fimm fyrstu árin, en töpuðum á Akureyri þar sem við gátum ekki stillt upp okkar sterkasta liði vegna forfalla. Við bættum hins vegar upp fyrir þetta með því að vinna bikarinn aftur næstu tvö árin á eftir og ég er afar stoltur af því að hafa unnið 7 bikarmeistaratitla á fyrstu 8 árum bikarkeppninnar. Ertu sammála því að KR eigi meira skylt við trúarbrögð heldur en íþróttafélag? Já, ég er að mörgu leyti sammála því. Það er kannski ekki rétt að líkja þessu við trúarbrögð, þetta snýst meira um lífsstíl. Menn eru afar stoltir af því að vera KR-ingar, oftar en ekki stoltari en stuðningsmenn

Bjarni Felixson

Rauða ljónið


18 18


19 19

TRÍTILÓÐUR Ferguson Ágúst Gylfason kom til KR frá Fram fyrir þessa leiktíð. Gústi hefur leikið víða og þekkir baráttuna í boltanum betur en margur annar. Við tókum létt spjall við Ágúst um stöðuna í deildinni og tæklinguna sem gerði Alex Ferguson brjálaðan. Eru menn sáttur við stöðuna í deildinni - ef ekki, hvað geta leikmenn sjálfir gert til þess að bæta hana? Að sjálfsögðu vilja menn vera á toppnum en eins og staðan er í dag verðum við að vera raunhæfir og taka einn leik fyrir í einu og sjá hvað það skilar okkur. Ef leikmenn halda áfram að berjast og gera sitt besta kemur spilið og leikgleðin í kjölfarið og við stígum upp töfluna. Hæfileikarnir hjá okkur eru allavega til staðar það vantar nú ekki.

„Spiluðu agaðan varnarleik en voru að sama skapi alltaf líklegir til að skora mörk. Ég segi að það vannst taktískur sigur á EM þetta árið. „ Nú ert þú nýkominn í KR og eflaust margir þar sem vita ekki um eina frægustu tæklingu sögunnar, á milli þín og Teddy Sheringham, segðu okkur aðeins frá henni. Já þú manst eftir þessu ! Reyndar var þetta ekki tækling heldur öxl í öxl návígi. Þetta gerðist í heimsókn Man. Utd. til Bergen árið 1998 þar sem ég lék með BRANN. Þetta æxlaðist þannig að við vorum að berjast um boltann ég og Teddy rétt við varamannaskýli United manna. Þar sem fyrir voru Ryan Giggs, Ferguson og goðið sjálft David Beckham. Ég tók svo vel á Teddy öxl í öxl að hann kastaðist inn í skýlið. Það varð uppi fótur og fit í skýlinu og menn duttu um hvorn annan þveran. Karlinn hann Ferguson varð allveg trítilóður og ætlaði að æða inn á völlinn ásamt Giggs og Beckham, þeir bókstaflega ætluðu að taka í lurginn á mér. Ég var sak-

lausið uppmálað og kom mér undan. Eftir leikinn þegar reiðin var runnin af mönnum gekk ég til Ferguson og við enduðum sem mestu mátar. Hver er helsti munurinn á því að leika í KR og t.d. í Noregi? Í Noregi er full atvinnumennska í dag en því miður ekki á Íslandi. Þar held ég að aðalmunurinn liggi, leikmenn í Noregi eru því í betra formi og fá meiri hvíld fyrir æfingar. Mér finnst íslenskir knattspyrnumenn hafa samt náð ótrúlega langt miðað við að stunda fulla vinnu og mæta svo á 1 1/2 - 2 tíma æfingar nánast á hverjum degi. KR-ingar hafa reyndar náð ótrúlega árangri í gera umgjörðina eins og hún gerist erlendis: Góð aðstaða fyrir leikmenn, góð stemning á vellinum með allt að 5000 áhorfendur á góðum degi, trommarar og syngjandi stuðningsmenn í KR búningi. Til að halda þessari hefð áfram þarf að vera metnaður-samstaða-barátta og síðast en ekki síst stuðningur. 4. Grikkland var að vinna EM, finnst þér þetta vera einhver merki um breytingar í alþjóðlegum bolta eða var þetta bara heppni? Grikkirnir stóðu sig frábærlega vel, með Otto Rehagel í broddi fylkingar. Leikmenn vissu greinilega sín takmörk og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Spiluðu agaðan varnarleik en voru að sama skapi alltaf líklegir til að skora mörk. Ég segi að það vannst taktískur sigur á EM þetta árið.

„Karlinn hann Ferguson varð allveg trítilóður og ætlaði að æða inn á völlinn ásamt Giggs og Beckham, þeir bókstaflega ætluðu að taka í lurginn á mér. Ég var saklausið uppmálað og kom mér undan.”

KR-ísinn fæst hjá okkur

! R K AM

FÁ R

opið til 23:30

Ís og videó

Ísbúðin Hjarðarhaga


20 20 Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö í Svíþjóð en lék auðvitað eins og allir vita með KR áður en hún fór til Svíþjóðar. Ásthildur er um þessar mundir að jafna sig eftir meiðsli sem hún hlaut í landsleik Íslands og Skotlands í Egilshöllinni 13. mars síðastliðin. Hvernig er staðan á þér? Ég var í aðgerð á fimmtudaginn og svo tekur við endurhæfing hér á Íslandi næstu vikur og svo fer ég aftur til Svíþjóðar. Ég fer ekkert að spila fyrr en í fyrsta lagi eftir sex mánuði. Hnéið er mikið skemmt, þetta var verra en menn bjuggust við þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvernig þetta gengur. Það er samt voðalega gott að vera búin í aðgerðinni, það var leiðinlegt að bíða eftir henni. Hefur þú náð að fylgjast eitthvað með boltanum hér heima í sumar? Já, aðeins. Auðvitað hef ég verið gagntekin af EM eins og flestir en maður fylgist alltaf með því sem er að gerast í deildinni, bæði hjá stelpunum og strákunum.

Hvernig finnst þér það sem þú hefur séð? Ég vil ekki vera neikvæð en ég hef satt að segja ekki orðið neitt hrifin ef ég á að vera alveg heiðarleg.

duttu öll út frekar snemma nema Tékkar. Ég hélt allan tímann með þeim. Ég hafði

ekki næg

ALVARA

Nú virðist vera aukast aftur þessi stórsigrar í Landsbankadeild kvenna? Af hverju er það? Það er erfitt að segja. Það sem mér finnst að er að það er ekki æft nógu mikið hér á Íslandi, leikmenn virðast ekki taka þetta nógu alvarlega. Það er eitthvað sem má bæta hér á Íslandi. Þær verða líka að vera að mæta á allar æfingar með því hugarfari að fá sem mest út úr henni, það hugarfar finnst svolítið vanta. Er mikill munir á hugarfari leikmanna í Svíþjóð en hér á Íslandi? Það er ótrulegur munur, þar mæta leikmenn á allar æfingar, sömuleiðis mæta allir vel fyrir æfingar og leggja sig 100% fram á hverri æfingu. Það eru engar truflanir og því gengur þetta allt betur fyrir sig. Leikmenn taka þessu alvarlega og þá næst eðlilega miklu betri árangur. Ef maður er að eyða tíma í þetta þá er eins gott að fá sem mest út úr þessu. En að öðru máli, hvað var þitt lið á EM? Ég hélt með nokkrum liðum á EM, en þau

mikla trú á Tékkum og var að vonast eftir því að þeir myndu vinna keppnina en því miður tókst það nú ekki hjá þeim.

Hvað með Grikki? Er þetta gott eða slæmt fyrir knattspyrnuna? Þetta hlýtur að vera gott. Það að lið geti komið svona á óvart og unnið keppni eins og þessa er bara gott fyrir knattspyrnuna. Lið eins og Frakkar, sem eru með eintómar stórstjörnur, virðast hreinlega ekki getað myndað liðsheild og unnið saman í svona keppni, það er ótrulegt. Möguleikar Íslands að komast í lokakeppni á stórmóti? Eru þeir meiri eftir þetta? Það er einmitt það jákvæða við þetta, þessi úrslit sýna það og sanna það er allt hægt í fótboltanum.

Nú hefur kvennalandsliðið verið ansi nálægt því að komast í lokakeppni á stórmóti? Fer það að gerast á næstunni? Það hefur verið styttra í það hjá okkur stelpunum, það hefur verið takmarkið í nokkur ár að komast í lokakeppni á stórmóti. Það voru mikil vonbrigði að komast ekki í lokakeppni HM þegar við lentum í umspili en núna er auðvitað ný keppni og við ætlum okkur annað sætið í riðlinum í undankeppni EM 2005 og þar með sæti í umspilinu. Það er góður möguleiki á því. Um leið og það gerist mun margt breytast, við fáum mun meiri athygli, meiri virðingu frá öðrum liðum og fólk fer að taka okkur alvarlega. Við stelpurnar ætlum okkur að verða á undan strákunum að komast í lokakeppni stórmóts, það er stefnan að minnsta kosti og ég held að við verðum fyrri til.


HÁSPENNA! KILJUR

21 21

Heldur lesandanum spenntum

„Svo seiðandi og spennandi að það er ekki nokkur leið að leggja frá sér bókina fyrr en lestrinum er lokið.“ - Hrund Ólafsdóttir, Mbl.

Framúrskarandi sakamálasaga

„Sagan heldur lesandanum spenntum. Viktor Arnar hefur ótvíræða hæfileika til að skrifa sögulegar og menningarelgar glæpasögur.“

„Hressileg saga, rennileg og skemmtilega skrifuð ... mæli hiklaust með henni.“ - Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is

- Katrín Jakobsdóttir, DV

„Mikið plott ... sterk persónusköpun.“ - Þorgerður E. Sigurðardóttir, Kastljósið

„Framúrskarandi sakamálasaga.“ - Björn Þ. Vilhjálmsson, Mbl.

Illviljaður bíll, óharnaður unglingur og grípandi ógn „Frábær skemmtun.“

Óhugnaleg atburðarás

- Publishers Weekly

Kurt Wallander er staddur úti á akri í yndislegum sumarhita og sól þegar ung kona birtist honum skyndilega í ljósum logum ... Bók eftir einn vinsælasta glæpasagnahöfund heims, Henning Mankel.

Hörkuspennandi

Ung vísindakona gerir ótrúlega uppgötvun við rannsókn á árásargirni út frá erfðum. Hún finnur upplýsingar um tvo unga karlmenn sem virðast vera eineggja tvíburar en eiga þó ekki sömu móður og fæddust hvor á sínum stað ...

Snjöll og margslungin

„Glæpasaga sem bæði grípur og heldur.“ - Þorgerður E. Sigurðardóttir, Kastljósið

Algjör snilld

Með sögum sínum um Fandorin ríkisráð - snjallasta leynilögreglumann Rússlands undir lok 19. aldar - hefur Boris Akúnin skipað sér á bekk með mest lesnu höfundum Rússlands og bækur hans eru nú meðal vinsælustu glæpasagna í Evrópu.

„Þetta er gæsahúð! Snjöll og margslungin flétta sem gengur upp!“ - Jakob Bjarnar Grétarsson, kistan.is

edda.is


22 22 Gísli Marteinn hefur alltaf verið öflugur stuðningsmaður KR enda úr Vesturbænum. Við hittum á Gísla, auðvitað í Vesturbænum og spurðum hann meðal annars álits á KR-liðinu og EM í knattspyrnu.

Hvað með boltann hér á Íslandi? Hvernig líst þér á þetta? Það er auðvitað alltaf mikið menningarsjokk að mæta á völlinn hér heima eftir að hafa verið að horfa á EM. Það er nú samt ekki sanngjarnt að bera þetta saman enda aðstæður allt aðrar. En maður er auðvitað miklu fúsari sjálfur að rjúka út í fótbolta eftir að hafa horft á EM eða HM og maður er líka fúsari að fara á völlinn því maður sér hvað þetta er stórkostlegt sport.

Hvernig líður Gísla í dag? Ég er mjög góður, kominn í sumarfrí og nýt þess að fara á völlinn. Ég vil bara vera í Vesturbænum, fer bara ekki úr honum. Það er allt til alls í Vesturbænum, ég var til dæmis að koma úr Melabúðinni, það klikkar ekki.

Hvað finnst þér svo um KR-liðið í sumar? Það er margt betra en í fyrra en ég hef ekki verið nógu ánægður með úrslitin. Þeir hafa þó unnið hvern einasta leik sem ég hef séð í

Búinn að horfa vel og vandlega á EM? Sáttur með úrslit mótsins? Já, maður fylgdist vel með EM. Þegar upp var staðið get ég ekki neitað því að ég var dást töluvert af Grikkjunum og stóð mig að því, bæði í undanúrslitaleiknum gegn Tékkum og úrslitaleiknum gegn Portúgölum að vera farinn að halda með þeim. Ætlaði alls ekki að halda með þeim fyrst, ég þoldi þá ekki í byrjun mótsins og fannst þeir bara vera heppnir en smá saman fór maður að sjá Trojuhestinn í þessu hjá þeim. Þetta var ekki bara “pakka í vörn bolti” heldur var þetta alveg súper vel skipulagður bolti með mönnum sem gátu alveg spilað sóknarleik en ákváðu bara að gera þetta svona. Var þetta keppni litlu liðanna í Portúgal? Ég las góða grein í BBC fyrir þetta mót og þar var sagt að þetta yrði keppni “litlu” þjóðanna í knattspyrnunni. Þar var sagt að þetta yrði ekki keppni stórstjarnanna og sú varð heldur betur raunin. Meðal annars vegna þess að þessar stórstjörnur eru orðnar of miklar stórstjörnur og líka það að álagið á þær er hreinlega of mikið. Ég bjóst til dæmis við meiru af danska liðinu, hélt að þeir færu allavega í undanúslitin. Þau lið sem leggja meira upp úr liðsheildinni en einhverjum tveimur stjörnum eða fleirum, þeirra tími var einfaldlega kominn.

inn trú á því að stóru leikirnir geti fallið okkar megin. Það eru svo miklir hæfileikar í þessu liði, góðir leikmenn, góður þjálfari og allt það þannig að þegar menn virkilega fara í þetta með látum og standa frammi fyrir stóru stundinni þá held ég að þetta lið muni ekki bogna. Við þurfum samt líka að fara vinna þessi “minni” lið sannfærandi. Ég vil sjá 3-0 eða 4-0 úrslit á móti þeim liðum. Hvað með þessa ungu leikmenn í KR-liðinu eins og Kjartan Henrý? Kjartan Henrý er byrjaður að skora sem er mjög gott mál, það var það eina sem vantaði í hans leik. Hann hefur verið mjög lifandi og ég vona bara að hausinn á honum sé í lagi líka

getur haldið boltanum vel. En mér finnst jafnbesti maður okkar í sumar hafa verið Kiddi Hafliða, það er alltaf massív barátta í honum og sömuleiðis hefur hann verið að skora. Það er mjög gaman að horfa á hann og það mættu fleiri í liðinu taka hann til fyrirmyndar. Hann er aldrei farþegi í liðinum, hann er alltaf á fullu. Hann svipar svolítið til Steven Gerrard hjá Liverpool, Kiddi getur keyrt liðið áfram eins og Gerrard gerir fyrir Liverpool. Ef þú mættir velja hvaða leikmenn sem er til að spila með KR, hver yrði sá leikmaður? Það er erfitt að segja en ætli ég myndi ekki segja bara Steven Gerrard. Hann mundi gera

SVART/HVÍTUR

sjónvarpsmaður

sumar, þetta hefur samt ekki verið alveg nógu sannfærandi. Við þurfum að taka okkur verulega saman í andlitinu til þess að klára þetta. Nú eru stórleikir framundan, Fylkir í deildinni og svo Shelbourne í Evrópukeppninni? Það býr svo mikið í þessu liði að ég hef einhvern veg-

þannig að hann haldi sér á jörðinni. Ef mörkin fara koma frá honum reglulega er þetta stórkostlegur leikmaður.

Hvað með aðra leikmenn liðsins? Mér finnst Gummi Ben. hafa átt frábæra spretti þegar hann hefur komið inn. Hann er skapandi og

mest fyrir liðið.

Hvað með þig sjálfan? Ertu ennþá að sprikla eitthvað? Já, ég er alltaf í boltanum með félögum mínum í Rögnunni en það er mjög skemmtilegur félagsskapur sem er með lið í Utandeildinni. Við æfum stíft, einu sinni í viku. Reyndar hefur okkur ekki gengið neitt sérstaklega vel í sumar, tapað þremur leikjum og unnið einn leik en það býr mikið í þessu liði. Ég reyndar spila ekki mikið með í leikjum liðsins en er þess öflugriáæfingum. Ég er sömuleiðis mjög duglegur í félagsstarfinu í kringum þetta, ég er stofnandi og fyrsti formaður félagsins og þetta er félagið mitt ásamt auðvitað KR.

Þetta var líka jafnari keppni en oft áður, ekki satt? Liðin eru öll miklu jafnari núna eins og sést til dæmis á því að þau fjögur lið sem voru í undanúrslitum á EM voru ekki með á HM fyrir tveimur árum.

Gísli Marteinn Baldursson á vellinum


23 23 Einni eftirminnilegustu Evrópukeppninni í knattspyrnu er lokið. Fyrirfram vissu menn í raun ekki við hverju var að búast í Portúgal. Stórþjóðirnar í boltanum blésu í lúðra af öllum stærðum og gerðum og þegar spáð var fyrir um siguvegara komu nöfn Frakka, Portúgala, Tékka og Hollendinga oftast við sögu. Stöku bjartsýnismaður spáði Þjóðverjum titlinum. Það voru hins vegar minni spámenn sem stálu senunni. Þar eru auðvitað fremstir í flokki nýkrýndir Evrópumeistarar Grikkja, sem upphaflega voru álitnir uppfylling og fallbyssufóður fyrir stórþjóðirnar. Á leið sinni að titlinum gerðu þeir sér hins vegar lítið fyrir og unnu Frakka, Tékka og svo auðvitað Portúgali, heimamennina sjálfa. Ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það eitt sýnir og sannar að þeir áttu titilinn skilinn. Til eru þeir sem gagnrýna Grikki fyrir tilþrifalítinn stílinn, en þeir hinir sömu gleyma því að knatt-

spyrnan, eins og flestar aðrar íþróttagreinar, gengur út á það að skora meira en andstæðingurinn. Það var einmitt það sem Grikkir gerðu og ef þjóðhetjan Otto Rehagel verður áfram við stjórnvölinn má búast við því að Evrópumeistararnir haldi áfram að gera nákvæmlega það sem til þarf, en lítið meira en það. Árangur gríska liðsins er í raun einsdæmi; þótt Danir hafi komið skemmtilega á óvart með sigri á EM´92 var í raun vitað að í danska liðinu bjó talsverður styrkur. Gríska ævintýrið er hins vegar með ótrúlegustu íþróttaafrekum sögunnar og verður líklega seint leikið eftir. Það vafðist talsvert fyrir okkur að velja lið Evrópukeppninnar. Vissulega er gaman að stilla upp liði þeirra leikmanna sem skarað hafa framúr og upp koma nöfn á borð við Pavel Nedved, Andreas

Isaksson, Jaap Stam, Henrik Larsson, Deco, Wayne Rooney, Arjen Robben, Edwin Van Der Saar, Cristiano Ronaldo, Figo og svo mætti lengi telja.

Grikkir bestir

Eftir nokkra umhugsun var niðurstaðan

þó sú að frammistaða Grikkja hefði verið með svo miklum ágætum að hver einasti leikmaður liðsins á það skilið að vera í liði Evrópumótsins. Niðurstaðan er því sú að lið Evrópumótsins, að okkar mati, er lið Evrópumeistarar Grikkja.

GRÍSK goð


KR3  

Sterkastir á Írlandi Það býr mikið í þessu liði Myndir af KR-ingum, ungum og öldnum. Allt um Shelbourne Bubbi Morthens um leikina í sumar Gí...