5 minute read

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 18. - 23. apríl. Á hátíðinni má sjá og upplifa margt af því flottasta sem gerist í barnamenningu á Íslandi. Hátíðin fer fram um alla borg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín á virtum menningarstofnunum og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar þessa 6 daga sem hátíðin stendur yfir. Í ár er sérstök áhersla á viðburði í Grafarvogi og viðburði sem tengjast friði. Frítt er inn á alla viðburði.

Lag hátíðarinnar í ár, Kæri heimur fjallar um frið og er eftir Vigdísi Hafliðadóttur og Ragnhildi Veigarsdóttur úr hljómsveitinni Flott var frumflutt í Engjaskóla í Grafarvogi fyrir hátíðina. Lagið er samstarfsverkefni barnanna í 4. bekkjum borgarinnar og þessara ástsælu tónlistarkvenna. Nemendur Engjaskóla skrifuðu bréf til heimsins á fallegt bréfsefni þar sem þau tiltóku óskir sínar um frið. Bréfin hófust á orðunum „Kæri heimur“ og þaðan kemur titill lagsins.

Advertisement

Á Barnamenningarhátíð er hægt að njóta ýmissa listforma og eru margar myndlistasýningar á verkum barna á söfnum borgarinnar. Á

Kjarvalsstöðum verður sýningin

Kjarval, álfar og tröll. Þar hægt að sjá afrakstur vinnu barnanna á Kvistaborg upp úr verkum og áhrifa

Kjarvals á íslenskt menningarlíf.

Kjarvalskrakkarnir opnuðu vinnustofu Kjarvals í dúkkó, gerðu málverkið Fjallamjólk í þrívídd, Kjarvalsröppuðu, léku sér í Kjarvalsleikjum, máluðu úti í náttúrunni, heimsóttu Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, breyttust í tröll og ræddu um lífið og listina. Þetta ferli bauð þeim að ferðast aftur í tímann og kynnast íslenskri menningu og listum, íslensku landslagi, sögum og ævintýrum. Sýningin stendur frá 18.23. apríl.

Miðvikudaginn 19. apríl verður formleg opnun á sýningunni Tjáning um kynheilbrigði á Þjóðminjasafni kl. 14:00 og stendur sýningin til 23. apríl. Textílverk eftir nemendur

Fjögur fötluð ungmenni opna dyr að sinni eigin veröld og bjóða þér að ganga inn og upplifa margbreytileikann. Listahópurinn sýnir eigin verk og sameiginlegt ljósmyndaverk sem varð til í listaflæði hjá Þroskahjálp. Fjórir ungir listamenn, fjölbreytt listform — einn veruleiki sem rúmar allt og við eigum öll saman. Sýningin stendur á Ásmundarsafni 20. – 23. apríl alla daga kl. 13 – 17.

Barnamenningarhátíð líkt og BIG BANG. BIG BANG tónlistarhátið fyrir ungt fólk í Hörpu er evrópsk hátíð sem hefur það að markmiði að setja upplifun barna í forgrunn. Sumardaginn fyrsta, eða 20. apríl, fyllist Harpa af tónelskum börnum sem vilja njóta tónlistar í víðum skilningi. Dagskráin er fjölbreytt og afar metnaðarfull og samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist. M.a. mun slagverks sirkuslistahópurinn Maputo Mozambique sýnir listir sínar, plötusnúðurinn Ívar Pétur þeytir skífum fyrir börnin á Baby rave, Los Bomboneros flytur ljúfa tóna, Gullplatan - sendum tónlist út í geim - frumsamið lag eftir börn spilað af skólahljómsveit Grafarvogs og sungið af kór barna. Lagið er samið af börnum um allt land fyrir geimverur og verður hreinlega sent út í geim. Allir ættu að finna sér eitthvað að sínum smekk á BIG BANG.

Hagaskóla sem innblásin af verkum listakonunnar Kristínar Gunnlaugsdóttur. Sýningin Opnun! Heimurinn eins og hann er — heimurinn eins og hann birtist þér opnar með pompi og prakt miðvikudaginn 19. apríl kl. 16.00.

Tónlistin á sérstakan stað í hjörtum íslenskra barna og er hægt að njóta margskonar tónlistaviðburða á

Frábær verð í Múrbúðinni

Við á Árbæjarblaðinu hikum ekki við að láta lesendur okkar vita þegar við komum auga á frábær tæki-færi í alls kyns innkaupum.

Nú þegar sumarið er innan seilingar eru margir sem þurfa að nota háþrýstidælur. Til dæmis til að þvo hús að utan, glugga, bíla nú eða stéttir utan við hús hjá fólki.

Á dögunum var okkur bent á mjög góða háþrýstidælu sem er til sölu í Múrbúðinni. Hún er mun ódýrari í Múrbúðinni en sambærilegar dælur í öðrum verslunum þar sem við leituðum fyrir okkur. Munar þar mjög mörgum þúsund köllum.

Dælan sem um ræðir, Lavor STM

160 ECO, er með þremur stillingum á þrýstingi eftir notagildi dælunnar hverju sinni. Lavor hefur einkaleyfi á þessum búnaði og hann því ekki fáanlegur annars staðar. Engin hætta er á að dælan sé of kraftmikil til dæmis í bílaþvott. Sérstök stilling er fyrir þannig þvott. Þessi dæla er mjög þægileg og einföld í notkun og með henni fylgja margir nytsamlegir aukahlutir sem geta komið sér afar vel, til dæmis við pallaþvott þar sem háþrýstidæla er lykilatriði ef vel á til að takast. Þessa dagana er þessi tiltekna háþrýstidæla á sérstöku útsöluverði þar sem gefinn er 15% afsláttur.

Við höfum heyrt mjög mörg dæmi um frábær verð í Múrbúðinni og við viljum hvetja lesendur til að kanna málið þar áður en farið er í viðskiptin. Það er hægt að vera á góðu kaupi við að bera saman verð.

Grafarvogur býður borgarbúum heim á Barnamenningarhátíð og eru margskonar viðburðir í gangi í hverfinu. Opnun myndlistarsýningarinnar Friður í freyðibaði eftir börn á fjórum leikskólum í Grafarvogi á Borgarbókasafninu í Spönginni þriðjudaginn 18. apríl. Börn á Engjaborg, Fífuborg, Hulduheimum og Lyngheimum fóru í könnunarleiðangur um Grafarvog, þar sem þau túlkuðu frið í umhverfinu sínu. Eins er sýningin Hverfið okkar, Húsahverfi með verkum eftir börn í Húsaskóla og Víkurskóla. Lokahnykkur hátíðarinnar, Ævintýrahöllin, verður svo haldin 22. - 23. apríl í Borgarbókasafninu Spönginni sem býður upp á spennandi menningardagskrá fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Dagarnir hefjast á fjölskyldujóga og svo taka við fjölbreyttir dagskrárliðir. Ýmsar föndursmiðjur verða á staðnum og geta börnin m.a. búið til friðararmbönd og japanska hatta. Krakkakarókí verður á sínum stað fyrir þau sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og syngja af hjartans list og mun Æskusirkusinn sýna sirkusatriði fyrir gesti og bjóða öllum að prófa. Dans Brynju P tryllir lýðinn með dásemdar danssporum og örleiksýningin Heimferð verður reglulega yfir daginn í húsbíl fyrir utan bókasafnið. Áhorfendum er boðið inn í húsbílinn til að leggja af stað í ótrúlegt ferðalag, undir leiðsögn þriggja óvenjulegra persóna, í gegnum þúsund örsmá augnablik sem færa okkur aftur heim. Skemmtilegur Ratleikur í Hallsteinsgarði á vegum Listasafns Reykjavíkur verður klukkan 1314:30 laugardaginn 22. apríl.

Á Barnamenningarhátíð verður borgin skemmtilegri en aðra daga ársins. Börnin munu setja sitt mark á menningarlíf borgarinnar þessa vikuna. Þeim býðst að fara á fjölbreytta viðburði og sýningar en ekki síður tjá sig um ýmis heimsins málefni af hjartans list. Nú er komið að okkur öllum að njóta og upplifa.

ÆVINTÝRAHÖLL BARNAMENNINGARHÁTÍÐAR Borgarbókasafn Spönginni, Grafarvogi

LAUGARDAGUR

22. APRÍL

10:30 - 11:15

Fjölskyldu jóga

11:00 - 12:00

Japönsk origami smiðja

12:00 - 12:30

Tíst, tíst!... Ćwir, ćwir!... Tweet, tweet!

13:00 - 13:30

Felix Bergsson les úr bókum sínum

13:30 - 14:00

Ys og þys í Grafavogi

Danssýning frá Dansgarðinum

14:00 - 15:00

Húllafjör í Ævintýrahöllinni

15:00 - 16:00

Dans Brynju Péturs

Smiðjur

13:00 - 15:00

Friðarbönd á vinarhönd

12:00 - 14:00

Barmmerkjasmiðja

10:30 - 16:00

Lita og klipp smiðja

Utandyra

11:00 / 12:00 / 13:30 / 14:30 / 15:30

Heimferð - örleikhús

SUNNUDAGUR

23. APRÍL

10:30 -1 1:15

Fjölskyldu jóga

11:00 - 12:00

Blaðrarinn (skráning á staðnum áður en viðburður hefst)

12:00 - 13:00

Blaðrarinn (skráning á staðnum áður en viðburður hefst)

13:00 - 13:30

Arndís Þórarinsdóttir - les úr verkum sínum

13:30 - 14:30

Æskusirkusinn sýnir listir sínar

14:00 - 15:00

Dans Afríka Iceland sýning og fjölskylduafró

15.00 - 16.00

Krakkakarókí

Smiðjur

13:00 - 15:00

Friðarbönd á vinarhönd

12:00 - 14:00

Barmmerkjasmiðja

10:30 - 16:00

Lita og klipp smiðja

Utandyra

11:00 / 12:00 / 13:30 / 14:30 / 15:30

Heimferð - örleikhús

13:00

BMX BRÓS barnamenningarhatid.is

This article is from: