1 minute read

Hlégarður og menning í Mosó

Um síðustu áramót tók Mosfellsbær við rekstri Hlégarðs.

verkefna á fjármála- og áhættustýringarsviði. Á ársgrundvelli er gert ráð fyrir að um tvö stöðugildi sé að ræða og kostnaðurinn verði 35 milljónir kr.

Advertisement

Það er mat ráðgjafa Strategíu að talsverð tækifæri séu til sparnaðar á aðkeyptri þjónustu sem vegur þá upp á móti þeim kostnaðarauka sem liggur fyrir að felist í breytingunum.

Í fyrsta sinn í Mosfellsbæ er innri endurskoðun nú tilgreind sérstaklega í skipuriti og er það til bóta og í samræmi við nútímalegan rekstur sístækkandi sveitarfélags að þessu eftirliti sé tryggt skýrt hlutverk í skipuriti bæjarins.

Einnig er rétt að minnast á breytingu á fjármálasviði sem nú mun heita fjármál og áhættustýring. Í skýrslu Strategíu er fjallað um mikilvægi þess að bæjarfélagið setji sér skýra stefnu um fjármagnsskipan og áhættustefnu en hvorug er til staðar í dag.

Það er rauður þráður í gegnum skýrsluna að skýra þurfi hlutverk, umboð og ábyrgð stjórnareininga og stjórnenda og er nýja skipuritið fyrsta skrefið í átt að þessu takmarki.

Eins og fram hefur komið þá eru margar umbótatillögur í skýrslunni og nú bíður það verkefni bæjarstjórnar og bæjarstjóra að meta og ákveða hvað af þessum umbótaverkefnum verður ráðist í til að bæta þjónustu bæjarins við íbúa.

Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar

This article is from: