1 minute read

Staða lögreglumanna við embætti lögreglustjórans

Hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra eru lausar til umsóknar Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. mars

Helstu upplýsingar um vinnustaðinn

Advertisement

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra er ríkisstofnun sem heyrir undir dómsmálaráðuneytið. 90/1996 og reglugerð um umdæmi lögreglustjóra nr. 1150/2014. Hjá embættinu starfa rúmlega samskipti, gagnsæi, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, framúrskarandi þjónustu, vilja til samvinnu embættisins þar sem fram koma gildi og markmið embættisins.

Í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru fimm sveitarfélög. Aðalstöð lögreglustjóra er á Sauðárkróki.

Hjá embættinu eru þrjú meginsvið, þ.e. löggæslusvið, rannsóknarsvið og ákærusvið. Umrætt starf er á löggæslusviði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Samkvæmt 11. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006 er verksvið og ábyrgð lögreglumanns m.a. eftirfarandi:

• Löggæslustörf, þar á meðal forvarnarstörf og rannsóknir mála.

• Að halda uppi lögum og reglu í samræmi við lög, reglur og fyrirmæli sem honum eru gefin.

• Að tryggja réttaröryggi borgar anna með störfum sínum og framkomu, greiða götu þeirra eftir því sem við á og aðstoða þegar hætta steðjar að eða slys ber að höndum.

Um verkefni og ábyrgð sem starfsstiginu fylgir fer einnig samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996, öðrum ákvæðum reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006 og nánari fyrirmælum lögreglustjóra.

Hæfniskröfur

Leitað er eftir einstaklingi með eftirfarandi menntun, reynslu og hæfni

Menntun

• Hafa lokið próf frá Lögreglu skóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t starfsnámi á vegum lögreglunnar.

• Aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Reynsla

• Hafa starfað í lögreglu á farsælan hátt og ekki sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta.

Persónulegir eiginleikar/hæfni

• Samskiptafærni og vilji til þess að vinna með fólki, bæði innan og utan lögreglu.

• Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum.

• Frumkvæði og jákvæðni.

Lögreglustjóri áskilur sér að nýta heimild í lögreglulögum til að ráða starfsmann tímabundið í stöðuna sem ekki hefur lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum, að því gefnu að menntaður lögreglumaður sæki ekki um stöðuna og/ eða uppfylli ekki kröfur um hæfni. Fyrir umsækjanda sem ekki hefur tilskilda menntun mun viðkomandi standa til boða að sækja sér hana samhliða starfi, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og eftir nánari samkomulagi um tilhögun þess.

This article is from: