ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS
2. TBL. 2011
FEBRÚAR
UPPBYGGING AFREKA Það er býsna ánægjulegt að fylgjast með því hvernig íslenska þjóðin hefur hrifist með baráttu og árangri strákanna okkar í handknattleikslandsliðinu – enn einu sinni. Götur eru auðar á meðan útsendingar frá leikjum standa yfir, og samfélagið allt frá leikskólum til elliheimila er undirlagt. En árangur í afreksíþróttum verður ekki til á einni viku. Medalíur falla ekki af himnum ofan. Um er að ræða langtímauppbyggingu sem byggir á skipulegu og heildstæðu kerfi frá grasrót til topps píramídans. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir mikilvægi hvors hluta píramídans fyrir hinn – efniviðurinn kemur úr grasrótinni en fyrirmyndirnar úr afrekunum. Þetta má ekki slíta í sundur. Þegar afreksfólk okkar kemur heim með verðlaun af alþjóðlegum vettvangi í farteskinu fagnar þjóðin, og fulltrúar stjórnvalda standa þar jafnan fremstir í flokki. Því ber auðvitað að fagna – en á sama tíma höfum við hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands biðlað til stjórnvalda um að taka virkari þátt í að byggja upp þann árangur sem fagnað er. Annað er sagan um litlu gulu hænuna. Nýlega úthlutaði ÍSÍ fjármunum til afreksmála. Þau framlög eru skammarlega lág, og tilfinning afsökunar er hið eina sem fylgir til íþróttafólksins okkar, sem hefur fært svo miklar fórnir. Framlög ríkisvaldsins til uppbyggingar afreka í íþróttum eru í raun smánarleg. Árið 2003 var síðast gerður samningur við ráðuneytið upp á 30 milljónir króna, en sá samningur – óverðbættur – rann út í árslok 2008, rétt eftir að þjóðin hafði stigið niður af Arnarhóli eftir að hafa fagnað silfurdrengjunum okkar frá Peking, og rétt eftir efnahagshrun. Framlög ríkisvaldsins – nú átta árum síðar – nema 24,7 milljónum á fjárlögum. Þrátt fyrir að veruleg fjölgun iðkenda hafi orðið, og nýjar íþróttagreinar og ný sérsambönd hafi litið dagsins ljós. Á sama tíma hefur íslenskt íþróttafólk náð einstæðum árangri á Evrópu- og heimsvísu í mörgum íþróttagreinum bæði karla og kvenna. Hættan er sú að menn líti á þetta sem sjálfbæran árangur. En svo er ekki, veruleg hætta er á að skerðing núverandi framlaga höggvi stór skörð í árangur komandi ára. En það er e.t.v.
MEÐAL
EFNIS:
Lífshlaupið 2011 Afreksstyrkir ÍSÍ 2011 Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - Liberec 2011 Fjarnám ÍSÍ
ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ ekki eðli stjórnmála að hafa áhyggjur af framtíðinni handan næstu kosninga. Íslenskt íþróttafólk er í senn bestu og ódýrustu sendiherrar sem land og þjóð á völ á. Við eigum fjölda íþróttastjarna erlendis sem daglega eru áberandi í fjölmiðlum og bera hróður Íslands af stolti. Íslenska ríkið ber engan kostnað af þessu útbreiðslu- og landkynningarstarfi – og það sem verra er, hefur í raun ekki heldur borið kostnað af því að skapa viðunandi umgjörð til að afreksfólkið okkar nái þeim árangri sem raun ber vitni. Hversu margar tilvonandi íþróttahetjur á Íslandi skyldu aldrei hafa komist á alþjóðlegan stall vegna skorts á fjárframlögum? Það hlýtur að vera okkur umhugsunarefni. Ég hvet alla Íslendinga til að sameinast áfram í stuðningi við strákana okkar í Svíþjóð – sem og allt okkar afreksfólk á alþjóðavettvangi. Ég hvet alla kjörna fulltrúa stjórnvalda til þess að íhuga vel af hvaða einlægni við hyggjumst fagna næstu tímamótum afreka við heimkomu – og hversu stolt við ætlum að vera af því að hafa átt þátt í því að styðja við þann árangur. Það geislar smitandi stolt og barátta af handknattleikslandsliðinu. Ef samfélag okkar sýnir sama stolt af því að koma fram fyrir hönd lands og þjóðar og strákarnir okkar í Svíþjóð – og berjast jafn ötullega fyrir árangri og úrslitum – þá þarf þessi þjóð engu að kvíða. Áfram Ísland. Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ
Íþróttaþing ÍSÍ 2011 fer fram 8.– 9. apríl nk. Verður það haldið að Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sambandsaðilum hefur nú þegar verið sent fyrsta fundarboð með helstu upplýsingum um þingið, fjölda þingfulltrúa o.fl.
ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ
SIDE-