

Gleðilega revíu
Revíuformið er skemmtileg áskorun fyrir allt leikhúsfólk, og þegar mér bauðst tækifæri til að vinna með Leikfélagi Keflavíkur að þessari sýningu þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar. Ekki spillti fyrir að hafa séð síðustu tvær uppfærslur leikfélagsins og séð hversu mikla hæfileika er þar að finna.
Ferlið hefur enda verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef komið nálægt. Hver einasta æfing hefur verið eitt, langt hláturskast, meira að segja þær erfiðu. Það er mikill lúxus fyrir leikstjóra að koma inn í hóp þar sem allir brenna fyrir verkefninu og keppast um að gera hvert augnablik eins fyndið og flott og mögulegt er. Þau gerðu æfingarnar svo skemmtilegar að meira að segja þegar Reykjanesbrautin var sem leiðinlegust var alltaf tilhlökkunarefni að keyra til Keflavíkur.

Að mörgu leyti hefur þetta ferðalag verið óvanalegt fyrir mig. Það er sérstök upplifun að koma sem leikstjóri inn í verkefni þar sem grínið snýst um samfélag sem ég er ekki hluti af. Í gegnum handritaskrif og æfingar hef ég fengið skyndinámskeið í málefnum Reykjanesbæjar, og finnst ég orðinn miklu nær um þetta magnaða bæjarfélag, þótt ég sé líklega mjög langt frá því að teljast fullnuma. Þó standa margir staðir og manneskjur sem ég hef aldrei séð í eigin persónu mér svo ljóslifandi fyrir augum að mér finnst ég hafa þekkt þau alla ævi.
Það er þakklátur leikstjóri sem fylgir þessari revíu síðasta spottann að frumsýningu, og vonar að áhorfendur hlæi jafn mikið og hann sjálfur. Reykjanesbær er heppinn að eiga framúrskarandi leikfélag, skipað ósérhlífnu hæfileikafólki í sérflokki, sem í þokkabót er sprenghlægilegt. Ef eitthvað er til í því að hláturinn lengi lífið hlýtur þetta félag að hækka meðalaldur bæjarbúa umtalsvert. Töluvert umtalsvert. Og eftir þetta æfingaferli hefur örugglega bæst áratugur við mitt líf.
Til hamingju með þetta leikfélag og þessa revíu, og takk fyrir mig.
Eyvindur Karlsson Leikstjóri
Kæru leikhúsgestir
Verið velkomin í Frumleikhúsið, höfuðstöðvar Leikfélags Keflavíkur. Framundan er tóm vitleysa með dassi af söng og vonandi hlátri af ykkar hálfu. Það er samt ekki hægt að fá endurgreitt.
Revía þessi var samin af frábæru fólki sem kom saman í vonda veðrinu í desember síðastliðnum, fékk sér snakk og bjór og skrifaði alls konar rugl niður á blað ásamt því að vera með almennann vitleysisgang. Hér í leikhúsinu má einmitt vera með vitleysisgang en við pössum okkur þó (oftast) á að fara ekki yfir strikið. Eða svona reynum það að minnsta kosti.
Engin ábyrgð er tekin á þessum bröndurum ekkert frekar en á yfirhöfnum ykkar á fatastandinum frammi. Þær verða að öllum líkindum farnar þegar þið ætlið heim enda leikarar með eindæmum fátækir, hvað þá leikarar í sjálfboðavinnu.
Hópurinn sem hér fer á svið hefur æft baki brotnu síðustu vikur undir dyggri leiðsögn Eyvindar Karlssonar en honum kunnum við bestu þakkir fyrir samstarfið. Vonandi kemst hann heim til sín aftur en hann er einn af þeim vitleysingum sem keyrir um á rafbíl. Hann hefur í nokkur skipti á æfingaferlinu þurft að ýta bílnum sínum frá Hvassahrauni og heim til sín í Hafnarfjörð þar sem hann vanmat akstursdrægni bílsins. Það er ekki okkur að kenna að við erum ekki með hleðslustöð hjá okkur en hann hafði nú gott af þessu blessaður.
Öllu var til sparað við gerð þessarar leikmyndar og voru leikfélagar skikkaðir í smíðaog málningarvinnu. Auk þess má geta að búningarnir voru alfarið í höndum leikfélaga að útvega og útfæra. Margir tóku sig til og grömsuðu í búningadeildinni okkar (við nefnum engin nöfn, þið sjáið alveg hverjir það eru), aðrir keyptu eitthvað á nytjamörkuðum bæjarins og enn aðrir nýttu tækifærið og áreittu vini og vandamenn og þröngvuðu upp á þá miðum á þessa sýningu í skiptum fyrir lán á fötum. Óheppin þau.
Húsið er búið að vera yfirfullt af hlátri, bröndurum og bulli en þetta ferli er búið að vera gríðarlega skemmtilegt enda einstaklega góður hópur. Við segjum þetta reyndar í hvert skipti sem við setjum upp sýningar en þetta er bara svona - leikfélagið er svo skemmtilegt.
Í ár eru 34 ár síðan fyrsta revía Leikfélags Keflavíkur “Við kynntumst fyrst í Keflavík” eftir Ómar heitinn Jóhannsson var sett upp í Félagsbíói og vonum við að þessi revía verði ekki af verri endanum.
Góða skemmtun og takk fyrir að koma í leikhúsið.
Stjórn Leikfélags Keflavíkur
Leikarar












ALHLIÐA ÞJÓNUSTA Í FÓLKSFLUTNINGUM
Bus4u Iceland býður uppá alhliða þjónustu þegar kemur að fólksflutningum á landi. Almenningssamgöngur, flugvallarakstur, almennar hópferðir ásamt ferðaskipulagningu af öllum toga.

Sendu okkur línu, hringdu eða komdu i heimsókn og við finnum réttu lausnina.
Skoðaðu vefinn okkar!
bus4u.is
www.bus4u.is I info@bus4u.is


Atriðaskrá
Upphafsatriði
Palli Ketils: Ingvar Elíasson
Hilmar Bragi: Guðlaugur Ómar
Ljósanæturball
Vegfarandi: Lísa Einarsdóttir
Óli Geir: Guðlaugur Ómar
Manneskjur í röð: Andri Sævar Arnarsson
Arnar Helgason
Arnór Sindri Sölvason
Birgitta Ösp Smáradóttir
Halla Sverrisdóttir
Ingvar Elíasson
Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Sólrún Steinarsdóttir
Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Rónar: Guðlaugur Ómar
Halla Sverrisdóttir
Lísa Einarsdóttir
Lóðarleiga
Öreigi: Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Lénsherra: Arnór Sindri Sölvason
Barnabarn: Birgitta Ösp Smáradóttir
Verðir: Arnar Helgason
Sólrún Steinarsdóttir
Bæjarstjórnarfundur
Sverrir Bergmann: Andri Sævar Arnarsson
Kjartan bæjarstjóri: Guðlaugur Ómar
Bæjarfulltrúar: Arnar Helgason
Halla Sverrisdóttir
Ingvar Elíasson
Lísa Einarsdóttir
Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Sólrún Steinarsdóttir
Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Skírnin
Ísak Ernir: Andri Sævar Arnarsson
Margrét: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Erla prestur: Lísa Einarsdóttir
Arnór Vilbergs: Arnar Helgason
Myglan
Rödd: Eyvindur Karlsson
Karlar sem eiga konur sem versla í Gallerí
Júlli: Ingvar Elíasson
Hemmi: Arnór Sindri Sölvason
Gunni: Arnar Helgason
Halli: Andri Sævar Arnarsson
Steini: Guðlaugur Ómar
Jodie Foster
Jodie Foster: Sólrún Steinarsdóttir
Vegfarandi: Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Djammfólk: Andri Sævar Arnarsson
Ingvar Elíasson
Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Starfsmaður með róbotafóbíu #1
Afgreiðslumaður: Andri Sævar Arnarsson
Kúnni: Ingvar Elíasson
Róbot: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Rokkbókasafnið
Söngvari: Birgitta Ösp Smáradóttir
Gestur: Arnar Helgason
Dansarar: Arnór Sindri Sölvason
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Starfsmaður með róbotafóbíu #2
Afgreiðslumaður: Andri Sævar Arnarsson
Róbot: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Skelfur
Jón: Guðlaugur Ómar
Gunna: Birgitta Ösp Smáradóttir
Play Air
Vinnuveitandi: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Umsækjandi 1: Lísa Einarsdóttir
Umsækjandi 2: Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Eftir hlé:

Snjómoksturinn
Söngur: Lísa Einarsdóttir
Dans: Andri Sævar Arnarsson
Halla Sverrisdóttir
Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Gústi á Petite og SCS Reykjanes
Palli Ketils: Ingvar Elíasson
Hilmar Bragi: Guðlaugur Ómar
Camilla Rut: Birgitta Ösp Smáradótti
Sólborg: Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Sigga Dögg: Sólrún Steinarsdóttir
Gústi: Arnór Sindri Sölvason
Rabbi: Andri Sævar Arnarsson
Starfsmaður með róbotafóbíu #3
Afgreiðslumaður: Andri Sævar Arnarsson
Róbot: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Klamydíutjékk
Kristín: Lísa Einarsdóttir
Læknir: Sólrún Steinarsdóttir
Ritari: Ingvar Elíasson
Margrét: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Ísfeld
Blue Car bræður
Maggi: Arnór Sindri Sölvason
Steini: Andri Sævar Arnarsson
Hendur: Ingvar Elíasson
Kjartan bæjarstjóri
Kjartan: Guðlaugur Ómar
Vörður: Arnar Helgason
Kennarametingur:
Haraldur Axel: Andri Sævar Arnarsson
Njarðvíkurskóli: Sólrún Steinarsdóttir
Heiðarskóli: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Akurskóli: Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Holtaskóli: Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Myllubakkaskóli: Birgitta Ösp Smáradóttir
Stapaskóli: Halla Sverrisdóttir
Háaleitisskóli: Ingvar Elíasson
Trúbadorlag
Trúbador: Arnór Sindri Sölvason
Vörður: Arnar Helgason
Bæjarráðsfundur
Kjartan: Guðlaugur Ómar
Bæjarfulltrúar: Andri Sævar Arnarsson
Halla Sverrisdóttir
Ingvar Elíasson
Lísa Einarsdóttir
Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Sólrún Steinarsdóttir
Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Starfsmaður með róbotafóbíu #2
Gestur: Andri Sævar Arnarsson
Steini Kef: Arnór Sindri Sölvason
Klósett og róbot: Sigríður Rut Ragnarsdóttir
Góðgerðarfest
Allir
Hugmynda- og höfundateymi
Arnar Helgason
Arnar Ingi Tryggvason
Arnór Sindri Sölvason
Birgitta Ösp Smáradóttir
Brynja Ýr Júlíusdóttir
Guðlaugur Ómar Guðmundsson

Guðný Kristjánsdóttir
Ingvar Elíasson

Jón Bjarni Ísaksson
Júlíus Freyr Guðmundsson
Lísa Einarsdóttir
Sigurður Smári Hansson
Tara Sól Sveinbjörnsdóttir



Fólkið á bakvið tjöldin

Leikstjóri: Eyvindur Karlsson
Tónlist og upptökur: Júlíus Freyr Guðmundsson
Eyvindur Karlsson
Tækniforritun: Þórhallur Arnar Vilbergsson
Grafísk vinnsla: Davíð Örn Óskarsson
Ljósahönnun og hljóðvinnsla: Þórhallur Arnar Vilbergsson
Ljósa- og hljóðkeyrsla: Unnar Már Pétursson
Leikmyndahönnun: Davíð Örn Óskarsson
Yfirsmiður: Sigurður Smári Hansson
Sviðsvinna: Arnar Helgason
Davíð Örn Óskarsson
Stjórn Leikfélags Keflavíkur
Danshreyfingar: Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld
Hópurinn
Búningar og leikmunir: Hópurinn
Hár og förðun: Hópurinn
Sýningarstjóri: Sigurður Smári Hansson
Umbrot leikskrár: Davíð Örn Óskarsson
Sérstakar þakkir
Krambúðin
Heike Diemer Ólafsson
Cargo flutningar
Fiskmarkaður Suðurnesja
Ásdís Erla Guðjónsdóttir

Davíð Már Gunnarsson
Gísli Björn Heimisson
María Sigurðardóttir
Sr. Erla Guðmundsdóttir
Geimsteinn
Stjórn LK 2022-2023
Formaður: Sigurður Smári Hansson
Varaformaður: Arnar Helgason
Gjaldkeri: Brynja Ýr Júlíusdóttir
Ritari: Lísa Einarsdóttir
Meðstjórnandi: Ingvar Elíasson
Varamenn: Birgitta Ösp Smáradóttir
Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
K.Steinarsson



Ánægjan er öll okkar
