1 minute read

og Bárðardal

Land og saga samtvinnuð

Advertisement

Síðasta daginn var ekið af stað suður og þá ákveðið að fara Kjalveg til baka. Var áð á Hveravöllum og nestið tekið fram þar en þar er minnisvarði um Eyvind og Höllu. Þetta var mjög skemmtileg ferð og hvetjum við fólk sem er í göngum að ganga með heimaleiðsögumönnum því landið er eitt en sagan er annað og þegar hvort tveggja er samtvinnað gefur það umhverfinu nýjar víddir.

Orkan úr óbyggðum

Að lokum vil ég hvetja alla sem eru í krefjandi störfum að hreyfa sig utan dyra og helst þar sem ekki er farsímasamband. Við heyrum af síaukinni kulnun í starfi og það er heillaráð að fara öðru hvoru í óbyggðir eða annað þar sem símar virka ekki, kúpla sig þannig frá daglegu amstri og taka svolítið á líkamlega en koma svo fullhlaðin orku til baka. Fyrir mig hefur þessi lífsstíll veitt mér bestu heilsubót og hvíld í yfir 40 ár. Ég hvet stjórnendur til að hugsa um heilsuna – ekki bara í líkamsræktarstöðvum heldur einnig út í náttúrunni. 

Sjúkraíbúð STF

Sjúkrasjóður STF á íbúð í Lautasmára 5 í Kópavogi sem eingöngu er leigð út vegna veikindatilfella verkstjóra/stjórnanda, maka eða barna (yngri en 18 ára) á hans framfæri. Athugið að framvísa þarf læknisvottorði eða tilvísun frá lækni vegna leigu á íbúðinni.

Íbúðin er vel búin þriggja herbergja á 7. hæð í lyftuhúsi. Á staðnum eru rúmföt, viskustykki, tuskur og ræstivörur þannig að einungis þarf að hafa með sér handklæði þegar dvalið er í íbúðinni. Leiga á hvern sólarhring er 4.000 kr. Þeir félagsmenn sem þurfa á þessari þjónustu að halda geta snúið sér til skrifstofu Samband stjórnendafélaga í síma 553-5040 frá 09:00 – 15:00 virka daga.

This article is from: