1 minute read

Opnir íbúafundir eystra

Sveitarstjórn Rangárþings eystra boðar til íbúafunda í félagsheimilum þar sem meðal annars verður rætt um nýtingu og framtíð félagsheimila og um stöðu og framkvæmd sorpmála.

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

Fossbúð – mánudaginn 27.03 kl. 16:00

Heimaland – mánudaginn 27.03 kl. 20:00

Gunnarshólmi – þriðjudagurinn 28.03 kl. 16:00

Njálsbúð – þriðjudaginn 28.03 kl. 20:00

Goðaland – miðvikudaginn 29.03 kl. 20:00

Við hjá Sláturfélagi Suðurlands leitum nú að öflugum og hressum sumarstarfsmönnum til afleysingastarfa í kjötvinnslu okkar á Hvolsvelli.

Á Hvolsvelli eru meðal annars framleiddar hinar víðfrægu SS pylsur, okkar frábæra lifrarpylsa ásamt öllu okkar ljúffenga grillkjöti svo fátt eitt sé nefnt.

Um er að ræða mikilvæg störf og því leitum við að góðu fólki til að hjálpa okkur við að halda matardiskum landsmanna fullum í sumar af okkar góðu sunnlensku SS kjötvörum. Ef þig langar að vinna á heimili SS pylsunnar og ert 16 ára á árinu eða eldri, mun samhentur hópur starfsmanna taka vel á móti þér. Í flestum tilvikum er um vaktavinnu að ræða.

Sækja skal um starf á heimasíðu félagsins, ss.is og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um SS.

Nánari upplýsingar veitir verksmiðjustjóri í síma 488-8200.

Aðalfundur Ferðafélags Rangæinga verður haldinn í Hvolnum Hvolsvelli, miðvikudaginn 29. mars n.k. og hefst kl 20:00.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun ferðanefnd FFRang kynna ferðaáætlun ársins 2023. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og gestir velkomnir – sjá nánar á www.ffrang.is

Skoðunarstöðin á Hvolsvelli

Sími 570 9211

Opnunardagar í mars:

7. til 9. - 14. til 16. 21. til 23. - 27. til 31.

- þegar vel er skoðað -

Sími 487 5551 - svartlist@simnet.is

This article is from: