1 minute read

Bólusetningar

í Rangárþingi

Inflúensubólusetningar:

Allir aldurshópar velkomnir. Athugið að tvær vikur verða að líða frá Covid-bólusetningu.

Covid bólusetningar:

Bólusett verður með Pfizer á heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli einn dag í mánuði. Einstaklingar 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt. Fjórir mánuðir eða meira þurfa að vera liðnir frá síðustu bólusetningu.

Næsta bólusetning verður 12. apríl.

Allar tímabókanir í síma 432-2700 félags- og Skólaþjónusta rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir ritara í 70% starf.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri tölvukunnáttu og góðum samskiptahæfileikum. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um Félags- og Skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Íbúar eru tæplega sex þúsund.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Almenn skrifstofustörf

• Símsvörun

• Hafa umsjón með gagnasafni, flokkun, skráningu og merkingu gagna

• Umsjón með heimasíðum Félags- og Skólaþjónustu

• Ganga frá skýrslum sérfræðinga og öðrum í skjalaskáp

• Taka á móti tilvísunum og fylgigögnum til sérfræðinga, skanna þau inn og skrá í skjalakerfi ONE

• Umsjón með skráningum á námskeið og fræðslufundi

• Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri felur ritara

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun og reynslu sem nýtist í starfi

• Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku máli er skilyrði

• Lipurð í samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2023. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til starfsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu á netfanginu svava@felagsmal.is þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Foss eða Verkalýðsfélagi Suðurlands. Áhugasamir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Starfskraftur óskast í hafnarvörslu

Hæfniskröfur í hafnarvörslu:

Tölvukunnátta, ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum

Einnig vantar okkur starfsfólk í símsvörun, afgreiðslu og létt þrif

Vaktavinna

Hæfniskröfur í afgreiðslustarf:

Góð tölvukunnátta

Góð enskukunnátta

Ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar í síma 8633661/8929217 eða netfangið annaa@simnet.is

This article is from: