
1 minute read
MIKIL ÁNÆGJA MEÐ JANUSARVERKEFNIÐ HJÁ ÞÁTTTAKENDUM
heilsueflingu sé mjög góð og 11% segja að hún sé góð.
Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt frá byrjun árs 2019 hér í Vestmannaeyjum. Verkefnið er samvinnuverkefni Vestmannaeyjabæjar og Janusar heilsueflingar. Lagður var spurningalisti fyrir alla þátttakendur í öllum sveitarfélögum þar sem verkefnið, Fjölþætt heilsuefling 65+ í sveitarfélögum hefur verið innleitt.
Advertisement
Niðurstaðan könnunarinnar sem sem lögð var fyrir þátttakendur hér í Vestmannaeyjum
Alls 89% þátttakenda segja að þjónustan sem veitt sé í verkefninu; Fjölþætt heilsuefling 65+ á vegum Vestmannaeyjabæjar í samvinnu við Janus

Finnur þú fyrir jákvæðum breytingum á andlegri líðan þinni eftir að þú hófst þátttöku?
Þegar spurt er um hvort þátttakendur finni fyrir jákvæðum breytingum á andlegri og félagslegri líðan segja 50% að hún sé mjög jákvæð, 45% segja að hún sé jákvæð og 5% segja að hún sé svipuð og áður en þeir hófu þátttöku. Enginn þátttakandi nefnir neikvæðar eða mjög neikvæðar breytinar. Þegar spurt er um hvort þátttakendur finni fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan sinni eftir að þeir hófu þátttöku svara 95% því að þeir finni fyrir jákvæðum (45%) eða mjög jákvæðum (50%) breytingum. Aðeins 5% telja að líkamleg líðan sé svipuð og hún var þegar verkefnið hófst.
Að lokum eru þátttakendur beðnir um að gefa starfsmönnum Janusar heilsueflingar sem sjá um starfsemina í Vestmannaeyjum, þeim Ólu, Erlingi, Bjarneyju og Írisi einkunn á bilinu 0 til 100. Starfsmennirnir fá einkunnina 95 sem verður að teljast mjög góður eða öllu heldur einstakur árangur. Rétt er að taka það fram að verkefnastjóri og aðal heilsuþjálfari verkefnisins í Vestmannaeyjum er Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, BSc-íþrótta- og heilsufræðingur.
Hvernig hefur þér líkað þjónustan okkar frá því þú hófst þátttöku?
Finnur þú fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan þinni eftir að þú hófst þátttöku?
Hvaða einkunn á bilinu 0-100 gefur þú starfsmönnum Janusar heilsueflingar sem hafa umsjón með þjónustunni?


