Issuu on Google+

SIMBI Í HAFNARBÚÐINNI ÍSLENSK ORÐTÖK OG ORÐALEIKIR


1

SIMBI Í HAFNARBÚÐINNI Á ÍSAFIRÐI


SIMBI ER MEÐ LAUSA SKRÚFU

„Gunther Hermannsson hafði um árabil verið með lausa skrúfu og verið inn og út af geðveikrahælum hér á landi. Skrúfan losnaði fyrir um tuttugu árum og hefur verið laus æ síðan.“ Sá sem hefur lausa skrúfu er eitthvað ruglaður, ekki með öllum mjalla – það er eitthvað bogið við hann eða að honum.

2


SIMBI ER AÐ TÍNA BER

Nú er góður tími til að tína ber. Að búa til sultu og berjasaft er góður siður. Ber eru full af vítamínum.

3


SIMBI GREIP GÆSINA ÞEGAR HÚN GAFST

„Þegar dregur að kosningum þurfa samstarfsflokkar í ríkisstjórn iðulega að draga fram sérstöðu sína. Það gefur stjórnarandstöðu tækifæri til að reka fleyg í samstarfið. Í þessum tilgangi grípa menn oft gæsina þegar hún gefst, hvert sem málefnið er.“ Að grípa gæsina merkir að nýta tækifærið þegar það gefst.

4


SIMBI HELDUR FJÖLSKYLDUNNI UPPI

„Marc Jacobs hélt uppi stuðinu.“ 
 Að halda einhverju uppi hefur blæbrigðaríka merkingu. Það er tengt orðinu uppihald sem táknar fæði og húsnæði. Þannig getur einn borgað uppihald fyrir annan – og það er í þessari merkingu sem Simbi heldur fjölskyldu sinni uppi. Hann borgar fyrir mat og húsnæði. En það merkir einnig að tryggja að eitthvað sé til staðar. Þannig geta menn haldið uppi skemmtun, þjónustu eða hverju öðru sem er.

5


SIMBI ER HISSA Á FJAÐRAFOKINU

„Fjaðrafok vegna kosninga um gríska Icesave“ Fjaðrafok er notað um mikil læti eða óánægju með eitthvað. Ef mikið mál er gert úr einhverju er hægt að segja að þá sé fjaðrafok út af því.

6


NEYÐIN KENNIR NAKTRI KONU AÐ SPINNA

„Neyðin kennir naktri konu að spinna“ er málsháttur en ekki orðtak. Það merkir að orðasamsetningin er ekki almennt notuð breytt eins og „Neyðin kennir nöktum Simba að spinna“ eða í álíka útgáfum. Hljómsveitin Stuðmenn bjó reyndar til sína eigin útgáfu af málsháttinum sem var þannig: „Neyðin kemur naktri konu undir Stinna“ – en Stinni var hinn seinheppni söngvari hljómsveitarinnar í vinsælum gamanmyndum.

7


SIMBI ER MEÐ BEIN Í NEFINU

„Simon Cowell segir Britney vera vonda en með bein í nefinu.“ Að hafa bein í nefinu merkir að maður sé hörkutól og þori þegar aðrir þora ekki – sérstaklega lætur maður ekki vaða yfir sig. Orðtakið kemur væntanlega af því að sumir hafi verið með harðari nef en aðrir í áflogum og þolað höggin betur. En menn eru almennt einmitt ekki með bein í nefinu – heldur brjósk, sem er lint og auðvelt að beygla.

8


SIMBI BORÐAR Á HLAUPUM

„Fyrirsögn þessarar greinar bendir nú tæplega til þess að stórfrétt sé í burðarliðnum því hvenær hafa læknar ekki verið á hlaupum í einhverjum skilningi“ Að vera á hlaupum merkir að vera á hraðferð og hafa lítinn tíma til að sinna því sem maður er að gera. Sá sem borðar á hlaupum borðar afar hratt til að geta haldið áfram því sem hann þarf að gera. Svo eru auðvitað hlauparar sífellt á hlaupum.

9


SIMBI GEFUR FINGURINN

„Flugfreyju hjá rússneska flugfélaginu Aeroflot var gert að taka pokann sinn á dögunum fyrir að hafa gefið flugfarþegum fingurinn.“ Að gefa einhverjum fingurinn er tiltölulega nýtt orðtak sem er meira og minna beinþýtt upp úr ensku. Það merkir einfaldlega að gefa einhverjum dónalegt tákn með löngutönginni.

10


SIMBI SPÁIR Í SPILIN

„Björgvin fer yfir ferilinn og spáir í spilin.“ Bókstaflega merkir það að spá í spilin að nota spilastokk til spádóma. Orðaleikur Simba hér er að vindur eins og þær sem hann stendur á og við kallast einnig spil. Orðtakið sjálft merkir að meta stöðuna.

11


SIMBI VANN SÉR INN MÖRG PRIK

„Þorgerður vann sér inn mörg prik í dag þegar hún stakk upp í trúðinn.“ Að vinna sér inn prik merkir að vekja ánægju einhvers. Það er komið af því að safna stigum en stig eru oft skráð sem strik eða prik.

12


SIMBI MEÐ ÞRJÚ HJÓL UNDIR BÍLNUM

„Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó “ Að hafa þrjú hjól undir bílnum merkir að vera í lamasessi, bilaður eða í vondu ástandi. Það er komið til þannig að bíll hafi misst eitt hjól af fjórum – sem gerir allt miklu erfiðara auðvitað.

13


ÞAÐ HANGIR EITTHVAÐ Á SPÝTUNNI HJÁ SIMBA

„Opinn fyrir hugmyndum Wessmans – vill þó vita hvað hangir á spýtunni“ Að eitthvað hangi á spýtunni merkir að eitthvað hafi einhvern tilgang sem ekki er öllum ljós. Þannig gæti einhver gefið mömmu sinni bíómiða – en það sem hangir á spýtunni er að meðan hún er í bíói ætli hann að halda partí.

14


SIMBI ER UNDIR PRESSU

„Margir telja sig læra best undir pressu. Það er ofast fólkið sem á erfitt með að koma sér að verki og dregast hægt og rólega aftur úr.“ Að vera undir pressu merkir að vera undir álagi eða þrýstingi. Þurfa að gera eitthvað tilneyddur annað hvort vegna ytri áhrifa eða skamms tíma.

15


SIMBI ER Í LAUSU LOFTI

„Biðin er erfið og mér finnst ósanngjarnt að við séum í lausu lofti vegna þessa máls“ Að vera í lausu lofti merkir að vanta fótfestu, vera óöruggur með eitthvað eða bjargarlaus. Að eitthvað sé úr lausu lofti gripið merkir að það eigi sér enga stoð, sé ósatt eða rakalaust.

16


SIMBI ER STÁLSLEGINN

„Ég var slappur í síðustu viku en er stálsleginn núna.“ Að vera stálsleginn merkir að vera afburða hraustur, í eins góðu líkamlegu ástandi og mögulegt er.

17


SPENNAN ER Í HÁMARKI

„Spennan er í hámarki enda aðeins tvær mínútur eftir af leiknum.“

18


SIMBI MÁLAR BÆINN RAUÐAN

„Ég ætla að mála bæinn rauðan í kvöld.“ Að mála bæinn rauðan merkir að skemmta sér vel og láta mikið fyrir sér fara. Að djamma af krafti.

19


SIMBI ER KENNDUR VIÐ HAFNARBÚÐINA

„Hann er alltaf kenndur við pabba sinn.“ Að vera kenndur við einhvern er að vera nefndur eftir honum, Þannig voru bræður á Akureyri alltaf kallaðir Konnarar eftir ættföðurnum sem hét Konráð. Orðaleikurinn hér er að það að vera kenndur getur líka merkt að vera fullur.

20


SIMBI ER MEÐ BROTNA SJÁLFSMYND

„Aðalvandi hennar er brotin sjálfsmynd.“ Að hafa brotna sjálfsmynd er að hafa veika sjálfsmynd, finnast of lítið til manns koma, skortur á sjálfstrausti og neikvætt sjálfsálit.

21


SIMBI FÆRIR ÚT KVÍARNAR

„Það var löngu tímabært að færa út kvíarnar.“ Að færa úr kvíarnar er að bæta við sig, stækka við sig eða fara í meiri umsvif. Bakari færir út kvíarnar ef hann opnar annað bakarí í viðbót við það sem hann á.

22


SIMBI MÁLAR SKRATTANN Á VEGGINN

„Voðalega þarftu alltaf að mála skrattann á vegginn.“ Að mála skrattann á vegginn er að gera of mikið úr því hversu slæmt eitthvað er, horfa á dökku hliðarnar og vera svartsýnn.

23


SIMBI HORFIR YFIR FARINN VEG

„Það er kominn tími til að horfa yfir farinn veg.“ Að horfa yfir farinn veg er að rifja eitthvað upp, hugsa til baka, hugsa um fortíðina.

24


SIMBI LÉT DÆLUNA GANGA

„Hann lét dæluna ganga tímunum saman.“ Að láta dæluna ganga merkir að tala án afláts. Tala mikið og lengi.

25


SIMBI ER MEÐ BANANA Í EYRUNUM

„Ertu með banana í eyrunum?“ Að vera með banana í eyrunum er að heyra ekki það sem til manns er beint. Taka illa eftir.

26


SIMBI ER Á TOPPNUM

„Hann er löngu búinn að toppa sig.“ Að vera á toppnum eða að toppa eitthvað merkir að ná fullnaðarárangri eða ná eftirsóttu marki. Þannig er liðið í fyrsta sæti á toppnum á deildinni og ef allt gengur í haginn fyrir einhverjum má segja að hann sé á toppnum á tilverunni. Að toppa sjálfan sig merkir að gera betur en maður hefur áður getað.

27


SIMBI ER EKKI AF BAKI DOTTINN

„Það hefur allt gengið á afturfótunum en hann er samt ekki af baki dottinn.“ Að vera ekki af baki dottinn merkir að gefast ekki upp þótt móti blási.

28


SIMBI LEGGUR HÖND Á PLÓG

„Vertu til að leggja hönd á plóg.“ Að leggja hönd á plóg merkir að taka þátt í einhverju, sýna dugnað og hjálpa til.

29


SIMBI KLÓRAÐI Í BAKKANN

„Þetta er búið hjá honum en hann er eitthvað að klóra í bakkann.“ Að klóra í bakkann er að reyna að bjarga sér í vonlausri stöðu. Bókstaflega merkir það að vera að drukkna og reyna að komast upp úr án þess að ná gripi á bakkanum og rífa eða klóra í hann án árangurs.

30


SIMBA ER LAUS HÖNDIN

„Henni var alltaf laus höndin og allir voru hræddir við hana.“ Að vera laus höndin er að vera skapstór eða uppstökkur og láta hendur skipta, það er, að beita líkamlegu ofbeldi þegar maður reiðist.

31


SIMBI ER LÁTINN BORGA BRÚSANN

„Það er kominn tími til að þú borgir brúsann.“ Að borga brúsann er að sitja uppi með kostnaðinn af einhverju. Þannig gæti barn brotið rúðu hjá nágrönnunum og foreldrarnir þurft að borga fyrir skemmdirnar. Þá hafa foreldrarnir borgað brúsann.

32


SIMBI ER ÆTTLEIDDUR

„Er skil ekki foreldra mína, ég hlýt að vera ættleidd.“ Að vera ættleiddur er að vera tekinn í fóstur af öðrum en líffræðilegum foreldrum sínum og alast upp með þeim.

33


SIMBI ER Á GRÆNNI GREIN

„Síðan hann byrjaði í nýrri vinnu hefur hann verið á grænni grein.“ Að vera á grænni grein merkir að ganga allt í haginn, ganga vel eða vera á góðum stað í lífinu.

34


SIMBI LEGGUR HENDUR Á STARFSFÓLKIÐ

„Hann lagði aldrei hendur á neinn en var samt ofstopamaður.“ Að leggja hendur á einhvern er að beita ofbeldi, slá eða meiða.

35


SIMBI LAGÐI HÖFUÐIÐ Í BLEYTI

„Ég lagði höfuðið í bleyti og fann lausn.“ Að leggja höfuðið í bleyti er að hugsa stíft um eitthvað og leita lausna á einhverjum vanda eða reyna að átta sig á einhverju.

36


SIMBI FÉKK FLUGU Í HÖFUÐIÐ

„Hann fékk þá flugu í höfuðið að fara að æfa dans.“ Að fá flugu í höfuðið merkir að fá hugmynd, áleitna hugmynd sem maður helst vill hrinda í framkvæmd eða gera eitthvað með.

37


SIMBI ER MEÐ HELLUR FYRIR EYRUNUM

„Ég þoli ekki að fljúga, ég fæ alltaf hellur.“ Hellur fyrir eyrunum er það þegar hljóðhimnan þrýstist inn eða út vegna þrýstingsmunar. Það gerist helst á kafi í vatni eða í mikilli hæð. Þá heyrir maður illa og sumir upplifa sársauka.

38


SIMBI ER HÁTT UPPI

„Ég var rosalega hátt uppi í allan dag.“ Að vera hátt uppi er að vera í einstaklega góðu skapi og miklu stuði. Þó er hægt að vera of kátur og stundum segir maður að einhver sé hátt uppi vegna þess að hann er í oflæti eða maníu, en þá er viðkomandi búinn að missa tökin á skapi sínu og ræður sér ekki fyrir kæti eða orku.

39


SIMBI RAK UPP STÓR AUGU

„Hún rak upp stór augu þegar hún sá nýju klippinguna.“ Að reka upp stór augu er að geta ekki falið undrun sína. Það sést á fólki að það er hissa.

40


ÞAÐ ER MAÐKUR Í MYSUNNI HJÁ SIMBA

„Ég hélt þetta væri pottþétt en svo reyndist maðkur í mysunni.“ Þegar maðkur er í mysunni er einhver leyndur galli við eitthvað, gjarnan þannig að einhver reyndi að fela hann fyrir manni. Eitthvað er ekki eins gott og maður hélt. Orðtakið er skylt því að hafa óhreint mjöl í pokahorninu – en bókstaflega tákna bæði að eitthvað ætilegt sé mengað af einhverju óæti.

41


SIMBI SITUR Í SÚPUNNI

„Nú situr þú í súpunni, góði!“ Að sitja í súpunni er að lenda í vandræðum.

42


SIMBI GENGUR MEÐ GRASIÐ Í SKÓNUM

„Hann gekk lengi með grasið í skónum á eftir henni.“ Að ganga með grasið í skónum á eftir einhverjum merkir að reyna við viðkomandi, sýna áhuga á að stofna til sambands.

43


SIMBI TEYGIR LOPANN

„Hættu að teygja lopann og komdu þér að efninu!“ Að teygja lopann merkir að lengja frásögn úr hófi. Að segja frá einhverju með endalausum útúrdúrum eða í óeðlilega löngu máli – oftast vegna þess að maður er að forðast að koma að kjarna málsins.

44


SIMBI ER BAK VIÐ LÁS OG SLÁ

„Að hann skuli ekki vera kominn bak við lás og slá er ótrúlegt.“ Að vera bak við lás og slá er að vera í fangelsi.

45


SIMBI LEGGUR LÍNUNA

„Það er kominn tími til að einhver leggi línuna í þessu máli.“ Að leggja línuna er að gefa fyrirmæli um hvernig eitthvað skuli vera, taka ákvörðun sem aðrir þurfa svo að fylgja.

46


SIMBI ER EKKI VIÐ EINA FJÖLINA FELLDUR.

„Þetta var ágætis kall en hann var ekki við eina fjölina felldur.“ Að vera ekki við eina fjölina felldur merkir að vera lauslátur, að vera orðaður við marga elskhuga.

47


SIMBI HEFUR Í MÖRG HORN AÐ LÍTA.

„Nýi bæjarstjórinn hefur í mörg horn að líta.“ Að hafa í mörg horn að líta merkir einfaldlega að hafa mikið að gera, þurfa margt að skoða og setja sig inn í mörg mál.

48


SIMBI ER ÚTI Á TÚNI

„Þetta svar sýnir að þú ert úti á túni í þessu máli.“ Að vera úti á túni er að vera ekki með á nótunum. Átta sig ekki á hlutunum eða vita ekkert um það sem maður er að tala um. Hafa fráleita skoðun.

49


ÞAÐ RUNNU Á SIMBA TVÆR GRÍMUR

„Það eru farnar að renna á mig tvær grímur vegna þessa máls.“ Að það renni á mann tvær grímur merkir einfaldlega að maður skipti um svip. Að manni hafi þótt eitthvað skemmtilegt og gleðilegt en nú sé manni hætt að lítast á blikuna. Eitthvað sem átti að vera frábært er líklega fjandi slæmt.

50


SIMBI ER KOMINN Á SKELJARNAR

„Ég skellti mér á skeljarnar og hún sagði: „já““ Sá sem fer á skeljarnar leggst á hnéskeljarnar og biður einhvern að gilftast sér.

51


SIMBI ER Á YSTU NÖF

„Þú ert kominn á ystu nöf með þessa sögu.“ Að vera á ystu nöf merkir bókstaflega að vera á brún einhvers, við það að fara fram af. Sá sem er á ystu nöf er því gjarnan alveg við það að missa eitthvað frá sér, klúðra því eða kominn eins langt og hann getur farið.

52


SIMBI ER ALVEG GRILLAÐUR

„Djöfull ertu grillaður, maður!“ Að vera grillaður er að vera hömlulaus, undarlegur eða skrítinn.

53


SIMBI ELSKAR LÆKIN!

„Ég fékk tvöhundruð læk á færsluna“ Nafnorðið læk og sögnin að læka eru líklega nýjustu landnemarnir í íslenskri tungu. Þau eru komin af fésbókinn og tákna að ljá einhverju samþykki sitt eða velþóknun.

54


SIMBI ER RIFINN UPP Á RASSGATINU

„Það er nú kominn tími til að þú rífir þig upp á rassgatinu og gangir í verkið!“ Að vera rifinn upp á rassgatinu merkir að koma sér að verki, að hætta að tvínóna og tefja. Að einhver sé beittur hörðu þegar hann hefur ekki nennu til að gera eitthvað.

55


2

HVAÐ PASSAR?


Hvaða orðtak passar best?

Question 1 of 13 Eftir að hafa hlustað á skammirnar góða stund sagði hún honum að halda kjafti og sýndi að hún ....

A. ... væri stálsleginn B. ...hefur bein í nefinu C. ...væri rifin upp á rassgatinu D. ... væri á grænni grein

Check Answer


Simbi í Hafnarbúðinni