
1 minute read
High Tea í kastalanum
FERÐALÖG – KARITAS Í EDINBORG
HIGH TEA Í KASTALANUM
Mig langaði aðeins að stikla á stóru og segja ykkur í stuttu máli frá ferð Karitasar matríarka til Edinborgar í byrjun september síðastliðinn. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og það besta var að ekkert alvarlegt kom upp á og voru allir matríarkar sem einn.
Við vorum mættar í Leifsstöð árla morguns 2. september og þegar innritun var búin var öllum afhentur nestispoki sem „Hjá Höllu“ útbjó til að hafa í rútuferðinni frá Glasgow til
Edinborgar og auðvitað eitthvað með til að væta kverkarnar.
Á fyrsta kvöldinu var borðað í Dome, sögufrægum stað í
Edinborg. Matríörkum var blandað á borð sem var alveg dásamlegt því þá fengum við tækifæri til að kynnast hver annarri betur.
Annan daginn var farið í hið fræga „High Tea“ í Edinborgarkastala, yndislegt að koma þangað og veðrið lék alveg við okkur, eða þannig, það rigndi allavega ekki. Svo um kvöldið borðuðum við á hinum ýmsu stöðum því það er

Kræsingar í Edinborgarkastala. Systur nutu lífsins í Edinborgarkastalanum.

ekki sjálfgefið að veitingastaðir geti tekið við 61 kellum! Allar voru alsælar með sína staði. Síðan var hist á náttfötunum á barnum um kvöldið, þið getið nú ímyndað ykkur hvernig það var!
Ég vil þakka þeim sem voru með mér í ferðanefndinni fyrir frábæra skipulagningu og ekki síst matríörkum fyrir að vera þær sem þær eru. Þessi kærleikur og góði andi sem ríkir í Karitas er eitthvað alveg sérstakt. Það er ekki sjálfgefið að skunda erlendis með yfir 60 konur og allt fari svona vel eins og hjá okkur.
Enn og aftur takk elskurnar fyrir að vera þið; skemmtilegar og yndislegar.
Helga Ragnarsdóttir, st. fyrrum HM og sérlegur fararstjóri ´22
Öll raftæki fyrir heimilið!








