Page 1

t i r a

m í t t e N

Troðningur

32 tbl. 9. Desember 2012 - ISSN 1670-8776

Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður

Meðal efnis;

Málað með fingrunum The Art Freaks Föll Þjóðsögur Sýning í Carlshütte Vissir þú... List á plexigler Þraut Landmirror Hljóðlist Lýsing Hvað er módernismi?

Forsíðumynd: G R Ludviksson 2012 “Augu jarðar”

ICELANDIC

ART MAGAZINE


Judith Braun

Picasso sagði eitt sinn að öll börn eru fæddir listamenn. Judith Braun sem er listamaður frá New York tileinkar sér þessa lífsspeki. Hún notar fingurnar til að skapa sum verka sinna og þá helst beint á veggi sýningasalanna. Oft eru verkin gríðarstór og þurfa því góðan undirbúning og pælingu. Hún sækir myndefni sitt í náttúruna eða hreint abstrakt. Troðning langaði aðeins að gera þessu skil með nokkrum myndum svona til að sýna lesendum að heimurinn er fullur af áhugaverðum listamönnum sem beita mismunandi aðferðum við að skapa verkin sín.

Myndirnar hér á vinstri síðu og hér fyrir neðan eru frá sýningu í Carlsrutte sem fjallað er um hér í blaðinu. Á meðan á sýningunni stóð var sýningunni breitt með ljósum. Lituð ljós vorur sett upp og verkin og sýningin fékk á sig annan blæ og nálgun. Í blaðinu er einnig aðeins fjallað um hvernig ljós eru notuð í borgum.


PLEXIGLASS


PLEXIGLASS

Sem betur fer lætur myndlistin sig varða öll efni sem mannskepnunni tekst að búa til . Eitt af þeim er plexigler sem er gerfiefni og búið til fyrst á tilraunastofu. Efnið er sterkt og fæst í öllum litum og gegnsætt. Myndlistin lét ekki sitt eftir liggja þegar þetta undra efni kom á markað og náði mikilli útbreiðslu og notkun. Myndlistamenn um allt fundu margvíslegar útfærsluleiði til að nota það. Segja má að sumu leiti hafi plexíglerið komið í stað strigans en var líka viðbót við efnisnotkun í skúlptúrgerð. Hér eru myndir af nokkrum verkum sem falla undir plexígler í myndlist.


Olaf Breuning: The Art Freaks

Olaf Breuning: The Art Freaks

Listamaðurinn Olaf Breuning flokkar verkin sín undir “fríklist”. Fríklist hefur ekki náð bólfestu á Íslandi. En hún gengur út á það að nota líkamann m.a sem nokkurskonar striga. Hún sækir einnig list í list og endurgerir list að list. Í síðustu sýningu voru t.d þessi verk eingöngu sýnd sem stórar ljósmyndir. Áhorfandinn sá í raun ekki verkin sjálf. Segja má því að verkin eru af þrennum toga; af list, í list að ljósmynd sem síðan getur flokkast undir list með framsetningu. Í sjálfu sér segir orðið “fríklist” svolítið um listformið. Gerir það eftilvill eilítið hallærislegt við fyrstu sýn. En þannig er líka oft um listform þegar þau koma fram. Þau þykja undarleg og jafnvel móðgun við ríkjandi viðhorf og stefnur. Það er ekkert óþekkt að líkamin hafi verið notaður til listsköpunnar á má þar nefna Yves Klein. En það var gert með allt öðrum formerkjum en það sem nefnt er í dag Art freaks.


Olaf Breuning: The Art Freaks


Fall

Úr ljósmyndasafni GRL


Fall


Hljóðlist

Það kann að hlóma undarlega hjá þeim sem ekki þekkja heim myndlistarinnar að hljóð hverskonar geti verið “myndlist” ? En þannig er það nú og oft mikilfengleg og falleg verk sem þannig eru sýnd. Myndlistarmenn um allan heim vinna mikið með hljóðmiðilinn á margvíslegan hátt. Sennilega er myndlistamaðurinn Íslenski, Finnbogi Pétursson þekktastur allra hér á landi og án efa brautryðjandi í þessu myndlistarformi. Troðningur leyfir sér að vitna hér í viðtal um og við Finnboga; “Finnbogi Pétursson er í fremstu röð íslenskra myndlistarmanna, hann hefur sýnt verk sín vítt og breitt um heiminn og m.a. tekið þátt í sýningum í Þýskalandi. Finnbogi fæddist í Reykjavík 1959 og býr þar, ég lagði leið mína heim til Finnboga og átti við hann samtal um list hans. Fyrst spurði ég hann hvernig áhugi hans á listum


Getur þú raðað

Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar? Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í frímínútunum og hún mátti ekki fara út fyrr en henni hefði tekist að raða peningunum þannig að hægt væri að mynda úr þeim að lágmarki 9 raðir með 3 peningum í hverri. Raðirnar geta verið lóðréttar, láréttar eða á ská og hver röð myndar línu. Vilborgu tókst að leysa verkefnið á stuttum tíma, reyndar tókst henni að bæta um betur og hún raðaði þeim upp þannig að hægt var að mynda úr þeim 10 raðir með 3 peningum í hverri. Hvernig fór hún að því? Lausnin er á síðu 26

Frh. Hljóðlist

hefði kviknað. Áhugi minn á listum hefur alla tíð verið til staðar, ég hafði gaman af að teikna sem barn og þótti liðtækur á því sviði og sjálfsagt átti það sinn þátt í því að leið mín á í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Reykjavík, enda fór ég upphaflega þangað til náms í þeim tilgangi að læra grafík. Á þeim tíma voru tveir þekktir listamenn við skólann og höfðu mikil áhrif með kennslu sinni, það voru þeir Dieter Roth (f. 1930) og Hermann Nitsch (f. 1938). Báðir höfðu áhrif á mig og sýndu mér fram á að listin snýst um meira en teikningu. Hvað höfðaði sérstaklega til þín í list Roths og Nitzsch? Það var m.a. krafturinn í list þeirra, einnig tilviljunin í sköpuninni (Spontanäitätið), engar markalínur eru dregnar, listinni eru engin takmörk sett, möguleikar hennar eru ótakmarkaðir. Þótt ég væri ekki nemandi hjá Roth hafði hann mikil áhrif á nemendur skólans almennt, einnig Hermann Nitzsch sem fór með hóp nemenda úr skólanum til Þýskalands árið 1980 að mig minnir. Það munaði hársbreidd að ég kæmist í þá ferð en hún var lærdómsrík fyrir hópinn og reynslan skilaði sér til annarra. Nýlega kom ég í vinnustofu Roths í Basel og endurupplifði þá þessa tíma: notagildi hlutanna er umbreytt, allt fær nýja merkingu og er þaulhugsað. Lesið meir af Finnboga og list hans; http://www.finnbogi.com/images/text/ Hljodmynd%20af%20nuinu.html

Fyrir löngu síðan var hafin framleiðsla á ljósastaurum sem nota einvörðungu sólarrafhlöður. Heilu hverfin og bæir hafa tekið upp þennan orkusparandi og umhverfisvæna máta í sína þjónustu.


Þjóðsögur - Helgiisögur BRYTINN Í

SKÁLHOLTI

Eitt sinn var biskup nokkur í Skálaholti sem mjög var harður við bryta sína og ónærgætinn. Var það því bæði að þeir undu illa hjá honum og fóru með ósæmd burtu. Vóru þeir nokkrir sem báðu biskupi ills fyrir hörku sína og báðu fjandann koma til hans í sinn stað, og þar að kom að biskup vantaði bryta og varð ráðfátt um. Kom þá maður til hans, roskinligur, rauðhær og riðvaxinn, og bauð honum þjónkun sína og að verða bryti hans. Biskup þiggur þetta því fúslegar sem hann var vandara viðkominn og maður þessi áskildi ekkert um kaupgjaldið og kvað slíkt mætti bíða þess að hann færi burt frá honum. Ekki gjörði hann biskupi neina grein ættar sinnar og uppruna eða hvaðan hann væri að kominn; kvað hann það engu varða; hitt væri á að líta hvernig hann reyndist, og tekur hann nú við búsforráðum og farnast það svo að biskupi líkar vel og er nú kyrrt nokkra stund. Gamall bóndi var í sókninni, málkunnugur biskupi og fær í forneskju, og varð brátt mjög stirt millum bónda þessa og bryta. Einu sinni kemur bóndi að máli við biskup og kveðst ugga að bryti hans muni ekki verða honum nein heillaþúfa að lokum. Spyr hann biskup því hann vandi ekki um það við hann að hann komi aldrei í kirkju fyrr en eftir guðspjall og fari jafnan úr kirkju áður blessað sé yfir söfnuðinn. Biskup kveðst ei hafa að slíku hugað, og sem honum reynist það karlinn mælti gjörir hann bryta áminningu um það, en bryti bregst reiður við og mælir að svo hafi hann mörgu að sinna að sér henti ekki að vera lengi í kirkju, og meini hann sér að ráða sjálfum kirkjusetum mum hann á burt fara. Við þetta lætur biskup slævast og er nú bryti hjá honum í sex ár að ekki ber til tíðinda annað en það að hann var þá hverjum manni hvumleiður orðinn nema biskupi einum; og hélt þó við að biskupi ægði ójafnaður hans.

Á páskadagsnótt um lágnætti kemur gamli bóndinn hver áður ræddi við biskup um brytann heim að Skálholti; fer hann hljóðlega undir kirkjugarðinn. Sér hann að þrír menn eru í kringum kirkjuna og er bryti einn þeirra. Hann sér þeir eru að slá böndum og sigum um og yfir kirkjuna og hefur bryti alla forsögn þess, og þykist bóndi vita að hinir tveir séu þjónar hans. Báðir vóru þeir ljótir og illmannligir. Og sem þeir höfðu vafið böndum kirkjuna sem þeim líkar heyrir hann að bryti segir þeim að á morgun þegar hann komi út úr kirkjunni skuli þeir vera sinn við hverja hlið hennar og taka í sigin, en hann ætli að vera við dyrnar og halda þar í bandið, og muni þeir þá fá sökkt kirkjunni með öllum sem í henni eru. Þegar bóndi hefur séð viðurbúnað þennan og orðið áskynja um illa ráðgjörð þeirra dregur hann sig burt frá garðinum og fær komist í staðinn og þar inn sem biskup hvíldi; vekur hann biskup og segir hvar komið var. Biskupi var ósvipt við, en bóndi kvað nú ekki ráðleysi duga, nú skuli hann vaka það eftir sé nætur og búa sig undir að fara sjálfur í stólinn og draga þá ekki af. “En ég,” mælti bóndi, “ætla að sitja í krókbekknum og ef svo fer að bryta verði nokkur töf að mér þegar hann ætlar út þá skuluð þér gæta þess að hefja strax upp blessanina á stólnum, og mun þá duga með guðs hjálp.” Biskup gjörir nú sem bóndi gaf ráð til og er að því kemur að samhringt er til messu gengur bóndi að kirkjunni, tekur vasakníf sinn og ristir hér og hvar krossstrik á kirkjuna. Enginn sá hvað hann gjörði með það nema sjálfur hann; var hann að skera böndin sem bryti fléttaði um hana um nóttina. Biskup fór í stólinn og bryti kom í kirkju að loknu guðspjalli; var hann gustmikill og ófrýnn og brá honum þó enn meir er hann sá og heyrði að biskup var í stólnum. Þetta sér biskup og herðir nú ræðu sína eftir því sem andinn gaf honum út að tala. Ekkert mannsbarn var í kirkjunni


Þjóðsögur - Helgisögur sem ekki táraðist við ræðu hans, en bryti varð ýmist fölur sem nár eða svartur sem sót og er á ræðuna leið stekkur hann upp og ætlar út. Bóndi stendur á fætur og þokar sér fyrir hurðina, segir honum liggi ekki á og skuli hann nú í hátíðar nafni bíða eftir blessaninni. Bryti æstist við og ætlar að ryðja bónda frá hurðinni, en þess var ekki kostur. Biskup sér nú hvar komið er og fer að blessa með upplyftum höndum; fór bryti þá að síga niður í gólfið en bóndi hafði í barmi sínum Davíðs saltara, tekur hann og slær á haus honum. Var það jafnsnemma að biskup lauk blessaninni á stólnum og haus bryta hvarf undan saltarahöggum karlsins niður í gólfið. Hóf biskup þá fagra þakklætisræðu fyrir svo augljóst frelsi sitt og safnaðarins af vígvélum og umsátrum hins vonda, og síðan varð hann besti maður við bryta sína. NIÐURSETUKERLINGIN

“Mikill ágætismaður ertu,” segir kerling, “ég vil fegin fara til þín, en ég á svo bágt að ég get ekkert gengið.” “Það gjörir ekkert,” segir hann, “því það er hægt að halda á þér á bakinu.” “Mikill dánumaður er þetta,” segir hún, “og mikill kraftamaður má hann vera, en svo er mál með vexti,” bætir hún við, “að ég get ekkert farið nema því aðeins að ég hafi með mér koppinn minn, hann má ég ekki missa.” “Það er nú hægast,” segir hann, “að halda á honum í hendinni.” Það verður svo úr að komumaður laumast úr bænum svo enginn veit með kerlingu á bakinu og koppinn í hendinni. Hann gengur vel og lengi; kuldi var mikill og spyr nú kerling hvort hann sé nú ekki senn kominn heim. “Nú er ég senn kominn,” segir hann.

Það var einu sinni kerling á bæ; hún var þar niðurseta. Var hún svo óánægð með þenna samastað að hún gat ekki annað en verið að útmála það með sjálfri sér hvað vondur hann væri. Eitt kvöld ber svo til að kerling er ein í bænum, en allt fólk úti að gegna skepnum. Þetta var um vetrartíð og var frost mikið. Þegar nú kerling er að mögla með sjálfri sér kemur til hennar maður mikill vexti.

Ennþá gengur hann langan veg yfir holt og hæðir og spyr kerling hann í annað sinn hvort hann sé ekki senn kominn heim.

“Mikið áttu bágt kerlingartetur,” segir hann.

En í því hún mælti þessi orð sér hún að jörðin opnast og að maðurinn sem bar hana sekkur þar í jörð niður, en hún situr á þessum ógurlega gjáarbarmi og sér hann sökkva með koppinn í hendinni.

“Það verður ekki sagt frá því eins og það er,” segir hún; “hér eru allir vondir við mig, ég fæ lítið og vont að éta, mér er alltaf kalt og alltaf er ég lasin,” segir kerling. “Þetta er ljótt að heyra,” segir komumaður, “og vildi ég geta bætt úr mæðu þinni. Ég vil nú bjóða þér að fara til mín,” segir hann, “því ég aumkast yfir þig, en óvíða muntu fá betri samastað en þann sem hjá mér er ef þú vilt til mín fara.”

“Mjög er nú stutt eftir,” segir hann. Nú kólnar kerlingu svo hún sér ei annað fyrir en að hún muni deyja úr kulda, kallar hárri röddu og biður guð að bjarga sér úr þessum kvölum.

Þá kallar hún upp og mælti: “Og bölvaður, og fór með koppinn minn.” Það er sagt að kerling kæmist til bæjar er þar var skammt frá og segði þar frá óförum sínum.


Borgir lýstar upp...

Ljós hafa í auknu mæli skipað meiri sess í að gera borgir og byggingar sýnilegar og magnaðri þegar tekur að dimma. Í fyrstu sá myndlistarmenn þennan möguleika mjög snemma enda lýsing eitt af mikilvægustu elimentum hins sjónræna fyrir hverskonar sýningar. Vond lýsing í sýningarsölum þykir óaðlaðandi fyrir myndlistarmenn hversu góð sem verkin kunna að vera. Í seinni tíð hefur tæknin og framleiðslan síðan séð sér hag í að gera ljós og ljósabúnað þannig að allir geta lýst upp á “ undraverðan hátt “ - “ listrænan “. Meir að segja er hægt að mennta sig sérstaklega til þess að gerast “ ljósa listamaður “. Í sumum listahákólum er búið að koma á sérstökum deildum sem sérhæfa sig í þessum miðli. Með meiri tækni og fullkomnari tölvustýringu á ljósum verður þetta flóknara og flóknara og krefst því frekari menntunar. Hvort hægt er að setja megnið af þessu undir hatt listarinnar er svo annar handleggur. En eitt er víst að almenningur kann að meta þetta og hefur gaman af. Einnig er með þessu hægt að setja hluti/byggingar/ staði í sviðsljósið í fullkominni merkingu og draga athygli og jafnvel fegurð fram hjá fólki. Það er löngum þekkt hér á Íslandi að setja upp marglituð ljós yfir jólahátíðina. Flestir eru sammála um að það veiti meiri ánægju og lyfti upp skammdeginu. Eflaust mætti gera meir af þessu og þá á öðruvísi hátt fyrir hvern tíma fyrir sig ?


Landmirror- ný verk

Landmirror eða spegilmynd af landi er ný syrpa af málverkum ( 123 cm X 137 cm ), sem GRL hefur unnið að fyrir sýningar sem fram fara á næsta ári ( 2013 ). Segja má að verkin séu óður til landsins okkar - séð ofan frá. Á vissum árstíðum skartar landið sínum fallegustu litum þar sem litasamspil náttúrunnar verður


Landmirror- ný verk

ægifagurt í hrikalegu landslaginu. Verkin eru unnin með blandaðri tækni sem svo er kallað venjulega. Fyrirhuguð er forsýning á þessum verkum í janúar 2013 í Keflavík áður en þeim verður pakkað inn og send erlendis til sýningar.


Carlshütte Í C arl s hütte í Þýska la ndi er ha ld in á rl e g a mi k il menningarveisla , þa r s e m al l t þ að besta í myndlist kem ur s a man. Svæði ð er gríða rstórt bæð i in n a nd yra s e m og u tand yra. R ýmin sum eru fe ik i s tó r o g s um minni. Hátt er til lo f ts o g ví tt ti l veggja. Á sý ni ng u na mæta hundruð

þús undir m anna á m e ð a n hún s t en d u r y fir. Þ a r na fá lis t a m e nn e innig t æ k ifær i á a ð k y nna s t ná na r þv í m a r gir fy r i r l est ra r og fræ ðs la fe r j a fnfra m t fram . Ve it t e r u ve r ðla un og v iður ke nningar fy r ir ve r k s e m þ y k j a s k a ra fra m úr. Sé r s t ök dóm ne fnd er


Carlshütte s k ip u ð fyri r hvert á r og e in n ig fá g e s ti r a ð ta ka þá tt í vali. Þ e s s i s ýn i ng avi ð burður er einn sá a ll ra s tæ rs ti s e m fra m f er í Evrópu á r hve r t og g e fu r listunnendum yf irgrip á þ v í h el s ta s e m verið er a ð gera í lis tk ö pu n n útí mans.

Vissir þú... Vissir þú ... Karlmenn eru líklegastir til að segja ósatt um aldur, hæð og innkomu. Helstu atriði sem konum mislíkar við karlmenn sem þær hitta eru: vond líkamslykt, hár í nösum eða eyrum, ljótar tennur, búkhljóð, sjúskaðar neglur, andfýla og “karla brjóst”. Konur framkvæma eða hafa áhrif á 85% allra kaupa sem gerð eru. Konur taka ákvörðun um 68% af öllum bílakaupum Í Bandaríkjunum eru það konur sem stjórna um 60% af auðæfum einstaklinga. Talið er að um 17% skilnaða sé vegna framhjáhalds. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að svipaður fjöldi karla og kvenna hafa haldið framhjá maka sínum. Um er að ræða 45-55% einstaklinga að meðaltali Óánægja með kynlíf með makanum er algengasta ástæðan sem fólk veitir sem útskýringu á framhjáhaldinu. Önnur ástæða er skortur á tilfinningalegum tengslum við makann. 34% kvenna sem héldu framhjá sögðust vera hamingjusamar með hjónabandið. 56% karla sem héldu framhjá sögðust vera hamingjusamir í hjónabandinu. Rannsókn sem gerð var af Playboy, komast að því að konur eru líklegri en karlar to “talk dirty” meðan á kynlífi stendur. 90% kvenna og 75% karla þvo sér um hendurnar eftir að hafa notað almenningssalerni. 70% karla og 57% kvenna fara í sturtu daglega.


Hvað er módernismi? Módernismi vísar til nútímans og þess sem er nútímalegt og gæti útlagst á íslensku sem “nútímahyggja”. Hefð hefur þó skapast fyrir notkun hins alþjóðlega heitis. Með módernisma er oft átt við stefnu eða tímabil í listum sem nær frá seinni hluta nítjándu aldar til miðbiks eða seinnihluta þeirrar tuttugustu. Módernismi var einnig áhrifamikill á tuttugustu öld á öðrum sviðum vestrænnar menningar, svo sem í stjórnmálum, hugvísindum og hönnun. Eins er módernismi notaður til þess að lýsa ákveðnu menningarástandi, tíðaranda og afstöðu manna til tíma og framþróunar. Í umræðu um póst-módernisma eða “síð-módernisma” hefur módernismi fengið á sig eins konar andstæða eða neikvæða merkingu og er þá stundum skilinn sem flest það sem póst-módernismi er ekki. Slík beiting andstæðna og einföldunar við útskýringu á framþróun er í eðli sínu mjög í anda módernisma en hún einfaldar þó um of hina flóknu og oft ólíku strauma sem felast í módernismanum. Módernismi er margbrotið hugtak og alls ekki einfalt að skilgreina en þó má segja að módernismi sé fyrst og fremst viðbragð við


nútímanum og tilraun til þess að skilja og útskýra nútímann á forsendum hans sjálfs. Sem stefna í listum þá er módernismi samheiti yfir breytingar og margþætta þróun í listsköpun, til dæmis í myndlist, tónlist, byggingarlist, leiklist og bókmenntum, sem átti sér stað á tímabilinu frá um 1860 til 1970. Í Evrópu voru árin eftir fyrri heimsstyrjöldina sérlega frjósöm og á Íslandi varð módernismi áberandi í ljóðagerð um 1950. Í byggingarlist einkenndist módernismi af tilraunum til að losna undan kreddum fortíðar og vísunum til byggingarsögunnar. Beinar línur, einfaldir fletir og flöt þök urðu áberandi og blokkaþyrpingar og háhýsi úr gleri og stáli eru stundum sögð einkenna þetta tímabil. Fjöldaframleiddar vörur og sjálfvirkar vélar eru mikilvægar í fagurfæði módernismans og í hönnun er mikil áhersla lögð á einfaldleika, notagildi og hagkvæmni. Módernískur byggingarstíll. Módernisminn lýsir sér í ákveðnu uppgjöri við form og hefðir fortíðarinnar og tilrauna til að höndla hinn margræða og brotakennda nútíma með nýjum aðferðum og hugmyndum. Þannig býr módernismi að arfleifð endurreisnarinnar og upplýsingastefnunnar með trú á mátt skynseminnar til þess

að leysa vandamál mannkyns. Margt í heimsmynd módernismans felur í sér trú á útópíur eða fyrirmyndarríki þar sem öllu verður svo haganlega fyrir komið að enginn þarf að líða skort. Eins eru vonir bundnar við vélar, vélvirkni og framleiðni og myndhverfingin um samfélag sem vél er ríkjandi stef í módernisma. Á sama tíma er módernisminn viðbragð við upplausn samfélagsins, eins og hún blasir við í tengslaleysi nútímafólks í iðnaðar- og stórborgum. Mannvonska og heimsstríð, háð með sömu vélunum og áttu að frelsa fólk undan oki hungurs og áþjánar, leiða til brostinna vona um framtíðina. Skipbrot fyrirmyndarríkja orsaka einnig vantrú á getu mannsins til þess að leysa nokkurn tíma sín stærstu vandamál. Þannig er í módernismanum nokkur spenna því á sama tíma og hann er breytiafl til þess að losna.


m í t t e N

t i r a

Troðningur M L enning &

ist

ICELANDIC

ART MAGAZINE

Trodningur 32 tbl  

Trodningur 32 tbl. Free on line Art Magazine by Ludviksson.