Page 1

58 |

fimmtudagur 31. Maí 2012

Óheppnin var hins vegar með þeim. Nokkrum dögum eftir að þeir lögðu af stað skall á austan óveður sem hrakti þá langt vestur á bóginn, frá bæði Páskaeyju og ströndum Chile. Owen Chase viðskila við hina tvo. Eftir rúmlega tveggja vikna volk þann 14. janúar reiknaðist Chase til að þeir hefðu aðeins lagt að baki um 900 mílur austur á bóginn frá Hernandezeyju. Miðað við þetta tæki það fimm vikur að ná til Juan Fernandez. Enn voru matar- og vatnsskammtar minnkaðir. Annar maður dó 20. janúar og lík hans var falið hafinu. Sex menn höfðu verið í bát Chase. Nú voru fjórir eftir á lífi. Hið óhugsandi verður valkostur Fjórði maðurinn í bát Owen Chase gaf upp öndina 7. febrúar. Þá voru liðnar rúmar 10 vikur síðan hvalurinn sökkti Essex og um 40 sólarhringar síðan þeir fóru frá Hernandezeyju. Allur matur var á þrotum. Þeir létu líkið liggja yfir nótt en daginn eftir þegar mennirnir ætluðu að kasta því fyrir borð stöðvaði Chase stýrimaður þá. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um nóttina. Þetta lík væri eini maturinn sem þeir hefðu um borð. Enginn andmælti honum. Þeir skáru útlimina af líkinu og tóku úr því hjartað. Sumt kjötið átu þeir hrátt, en steiktu annað á steinhellu sem þeir höfðu tekið með sér til slíkra nota. Annað var skorið niður í þunna strimla sem voru hengdir upp og látnir þorna eins og harðfiskur í sólinni. Þeir voru sjálfir orðnir mannæturnar sem þeir höfðu óttast svo mjög.

Hvalveiðimenn brytja niður spik. Myndin er tekin fyrir einni öld eða svo, nokkrum áratugum eftir að Essex sökk. Ástandið var ekki betra um borð í hinum bátunum sem héldu enn saman eftir storminn. Allur matur hafði klárast um borð í öðrum þeirra 14. janúar. Pollard skipstjóri sem stýrði hinum bátnum lét taka af vistum síns báts og gefa félögunum á hinum bátnum sem var orðinn matarlaus. Þar var þó af mjög litlu að taka. Nokkrum sólarhringum síðar voru báðir bátarnir matarlausir og eftir tvo sólarhringa með slíku ástandi dó einn maður. Lík hans var hlutað sundur og étið af félögum hans. Milli 25. og 28. janúar dóu þrír menn til viðbótar. Líkamar þeirra voru einnig brytjaðir niður og skipt milli bátanna. Sama dag brast á stormur. Pollard skipstjóri og félagar týndu hinum

Óskum eftir makríl Óskum eftir makríl til vinnslu og síld til vinnslu

Frostfiskur ehf í Þorlákshöfn óskar eftir áhugasömum

Frostfiskur ehf í Þorlákshöfn óskar eftir áhugasömum útgerðaraðilumsem semhafa hafa tök tökáá að að veiða veiða makríl makríl,og bæði á útgerðaraðilum síld, og og í önnur veiðarfæri í bein viðskipti. bæðikróka á króka í önnur veiðarfæri í bein viðskipti.

Við höfum höfum sterka Við sterka markaði markaði og og mikla miklafrystigetu. frystigetu.

Upplýsingar veita Upplýsingar veita Steingrímur Steingrímur íí síma síma 8400072 840 0072 og síma8400071 840 0071 og Þorgrímur Þorgrímur íí síma

bátnum sem hvarf með þremur mönnum um borð og sást aldrei meir. Nú var Pollard einn eftir á sínum bát með þremur mönnum. Þann 6. febrúar var allt mannakjöt búið. Allir hugsuðu það sama en enginn þorði að nefna það þar til tveir yngstu mennirnir lögðu það til. Þeir skyldu draga miða um það hverjum af þeim fjórum yrði slátrað til matar svo hinir mættu lifa. Það yrði líka dregið um hver skyldi sjá um aftökuna. Fyrst vildi Pollard skipstjóri ekki heyra á þetta minnst en að lokum féllst hann á þetta. Hann var einn á móti hinum þremur sem voru sammála um að gera þetta og þeir voru allir að deyja úr hungri. Þeir drógu miða úr hatti.

Yngsti maðurinn, Owen Coffin, sem hafði verið léttadrengur um borð í Essex og var náfrændi Pollard skipstjóra, dró miðann sem sagði að honum skyldi slátrað. Hann var aðeins 18 ára. Félagi hans á svipuðum aldri sem hafði fyrst hreyft þessari hugmynd dró hinn miðann sem úthlutaði honum hlutverki slátrarans. Pollard skipstjóri fylltist örvæntingu þegar hann sá hvers konar harmleikur var nú í uppsiglingu. Tveir yngstu mennirnir í björgunarbátunum, báðir vart komnir af unglingsaldri voru nú allt í einu komnir í aðstöðu sem enginn hefði getað ímyndað sér. Hann hrópaði að ef Coffin vildi þá skyldi hann sjálfur taka við hlutskipti hans og verða slátrað hinum til matar. Owen Coffin vildi ekki heyra á það minnst. „Ég sætti mig við þetta alveg eins og þið hefðuð orðið að gera,“ sagði hann. Coffin bað Pollard fyrir skilaboð til móður sinnar ef þeir hinir kæmust lífs af og aftur heim til Nantucket. Síðan bað hann um þögn í nokkur augnablik áður en hann lagði höfuð sitt á borðstokk björgunarbátsins. Félagi hans tók upp skammbyssu og skaut hann í höfuðið. Síðan var líkið brytjað niður og matreitt. Pollard lýsti þessu mörgum árum síðar. „Við vorum fljótir að ganga frá honum og skildum ekkert eftir.“ Þetta bjargaði þó ekki lífi eins þeirra. Hann gaf upp öndina fimm dögum síðar. Þar með voru aðeins tveir menn á lífi um borð í báti Pollard skipstjóra. Loksins björgun Þann 18. febrúar var bátur Owen Chase stýrimanns enn um 300 mílur frá strönd Chile. Þeir vissu það ekki, en þeir voru í raun skammt undan Juan Fernandezeyjum. Þrír menn voru enn á lífi en voru búnir að vera matarlausir í nokkra daga. Þeir voru búnir að borða allt af félaga sínum sem hafði látist 7. febrúar. Skyndilega kom einn þeirra auga á segl. Það sást til þeirra frá skipinu og þeim var bjargað um borð. Þeir voru búnir að vera skipreika í 83 daga og höfðu siglt 4.500 mílur

58b