5 minute read

7. Námskrá

Hlutfall 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

2012

Advertisement

Hvar skil eiga sér stað

2013 2014 2015

Ártal 2016 2017

Viðbót í kennslukerfi Turnitin.com 2018 2019

Hlutfall skilaverkefna í skólaaðgangi íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Feedback Studio frá 2012 til og með 2019 eftir því hvort þeim var skilað í gegnum Turnitin.com eða viðbót í kennslukerfi Moodle, Canvas, MySchool og Innu.

7. NÁMSKRÁ Kennslumiðstöð heldur úti námskeiðum og vinnustofum fyrir kennara við Háskóla Íslands. Nokkrar vinnustofur eru orðnar að föstum liðum í skólaárinu, t.d.: Kynningardagur fyrir nýja kennara, Heildstæð námskrárgerð, Hæfniviðmið, Vinnustofa fyrir aðstoðarkennara, Turnitin Feedback Studio vinnustofa, Canvas vinnustofa, Vinnustofa um hópvinnu og Vinnustofa um virka kennsluhætti svo að fátt eitt sé nefnt.

Þá hefur miðstöðin einnig farið með vinnustofur út í deildir og á fræðasvið sé þess óskað, t.d. hæfniviðmiðavinnustofur, námskrárvinnustofur, Turnitin-vinnustofu, Canvas-vinnustofur í samvinnu við deild rafrænna kennsluhátta á Kennslusviði og ABC-vinnustofu um skipulag námskeiða.

Kennslumiðstöð fær heimsóknir kennara beggja vegna Atlantsála, á Erasmus+ styrkjum eða á eigin vegum, sem halda erindi og auðga þannig kennsluþróunarumræðuna með öðrum sjónarhornum og reynslu.

7.1. KYNNINGARDAGUR FYRIR NÝJA KENNARA

Ein af föstum vinnustofum Kennslumiðstöðvar er kynningardagur fyrir nýja kennara sem haldinn er tvisvar yfir skólaárið, í ágúst og janúar. Markmið vinnustofunnar er að veita nýjum kennurum innsýn í starfið sem í vændum er, benda þeim á hvar þeir geta leitað bjarga og gefa þeim kost á að deila áhuga sínum og áhyggjum með kollegum sínum. Á vinnustofunni gefst nýjum kennurum tækifæri til að hitta a.m.k. einn starfsmann frá eigin fræðasviði og þekkja þannig eitt andlit þegar þeir þurfa að leita aðstoðar. Kennarar sem sótt hafa vinnustofurnar hafa lýst ánægju sinni með þær og segja þær mikilvægar við upphaf starfs sem oft á tíðum er nýr vettvangur fyrir þá.

Mynd. Guðrún Geirsdóttir deildarstjóri Kennslumiðstöðvar ræðir við nýja kennara um bjargir, áskoranir og ánægju háskólakennara. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannsdóttir

7.2. AÐSTOÐARKENNARAR

Félagsvísindasvið sér í samvinnu við Kennslumiðstöð um að halda námskeið fyrir aðstoðarkennara þar sem farið er í hvað felst í því að vera aðstoðarkennari. Rætt er um væntingar og skyldur aðstoðarkennara, kennsluhætti og samskipti við umsjónarkennara og nemendur. Þátttakendur koma úr ólíkum deildum sviðsins og eru flestir í meistaranámi en einhverjir hafa lokið námi.

Mynd. Aðstoðarkennarar á Félagsvísindasviði. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir

7.3. EFLING AMERÍSKRA HÁSKÓLA

Prófessor David Laberee átti viðkomu á Íslandi um miðjan febrúar og ræddi við starfsfólk Háskóla Íslands um þróun háskólastigsins í Bandaríkjunum í fyrirlestri sem hann nefndi Rags to riches: How

the American college went from pitful to powerful. Kennslumiðstöð streymdi frá viðburðinum. Labaree er höfundur bókarinnar „A Perfect Mess: The Unlikely Ascendancy of American Higher Education“ (2018).

7.4. JÓLAKENNSKUKAFFI OG FYRIRLESTUR SILJU BÁRU ÓMARSDÓTTUR

Silja Bára Ómarsdóttir dósent við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði hlaut viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019. Silja Bára hélt erindi um kennsluna sína í jólakennslukaffi Kennslumiðstöðvar 12. desember 2019. Viðburðurinn var fjölsóttur. Silja Bára er góðvinur Kennslumiðstöðvar og var í hópi þeirra er fyrst útskrifuðust með 30 eininga diplómu í kennslufræði háskóla. Við óskum henni til hamingju með heiðurinn og vitum að hún er vel að honum komin.

Mynd. Silja Bára Ómarsdóttir í hópi verðlaunahafa fyrir lofsvert framlag til rannsókna og innan stjórnsýslu ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

7.5. ÁSKORANATENGT NÁM, HÖNNUNARHUGSUN OG ECO

Haldnar voru tvær vinnustofur um áskoranatengt nám, hönnunarhugsun og ECO fyrir kennara í Setbergi 11. og 12. september 2019

Viltu nýta þér áskoranatengt nám með hönnununarhugsun og ECO í þínum námskeiðum? Viltu kynnast áskoranatengdu námi með hönnunarhugsun og ECO?

Leiðbeinendurnir, Victoria Camacho og Juan Pablo Mora frá Háskólanum í Seville og Mariano Reyes frá Háskólanum í Pablo de Olavide, komu hingað til lands frá Spáni á Erasmus+ styrk. Setberg var rétt að komast í stand þegar vinnustofurnar voru haldnar og urðu Victoria og Juan Pablo þess heiðurs aðnjótandi að nota græjurnar í Miðbergi fyrst allra. Einnig þurfti að tína til húsgögn til að allir hefðu sæti, en þegar upp var staðið var stofan helst til of lítil. Engu að síður var mikil ánægja með vinnustofurnar og strax í framhaldinu fréttum við af því að þrír af þátttakendum námskeiðanna hefðu í framhaldi af þeim nýtt sér hönnunarhugsunina í sinni kennslu.

7.6. FEEDBACK TRAINING AGENDA

Jason Gibson og Maarten Mortier, frá Turnitin í Bretlandi og Hollandi, heimsóttu okkur í byrjun apríl og héldu vinnustofu um notkun Feedback Studio fyrir háskóla- og framhaldsskólakennara. Þeir áttu einnig fund með umsjónaraðilum forritsins innan háskóla landsins. Vinnustofan var haldin í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands og gátu þeir sem ekki komust á staðinn fylgst með á Zoom.

Mynd. Jason Gibson og Maarten Mortier frá Turnitin á vinnustofu um Feedback Studio. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir.

Að auki voru haldin nokkur lítil námskeið og vinnustofur í notkun Feedback Studio í Háskóla Íslands og erindi um notkun forritsins í Borgarholtsskóla. Námskeiðin fjölluðu um notkun forritisins í gegnum Turnitin.com, í gegnum Moodle með annaðhvort viðbótinni Direct 2 eða Plagiarism Plugin. Hvernig endurgjafaverkfæri forritsins eru notuð, matskvarða í Feedback Studio og fleira. Þá voru haldnar nokkrar kynningar á forritinu á deildarfundum við Háskóla Íslands. Námskeiðin voru ýmist á íslensku eða ensku.

7.7. KYNNINGARFUNDUR FYRIR NÝJA DOKTORSNEMA 2019

Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með kynningu á Kennslumiðstöð Háskóla Íslands fyrir nýja doktorsnema við skólann 2. september, á Litla-Torgi. Yfirskrift kynningarinnar var: Kennslumiðstöð: Vegvísir þinn fyrir kennslu. Glærur eru á vefslóðinni: https://www.slideshare.net/sibba/yourroadmapforteaching

7.8. ABC-VINNUSTOFUR

Dr. Clive P. L. Young og Natacha Perovic ráðgjafar í rafrænum kennsluháttum hjá University College London sóttu okkur heim og héldu tvær vinnustofur um verklag sem þau hafa hannað um skipulagningu námskeiða. Önnur vinnustofan var ætluð kennurum og hin kennsluþróunarfólki. Vinnustofurnar kölluðu þau ABC-vinnustofur um skipulag námskeiða og byggja á kennslufræðilegum stoðum um skipulag námskeiða út frá virkum kennsluháttum og kennsluaðferðum. Vinnustofan var vel sótt af kennsluþróunarstjórum og kennurum í Háskóla Íslands ásamt starfsfólki Kennslumiðstöðvar og Kennslusviðs, starfsfólki af Kennslusviði Háskólans í Reykjavík og starfsfólki Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Frá ABC-vinnustofu um skipulagningu námskeiða. Mynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir

Í framhaldi af vinnustofunum hefur Kennslumiðstöð boðið upp á ABC-vinnustofur við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. ABC-vinnustofurnar eru grundvöllur að skipulagi námskeiða og kenndar sem slíkar innan námskeiðs í kennslufræði háskóla, STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða. Vinnustofurnar henta einkar vel fyrir kennara til að skipuleggja námskeið sín með tilliti til virkni nemenda og rafrænna kennsluhátta.

7.9. BREYTT LANDSLAG HÁSKÓLAKENNSLU

Steven Mintz prófessor við Sagnfræðideild Háskólans í Texas-Austin kom í heimsókn til Háskóla Íslands í boði Miðstöðvar framhaldsnáms og Kennslusviðs/Kennslumiðstöðvar. Hann hélt hádegisfyrirlestur 7. nóvember 2019 sem bar yfirskriftina Breytt landslag í háskólakennslu á 21. öld: nýjar áskoranir, nýjar lausnir. Mintz hélt einnig námskeið fyrir doktorsnema um virka kennsluhætti: What every graduate student should know about teaching … and was afraid to ask. Mintz var aðalfyrirlesari á sviðsþingi Hugvísindasviðs þar sem hann ræddi um næstu kynslóð háskólanema (eða kannski bara þá kynslóð sem nú situr á háskólabekk) og hvaða áskorunum háskólakennarar standa frammi fyrir í kennslu sinni. Mintz átti einnig fund um kennslumál með starfsmönnum Setbergs og kennsluþróunarstjórum fræðasviðanna.

This article is from: