3 minute read

miðbæ Mosfellsbæjar

Gloría kaffihús með meiru hefur opnað í Bjarkarholti 12, beint á móti Bónus, í hjarta bæjarins.

Gloría sérhæfir sig í gæðakaffi, léttum réttum sem gott er að gæða sér á í öll mál og léttri og afslappandi stemningu á kvöldin þar sem gott er að grípa í vínglas og með því.

Advertisement

Um helgar er brunch allan daginn og síðdegis á föstudögum er high tea, ekki amalegt að enda vinnuvikuna á Gloríu.

Lengi hefur verið kallað eftir nútímalegu kaffihúsi í Mosfellsbæ, stað þar sem bæjarbúar geta tyllt sér og tekið því rólega í kósý umhverfi og spjallað um daginn og veginn, þegar líður á sumarið og næsta vetur er ætlunin að hafa þemakvöld í mat og drykk sem vonandi munu fá góðar viðtökur.

Gloría þakkar kærlega fyrir frábærar viðtökur þessa fyrstu daga opnunar og vonast til að eignast stað í hjörtum bæjarbúa í framtíðinni!

Opið er alla daga milli 11 og 22 og er happy hour alla daga milli 16 og 18.

Gefa

út

plötuna Sandkorn sem komin er á streymisveitur

Hjónin Ástrún og Ívar héldu útgáfutónleika

Ástrún Friðbjörnsdóttir, söngkona og lagahöfundur, og Ívar Símonarson gítarleikari, héldu glæsilega útgáfutónleika í Fríkirkjunni í lok maí. Þar spiluðu þau lög af EP plötu sinni Sandkorn.

Platan er komin út á Spotify og öðrum streymisveitum og inniheldur fjögur lög. Lög og textar eru eftir Ástrúnu en Ívar er meðhöfundur í einu lagi auk þess sem hann útsetti þau fyrir gítar. Lögin voru tekin upp í Stúdíó Bambus af Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem spilaði einnig á píanó og hljóðgerfil.

Ástrún hlaut styrk frá Hljóðritasjóði Rannís og Upptökusjóði Stefs til að taka upp tónlistina. Tónlistin er undir áhrifum frá spænskri flamencotónlist og popptónlist. Ástrún hefur áður gefið út tvö lög.

Ívar og Ástrún eru gift og búa í Mosfellsbæ þar sem þau ala upp syni sína tvo.

Opið í ÞverhOlti 5 12-17 mánudaga-föstudaga

Afsláttur fyrir eldri borgara

Næsta blað kemur út: fimmtudagi 6. júlí

Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 3. júlí. mosfellingur@mosfellingur.is

Or Inn

Höfðinglegt framlag Kristins Hannessonar • Hátíðarfundur Lionsklúburinn

100% MJF klúbbur

Á sérstökum hátíðarfundi Lionsklúbbs Mosfellsbæjar þann 25. maí voru 12 félagar í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gerðir að Melvin Jones félögum (MJF).

Við það eru allir félagar klúbbsins Melvin Jones félagar, einn fárra Lionsklúbba á Íslandi.

Það er mikill heiður fyrir Lionsfélaga að vera tilnefndur MJF. Í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar hafa margir félagar þegar öðlast slíka viðurkenningu í gegnum árin en nýverið tók einn klúbbfélagi, Kristinn Hannesson, þá ákvörðun að heiðra alla þá klúbbfélaga sem ekki höfðu þegar hlotið heiðurinn.

Með þessari ákvörðun Kristins varð klúbburinn 100% MJF-klúbbur. Á fundinum var Kristni þakkað fyrir höfðinglegt framlag hans til klúbbsins og Lionshreyfingarinnar í gegnum árin, en hann hefur verið einstaklega örlátur bæði á tíma sinn og fjármuni.

Melvin Jones félagi

MJF viðurkenningin dregur nafn sitt af stofnanda Lionshreyfingarinnar, Melvin Jones, og rétturinn til tilnefningar sem MJF fæst með framlögum í LCIF (Alþjóðahjálparsjóð Lionshreyfingarinnar). LCIF er öflugur hjálparsjóður sem leggur verkefnum lið um allan heim, þ.á m. á Íslandi. Í fyrra veitti sjóðurinn t.a.m. höfðinglegan styrk til Björgunarsveitarinnar Kyndils Mosfellsbæ til kaupa á búnaði sem nýta má við náttúruhamfarir og björgunarstörf.

Sjóðurinn beinir stuðningi sínum jafnframt til sjónverndar, mannúðarmála, ungmenna, sykursýki, krabbameins barna, hungursneyðar og umhverfisverndar.

Styðja nærsamfélagið Lionsklúbbur Mosfellsbæjar var stofnaður 18. mars 1965. Í klúbbnum starfa um 30 félagar sem sameinast í því að vilja leggja samfélagi sínu lið. Á líðandi starfsári hefur klúbburinn úthlutað styrkjum að verðmæti tæplega 1,4 milljónir króna til góðra málefna.

Stærsta fasta fjáröflun klúbbins er án efa árlegt Herrakvöld sem gjarnan er haldið í febrúar.

Á starfsárinu sem er að ljúka var sett af stað tilraunaverkefni í klúbbstarfinu sem kallað hefur verið „Bakhjarlar“. Hugmyndin með verkefninu er að byggja upp hóp velunnara klúbbsins sem gætu hugsað sér að leggja klúbbnum lið við að styðja nærsamfélagið.

Lionsklúbbur Mosfellsbæjar verður 60 ára árið 2025, og var nýverið sett saman afmælisnefnd úr röðum klúbbfélaga sem hefur það verkefni að leggja drög að því með hvaða hætti þeim tímamótum verði fagnað.

Nýtt flokkunarkerfi þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast.

Nú eiga tunnur að hafa borist í tvö fyrstu hverfin (skv. áætlun viku 21 og 22). Dreifing heldur áfram skv. áætlun og fer dreifing fram á þeim dögum sem sorphirða fer fram samkvæmt sorphirðudagatalinu.

8. júní hefst sorphirða skv. nýja flokkunarkerfinu á tveim flokkum, matarleifum og blönduðum úrgangi, hjá þeim sem fengu tunnur afhentar 25. og 26. maí.

30. júní ættu allir íbúar að vera komnir með nýju tunnurnar og því er gert ráð fyrir að hefja sorphirðu samkvæmt nýju sorphirðudagatali fyrir Mosfellsbæ frá þeim tíma.

NÝJA SORPHIRÐUDAGATALIÐ

VERÐUR KYNNT INNAN SKAMMS

Tími milli sorphirðudaga mun lengjast aðeins þar sem tunnurnar eru orðnar fleiri:

Matarleifar á 14 daga fresti

Blandaður úrgangurá 14 daga fresti

Plastumbúðir á 28 daga fresti

Pappír/pappi á 28 daga fresti

Meðfylgjandi kort sýnir dreifingaráætlun:

Vika 21 (21. maí - 27. maí) Tún, Hlíðar og Höfðar

Vika 22 (28. maí – 3. júní) Tangar

Vika 23 (4. júní – 10. júní) Holt og Arnartangi

Vika 24 (11. júní – 17. júní) Krikar, Teigar og Lönd

Vika 25 (18. júní – 24. júní) Leirvogstunguhverfi og dreifbýli

Vika 26 (25. júní – 1. júlí) Helgafellshverfi og Reykjahverfi

Fimmtudaginn 8. júní er komið að síðasta spjallinu af fjórum um nýtt úrgangsflokkunarkerfi. Þar gefst íbúum eins og áður kostur á því að ræða við starfsfólk á umhverfissviði Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúa um allt sem tengist sorphirðunni í Mosfellsbæ.

This article is from: