Page 1

<<Nafn>> <<Nafn2>> <<Heimili>> <<Postfang>>

Skátakórinn – opin æfing Opin æfing verður hjá Skátakórnum á þriðjudagskvöld í Hraunbyrgi. Um liðna helgi var kórinn á Akureyri og söng í Glerárkirkju og flutti lög með textum eftir Tryggva Þorsteinsson í tilefni af 100 ára afmæli hans.

Göngum saman, það er gaman

Eldurinn lifir – Vormót Hraunbúa 71. Vormót Hraunbúa verður í Krýsuvík um hvítasunnuhelgina 10.-13. júní nk. Fjölmennum í fjölskyldubúðir! Hittumst hress, hvort heldur er í tjaldi eða við varðeld. Aðalvarðeldur verður laugardagskvöldið 11. júní.

Framundan

Hvernig væri að skella sér í göngu í júní? Við verðum í Skátalundi mánudagana 6., 20. og 27. júní kl. 19. Þeir sem vilja geta mætt og við göngum um í upplandi bæjarins. Gerum eitthvað skemmtilegt og tökum jafnvel börn eða barnabörn með.

• • • • • •

Þriðjudaginn 10. maí Fimmtudaginn 12. maí kl. 20 Mánudaginn 6. júní kl. 19 10.-13. júní 20. júní kl. 19 27. júní kl. 19

Opin æfing hjá Skátakórnum í Hraunbyrgi Fundur í Skátalundi Gönguferð frá Skátalundi kl. 19 Vormót í Krýsuvík Gönguferð frá Skátalundi kl. 19 Gönguferð frá Skátalundi kl. 19

St. Georgsgildið í Hafnarfirði Stofnað 22. maí 1963

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2. tbl.

maí 2011

18. árg.

Konan sem fékk spjót í höfuðið Næsti fundur verður fimmtudaginn 12. maí kl. 20 í Skátalundi

Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, dóttir Lofts Magnússonar skólastjóra, mun koma og kynna bók sína „Konan sem fékk spjót í höfuðið“. flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna. Kristín bjó hjá WoDaaBe fólkinu í Níger í tvö ár. Kristín fékk Fjöruverðlaun, bókmennta­verðlaun kvenna fyrir bók sína í flokki fræði­ bókmennta. Verður fróðlegt að hlusta á Kristínu segja frá þessu.

Þið getið haft samband við félaga í stjórninni ef ykkur vantar far. Farið er frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 19.40.

Nýir félagar

Á síðasta fundi í apríl gengu þrír félagar í gildið. Þau Pétrún Pétursdóttir, Ólafur Proppé og Jóhannes Ágústsson. Er það mikill fengur að fá þau til liðs við okkur. Á fundinum gerðu þau grein fyrir sér og því sem þau hafa gert í skátahreyfingunni. Eftir kaffi sagði Ólafur í stuttu máli frá minjanefnd bandalagsins, en umræður eru í gangi um það hvar eigi að varðveita minjar og muni. Hvað á að vera heima í

héraði og hvað á geymast t.d. á Þjóðskjalasafni. Minjanefnd hefur nú þegar tekið til starfa og er að skoða það sem er til í minjaherbergi Hraunbúa í Hraunbyrgi og mun láta okkur fylgjast með því. Mikið var sungið við undirleik Hreiðars og við sungum m.a. Mér er mál að pissa og lærðum um tilurð textans. Góður fundur í góðu veðri.


Laugardaginn 12. mars var farið í Náttúru­ fræðistofnun Íslands. Um 30 manns mættu í fal­ legu veðri og nutu leiðsagnar Erlings Ólafssonar um stofnunina. Kristjana afmælisbarn dagsins bauð um á heitar kleinur með kaffinu. Guðbjörg gildismeistari afhenti Erling innrammað ljóð eftir Hörð Zóphaníasson. Það hljóðar svona:

Erling Ólafsson, Guðbjörg og Hörður.

Sumarkveðja frá Kvisti Akureyri sumardaginn fyrsta árið 2011. Með þessum texta skátaforingjans Tryggva Þorsteinssonar sem hefði orðið 100 ára 24. apríl næstkomandi, sendum við Gildisskátum, bestu óskir um gleðilegt sumar og megi starfið blómstra á komandi ári. Með skátakveðju, St. Georgsgildið Kvistur á Akureyri.

Munið:

http://stgildi.hraunbuar.is

Til Náttúrufræðistofnunar á Urriðaholti, 12.03, 2011, með þökk fyrir fræðslu og gott veganesti. Af grunni er risið fallegt fræðasetur, fróðleik margan hefur það að geyma. Fróðleiksþyrsta skáta glatt það getur, með gripum merkum, sem þar eiga heima. Hér er gott að koma, skynja og skoða, skilning vekur forvitinna gesta. Hrekur burtu leti, deyfð og doða, djúpa ást á náttúrunni festa. Hér skal ávallt bjart og vítt til veggja, á verði standi landvættir með sóma. Heilladísir einum rómi eggja, að allt hér dafni og standi í fullum blóma. Hérna margur þekking þiggi feginn, en þjóðar menning lýsi fram á veginn. St. Georgsgildið í Hafnarfirði

Útgefandi: St. Georgsgildið í Hafnarfirði • Umsjón og ábm.: Guðbjörg Guðvarðardóttir, eyrarholt@simnet.is • Umbrot og prentun: Hönnunarhúsið ehf.

Heimsókn í Náttúrufræðistofnun

Heiðursfélagi 25. apríl síðastliðinn var Hörður Zóphaníasson áttræður og bauð hann til veislu að Ásvöllum. Allir gestir fengu afhenta ljóðabókina Hugsað í hendingum og áttu góðan dag með Herði og fjölskyldu. Í tilefni dagsins ákvað stjórn gildisins að gera Hörð að heiðursfélaga og það það sama gerði Skátafélagið Hraunbúar. Ávarpaði gildis­ meistari Hörð með þessum orðum: Kæri Hörður. Við félagar þínir í St. Georgs­ gildinu í Hafnarfirði óskum þér innilega til hamingju með 80 ára afmælið og þökkum fyrir vináttuna megnið af þeim tíma. Ásthildur, ættingjar, góðir gestir. Það er bara til einn Hörður Zóphaníasson en samtímis er hann margir menn, skólamaðurinn, fræðimaðurinn, hugsjónamaðurinn, fjöl­ skyldu­ maðurinn, afinn, eiginmaðurinn, ljóðskáldið, söng­ maðurinn, sprelligosinn, skátinn... svona mætti lengi telja. Skátastarfið og St. Georgsgildin á Íslandi eiga Herði margt að þakka. Hann hefur gefið okkur mikið, hann hefur komið að stofnun margra gilda, lagt línur og ýtt úr vör. Hann hefur verið Gildismeistari og Landsgildismeistari auk þess að vera alltaf tilbúinn að leggja gildunum lið. Hann stofnaði Hraunbúasjóðinn í tilefni af 75 ára afmælinu sínu og til minningar um góðan félaga, Rúnar Bryjólfsson. Gegnum sjóðinn hef­ ur hann styrkt fjárhagslega við Skátafélagið Hraun­búa. Hörður er ávallt tilbúinn að kasta fram ljóðum, jafnvel heilu lagabálkunum, jafnt í gríni sem alvöru og við hin ýmsu tækifæri. Það sem er svo sérstakt við mörg ljóða Harðar, er að þau eru samin við þekkt lög og eru okkur svo töm að syngja, að okkur finnst sem þar sé upprunalegi textinn á ferð. Þá er sama hvort um er að ræða hugljúfa rómantík eða glettna og gáskafulla texta. Ég er hrædd um að skátasöngbækurnar þættu í þynnra lagi ef ljóða hans nyti ekki við, hver

kannast ekki við skammstöfunina HZ við allmörg ljóð og skátasöngva? Í Gildinu okkar í Hafnarfirði hefur hann brugð­ið sér í hin ýmsu gervi, t.d. á þjóða­kvöld­ unum okkar sívinsælu er hann sló í gegn sem hljómlistamaðurinn Engilbert Jensen á tromm­ unum, sem austurrísk nunna í alklæðnaði eða brasilískur kjötkveðjufursti á verðlaunavagni. Mér er enn minnisstætt er Hörður birtist í ballett­­búningi ásamt fleiri gildisfélögum og þeir dönsuðu Svanavatnið á einni árshátíð gildisins. Þá er enginn jafnoki hans þegar kemur að virðuleikanum í ræðum og riti, orð hans verða lög og jafnvel andartökin á milli þeirra ógleym­ an­leg þeim sem á hlíða. Ekki er hægt að nefna Hörð án þess að geta Ásthildar, en samlyndari og samstilltari hjón eru vandfundin. Margoft höfum við notið þess að heyra þau flytja gamanmál og þá ekki síður alvar­legs eðlis og oftar en ekki hans eigin skáld­ skap, sem hæft hefur hverju tilefni svo fullkomlega að ekki verður betur gert. Hver annar gæti ort heilu drápurnar um hvarf Ásthildar og Benna í lestinni í Búdapest, nagla­ súpuna sem gleymdist að elda fyrir heilt gildis­ þing og var bjargað snarlega, eða þegar hann flaug á hausinn og andlit hans og gangstéttin tóku upp eldheitt ástarsamband. Enginn, nema þessi öðlingur. Maðurinn virðist hafa endalausan tíma og gjörnýta hverja stund, umvafinn ættingjum stórum og smáum, vinum og félögum úr fjölmörgum hópum. Orðið nei virðist hann aldrei hafa náð að tile­ inka sér í öllum þessum samskiptum. Vona ég sannarlega að hann taki þá ekki upp á því núna og amist við því að við félagarnir í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði biðjum hann að gera okkur þann heiður að verða heiðursfélagi gildisins. Innilegar hamingjuóskir kæri Hörður.

Gildispósturinn 2011 maí - 2. tbl. 18. árg.  

Fréttabréf st. Georgsgildisins í Hafnarfirði

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you