2 minute read

Fjárstuðningur ríkisins við íþróttahreyfinguna vegna

COVID-19

frá júlímánuði 2021 til og með febrúar 2022 á sömu forsendum. Með hliðsjón af lagalegum forsendum fór útgreiðsla ofangreindrar úthlutunar í gegnum mennta- og barnamálaráðuneytið en ekki ÍSÍ líkt og fyrri styrkgreiðslur.

Advertisement

nemur heildargreiðsla til þeirra 1.638 millj.kr. vegna vinnu tengdri barna- og afreksstarfi íþróttafélaga. Laun 1.254 launþega voru greidd og greitt var fyrir vinnu 1.342 verktaka. Úrræðið tryggði því tekjur alls 2.596 einstaklinga.

Mennta- og barnamálaráðuneyti úthlutaði í janúar 2023, 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs. Um var að ræða lokaúthlutun stjórnvalda með það að markmiði að viðhalda öflugu íþróttastarfi hér á landi. Úthlutunin byggði á tillögum vinnuhóps ÍSÍ út frá skilyrðum menntaog barnamálaráðuneytis. Skilyrði stuðnings var tekjutap við það að fella tímabundið niður starfsemi og/ eða kostnaðarauki vegna opinberra sóttvarnaráðstafana.

Styrkir til íþróttafélaga og deilda við lokaúthlutun í þessari úthlutun voru veittir fyrir kostnaðarauka og tekjutap frá júlímánuði 2021 til og með febrúar 2022. Styrkir til íþróttahéraða og sérsambanda voru fyrir lengra tímabil eða frá miðju ári 2020 til og með febrúar 2022 og voru um 70% af lokaúthlutun. Þá gafst æskulýðsfélögum sem og öðrum samtökum með samning við menntaog barnamálaráðuneytið kostur á að sækja um stuðning vegna tímabilsins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf í febrúar 2023 út yfirgripsmikla lokaskýrslu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á árunum 2020-2022. Í skýrslunni er m.a. farið yfir stuðning ríkisins við íþróttaog æskulýðsfélög og er það mjög áhugaverð samantekt.

Endurgreiðslur til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna áttu að stuðla að því að íþrótta- og æskulýðsfélög gætu hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim hafði verið gert að fella niður starfsemi. Markmiðið var að sem minnstar raskanir yrðu á íþróttastarfi til lengri tíma. Stuðningurinn náði til íþróttafélaga og sambanda sem starfa innan ÍSÍ, sem hófu starfsemi fyrir 1. október 2020 og þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnaráðstafana á tímabilinu

1. október 2020 til og með 30. júní 2021. Alls sóttu 64 félög um endurgreiðslu hjá Vinnumálastofnun og

Samningar um fjárframlög mennta- og barnamálaráðuneytis til ÍSÍ

Samningar á milli mennta- og barnamálaráðuneytis og ÍSÍ hafa verið framlengdir um eitt ár í senn síðustu árin. Samningarnir fela í sér framlag vegna reksturs sambandsins sem og stuðning við sérsambönd ÍSÍ, fjárframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga og til Afrekssjóðs ÍSÍ. Markmiðið með samningunum er að tryggja rekstur ÍSÍ og styrkja sérsambönd sem starfa innan vébanda ÍSÍ.

Íþrótta- og æskulýðsfélög fengu úthlutað 350 millj.kr. í fimmtu fjáraukalögum ársins 2020 og 100 millj. kr. í fjáraukalögum II ársins 2021 vegna tekjufalls og 500 millj.kr. runnu til félaganna í gegnum fjárfestingarátak stjórnvalda á árinu 2020. Þessu til viðbótar var í fjáraukalögum ársins 2022 ákveðið að styrkja íþrótta- og æskulýðshreyfinguna um 450 millj.kr. vegna tekjufalls og kostnaðar vegna sóttvarnaaðgerða. Sérsambönd, héraðssambönd og íþróttabandalög, íþróttafélög með aðild að ÍSÍ og UMFÍ og deildir innan íþróttafélaga gátu sótt um stuðning. Alls sóttu 73 félög um styrk í þessari viðbótarúthlutun. Útfærsla úthlutunar og framkvæmdar var unnin í samstarfi við ÍSÍ.

Stuðningur ríkisvaldsins á tímum kórónuveirunnar var íþróttahreyfingunni afar mikilvægur og gerði það að verkum að hægt var að hefja kröftugt íþróttastarf á ný við afléttingu takmarkana.

This article is from: