Page 1

28 tbl. Mars 2012 - ISSN 1670-8776 Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður

ICELANDIC


Neðansjávar veitingahús og hótel.

Hvernig litist þér á að gista neðansjávar á lúxus hóteli með veitingastað einnig neðansjávar. Með útsýni eins og kafari umlukin syndandi fiskum ? Fyrir fimm árum var opnað þannig hótel og veitingahús á Conrad Maldives Rangali Island. Veitingahúsið tekur aðeins 12 manns í sæti og er það á 16 feta dýpi. Herbergin eru lúxus tveggja manna herbergi. Allt um kring er einn lúxus. Heitar laugar, nuddstofur, og hvaðeina sem buddan getur leyft þeim sem sækja þennan stað. Gríðar falleg kóralrif eru allt um kring og hvítar strendur til að sóla sig um.

Ekki er getið um verð fyrir herlegheitin en þau eru áræðanlega viðráðanleg fyrir alla þá sem kosið hafa að eiga reikninga á álandseyjum hér og þar um heiminn. Það kæmi Troðningi ekkert á óvart að Íslensk nöfn væru skráð þarna í gestabók. Kanski er hér einn möguleiki fyrir djarfa og áræðna fjárfesta, hvort sem þeir koma frá Kína eða af austurlandi, að reysa eitt eða fleyri svona hótel hér á Íslandi. Hvalfjörðurinn yrði örugglega ákjósanlegur staður fyrir svona lúxus hótel.


Neðansjávar veitingahús og hótel.


Jason Lee

Ef til væru verðlaun hjá ljósmyndurum sem veitt væru fyrir “mest skapandi faðir“ , er ég viss um að Jason Lee fengi þau. Jason Lee er ljósmyndari sem stundar brúðamyndatöku sem aðal vinnu en í hjáverkum leikur hann við dætur sínar og skapar með þeim heim sem þau öll hafa gaman af, og ekki síður þeir sem fá svo að sjá afraksturinn á ljósmyndum. Undirrituðum fynnst ljósmyndir hans allt eins geta tengst málaranum Réne Magritte. Einhvestaðar á milli þess að vera hugmyndaleg og súrriallísk. Allavega eru mörg uppátækin bráð skemmtileg og skín frá þeim gleði og mikil ánægja. Dæturnar greinilega hafa gaman af uppátækjunum og leika hlutverkin af allgjörri snild. Það magnaða er að flestar hugmyndirnar koma beint frá dætrunum þegar Jason er að leika með þeim.


Jason Lee


Málverk í 3D


Málverk í 3D

Shintaro Ohata er Japanskur ungur listamaður sem blandar saman 2D og 3D í verk sín. Öll verk hans eru með mikilli lýsingu í sér og með vissa dulúð, allt að því að vera rómantísk. Hann styðst við borgarljósin sjálf í verkunum. Einkennandi eru svo “brúðurnar” eða fígúrurnar fyrir fram verkin sem eru jafnframt hluti af verkinu sem fyrir aftan er. Shintaro hefur vakið all verulega athyggli fyrir verkin og sýnt þau all víða síðustu árin. Hann sló fyrst í gegn á sýningunni International 101 Tokyo Art Fair in 2008.


Alexandre Orion - Graffiti listamaður Troðningi langar að kynna ungan graffiti listamann sem fæddur er í Brasilíu annað hvort 1978 eða 1979. Takið eftir að ekki er vitað nákvæmlega um fæðingar ár og alls ekki hver mánaðardagurinn er. Þetta ku vera all algengt þar um slóðir. En hér kynnum við verk eftir Alexandre Orion sem er bæði ljósmyndari og graffiti listamaður. Hann vakti fyrst verulega athygli í listheiminum er hann hélt sýningu er hann kallaði “Metabiotics” . En hann vinnur með ljósmynd og graffiti , þ.a.e.s hann tekur ljósmyndir fyrst , ( bíður eftir réttu augnabliki) vinnur síðan grafitið á þann stað sem ljósmyndin var tekin og blandar svo ljósmyndunum saman. Alexandre Orion hefur haldið nokkrar stórar sýningar í helstu borgum Bandaríkjanna. Í dag starfar hann eingöngu að sinni list. Þess má geta að hann byrjaði þegar hann var 14 ára í graffíti listinni. Í seinni verkum hefur hann mest beint sjónum sínum að almennings stöðum og verið beittur oft í ádeilur á samfélagsþætti á hverjum stað fyrir sig. Hann leikur sér einnig að því í verkum sínum að spila á hið raunverulega og hið óraunverulega. Eins og sést hér á myndum notar Alexandre eingöngu svarta liti og verkið tengjast ætíð sterkt umhverfi sínu. Að þessuleiti hefur hann sérstöðu innan graffiti heimsins. Hann notar ekki texta eða letur í verk sín. Þau eru ávalt myndræn, hrein og oftar en ekki með einhvern kaldan húmor / brosleg.


Alexandre Orion


Kumi Yamashita - Skuggalist

Ljós og skuggi er hluti af heimi myndlistarinnar. T.d má segja að raunsæis málverk byggist fyrst og fremst upp á þeim leyndardómi, sem býr til fjarvíddina á tvívíðum fleti ( Sjónhverfing ). Til eru myndlistarmenn sem kosið hafa að vinna eingöngu með skuggamyndir í verkum sínum. Þessi aðferð er aldargömul og liggur samsíða með t.d gömlum leikhúsverkum sem eingöngu notuðu skuggamyndir í verkum sínum. Kumi Yamashita er ein meðal þessa hóps. Hún notar í verkum sínum mest járn og tré til að framkalla skuggaverur á veggi og eða í rými. Mest er um mannsmyndir svona rétt eins og einhver sé að ganga hjá eða sé þarna á staðnum og skuggi að viðkomandi beri þar við. Án ljóssins væru engar skuggamyndir til, þannig er heimurinn í raun allur. Galdurinn felst því í að “fela” eða gera hlutinn sem skuggan myndar þannig að áhorfandinn verði ekki var við hann. Áhorfandinn upplifir þannig ekki báða hlutina í senn,enda yrðu verkin þannig máttlaus. Í sumum verkanna ( sjá mynd 3 ) er aftur á móti hlutum stillt þannig inn að þeir mynda skugga af verki sem “ ekki myndar skugga “.

1.

2.

Frá því að Kumi Yamashita var barn hefur hún teiknað myndir af skuggum sem hún sá í umhvefi sínu. Að endingu leiddi sá ferill hana inn í þennan “ skuggaheim “, þ.a.e. að vinna með skugga sem sjálfstæð verk í rými. Skuggar hafa fylgt mannkyninu frá allri tíð og tengst að mestu óttanum. Til eru ótal sögur, myndir, kvikmyndir og frásagnir þar sem skugginn leikur aðalhlutverk og oftast á óttablandinn hátt.

3.


Kumi Yamashita

Troðningur lætur hér fylgja með þekkt Íslenskt ljóð um skuggann.

Skugginn Ég á lítinn, skrítinn skugga, skömmin er svo líkur mér, hleypur með mér úti og inni, alla króka, sem ég fer. Allan daginn lappaléttur leikur hann sér kringum mig. Eins og ég hann er á kvöldin uppgefin og hvílir sig. Það er skrítið, ha, ha, ha, ha! hvað hann getur stækkað skjótt, ekkert svipað öðrum börnum, engin krakki vax svo fljótt. Stundum eins og hugur hraður hann í tröll sér getur breytt. Stundum dregst hann saman,saman, svo hann verður ekki neitt.

Sigurður Júlíus Jóhannesson.

Verk eftir Guðmund R Lúðvíksson frá 2009 “ Beond the shadow “


Heimilislaus...

Er það svona heimur sem við viljum hafa það ?


Heimilislaus...

Hvers vegna gerum við þá ekkert til að breyta honum ?


Þjóðsögur af Reykjanesinu TÝNDI SJÁLFSKEIÐINGURINN Áður fyrr voru þorkshausar hertir og hafðir til heimilisins, eða seldir sveitabændum til átu. Var það oft á haustkvöldum að vinnufólkið sat á rúmum sínum að rífa þorskhausa áður en ljós voru kveikt og sest að vinnu. Eitt kvöld um haust var vinnufólkið í Kotvogi sem oftar að rífa þorskhausa. Sat vinnukona að nafni Valgerður á rúmi sínu og var sem aðrir að rífa haus með sjálfskeiðingi; missir hún þá hnífinn niður á gólfið við fætur sér. Beygir hún sig niður og ætlar að taka hnífinn upp, en fann hann ekki; kveikti hún þá ljós og leitaði, en þrátt fyrir nákvæma og langa leit fannst hnífurinn ekki að heldur. Baðstofan var öll þiljuð í hólf og gólf og hvergi svo stór smuga eða rifa að saumnál gæti fallið niður um, hvað þá heldur hnífurinn. Þótti þetta kynlegt sem von var þar sem allt fólkið heyrði er hnífurinn datt niður á gólfið. Haustið eftir bar svo til eitt kvöld í rökkrinu að Valgerður sat á rúmi sínu og var að prjóna sjóvettlinga; missir hún þá einn prjóninn niður, þreifaði hún þá annarri hendi niður á gólfið eftir prjóninum. En í stað þess að taka prjóninn upp, kemur hún með hnífinn, sem hún hafði misst árið áður. Ekkert ryð var á hnífnum og ekki annað að sjá en að hann hefði verið í daglegri notkun. Þótti þetta kynlegur atburður að hnífurinn skyldi koma í leitirnar á þennan hátt eftir heilt

ár og varð það ekki til þess að draga úr huldufólkstrú þeirra manna sem þóttust næstum daglega sjá huldufólk og jafnvel hafa samneyti við það. RAUÐSKINNA I 32 ÖRLÁT ÁLFKONA Fyrir mörgum árum var stúlka nokkur í vist í Vogum. Það var eitt sinn í kalsaveðri að hún hljóp frá vinnu sinni til þess að leita að kúm. Hún var fremur illa búin og var því kalt. Fyrir ofan veginn í Vogum er einkennilegur, keilulagaður hóll kallaður Skyggnir. Upp á þenna hól var hún vön að ganga þegar hún leitaði að hestum eða kúm; þaðan sá hún langt upp eftir heiði og þótti henni mjög vænt um hól þennan. Gekk hún nú sem oftar upp á hólinn og skyggndist eftir kúnum sem hún var að leita að og sá þær þaðan. Þegar hún fór niður hólinn aftur sá hún bláan samanbrotinn klút liggja utan í honum; tók hún klútinn upp og þótti undarlegt að hann var þurr þótt mikið hefði rignt um daginn og ekki þornað af. Lagði hún hann niður aftur á sama stað en tók hann þó upp að nýju og hugsaði sem svo að úr því að henni væri kalt, hefði hún hans brýna þörf. Hún lét hann því á sig, sótti kýrnar og rak þær heim. Nóttina eftir dreymdi hana að kona kæmi til hennar og segði að rétt hefði verið af henni að taka klútinn því að henni hefði hann verið ætlaður; skyldi hann vera laun fyrir


Þjóðsögur af Reykjanesinu það, hversu oft hún hefði varað heimabörnin við að gera hávaða í kringum hólinn hennar og varnað þeim að tína þar ber. Síðan hvarf hún en stúlkan vaknaði. Nokkru síðar var stúlkan að leita að hestum í norðan kalsastormi. Hún gekk upp á hólinn að vanda og fann þá utan í honum nýja vettlinga, vel vandaða og þóttist hún enga betri séð hafa. Þóttist hún vita að vettlingarnir væru henni ætlaðir því að hún var berhent; tók hún þá og lét þá á sig. Nóttina eftir dreymdi hana að sama konan kæmi og segði að hún skyldi njóta vettlinganna og aldrei skyldi hún lóga þeim. Hvarf konan síðan en stúlkan vaknaði. Vorið eftir var stúlkan enn einu sinni á ferð hjá Skyggni; fann hún þá stóran klút sem lá utan í hólnum á sama stað sem hinir hlutirnir höfðu legið. Klúturinn var grábrúnn að lit, allur settur skjöldum. Hún tók klútinn upp og hafði hann heim með sér. Nóttina eftir dreymdi hana enn sömu konuna; bað hún hana að njóta vel klútsins því að henni hefði hann verið ætlaður; skyldi hún varðveita hann vel. Fleiri hluta varð stúlkan ekki vör á Skyggni, enda var hún skamman tíma eftir þetta í Vogum. GRÍMA HIN NÝJA V 52

MAÐUR FÆR AÐ DREKKA HJÁ HULDUFÓLKI Þegar Schram snikkari bjó í Mosbúðarhólma á Miðnesi var hann eitt sinn að smíðum inni í Keflavík. Kvöld eitt rétt fyrir jólin ætlar hann heim til sín. Veður var dimmt en hlýtt. Fór hann villur vegar og ber hann að kletti einum. Með því að veður var gott tekur hann það ráð að bíða þar birtu og leggst til svefns. Um nóttina vaknar hann við það að hann sækir þorsti mikill og er hann lítur í kringum sig, sér hann að hann liggur í glugghúsi einu og innum gluggann sér hann stúlku eina á ferli. Hann talar til stúlkunnar og biður hana að gefa sér að drekka. Hún kemur að vörmu spori út með ausu í hendinni og segir honum að í hlaðvarpanum sé brunnur með hlemm yfir sem hann geti drukkið úr. Meðan hann er að drekka fer hann að hugsa um hvað þetta geti verið; hann var kunnugur í grenndinni en man ekki eftir neinum bæ að líkt sé umhorfs. Stúlkan hefur gengið inn í þessum svifum og kann hann eigi við að kveðja hana til dyra aftur, til þess að beiðast næturgistingar. Sezt hann í glugghúsið og hugsar ráð sitt en áður en hann varir er hann sofnaður aftur. Þegar lýsa tekur vaknar hann; ekkert hús sér hann þá en þekkir sig að hann er staddur undir kletti einum suður við Ósabotna. GRÁSKINNA I 185


Brian Dettmer’s - bókverk.

Áður hefur Troðningur verið með smá pistil um bækur í listformi. Að þessu sinni sýnum við ykkur myndir af verkum eftir Brian Dettmer’s, sem eingöngu vinnur með bækur sem listform. Hann notar bækur og umbreyrir þeim í annarskonar verk. Síðasta sýning Brian Dettmer’s var í Tillou Fine Art gallery in New York, þar sem hann m.a sýndi þessi verk sem hér sjást á myndum og vöktu þau verulega athygli. Hann notar skurðartól af ýmsum gerðum til að vinna verkin. Að endingu verða bækurnar að 3 D verkum, á veggi eða á gólf. Verkin sjálf tengjast oftast nær innihaldi hverrar bókar og því taka þær á sig í raun mynd sögunnar sem bókin inniheldur, og um leið umbreytist sagan bæði í frásögn og myndum. Oft eru um að ræða fokdýrar fornbækur sem Brian umbreytir og m.a annars þess vegna fá verk hans mjög sterk viðbröð sem stundum jaðrar við hneigsli.


Brian Dettmer’s


Tíminn étur allt.

Ljósmyndir af byggingum sem staðið hafa ónotaðar til margra ára. Teknar héðan og þaðan um heiminn.


TĂ­minn ĂŠtur allt.


Rテュkismyndlistamenn テ行lands


ALÞINGISHÚSIÐ

ALÞINGISHÚSIÐ Árið 1867 var samþykkt að minnast teinaldarlangrar búsetu í landinu 1874 með því að reisa Alþingishús í Reykjavík úr íslenzkum steini. Austurhluti lóðar Halldórs Kr. Friðrikssonar, yfirkennara, var keyptur fyrir 2.300.- krónur, sem þótti hátt verð fyrstu seldrar lóðar í bænum, og húsið var byggt úr öggnum, íslenzkum grásteini (dóleríti) á árunum 1880-81. Arkitektinn var F. Meldahl, forstöðumaður listaakademínunnar í Kaupmannahöfn og yfirsmiðurinn var einnig Dani, Bald að nafni. Meldahl teiknaði húsið í ítölskum nýendurreisnarstíl með valmaþaki þöktu skífum og bogagluggum, og sumir bera það saman við Medici-Riccardihöllina í Flórens. Húsið er tveggja hæða með tvöföldum steinhlöðnum veggjum með sementi, kalki og sandi á milli. Heildarþykkt þeirra er u.þ.b. 80 sm þykkir á neðri hæðinni, 63 wm á annarri hæð, 47 sm ofar og 36 sm efst. Þeir voru múrhúðaðir að innanverðu en héldu óbreyttu útliti að utanverðu. Loft og gólf fyrstu hæðar var gert úr holum múrsteini á milli járnbita. Hin loftin voru gerð úr timbri. Að innanverðu voru gluggar með járnhlerum á fyrstu hæðinni til eldvarna vegma Stiftbókasafnsins, sem var ætlaður þar staður. Meðal nýjunga í húsinu voru steypujárnssúlur og sama efni var notað í stiga og handrið. Þarna voru einnig fyrstu salerni landsins innandyra. Á frumteikningunum var gert ráð fyrir kjallara, sem gerði húsið öllu hærra en það varð, því þessum áætlunum var breytt í sparnaðarskyni án vitundar Meldahls. Látlausar skreytingar prýðar húsið fyrir ofan glugga framhliðarinnar, landvættirnar sem lágmyndir, og fyrir miðju þakinu trónir kóróna og merki Kristjáns IX, Danakonungs. Neðan upsar er ártalið 1881 úr málmstöfum aðskildum með stjörnum. Nýklassískur stíll er innanhúss. Gerð garðsins bak við húsið hófst 1893 undir stjórn Tryggva Gunnarssonar, sem lagði metnað sinn í þennan fyrsta opinbera skrúðgarð í bænum. Garðurinn var nefndur eftir Tryggva, sem lét sig ekki muna um að gróðursetja sjálfur á árunum 1893-95. Að honum látnum var honum búinn legstaður í

garðinum að eigin ósk. Hann hvílir undir steinhól prýddum íslenzkum blómum og jurtum. Brjóstmynd hans er eftir Ríkharð Jónsson. Kringlan svokallaða bættist við bakhlið hússins árið 1908 eftir teikningum Frederiks Kjörboe. Hún var byggð til móttöku mætra erlendra gesta og þjóðhöfðingja. Allir fundir Alþingis fram til þessa dags hafa verið haldnir í húsinu að undanskildum hátíðafundunum á Þingvöllum 1930, 1944, 1974 ot 1994. Lítilsháttar breytingar hafa orðið á utanverðu húsinu og árið 1973 fvar það sett á skrá friðaðra húsa í A-flokki. Þarna lærðu Íslendingar að höggva grjót til byggingar varanlegri húsa en áður hafði tíðkazt. Grjótnáman var á núverandi Óðinsgötusvæði og hentugar blokkir voru fluttar í vinnuskúr, þar sem þær voru mótaðar í réttar stærðir. Síðan voru byggingarsteinarnir fluttir á vögnum eða sleðum á byggingarstaðinn. Líklega störfuðu u.þ.b. 100 Íslendingar að verkinu Hilmar Finsen, landshöfðingi, lagði hornsteininn 9. júní 1880. Fyrsta samkoma Alþings í húsinu fór fram 1. júlí 1881. Landsbókasafnið, Þjóðminjasafnið og Þjóðskjalasafnið voru um tíma í Alþingishúsinu, þar til Safnahúsið við Hverfisgötu var fullbúið. Háskólinn var þar frá stofnun 1911 til 1940. Á árunum 1941-44 var skrifstofa ríkisstjóra í húsinu og síðar forseta landsins til 1973. Þá var hún flutt í Stjórnarráðshúsið og þaðan að Sóleyjargötu 1 í ágúst 1996.


Leikur aรฐ hugmynd


Leikur að hugmynd Gaman gaman ! Eins og svo oft áður í Troðningi , leyfum við okkur að birta myndir af allskonar hlutum sem okkur fynnst vera skemmtilegir. Ekki endilega háalvarkeg list, heldur meir í anda þess að vera skapandi og hafa gaman af umhverfi sínu og möguleikum. Hér eru nokkrar þannig myndir.


Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? - Fróðleikur

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin? Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist raunveruleiki, líta gjarnan svo á, að fegurð sé einhverskonar eiginleiki hluta (náttúruhluta eða handaverka manna). Þeir sem líta svo á, að við höfum aðgang að vitundinni einni, segja að fegurð hljóti að vera einhverskonar reynsla, og a thugun á fegurð sé því fólgin í því að afmarka, einkenna og lýsa þeirri reynslu. Róttækir raunhyggjumenn (empíristar) líta svo á, að þar sem sérhver reynsla sé afstæð, einkaleg og persónubundin, hafi hver maður sinn smekk, og að um hann verði ekki deilt. Það er ekkert slíkt til sem heitir fegurð. Það sem einum finnst fagurt finnst öðrum ljótt, og við það verður að láta sitja. Ef við aðhyllumst þá skoðun, að fegurð sé eiginleiki hluta, hljótum við að spyrja: Hvaða eiginleikar? Um tvennt er að ræða: Lit eða lögun. Við höfum heyrt talað um lostfagra liti. En hvernig vitum við, hvaða litir eru fagrir? Við getum litið svo á, að það fari ungri stúlku vel að vera rjóð í vöngum. En eru þá öll rjóð andlit fögur? Það yrði erfitt að skera úr því með mælingu. Ef fegurð tilheyrir hlutum, verður hún að vera mælanleg. Og mælanlegir eru þeir eiginleikar sem verða í tölum taldir, lengd, breidd og hæð. Þá er hægt að skoða hvaða hlutföll þessara eiginleika hljóta að teljast fagrir. Sú skoðun var uppi í Grikklandi hinu forna, að fegurð væri fólgin í samræmi þessara hinna mælanlegu eiginleika (taxis). Enginn setur stórt stefni á lítinn bát, segir Aristóteles.

Séu stærðarhlutföllin í verkinu í góðu samræmi, er það fagurt. Þetta er kenningin um hlutföllin. Í þeirri kenningu fólst, að ákveðið hlutfall væri mælikvarði á fegurð, það er hlutfallið 5/8. Það heitir öðru nafni gullinsnið. Þetta sjónarmið er rótfast í menningu Vesturlanda. Það hefur margsinnis verið staðfest með tilraunum, að menn velja frekar hlut, sem býr yfir gullinsniði, en annan sem gerir það ekki og finnst sá fyrrnefndi fallegri. En hinir fornu Grikkir ráku sig á það í árdaga vesturlenzkrar heimspeki, að það var ekki hægt að halda reglunni um hlutföllin til streitu. Súlur, sem stóðu í röð með nákvæmlega útmældu millibili, sýndust hallast út, þegar horft var á þær framan frá. Það varð því að halla þeim örlítið hverri að annarri, svo að þær sýndust vera nákvæmlega lóðréttar. Síðan gerðu menn sér glögga grein fyrir því, að ýmsar fleiri blekkingar eru innbyggðar í sjónskynið og að það yrði að taka tillit til þeirra bæði í byggingar- og myndlist. Þegar Leonardó da Vinci og Leon Battista Alberti hugðust á endurreisnartímanum smíða kenningu um vísindalega endursköpun “veruleikans” í mynd, byggðist hún á því hvernig myndin af honum lítur út í skynjun eins auga. Allir vita að hlutir sýnast smækka í hlutfalli við fjarlægð og að samsíða línur sýnast skerast í fjarlægð. Allt þetta verður til þess að brennidepill athyglinnar færist frá hlutfallakenningunni og inn á hið huglæga svið. Menn hætta að tala um, að hið fagra sé í mælanlegum hlutföllum, heldur í upplifun og reynslu af “veruleikanum”. En hvernig sér til átta í hugarheimum? Hvaða reynsla hefur þann eiginleika að vera fögur (eða ljót)? Davíð Hume áleit að hugtakið smekkur sé sá sjónarhóll, sem horfa beri frá. En hvernig getum við með tilstyrk smekksins greint hið fagra frá hinu ljóta? Einungis víðtæk og endurtekin reynsla getur brýnt smekkinn, svo að hann geti orðið að mælikvarða. Tveir menn smökkuðu á víni úr tunnu nokkurri. Annar


Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki?

Vissir þú að... ...að flestir varalitir innihalda fiskihreistur!

kvaðst finna keim af leðri, en hinn af járni. Aðrir þeir sem slokuðu í sig víni úr ámunni hlógu að hinum tveim ...allir hafa persónugreinanleg tunguför eins og bjálfum. En þegar kom að því að súpa dreggjarnar kom fingraför! í ljós að þar lá lykill með nautshúðarbleðil bundinn við. ...minni gullfiska er um það bil þrjár sekúndur!

Kant andmælti þessu: það er ekki hægt að leggja að jöfnu góðan smekk fyrir ýmsum lífsins gæðum og smekk fyrir hinu fagra. Hann viðurkenndi, að smekksdómar hljóti ætíð að vera huglægir (og þar með afstæðir), en hlytu þó að gera kröfu til að vera almennir og þar með mælikvarði á hið fagra. En hvernig má þetta tvennt fara saman? Ég get gert kröfu til að smekksdómur minn gildi einnig fyrir aðra, ef hann einskorðast við form. Slíkir smekksdómar hafa sameiginlegan grunn og gilda því almennt, þótt þeir séu lýsing einkalegrar reynslu. Kant olli straumhvörfum. En hvernig á að vinna úr hugsun hans? Hvernig veit ég, nánar tiltekið, hvaða form er fagurt? Höfundur nokkur (Clive Bell) kvað það form fagurt, sem virkar á mig sem merkingarhlaðið. En þessi hugsun bítur í skottið á sér: Hið fagra form er það sem það er, af því ég finn merkingu í því. Áhrifin sem formið hefur á mig gerir það að verkum að það er það sem það er.

...fólk getur rifbeinsbrotnað við að hnerra harkalega! ...ef heyrnatól er notað i eina klukkustund eykst bakteriufjöldinn í eyrum verulega og getur orðið 700 sinnum meiri en venjulega! ...kattarhland glóir þegar á það skín útfjólublátt ljós! ...tungufar er alveg jafn einstakt og fingrafar! ...gúmmíteygjur endast lengur ef þær eru frystar! ...hákarl er eini fiskurinn sem vitað er um sem getur blikkað með báðum augum! ...fullt nafn Los Angeles borgar er ,,El Pueblo de Nuestra Senora la Reina de los Angeles de Porciuncula’’

Fagurfræðileg umræða síðustu áratuga hefur hallazt að því, að fella niður allt tal um fegurð og ljótleika. Þess í stað hefur umræðan beinzt að því, að tiltaka, hvað verk (hlutur) þarf að hafa til að bera, svo að hægt sé að telja það listaverk (umræða um listgildi).

...kötturinn hefur 32 vöðva i hvoru eyra!

Til eru þeir, sem segja, að sérhvað það sem listheimurinn viðurkennir sem listaverk, sé listaverk. En hvað er listheimur og hvernig fer hann að því að taka ákvarðanir? Enn sem fyrr er umræðan um hið fagra frá tvennskonar sjónarhorni: Hinu hlutlæga, því að sérhver fagur hlutur hlýtur að hafa formgerð, og svo frá hinu huglæga: hið fagra hefur sérstök áhrif á okkur. Hvortveggja sjónarmiðin liggja að baki rökræðunni í riti Aristótelesar um skáldskaparlistina. Jafnvel í fornöld sveif hugur jafn hátt.

...rúmlega 99% allra þeirra sem lesa þetta munu reyna að sleikja á sér olnbogann!!!

...auga strútsins er stærra en heili hans! ...tígrisdýr hafa ekki bra röndóttan feld heldur er húðin röndótt lika!

•UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi og sem slík leggjum við áherslu á að ná til allra barna. •UNICEF sinnir bæði langtíma þróunarverkefnum og neyðaraðstoð. •UNICEF eru leiðandi í bólusetningum og er bólusetur um 100 milljón börn ár hvert. Talið er að það bjargi lífi 2,5 milljóna barna um allan heim.


Meir um Graffiti


Meir um Graffiti Graffiti er orðið viðurkennt listform í flestum vestrænum samfélögum. Það eins og við þekkjum það í dag hefur átt erfitt uppdráttar og litla virðingu almennings og innan listarinnar lengi vel. Segja má að Graffiti sé eitt elsta form mannsins til að tjá í myndum og máli sig og umhverfi sitt. Allir kannast við hellamálverk. Það er í raun alveg það sama. Þetta form hefur líka marga ólíka nálgun. Og innan graffiti listarinnar takast menn á, á sama hátt og önnur list um stefnur og strauma. Það sama er einnig þar, að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Elsta graffiti sem vitað er um er talið vera frá 30,000 árum fyrir Krist (BCE ). Á öllum helstu tímaskeiðum mannkynssögunnar er hægt að fynna graffiti. Í seinni tíð hefur að mestu verið um svokallað “spray” málverk á veggi, byggingar og manngerða aðra hluti ( s.b bíla ). Graffitiverk eru mjög oft samfélagsleg og sýna oft ádeilu eða skilaboð til samfélagsins. Einngi eru hrein myndform og allt að hugmyndaleg verk sett fram í graffiti. Það er því ekki svo auðvelt að afgreiða megi graffiti sem “ veggjakrot “ eins og svo margir hafa reynt að gera. Verkin eru margslungin, tilfinningaleg og eins og áður segir samfélagsleg í nútímanum. Einnig hefur graffiti aðra nálgun sér til stuðnings en það er svo kallað “ hip hop music, b-boying “. En þar vinna saman tónlistarmenn og graffiti fólk, nema hvortveggja sé.

Færa má fyrir því rök m.a að verk Michael Angelo í Sixtínsku Kapellunni í Róm sé í raun “ graffiti verk “ síns tíma ? En af því að það er myndrænt viðurkennt og hefur sögulega skýrskotun í Biblíuna, þá þykir það ekki falla undir það. Það graffiti sem við sjáum að mestu í dag á uppruna sinn í Grikklandi í borginni Ephesus. Sagt er að það graffiti hafi verið nokkurskonar auglýsingar fyrir “ gleðikonur” borgarinnar.

Hermaður 1940 að teikna graffiti á vegg.


Menning &List FREE ONLINE

ICELANDIC

ART MAGAZINE

Trodningur 28 tbl  
Trodningur 28 tbl  

Trodningur 28 tbl.